Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 26

Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202226 Sveitarstjórnarkosningar eru framundan og eitt eiga öll fram- boð sameiginlegt, sem tefla fram framboðslista hér í Borgarbyggð, að vilja gera samfélagið okkar góða enn betra. Það er mér hjart- ans mál að hér hlúum við að samfé- laginu okkar á þann hátt að einstak- lingum líði vel og að hér vilji fólk búa. Borgarbyggð er fallegt og vel staðsett sveitarfélag sem býr yfir mörgum kostum. Náttúrufegurð, mannauðurinn og fjarlægðin, já eða nálægðin við höfuðborgina, eru allt mikilvægir þættir í því að hér líður fólki vel. Það er þó alltaf rými til að gera gott betra og erum við fram- bjóðendur D listans í Borgarbyggð með fjölbreyttar leiðir í stefnuskrá okkar til þess að gera gott samfélag enn betra. Ungmennahús og heimavist við MB Velferðarmál, heilsuefling og skóla- mál eru þau málefni sem ég brenn helst fyrir og er það helst vegna áhuga míns á þeim og þar liggur menntun mín og reynsla. Grunn- skólagönguna kláraði ég í Borgar- nesi og þaðan lá leiðin í Mennta- skóla Borgarfjarðar sem var þá að hefja sitt annað starfsár. Mennta- skóli Borgarfjarðar er afar mikilvæg stofnun í Borgarbyggð og þurfum við að styðja áfram við þá starfsemi eins og kostur er. Sjálfstæðisflokk- urinn leggur meðal annars fram í stefnuskrá sinni að styðja við upp- byggingu heimavistar við MB. Það er tilraunarinnar virði að sjá hvaða áhrif heimavist myndi hafa á aðsókn í MB og hvort skólabragurinn myndi mögulega eflast enn frekar. Í takt við þetta vill Sjálfstæðis- flokkurinn að ungmenni hafi sama- stað í frítíma sínum og leggur því til að stofnað verði ungmennahús að nýju. Heilsuefling þarf nefni- lega að taka til margar þátta, t.a.m. félagslegra-, tilfinningalegra- og líkamlegra þátta og því má félags- líf ekki gleymast þegar við einblín- um á heilsusamlegt líferni og vilj- um hvetja íbúa samfélagsins til að efla sína heilsu. Eftir útskrift úr MB lá leið mín á Laugarvatn þar sem ég kláraði BS gráðu í íþrótta- og heilsufræði og hef í framhaldi af því þjálfað hina ýmsu hópa og einstaklinga í Borgar byggð og víðar. Fjölgum búsetukostum fyrir aldraða og hugum að heilsueflingu Það var þó alltaf draumur að verða hjúkrunarfræðingur sem varð að veruleika sumarið 2021 þegar ég útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri. Það var sannarlega dýr- mætt að geta búið í Borgar nesi ásamt fjölskyldu minni og stund- að nám í HA. Í dag starfa ég sem hjúkrunarfræðingur á Brákarhlíð og kenni einnig áfangann heil- brigðisfræði við Menntaskóla Borg- arfjarðar. Það er ólýsanlega gefandi starf að vinna með öldruðum en sá hópur gefur manni svo sannar- lega aðra og víðari sýn á lífið. Það er skylda okkar sem yngri erum að hlúa vel að þessum aldurshópi sem fer sífellt stækkandi í samfélaginu. Það þarf að fjölga búsetu kostum fyrir aldraða og leggur Sjálfstæð- isflokkurinn það til í stefnuskrá sinni. Eldri aldurshópar eru gríðar- lega fjölbreyttur hópur með mis- munandi þarfir, það þarf bæði að huga að bættri heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa og eins að þrýsta á að heimahjúkrun verði veitt alla daga svo að einstaklingar geti búið lengur heima því það er jú það sem flestir vilja meðan heilsa og geta til líkamlegra athafna er til staðar. Eflum snemmtæka íhlutun og styðjum við íþróttir En úr eldri aldurshópum og að börnunum okkar. Fyrir mig sem móður skiptir það mig miklu máli að hér í Borgarbyggð sé hlúð vel að heilsu barnanna okkar og tækifær- um þeirra til náms og tómstunda. Hér er öflugt og gott skólastarf á öllum menntastigum en einnig er það hagur okkar allra að snemmtæk íhlutun verði efld, sem dæmi með talmeinafræðingum og sálfræðing- um. Það er staðreynd að íþróttir og tómstundir eru okkar öflugasta forvörn og því er mikilvægt að hér sé fjölbreytt úrval af tómstundum svo að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru spennandi tím- ar framundan hvað varðar stækk- un á íþróttahúsinu í Borgarnesi og þá getur vonandi pláss myndast fyr- ir fjölbreyttari hreyfingu í takt við bætta aðstöðu fyrir þær íþróttir sem fyrir eru. Það er einlæg ósk mín að hér vilji fólk búa vegna þess að hér sé vel staðið að íþróttum og tóm- stundum fyrir börn en þetta eru hlutir sem fólk kynnir sér vel áður en búseta er valin. Sjálfstæðisflokk- urinn vill leggja meiri áherslu á í verki að Borgarbyggð er aðili að verkefninu heilsueflandi samfélag og með bættri aðstöðu og auknum stuðningi getum við svo sannarlega gert enn betur hvað það mikilvæga verkefni varðar. Það eru spennandi tímar framundan Kæri lesandi; hér að ofan hef ég rakið helstu hugðarefni mín sem ég tel skipta máli í góðu samfélagi. Ég hef metnað til að láta gott af mér leiða bæði í mínum daglegu störf- um og nú býð ég fram krafta mína og þekkingu til að setjast í sveitar- stjórn Borgarbyggðar. Ég hvet alla íbúa Borgarbyggðar sem náð hafa aldri til þess að taka þátt í kosn- ingunum 14. maí nk. það er réttur okkar sem höfum náð 18 ára aldri og þannig getum við öll haft áhrif á það hverjir setjast í sveitarstjórn. Það eru spennandi tímar framund- an í Borgarbyggð, mig langar til að hafa áhrif á það hvernig mál þróast og því óska ég eftir þínum stuðn- ingi við D listann í Borgarbyggð. Búið er að stilla upp samstilltri liðs- heild reynslumikils fólks og okk- ar sem erum að koma ný að borði, saman getum við meira, ég, þú og öll Borgarbyggð sem gengur von- andi í takt á komandi kjörtímabili. Jóhanna Marín Björnsdóttir. Höf. er í 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Borgarbyggð Pennagrein Pennagrein Velferð í forgangi í öflugri Borgarbyggð Eftir efnahagshrunið haustið 2008 hrundi fjárhagur Borgarbyggð- ar eins og víða annars staðar og árið 2010 var sveitarfélagið eitt tíu sveitarfélaga sem komu til skoðun- ar hjá Eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga. Í kjölfar erfið- leika í rekstri Borgarbyggðar árin 2013 og 2014 var ákveðið að leggj- ast í töluverða vinnu til að rétta af fjárhaginn en því skyni var ákveðið að fara í verkefnið „Brúin til fram- tíðar“ sem er samstarfsverkefni Borgar byggðar og KPMG. Geng- ur það í mjög grófum dráttum út á að sett eru fjárhagsleg markmið og kortlagt hvaða áhrif þau hafa á reksturinn samhliða fjárhagsáætl- unargerð, semsagt einskonar mæla- borð sett upp til að vinna eftir. Í upphafi var aðeins lagt upp með að finna heildstæða lausn svo Borg- arbyggð gæti uppfyllt viðmið Eftir- litsnefndarinnar. Þegar þeim lág- markskröfum var náð urðu mark- miðin metnaðarfyllri þar til sú staða var komin upp árið 2019 að sveitarfélagið stóð mjög vel fjár- hagslega. Það má segja að veruleg- ur viðsnúningur hafi orðið á síð- ustu árum í fjárhagsstöðu Borgar- byggðar en ef bornar eru saman tölur frá greiningardeild Arion banka árið 2013 og svo aftur árið 2019 sést það mjög skýrt. Árið 2013 var Borgarbyggð með alls 15 veikleikamerki samkvæmt viðmið- um greiningardeildarinnar en árið 2019 var sveitarfélagið metið fjár- hagslega sterkt og aðeins með eitt veikleikamerki sem snéri að of litl- um fjárfestingum, þeim „veikleika“ hefur aldeilis verið brugðist við og bætt úr síðan. Bættur fjárhagur kallar á annars konar markmið Eftir árið 2019 hefur orðið ákveðin stefnubreyting varðandi fjármál og fjárfestingar en breyttar fjárhags- legar aðstæður gáfu tækifæri til breyttrar nálgunar og annars kon- ar markmiðasetningar í „Brúnni til framtíðar“. Ljóst er að húsnæði sveitarfélagsins fór ekki varhluta af þessum fjárhagsvandræðum sem sveitarfélagið gekk í gegn- um á framangreindu tímabili en á því kjörtímabili sem er að klárast kom í ljós að víða var ástand hús- næðis orðið mjög slæmt þ.e. mikil viðhaldsþörf hafði skapast og sums- staðar kom í ljós, því miður, raki og mygla. Því hefur þurft að bregðast við af festu. Lögð hefur verið mikil áhersla á uppbyggingu m.a. á bæði leik- og grunnskólahúsnæði síðustu ár en einnig farið í fjárfestingar m.a. á nýju ráðhúsi. Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi á loka- metrunum og bygging leikskól- ans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykj- um er lokið. Var farið í fjárfestingu á nýju ráðhúsi vegna þess að ljóst var að ráðast þurfti í kosnaðarsam- ar viðgerðir á eldra húsnæði vegna m.a. rakavandamála, nýja húsnæð- ið hentaði starfsemi stjónsýslunn- ar mun betur og það fékkst á góðu verði. Vegna alls framanrakins þurfti að grípa þegar í stað til ráð- stafana og urðu því útgjöld vegna ársins 2021 nokkuð meiri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun og en gert var við árslok 2021 ráð fyrir halla á sveitarsjóð upp á 22 milljón- ir króna að teknu tilliti til viðauka. Rekstur A og B hluta sveitarsjóðs enn að styrkjast Rekstrarniðurstaða ársins 2021 varð neikvæð um 90 milljónir króna en sú niðurstaða skýrist að öllu leyti vegna hækkunar á lífeyris- skuldbindingum sveitarfélagsins en hún varð mun hærri en reikn- að hafði verið með vegna breyttra útreikninga sem tóku gildi í lok árs 2021. Lagt var upp með í fjárhags- áætlun að sá liður yrði um 80 millj- ónir króna en við þessa breytingu hækkaði hann um alls 194 milljónir þannig að lífeyrisskuldbindingarn- ar urðu samtals 274 milljónir króna. Ljóst er að ef ekki hefði komið til þessara breyttu reiknireglna vegna lífeyrisskuldbindinga þá hefði rekstrarniðurstaða ársins 2021 orðið jákvæð. Tekjur sveitarfélags- ins voru um 130 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir en þar af eru tekjur frá jöfnunarsjóði sveitar- félaga 87 milljónir og um 61 millj- ón vegna hærra útsvars. Í dag er fjárhagsstaðan sterk. Ef horft er á samstæðu A og B hluta í árslok 2021 hefur handbært fé frá rekstri aukist verulega frá ári til árs og er nú 487 milljónir króna. Eig- ið fé samstæðunnar er 4.571 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfall því um 45%. Veltufé frá rekstri er nú 528 milljónir króna eða 10,8% en æskilegt hlutfall veltufjár frá rekstri er um 10%. Skuldaviðmið sveitar- félagsins stendur nú í 59% en það viðmið má almennt ekki fara upp fyrir 150% hjá sveitarfélögum, þannig að af framangreindu er ljóst að Borgarbyggð er í mjög sterkri stöðu til að taka spennandi skref í frekari uppbyggingarátt á komandi tímum. Hvað þýðir þetta? Góð fjárhagsstaða auk lágs skulda- viðmiðs er forsenda þess að nú er hægt að fara í stórfellda upp- bygginu og því er nú kjörið tækifæri til að keyra enn frekar á viðhald og uppbyggingu innviða. Ákveðið hef- ur verið að ráðast í mjög metnaðar- fulla uppbyggingu íþróttamann- virkja í Borgarnesi en sú vinna er þegar hafin þar sem undirbúnings- hópur hefur lokið störfum. Fjár- fest hefur verið í mannvirki í kring um núverandi íþróttahús og stofn- uð hefur verið byggingarnefnd sem fær það hlutverk að starfa ásamt verkefnastjóra að frekara sam- ráði við íbúa og hagaðila í tengsl- um við framkvæmd verkefnisins. Er þetta forsenda áframhaldandi upp- byggingar sveitarfélagsins og íbúa- fjölgunar þar sem margir horfa til aðstöðu til íþróttaiðkunar við val á búsetu. Eins hefur verið ákveðið að fara í endurbætur á skólahúsnæðinu á Kleppjárnsreykjum en töluvert af grunnskólahúsnæðinu var rif- ið á síðasta kjörtímabili þegar leik- skólinn Hnoðraból var byggður við og hluti húsnæðisins er ónothæfur vegna rakamyndunar. Það þarf að ganga skörulega til verks og láta skipuleggja lóðir til úthlutunar í sveitarfélaginu. Það var áhersla fráfarandi sveitarstjórn- ar að úthluta öllum lausum lóðum á kjörtímabilinu og innkalla lóð- ir sem ekki hafði verið aðhafst á og úthluta þeim aftur. Í því skyni að ná að úthluta lóðum og einnig til að hvetja til frekari framkvæmda var m.a. settur á 50% afsláttur af gatna- gerðargjöldum og 100% afsláttur af lóðargjöldum. Þetta virkaði vel fyr- ir þá sem voru í þeim hugleiðing- um að byggja íbúðarhús og því var nánast öllum lóðum úthlutað. Eins þarf að verja mun meiri fjármun- um en nú er gert bæði í gatnagerð til að mæta aukinni eftirspurn eft- ir byggingarlóðum og ekki síður í viðhald þeirra gatna sem eru fyrir. Ágæti lesandi! Það eru bjart- ir tímar framundan í Borgarbyggð og við frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins bjóðum áfram fram krafta okkar og reynslu til að leiða þá vinnu sem þarf að ganga í af krafti, dugnaði og framsýni. Lilja Björg Ágústsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- manna og forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð Við höfum burði til að byggja upp og fjárfesta Sterkur fjárhagslegur grunnur er forsenda uppbyggingar og framfara.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.