Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 31 Knattspyrnufélagið Kári tók á móti nágrönnum sínum af Snæfellsnes- inu, Víkingi Ólafsvík, í 2. umferð Mjólkurbikars karla á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akranes- höllinni. Um sannkallaðan Vestur- landsslag var að ræða en í boði var sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbik- arsins. Spennustigið var því hátt í leiknum og það dró strax til tíð- inda á 20. mínútu leiksins þegar Nikulás Ísar Bjarkason slapp inn fyrir vörn Víkings en var felld- ur af varnarmanni Víkings. Dóm- ari leiksins, Þorvaldur Árnason, mat það þannig að varnarmaður Víkings, Arnór Siggeirsson, hefði rænt af Nikulási marktækifæri og gaf Arnóri beint rautt spjald. Eft- ir þetta tóku Káramenn öll völd á vellinum, sóttu af miklum krafti en náðu ekki að skora, staðan í hálfleik markalaus, 0-0. Káramenn komu afar ákveðn- ir til leiks í seinni hálfleik og fyrsta mark leik kom eftir aðeins tíu mín- útna leik þegar Arnar Már Kára- son vippaði laglega yfir markmann Víkings. Sex mínútum síðar bættu Káramenn við öðru marki þegar Hafþór Pétursson spyrnti bolt- anum í netið eftir að Nikulás Ísar hafði skallað boltann í slána og út í teiginn. Staðan 2-0 fyrir Kára og þeir héldu áfram að sækja án árangurs en fimm mínútum fyrir leikslok náði Emmanuel Eli Keke að minnka muninn fyrir Víking eft- ir vandræðagang í vörn Kára. Mikil barátta var á milli liðanna það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörk- in ekki og lokaniðurstaðan 2-1 sig- ur Kára. Frábær sigur hjá Kára en að sama skapi mikil vonbrigði læri- sveina Guðjóns Þórðarsonar sem leika í 2. deild, einni deild ofar en Kári á Íslandsmótinu í sumar. Kári er því kominn í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins og verður í pottinum þegar liðin tólf í efstu deild karla, Bestu deildinni, bæt- ast við í hann ásamt þeim 20 lið- um sem hafa tryggt sér sæti þar eft- ir leiki í fyrstu og annarri umferð. Spennandi verður að fylgjast með því hverjir verða andstæðingar Kára og ÍA en dregið verður í næstu umferð í hádeginu á morgun, fimmtudag, í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. vaks Skagamenn léku í liðinni viku sína fyrstu tvo leiki í sumar í Bestu deild karla í knattspyrnu en í þeim fyrri þarsíðasta þriðjudag mættu þeir Stjörnunni og fór leikurinn fram í Garðabæ. Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik. Alex Dav- ey vann boltann við miðlínu, óð upp völlinn og lagði boltann til hlið- ar á Gísla sem kláraði færið einn á móti markmanni á snyrtilegan hátt. Stjörnumenn voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik og fengu nokkur ágæt færi en inn vildi boltinn ekki. Strax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Jóhann Árni Gunnarsson metin fyrir Stjörnuna þegar hann skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti úr teignum. Stjarnan komst síðan yfir í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar Óskar Örn Hauksson lét skotið ríða af utan vítateigs Skagamanna og boltinn söng í netinu. Með þessu marki náði Óskar Örn þeim einstaka áfanga að skora nítjánda árið í röð í efstu deild karla en Óskar verður 38 ára á árinu. En það var Kaj Leo Í Bartalstovu sem bjargaði stigi fyrir ÍA mínútu fyrir lok venjulegs leik- tíma þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Johannesi Birni Vall utan af vinstra kanti. Lokatölur 2-2 í skemmtileg- um og fjörugum leik. ÍA og Víkingur Reykjavík mætt- ust svo í 2. umferðinni á sunnu- dagskvöldið og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Leikurinn fór rólega af stað en á 19. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar Eyþór Aron Wöhler átti góðan sprett og sendi boltann fyrir á Gísla Laxdal Unnarsson sem skaut að marki en markvörður Víkings, Ingvar Jóns- son, varði á ótrúlegan hátt. Það bar svo til tíðinda níu mínútum fyrir hálfleik þegar Jón Gísli Eyland tók langt innkast inn í teig Víkings og barst boltinn inn í miðjan teiginn þar sem Gísli Laxdal var fljótur að átta sig og kom boltanum í netið. Mínútu fyrir hálfleik tók Kaj Leó Í Bartalstovu hornspyrnu beint að marki og mistókst Ingvari að kýla boltann frá heldur endaði boltinn af honum og inn í markinu. Staðan í hálfleik 2-0 ÍA í vil og allt útlit fyr- ir óvæntan sigur heimamanna. Eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik fékk Eyþór Aron framherji Skagamanna gott marktækifæri en skot hans endaði í varnarmanni og í horn. Aftur var Ingvar í vandræð- um með hornspyrnuna og kýldi boltann út beint á skallann á Aroni Bjarka Jósepssyni sem kom bolt- anum yfir línuna og heimamönn- um í þriggja marka forystu. Eftir þetta drógu Skagamenn sig til baka, leyfðu gestunum að vera meira með boltann sem sköpuðu sér nokkur færi án þess að skora. Lokastaðan öruggur sigur Skagamanna í sínum fyrsta heimaleik í sumar vel studdir af kraftmikilli stuðningsmannasveit í stúkunni. Frábær byrjun Skaga- manna sem hafa því fengið fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni í sumar. Jón Þór Hauksson þjálfari Skaga- manna var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna og sagði í viðtali eftir leikinn að hann væri virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Jón Þór sagði að honum fyndist liðs- heildin, liðsframmistaðan og sam- heldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik og menn hefðu virki- lega þjappað sér saman og átt frá- bæran leik. Næsti leikur ÍA í Bestu deildinni er gegn nýliðum Fram á útivelli mánudaginn 2. maí og hefst leik- urinn klukkan 19.15. vaks Skagakonan Rósa Kristín Haf- steinsdóttir ásamt dansfélaga sínum Aroni Loga Hrannarssyni náðu frá- bærum árangri á Evrópumeistara- mótinu í samkvæmisdönsum sem fram fór í Blackpool á Englandi um páskana. Þau kepptu í flokki 19 ára og yngri á föstudaginn langa. Þar tryggðu þau sér gullið og Evrópumeistaratitil. Daginn eft- ir kepptu þau í U-21 árs flokkn- um. Þar tryggðu þau sér einnig gullmeistaratitilinn og annan Evrópumeistaratitil og eru því tvö- faldir Evrópumeistarar. Ekki ama- legur árangur það. „Þetta er klárlega einn okkar besti árangur hingað til. Þetta er eitthvað sem við höfum stefnt að. Þetta var frábær tilfinning að ná sigri í okkar aldursflokkum og gef- ur okkur mikið,“ sagði Rósa Krist- ín í stuttu spjalli við Skessuhorn að móti loknu. „Við erum þegar far- in að undirbúa okkur fyrir næstu keppni sem verður í maí og fer hún einnig fram í Blackpool. Það er opið mót þar sem allir bestu dansararn- ir í heiminum koma saman og er svona eiginlegt heimsmeistaramót í samkvæmisdönsum. Okkur hlakkar mikið til taka þátt í þeirri keppni.“ Rósa segir jafnframt að þau æfi alla daga vikunnar í íþróttahúsinu á Digranesi undir leiðsögn hjónanna Karenar og Adams Reeve, sem hafa verið þjálfarar þeirra undanfarin ár. se Rósa Kristín og Aron Logi á verðlaunapalli sem Evrópumeistarar. Urðu Evrópumeistarar í samkvæmisdönsum í sínum aldursflokkum Rósa Kristín og Aron Logi ásamt öðrum þjálfara sínum Adam Reeve. Skagamenn fagna eftir sigurinn á Víkingi. Ljósm. sas Skagamenn byrja vel í Bestu deildinni Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Víkingi Ó. Ljósm. af FB síðu Kára. Kári kominn í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Víkingi Ó

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.