Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Qupperneq 30

Skessuhorn - 27.04.2022, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202230 Í hvaða sæti lendir ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Guðm. Ingþór Guðjónsson „7. sæti.“ Bjarni Kristófersson „7. sæti.“ Gabríel Ísak Valgeirsson „7. sæti.“ Ingimar Ólafsson „4. sæti.“ Stefán Þórðarson „7. sæti.“ Lið Reynis Hellissandi sem leik- ur í 4. deild karla á Íslandsmótinu í sumar tók á laugardaginn á móti 2. deildar liði ÍR úr Breiðholti í annarri umferð Mjólkurbikarsins og fór leikurinn fram á Ólafsvíkur- velli. Í húfi var sæti í 32-liða úrslit- um keppninnar og því mikið und- ir í þessum leik. Það var hins vegar fljótlega ljóst hvaða lið myndi kom- ast í 32-liða úrslitin því eftir tæp- lega 20 mínútna leik var staðan orðin 0-4 ÍR í vil og þeir bættu við einu marki fyrir hálfleik. Gestirnir gáfu svo alls engin grið í seinni hálfleik og röðuðu inn mörk- um þar sem Jón Gísli Ström var í essinu sínu og skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og alls fimm mörk í leiknum. Stórskotahríðin hélt síðan áfram og Breiðhyltingar bættu við átta mörkum þar til yfir lauk, loka- staðan 0-16 ÍR í vil. Það er því ljóst að bikardraum- ur Reynismanna er úti þetta árið og þeir geta nú einbeitt sér að undir- búningnum fyrir fyrsta leik í A riðli 4. deildar sem verður gegn Ísbirn- inum þann 17. maí næstkomandi. vaks ÍA og Sindri mættust þarsíðasta mánudag í undanúrslitum í C deild kvenna í knattspyrnu og fór leik- urinn fram í Akraneshöllinni. Erna Björt Elíasdóttir kom Skagastúlk- um á blað strax á annarri mínútu en á 21. mínútu jafnaði Samira Sulem- an metin fyrir gestina og staðan því jöfn í hálfleik. Unnur Ýr Haralds- dóttir kom ÍA aftur yfir eftir tæp- lega klukkutíma leik en Samira Suleman skoraði sitt annað mark fyrir Sindra þegar korter var eftir af leiknum og þar við sat, lokatöl- ur 2-2. Til að ná fram úrslitum fóru liðin í vítaspyrnukeppni og þar hafði ÍA betur, 3-1 og samanlagt 5-3. Í hin- um leik undanúrslitanna léku lið Gróttu og Völsungs og þar náðu norðanstúlkur sigri, lokatölur 2-3 fyrir Völsungi. Það er því ljóst að ÍA og Völsungur munu mætast í úrslitaleik en þessi lið voru saman í riðli 2 og þar sigraði ÍA þá viður- eign örugglega 3-0 í byrjun þessa mánaðar. Úrslitaleikur ÍA og Völsungs fer fram miðvikudaginn 4. maí og hefst klukkan 19. Ekki er enn komið hvar leikurinn fer fram. vaks Íslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og í bekkpressu (með búnaði) fór fram sunnudaginn 24. apríl og átti Kraftlyfingafélag Akra- ness tvo keppendur sem kepptu á báðum mótunum. Einar Örn Guðnason varð Íslandsmeistari í -120 kg flokki karla bæði í klass- ískri bekkpressu, með 185 kg sem þyngstu lyftu, og bekkpressu með búnaði þar sem 265 kg var hans þyngsta lyfta og er það 5 kg bæting hjá Einari. Með þessum árangri varð Einar stigahæsti keppandinn í karlaflokki í bæði klassískri bekk- pressu og bekkpressu með búnaði. Halla Rún Friðriksdóttir er nýlega gengin til liðs við félagið og var að keppa á sínu fyrsta móti eft- ir margra ára pásu. Halla keppir í -76 kg flokki kvenna í Masters 2 og setti hún tvö Íslandsmet í þeim flokki í klassískri bekkpressu með lyftum upp á 70 kg og 75 kg og tók Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki. Í bekkpressu með búnaði lyfti Halla 102,5 kg sem er bæting á Íslandsmeti um 62,5 kg í hennar flokki og var hún jafnframt Íslands- meistari í flokknum. Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir sem keppir undir merkjum Breiðabliks keppti í -63 kg opnum flokki í bekkpressu með búnaði og lyfti hún 122,5 kíló- um sem er 7,5 kílóa bæting á henn- ar besta árangri og tryggði henni Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki og varð hún stigahæsta kon- an í opnum flokki. Árangur dagsins er gott veganesti inn í næsta mót hjá henni sem er heimsmeistara- mótið í bekkpressu sem verður haldið í Kazakstan núna í endað- an maí. vaks/lbf Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta- manna úr alls konar íþróttum á öll- um aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Gísli Laxdal frá Akranesi. Nafn: Gísli Laxdal Unnarsson Fjölskylduhagir? Í sambandi. Hver eru þín helstu áhugamál? Að vera með fjölskyldu og vinum og fótboltinn. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Það er bara vakna, stundum æfing fyrir hádegi. Síðan er það vinna í Þorp- inu og beint á æfingu seinni part- inn, svo er bara slakað á. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Mínir helstu kostir eru að ég er jákvæður og metnaðarfull- ur en minn helsti galli er hvað ég er feiminn. Hversu oft æfir þú í viku? Sex sinnum eða oftar. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Cristiano Ronaldo. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Ég byrjaði að æfa 5 ára og ég hef ekki hætt síðan. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Allir vinir mínir, ég gef þeim það. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Það er skemmtilegast að vinna og leiðinlegast að tapa. Jákvæður og metnaðarfullur Alexandrea Rán og Einar Örn ánægð með árangurinn. Ljósm. Lára Bogey Finnbogadóttir. Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram um helgina Reynir H úr leik í Mjólkur bikarnum eftir stórtap gegn ÍR Skagastúlkur að ræða málin í leiknum gegn Sindra. Ljósm. sas ÍA konur komnar í úrslit Lengjubikarsins Ljósm. Þa

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.