Skessuhorn - 25.05.2022, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 13
Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir
Umsóknartímabil: Ágúst 2021 – Mars 2022
Umsóknarfrestur: Júní 2022
Hafðu samband og
við könnum rétt þinn
Umsóknarfrestur hefur verið
framlengdur
S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
vidspyrnustyrkir_loka copy.pdf 1 22.4.2022 16:49
Í dag, miðvikudaginn 25. maí, hefst
þriggja daga ráðstefna um ameríska
rithöfundinn Henry David Thor
eau í Snorrastofu í Reykholti. Berg
ur Þorgeirsson, forstöðumaður
Snorrastofu, og Henrik Otterberg,
doktor í Thoreaufræðum, litu við
á skrifstofu Skessuhorns fyrr í vik
unni til að segja blaðamanni frekari
deili af Thoreau en saman standa
þeir að því að skipuleggja við
burðinn.
,,Henry Thoreau var fædd
ur 1817 í smábæ nálægt Boston.
Hann var ekki hátt metinn þegar
hann lifði en í dag er hann þekktur
sem rithöfundur á sviði stjórnmála,
heimspeki, sögu, trúarmála og fleiri
sviða, einnig má segja að hann hafi
verið aðgerðasinni. Hann velti fyr
ir sér málum sem koma okkur mik
ið við í dag t.d. vistspor, núvitund,
flokkun og neysluhyggja. Frægasta
bókin eftir hann heitir „Walden:
Lífið í skóginum,“ en árið 2017
kom hún út á íslensku í fyrsta skipti
en þá voru 200 ár liðin frá fæðingu
rithöfundarins. Bókin hlaut svo
verðlaun fyrir best þýddu bókina
það árið. Íslendingar þekkja Thor
eau ekki vel en margir segja hann
þekktasta rithöfund Bandaríkj
anna og langar okkur þess vegna að
kynna þennan merka mann betur
fyrir Íslendingum,“ segja þeir Berg
ur og Henrik en margir bandarísk
ir rithöfundar og fræðimenn draga
innblástur sinn frá Thoreau.
Mikill áhugamaður um
Snorra Sturluson
Hugmyndin að ráðstefnunni kom
þegar Bergur var staddur í Gauta
borg þar sem hann sótti um að kom
ast í stjórn Thoreau félagsins. ,,Ég
kom þá með hugmyndina að ráð
stefnunni og Henrik kom með
þá tillögu að halda ráðstefnuna í
Snorrastofu,“ segir Bergur en þeir
félagar hafa þekkst í 26 ár. Blaða
maður spurði af hverju málstofa
um þennan rithöfund væri haldin í
Snorrastofu. Þeir Bergur og Hen
rik segja að Thoreau hafi verið mik
ill áhugamaður um Snorra Sturlu
son. Hann hafi lesið SnorraEddu
og Heimskringlu ítarlega og dregið
innblástur frá skrifum Snorra, en á
tímum Thoreau höfðu sögur Snorra
Sturlusonar nýlega verið þýddar yfir
á ensku. ,,Í Snorrastofu einblínum
við á það hvernig verk Snorra hafa
verið nýtt í gegnum aldirnar. Snorri
lifir til dæmis í gegnum rithöfunda,
bíómyndir og óperur en núna er
kominn tími til að kynna þennan til
tekna rithöfund og sjá meðal annars
hvernig Snorri lifir í gegnum hann,“
segir Bergur.
37 fyrirlestrar frá
tíu löndum
Málstofan er öllum opin án aðgangs
eyris en stendur hún yfir frá 25. til 27.
maí. Fyrirlestrarnir verða 37 talsins
en fyrirlesarar koma frá tíu löndum,
þó mestmegnis frá Bandaríkjunum.
,,Heiti ráðstefnunnar er ,,Thoreau
á síðustu stundu“ svo fyrirlestrarn
ir verða fjölbreyttir og eru um mál
efni sem eiga vel við í dag eins og
hlýnun jarðar. Við vildum þema sem
gæti boðið upp á fjölbreytileika. Þrír
eða fjórir fyrirlestrar og viðburð
ir verða í gangi í einu svo fólk þarf
að velja og hafna hvað það vill kynna
sér hverju sinni, svolítið eins og stór
tónlistarhátíð, en við erum einnig
búin að skapa rými á dagskránni fyr
ir spjall svo hægt sé að ræða saman
um efnið. Svo ætlum við að bjóða
fólki með okkur í skoðunarferð um
nærumhverfið þegar ráðstefnunni
verður lokið,“ segir Henrik. Bergur
bætir svo við að lokum: „Það er líka
mjög mikilvægt fyrir okkur að vera
að fá þetta flotta fræðifólk alls staðar
að úr heiminum en allir eru að koma
til Íslands á sinn kostnað svo þetta er
bara mikill áhugi sem liggur að baki
komu fólksins hingað til okkar.“
sþ
Henrik Otterberg, doktor í Thoreau-fræðum, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu. Ljósm. vaks.
Ráðstefna um rithöfundinn Thoreau
haldin í Snorrastofu