Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Húsnæðiskrísan Ekki er ofsögum sagt að slæm staða er komin upp í húsnæðismálum á öllu suðvesturhorni landsins, staða sem einkennist af skorti. Á undanförnum árum er ljóst að alltof lítið hefur verið byggt og nú erum við að fá það í fangið. Verð hefur vægast sagt rokið upp. Svo mikill er skorturinn að nánast er slegist um þær eignir sem boðnar eru til sölu, hversu góðar þær annars eru. Við slíkar aðstæður skapast sú hætta að fólk láti freistast til að kaupa eignir sem reyn­ ast svo alltof dýrar þegar upp er staðið. Vextir og lánakjör eru svo ekki til að bæta ástandið. Mesta hættan er fólgin í að þrálát verðbólga éti upp þann litla höfuð stól sem nýir kaupendur eiga í húsum sínum og innan tíðar blasir við blákaldur raunveruleikinn. Jafnvel þó að fólk standi undir greiðslubyrðinni um tíma, er eignamyndun lítil sem engin jafnvel svo árum skiptir. Nýverið var fimmtíu ára einbýlishús boðið til sölu á Akranesi. Ég fór ásamt fólki sem ég þekki á opið hús þegar væntanlegum bjóðendum var boðið að skoða. Á húsið voru settar rúmar 80 milljónir króna. Fjölmörg tilboð bárust og líklega hefur eignin verið seld á að minnsta kosti tíu til fimmtán prósenta yfirverði. Í það minnsta dugði hvergi nærri tilboð sem hljóðaði upp á fimm prósenta yfirverð. Væntanlegir kaupendur þurfa svo að líkindum að leggja um tuttugu milljónir króna til viðbótar í eignina til að lagfæra og endurnýja það sem flokkast gæti sem eðlilegt viðhald. Eignin er þar með komin í 110 millj­ ónir króna það minnsta og fermetraverðið í um 600 þúsund krónur. Á þessu opna húsi sá ég nokkra af þeim sem sýndu eigninni áhuga. Fæst­ ir voru úr röðum heimafólks. Þarna var meðal annars fólk af höfuðborgar­ svæðinu sem hugðist selja þriggja eða fjögurra herbergja íbúð þar til að fjár­ magna kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Munurinn á fermetraverði á höfuð­ borgarsvæðinu og á Akranesi er einfaldlega svo mikill að sala á þriggja her­ bergja íbúð í Reykjavík dugði fyrir einbýlishúsi á Akranesi. Staða yngra fólks sem þráði að eignast hús í heimabyggð á eðlilegu verði var því nánast vonlaus. Við svona aðstæður er talað um seljendamarkað sem í þessu tilfelli er til kominn vegna máttleysis stjórnvalda. Þeir sem nýta sér stöðuna og selja eign sína geta greitt upp sín fasteignalán og átt dágóðan mismun. Þeirra er svo val­ ið að kaupa eða leigja, flytja á landssvæði þar sem fasteignaverð er skaplegra og enn aðrir velja að flytja af landi brott. Taka ekki áfram þátt í því gönuhlaupi sem sprunginn fasteignamarkaður felur í sér. Af þessum ástæðum er ég spenntur að vita hvaða flokkar koma til með að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Engum blöðum er um það að fletta að þar liggur rót þess vanda sem hér um ræðir. Alltof lítið byggt, lóða­ framboð takmarkað og land á uppsprengdu verði. Nú blasir það því við að aukið framboð er lykilinn að því að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Runninn er upp sá tími að sveitarfélög á skortsvæði suðvesturhornsins þurfa að koma sér saman um áætlun um framtíðar uppbyggingu; hversu margar íbúðir þurfi að byggja á ári til að jafnvægi náist á markaðinum. Í stað þess að byggja þrjú þúsund íbúðir þyrfti byggingarmagnið að líkindum að vera helmingi meira til að ná í skottið á ástandinu. Almennt er það unga fólkið með litlu börnin og unglingana sem þarf að stækka við sig húsnæði. Ef stjórnvöld koma ekki til móts við þennan mikil­ vægasta hóp landsmanna er illa komið fyrir okkur. Persónulega vildi ég alla­ vega ekki vera í þeim sporum að vera við þessar aðstæður að fjárfesta í íbúðar­ húsi fyrir á annað hundrað milljónir króna. Á sama tíma og stýrivextir eru að nálgast fjögur prósentustig og lágmarksvaxtabyrði því um eða yfir 8% á ári. Af hundrað milljóna króna fasteignaláni er átta prósenta hækkun einfaldlega átta milljónir króna og hækka því öll lán sem tekin eru til að lágmarki 25 ára. Til að bregðast við þessu þarf því að auka framboð lóða og húsnæðis með öll­ um þeim ráðum sem tiltæk eru. Þá þarf sömuleiðis að koma til móts við unga fólkið með aðgangi að lánsfé á betri kjörum en nú bjóðast. Þetta snýst nefni­ lega líka um manneskjulegri efnahagsstjórn og hóflegri gjaldtöku fjármála­ stofnana. Gjaldmiðil einnig, en það hentar jú ekki þeim sem eiga peninga að ræða það! Magnús Magnússon Míla er nú að fara af stað með framkvæmdir við lagningu ljós­ leiðara í stærstu þéttbýliskjörn­ unum í Snæfellsbæ. Á heimasíðu Snæfellsbæjar er greint frá því að á þessu ári sé ætlunin að tengja 52 heimili í Ólafsvík og 15 heimili á Hellissandi við ljósleiðara Mílu, auk hafnarsvæðisins á Rifi. Nú þegar eru 113 heimili í þéttbýli í Snæfellsbæ með tengingu við ljós­ leiðara Mílu, 64 í Ólafsvík og 49 á Hellissandi og Rifi. „Í Ólafsvík verða heimili við Miðbrekku og Fossabrekku 21 tengd ljósleiðara Mílu. Þá er ætl­ unin að tengja fimm heimili við Skálholt, heimili við Brautarholt 1 – 16 og Grundarbraut 42 – 50 á þessu ári. Á Hellissandi verða heimili við Snæfellsás og Hellis­ braut 10, 19 og 21 tengd ljós­ leiðara á árinu, auk hafnarsvæðis­ ins á Rifi,“ segir í frétt Snæfells­ bæjar. Með tengingu við ljósleiðara Mílu fá heimilin möguleika á að nýta sér allt að 1 Gb/s háhraða­ tengingu sem ljósleiðarinn veitir og er það öflugasta heimilistengingin sem er í boði hjá Mílu. mm Fimmtudaginn 12. maí var síðasti reglulegi fundur fráfarandi sveitar­ stjórnar í Reykhólahreppi. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin og er hún dæmigerð fyr­ ir fundahöld síðari helming kjör­ tímabilsins en þá urðu fjarfundir algengt fundarform. Í fundargerð má sjá að nokkur stór mál voru afgreidd, til dæmis verksamning­ ur um endurbætur á Reykhólahöfn, yfirtaka Bríetar leigufélags á íbúð­ um við Hólatröð, samráðsáætl­ un um frágang vegna Vestfjarða­ vegar, brunavarnaráætlun og fleira má telja. „Að sitja í sveitarstjórn í litlu samfélagi eins og Reykhólahreppi er oft og tíðum ekki auðvelt, því ákvarðanir sem þarf að taka snerta stundum vini og fjölskyldu sveitar­ stjórnarfólks. Fráfarandi sveitar­ stjórn hefur staðið sig með sóma og unnið að krefjandi verkefnum af heilindum.“ segir í fréttinni á heimasíðu Reykhólahrepps. vaks Nýr meirihluti Framsóknarflokks­ ins í Borgarbyggð hefur tekið þá ákvörðun að Þórdís Sif Sigurðar­ dóttir núverandi sveitarstjóri verði ekki endurráðin og hefur henni verið tilkynnt um það. Þetta kom fram í færslu sem Þórdís Sif ritaði á Facebook síðu sína síðastliðinn föstudag. Þar sagði hún meðal annars: „Það að fá tækifæri til að starfa sem sveitarstjóri í mínum heimabæ í tvö ár, nýta mína þekk­ ingu og ást á samfélaginu hefur verið virkilega gefandi. Þetta hef­ ur verið mikið lærdómsferli og hef ég öðlast gríðarlega reynslu á stutt­ um tíma. Krísustjórnun, breytinga­ stjórnun, samningatækni og hvað þetta mannlega skiptir miklu máli hefur komið skýrt fram á tímabil­ inu. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að halda áfram með þá vegferð sem við erum á og halda áfram þeim umbótum sem hafnar eru og þeirri uppbyggingu sem við höfum hafið vinnu við. Endurskipulagning og umbætur í stjórnsýslu taka tíma og tvö ár eru ekki nógu langur tími til að innleiða slíkar breytingar. Róm var ekki byggð á einum degi.“ Þórdís Sif sagði einnig í fær­ slu sinni að hjá Borgarbyggð starfi einstaklega hæft starfsfólk. „Þau eru með metnað fyrir sínum störf­ um, þau eru með metnað til að gera enn betur í dag en í gær og metnað til að vinna sameiginlega að þeim markmiðum að gera Borgarbyggð að betra samfélagi fyrir íbúa. Sam­ heldnin hefur aukist meðal starfs­ fólk, starfsfólk allra stofnana er starfsfólk Borgarbyggðar og við viljum öll gera okkar til að sveitar­ félagið vaxi og dafni.“ Þórdís Sif sagði að lokum að hún muni starfa út þessa viku sem sveitar stjóri Borgarbyggð­ ar en hyggst leggjast undir feld að því loknu til að finna sér nýtt og spennandi verkefni. vaks Þórdís Sif Sigurðardóttir. Þórdís Sif ekki endurráðin sem sveitarstjóri Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Karl Kristjánsson á Teams, Árný Huld Haralds- dóttir oddviti og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir. Ljósm. af reykholar.is Síðasti sveitarstjórnarfundurinn í Reykhólahreppi Rif og Hellissandur. Ljósm. af. Ljósleiðaravæðing heldur áfram í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.