Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Side 25

Skessuhorn - 27.04.2022, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 25 Við þurfum ekki öll að sigra heim- inn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærum- hverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okk- ur nærri. Hér koma nokkrar hug- myndir um hluti sem ég tel mikil- væga og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir geta gert: Stofnanir og fyrirtæki þurfa að innleiða aðgengi í alla sína vinnu- ferla og hafa aðgengi til hliðsjón- ar í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Aðgengismál eiga að vera hluti af fyrirtækjamenningu. Hér koma nokkur dæmi um aðgengi innan stofnana og fyrirtækja: • Aðgengi hjólastóla, rampar, ská- brautir o.s.frv. • Skýrar og góðar umhverfismerk- ingar. • Gæta þess að handrið sé á öll- um tröppum og þær merktar með afgerandi lit, þ.e. tröppunef. • Engar hindranir á gangvegi. Leiðarlínur og áherslusvæði fyrir blinda og sjónskerta. • Huga að hljóðvist. Er mikill kliður eða bergmál? • Hafa þægilega og góða lýsingu. • Aðgengi að salernum fyrir fatl- aða. • Góðar og skýrar merkingar á lyftuhnöppum. Talandi lyftur. • Aðgengileg heimasíða. • Ekki aðeins huga að aðgengi fyr- ir viðskiptavini. Starfsfólk nýtur einnig góðs af góðu aðgengi. • Bjóða upp á að hafa samband í síma, spjallglugga og tölvupósti eða að koma á staðinn. Sami sam- skiptamátinn hentar ekki öllum. • Huga þarf að aðgengi þegar kemur að lausnum á borð við sjálfsafgreiðslukassa, hraðbanka, innskráningarskjái o.fl. • Huga að aðgengi utandyra sem og innandyra. • Vera með augljósar og opnar samskiptaleiðir þar sem almenn- ingur getur komið ábendingum til skila, t.d. varðandi aðgengismál. Þegar verið er að byggja, breyta eða endurnýja húsnæði skal huga að aðgengismálum frá upphafi. Kröfur um aðgengi og algilda hönnun má m.a. finna í núgild- andi byggingarreglugerð. Einnig þarf við hönnun, breytingu eða skipulagningu á svæði utandyra að huga að aðgengi og má þar nýta sér nýlegar leiðbeiningar um „Hönnun fyrir alla – algild hönnun utandyra“ sem nálgast má á vef Vegagerðarinnar. Við smíði á nýju vefsvæði eða smáforriti er brýnt að huga að aðgengismálum frá upphafi og í gegnum allt ferlið. Notast skal við WCAG aðgengis- staðalinn þegar kemur að stafrænu aðgengi, gera notendaprófanir o.s.frv. Einstaklingar sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra geta t.d. sótt smáforritið Be My Eyes og skráð sig sem sjálfboða- liða. Almenningur getur einnig sent ábendingar á sveitarfélög í gegnum heimasíður þeirra, komi þeir auga á eitthvað sem bet- ur má fara, t.d. bilaðir ljósastaur- ar, illa farnir göngustígar, óað- gengilegar byggingar eða vefsíð- ur o.s.frv. Komum ábendingum áleiðis frekar en að bölva í hljóði. Listinn hér að ofan er langt frá því tæmandi og það er fjölmargt sem við sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir getum gert, auk ríkis og sveitarfélaga. Ef þú hefur einhverjar spurn- ingar, vilt óska eftir ráðgjöf eða fá frekari upplýsingar, hvet ég þig til að hafa samband við okkur hjá Blindrafélaginu í síma 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið adgengi@blind.is. Vissir þú að: Blindrafélagið er í samstarfi við ýmis fyrirtæki og er með umboð fyrir ýmsar vörur hérlendis er snúa að aðgengismálum. Við getum veitt ráðgjöf og útvegað lausnir sem stuðla að bættu aðgengi, hvort sem það er í raunheimum eða stafræn- um lausnum: • Umboðsaðili fyrir leiðarlínur og aðrar umhverfismerkingar frá fyrir tækjunum Handi-Friendly frá Tékklandi og Olejár frá Slóvakíu. • Umboðsaðili ReadSpeaker á Íslandi. Talgervislausnir á borð við vefþuluna (hlusta hnappinn) o.fl. • Samstarfsaðili Siteimprove á Íslandi. Siteimprove býður lausnir sem snúa að því að bæta gæði vef- svæða, allt frá aðgengi upp í leitar- vélabestun. • Umboðsaðili NaviLens á Íslandi. NaviLens er ný og spennandi tækni fyrir merkingar í umhverfi, vörum og í raun hverju sem er. • Samstarfsaðili Be My Eyes á Íslandi. Með Be My Eyes appinu geta sjáandi einstaklingar aðstoðað blinda og sjónskerta notendur með ýmis hversdagsleg verk með ein- földum hætti. Hlynur Þór Agnarsson Höfundur er aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins Pennagrein Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi? Í dag, miðvikudaginn 27. apríl, frumsýnir Þjóðleikhúsið, í sam- starfi við Frystiklefann í Rifi, nýtt íslenskt leikrit; Prinsinn, eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Verkið er byggt á sönnum atburð- um en það er byggt á reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. „En hversu áreiðanlegt vitni er mað- ur í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt,“ eru spurningar sem settar eru fram. María Reyn- dal leikstýrir verkinu, en auk Kára fara með hlutverk í sýningunni þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sólveig Guðmundsdóttir og Birna Pétursdóttir. Frumsýnt verður í Rifi og í framhaldinu verður sýnt víðar um land. Um sýninguna segir: „Prins- inn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinn- ur í sjoppunni og er með lyklana! Í verkinu kynnumst við manni á fer- tugsaldri sem bíður í ofvæni eft- ir því að barn hans komi í heim- inn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann: 17 ára menntaskóla- strákur er staddur á Laugavegin- um ásamt vini sínum þegar sím- inn hringir. Sæta stelpan sem vinn- ur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sext- án? Er framtíðin í rúst?“ Verkið er hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, sem talar beint til okkar, segir í lýsingu Þjóðleikhússins. Alls verður Prinsinn sýndur á sjö stöðum víðs vegar um landið áður en sýningar hefjast í Þjóðleik- húsinu í haust. Sýningarnar í Rifi verða 27., 28. og 29. apríl. Þá verð- ur farið á flakk með sýninguna og m.a. sýnt í Hjálmakletti í Borgar- nesi fimmtudaginn 12. maí. mm/ Ljósm. Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið frumsýnir Prinsinn í Frystiklefanum í Rifi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.