Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Side 6

Skessuhorn - 25.05.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 20226 Rostungurinn HVAMMST: Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands opnuðu síðastliðinn föstudag sýninguna „Rost­ ungurinn – The Walrus,“ á Selasetrinu á Hvammstanga. Sýningin fjallar um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár, en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostung­ um og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða. Selasetrið er opið allt árið. Nýja sýningin mun standa yfir fram á vor 2024. -fréttatilk. Hátt álverð stór- bætir afkomu OR SV-HORN: Tekjur sam­ stæðu Orkuveitu Reykjavík­ ur á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúr­ unnar af raforkusölu til stór­ iðju. Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánað­ ar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung á síðasta ári. Árs­ hlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyr­ ir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR á mánudag. Innan sam­ stæðunnar eru, auk móðurfé­ lagsins, Veitur, Orka náttúr­ unnar, Ljósleiðarinn og Car­ bfix. -mm Undir áhrifum í umferðinni VESTURLAND: Það var frekar rólegt hjá lögreglunni á Vesturlandi í vikunni sem leið. Helst bar þó til tíðinda nokkrir ökumenn sem betur hefðu setið heima. Um miðj­ an dag síðasta þriðjudag ók ökumaður út af veginum á Bröttubrekku í Dölum eftir að hafa mætt bíl. Lögreglan kom á staðinn og kom þá í ljós að ökumaður var sýnilega ölvað­ ur og átti í erfiðleikum með að blása í mæli. Hann slapp ómeiddur og bíllinn skemmd­ ist lítið en svo kom í ljós að ökumaður hafði verið sviptur ökuréttindum og því á akstri próflaus. Í vikunni var ann­ ar ökumaður tekinn á 102 km hraða á Vesturlandsvegi við Bifröst þar sem hámarks­ hraði er 70 km. Ökumaður reyndist undir áhrifum kanna­ bisefna og þá fannst smáræði af efnum í bílnum. Um miðj­ an dag á laugardaginn var ökumaður tekinn undir áhrif­ um áfengis og örvandi efna á Akrafjallsvegi og loks á sunnu­ daginn var annar tekinn á Vesturlandsvegi undir áhrif­ um kannabisefna. -vaks Opið hús á Hnoðrabóli BORGARBYGGÐ: Skólahús­ næði Hnoðrabóls að Klepp­ járnsreykjum var tekið í notk­ un um áramótin 2020 ­ 2021 en vegna heimsfaraldurs var formlegri opnun frestað. Föstu­ daginn 27. maí næstkomandi stendur til að halda opnunarhá­ tíð og í tilefni þess verður opið hús fyrir gesti og gangandi. Húsið verður opið frá klukk­ an 10:30 til 12. Formleg dag­ skrá hefst kl. 11 með hátíðar­ ræðu og kaffiveitingum. Starfs­ fólk Hnoðrabóls hlakkar til að sjá sem flesta með sól í hjarta. -vaks Sumaropnun í Guðlaugu AKRANES: Í byrjun mánað­ arins hófst sumaropnun í Guð­ laugu við Langasand á Akra­ nesi. Nú er opið alla daga vik­ unnar frá klukkan 12 til 20 og frá klukkan 10 til 18 um helgar. Stakur miði í Guðlaugina fyrir 18 ára og eldri kostar 500 krón­ ur, stakur miði fyrir 15 til 17 ára er 200 krónur og sama verð er fyrir öryrkja og eldri borgara. Frítt er fyrir 14 ára og yngri og einnig frítt fyrir þá sem keypt hafa árskort í Jaðarsbakkalaug. -vaks Hluti af starfsemi Fjöliðjunnar á Smiðjuvöllum 9 á Akranesi var flutt um miðjan apríl yfir götuna í nýtt húsnæði á neðstu hæð á Smiðjuvöll­ um 28. Að sögn Ástu Pálu Harðar­ dóttur yfirþroskaþjálfa hjá Fjöliðj­ unni vinna allir starfsmenn á báð­ um stöðum en á nýja staðnum er meira unnið við pökkun og hrein­ legri vinnu og það henti mörg­ um betur. „Það er rólegri stemn­ ing hérna en grófari vinna hinum megin eins og flöskumóttakan. Það er róterað á milli staða og hver og einn er með sitt dagsskipulag eins og hentar þeim.“ Ásta Pála segir að nýja húsnæð­ ið sé bjart, það sé gott loft í húsinu. Starfsemin þyrfti þó meira pláss ef hún mætti einhverju ráða. Þau séu með alls kyns verkefni í opnu rými og það henti ekki öllum að vera þar. Stundum gleymist einnig að Fjöliðjan er vinnustaður en ekki afþreyingarstaður. Fram undan hjá þeim er að vinna með bænum að því að á milli vinnustaðanna geti þau verið örugg með samgöngur, að þau geti gengið á milli því það vanti göngustíg og gangbraut og það sé næsta skrefið. vaks Á næsta tímabili gildandi sam­ gönguáætlunar, eða árin 2025 til 2029, er áformað að hefjast handa við gerð 2+1 vegar milli Hval­ fjarðarganga og Borgarness. Nokk­ ur undirbúningur er þegar hafinn og beinist hann einkum að þeirri leið sem Hringvegurinn liggur um nú þ.e. frá Hvalfjarðargöng­ um, austur fyrir Akrafjall framhjá Grundartanga og þaðan norður að Borgarfjarðarbrú. Svo áfram sé haldið eru margir á því að núver­ andi akleið milli Borgarfjarðarbrú­ ar gegnum þéttbýlið í Borgarnesi og norður fyrir gatnamót Hring­ vegar og Snæfellsnesvegar sé ekki heppileg leið til framtíðar fyrir gegnumakstursumferð sem þar fer, heldur sé farsælla að leggja sérstaka hjáleið utan byggðarinnar. Nú hefur Samgöngufélagið sett í gang tvær skoðanakannanir þar sem mæla á vilja íbúa til þessara tveggja tillagna í samgöngumálum á Vestur landi, þ.e. annars vegar fær­ slu hringvegarins þannig að hann verði lagður fyrir mynni Grunna­ fjarðar og þannig stytt leiðina milli Borgarness og Akraness um sjö kíló­ metra. Hins vegar er kannað með skoðun fólks á að færa hringveg­ inn út fyrir byggðina í Borgarnesi. Þessar kannanir verða í gangi til og með 10. júní næstkomandi. Nálgast má kannanirnar á vef­ slóðinni https://www.envalys.is/ surveys en einnig á auglýsinga­ borðum á vef Skessuhorns til 10. júní nk. Loks má benda á aðsenda grein Jónasar B Guðmundssonar hjá Samgöngufélaginu sem birtist hér í blaðinu í dag. mm Skjáskot úr kynningarmyndbandi Samgöngufélagsins sem birt er í könnuninni. Þarna er horft til suðurs að Akrafjalli og yfir brú sem lögð yrði yfir mynni Grunna- fjarðar. Nýjar kannanir um legu Hringvegar yfir Grunnafjörð og við Borgarnes Starfsmenn eru hæstánægðir með nýju aðstöðuna. Ljósm. vaks Fjöliðjan komin á nýjan stað

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.