Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Page 1

Skessuhorn - 25.05.2022, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 25. árg. 25. maí 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi Sími 437-1400, Netfang: ljomalind@ljomalind.is Falleg gjafavara og matur úr héraði. Sjón er sögu ríkari. Sími 437-1400 Opið alla daga frá kl. 10:00-18:00 Í síðustu viku kynntist fjölmiðlafólk og áhrifavaldar frá Bretlandi og Frakklandi íslenskri fiskmenningu á Snæfellsnesi. Viktor Örn Andrésson, landsliðskokkur, verkaði fisk fyrir áhrifavaldana sem tóku upp myndefni í erg og gríð. Verkefnið er skipulagt af Íslandsstofu. Blaðamaður Skessuhorns fylgdi hópnum hluta úr degi og fangaði stemninguna. Nánari umfjöllun má finna á miðopnu. Ljósm. sþ Bjarni Jónsson alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi sendi nýver­ ið fyrirspurn til heilbrigðisráðherra vegna skorts á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggð­ inni. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns virðist sem viðvarandi skortur sé á læknum til starfa á nokkrum starfsstöðv­ um Heilbrigðisstofnunar Vestur­ lands, sem meðal annars sýnir sig í að biðtími eftir læknatíma fer upp í einn mánuð. Það segir sig sjálft að slíkt er óviðunandi, því annað hvort hefur fólk náð fullri heilsu á þeim tíma eða ástandið farið á verri veg. Spurningar þingmannsins voru; „hvernig hyggst ráðherra bregð­ ast við bráðum skorti á læknum og heilbrigðisstarfsfólki víða á lands­ byggðinni? Telur ráðherra koma til álita að grípa til sértækra aðgerða og ef svo er, hvernig og hvar tel­ ur ráðherra brýnast að ráðast í slík­ ar aðgerðir með vísan til búsetu­ öryggis?“ Í margorðu svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráð­ herra kemur fram að heilbrigðis­ starfsmenn séu takmörkuð auð­ lind um allan heim og því alþjóð­ legt viðfangsefni að tryggja næga mönnun innan heilbrigðiskerfis­ ins. Þótt ekki sé vikið að því bein­ um orðum má lesa milli línanna í svari ráðherra að raunverulegt svar við spurningum þingmannsins er ekki til. Þó segir í svari ráðherra; „Stefnt er að bættu aðgengi með aukinni fjarheilbrigðis þjónustu um allt land. Markviss skref hafa verið stigin til að greiða fyrir þeirri þró­ un, bæði hvað varðar lagaumgjörð og innleiðingu á nýrri tækni ásamt viðbótarfjármagni til verkefnisins.“ Á öðrum stað í svari ráðherrans segir að stefnt hafi verið að fjölg­ un heilsugæslulækna á landsbyggð­ inni með því að koma á tveggja ára námi sem myndi búa heilsugæslu­ lækna undir starf í dreifbýli. Til­ laga að fjármögnun aðgerðarinn­ ar var 2,5 milljónir úr byggðaáætl­ un. „Undirbúningur verkefnisins fór hins vegar ekki eins og að var stefnt í upphafi svo að aðgerðin fór aldrei af stað. Þar sem aðgerðin var ekki virk var að lokum ákveðið að taka hana út úr nýrri byggðaáætl­ un, a.m.k. í bili. Það má svo endur­ skoða ef og þegar ástæða er til.“ Loks segir í svari ráðherra að mik­ ill skilningur sé á mikilvægi þess að tengja sérnám heimilislækna við heilbrigðisþjónustu á landsbyggð­ inni. Í haust er ráðgert að 94 sér­ námslæknar verði í námi í heimilis­ lækningum. Af þeim verða 36 í sér­ námsstöðum á landsbyggðinni eða rúmlega 38% sérnámslæknanna, þar af tveir á Vesturlandi. Svörin undirstrika ráðaleysi Bjarni Jónsson segir að svör ráð­ herrans undirstriki því miður mikið ráðaleysi. „Hér þarf bein­ skeyttar aðgerðir og það strax til að tryggja betur búsetuöryggi um land allt. Það verður að tryggja betur stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfólks í þeim byggðar­ lögum sem ekki njóta þess nú og jafnframt að tryggja aðgengi að læknisþjónustu. Markvissar fjár­ magnaðar aðgerðir til úrbóta ættu að vera ein af meginstoð­ um byggðaáætlunar til að vinna að búsetujafnrétti, en svo er ekki í fyrirliggjandi tillögum. Ég hef kallað eftir því að þeir sem með málaflokkinn fara, innviðaráð­ herra, ráðherra byggðamála, heilbrigðisráðherra og stofnan­ ir sem undir þá heyra, sýni hér frekara frumkvæði með tillögum að aðgerðum til úrbóta. Það þol­ ir ekki lengri bið að koma læknis­ þjónustu á landsbyggðinni í betri farveg, um það þurfum við að sameinast,“ segir Bjarni Jónsson í samtali við Skessuhorn. mm Fátt um svör þegar spurt er um læknaskort

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.