Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202214
Síðastliðinn laugardag buðu sjálf
boðaliðar úr Borgarfirði á tónleika
og í kaffiboð fyrir nýja nágranna frá
Úkraínu. Viðburðurinn fór fram í
hátíðarsal Háskólans á Bifröst en
flóttafólkið hefur verið að koma sér
fyrir á staðnum undanfarnar vikur.
Markmið með viðburðinum var að
fólk sem býr í nærsveitum, og aðr
ir sem vildu, gætu hitt flóttafólkið
frá Úkraínu og boðið það velkom
ið í samfélagið. Forsprakkar verk
efnisins voru hjónin Olgeir Helgi
Ragnarsson og Theodóra Þor
steinsdóttir en sjálfboðaliðar tóku
svo við keflinu og sáu um fram
kvæmd kaffiboðsins.
Olgeir Helgi og Theodóra sáu
um framkvæmd tónleikanna auk
dætra sinna tveggja, söngkonunni
Hönnu Ágústu og leik og söng
konunni Sigríði Ástu, ásamt Jón
ínu Ernu Arnardóttur píanóleikara
og eiginmanni hennar Vífli Karls
syni. Öll komu þau fram á tónleik
unum þar sem þau fluttu íslensk
þjóðlög, þýsk sönglög, óperettu
og söngleikjastykki auk fleiri verka.
Eftir tónleikana var hægt að spjalla
við flóttafólkið yfir kaffi og fá að
kynnast þessum hópi sem einkenn
ist af þakklæti og fallegri orku.
Flóttamenn risu úr sæt-
um og sungu úkraínskt
þjóðlag
Flóttafólkið mætti vel á tónleikana
og tjáði þakklæti sitt tónlistarfólk
inu en tónleikarnir enduðu á úkra
ínsku þjóðlagi sem tekið var und
ir með fagnaðarlátum og sungið
saman í halarófu úr tónleikasaln
um og inn í hátíðarsalinn þar sem
kaffiborðið beið. Jónína Erna
Arnardóttir, píanóleikari átti hug
myndina að úkraínska þjóðlaginu
sem féll svona vel í kramið en hún
mætti á tónleikana klædd úkraínsku
fánalitunum og sýndi þannig enn
frekari stuðning. Viðburðurinn var
vel heppnaður og þótti blaðamanni
heillandi að sjá tvo heima sameinast
yfir kaffibolla og veitingum. Vilja
sjálfboðaliðar þakka Geirabakaríi
í Borgarnesi fyrir kleinugerð og
Nettó fyrir myndarlegan stuðning
við verkefnið.
Móttaka flóttamanna
gengið eins og í sögu
Heiðrún Helga Bjarnadóttir er
verkefna stýra móttöku flóttafólks
ins í Borgarbyggð. Segir hún hlýju
og jákvæðni einkenna hópinn en
verkefnið hefur gengið eins og í
sögu, þökk sé öflugu starfsfólki,
sjálfboðaliðum á svæðinu og velvild
allra sem veitt hafa aðstoð. ,,Sko, ég
þori varla að segja frá því en þetta
hefur bara gengið eins og í sögu.
Frá degi eitt hefur þetta bara geng
ið vel og það er ekki síst vegna þess
að hvar sem við komum og hvert
sem við leitum eftir aðstoð, hjálp
eða ráðgjöf við hvað sem þarf, það
eru allir boðnir og búnir. Það er
sama hvort það er í sundlauginni,
bankanum eða í opinberum stofn
unum, það segja bara allir ,,já“. Það
sést líka bara á stemningunni hér
í dag og þessu frumkvæði Olgeirs
og Theódóru, þetta eiginlega bara
lýsir svolítið stemningunni sem er
búin að vera frá upphafi. Það eru
sjálfboðaliðar í hverju horni sem
bjóða t.d. upp á myndlistarnám
skeið, þeim er boðið í göngur og
þau kynnt fyrir svæðinu. Einnig eru
sjálfboðaliðar úr þeirra röðum sem
kenna ensku og standa fyrir ýmsum
viðburðum. Svo eru líka svona hæg
látari og hógværari sjálfboðaliðar
sem til dæmis útvega hjól, gera þau
upp og koma með eða einhver býð
ur á hestbak eða í veiðiferð. Þetta
er ekki síst bara frumkvæði fólksins
sem spyr; ,,heldurðu að það væri
einhver sem myndi vilja þetta eða
hitt,“ svo náttúrulega allt þetta fólk
sem var að undirbúa komu fólksins
og fólkið hefur talað um það að það
voru uppábúin rúm, skrautmunir
og eitthvað huggulegt sem fólk gat
náð sér í til að gera huggulegt og
heimilislegt hjá sér. Sú orka og sú
stemning hefur bara smitað svolítið
frá sér því núna koma nýir hóp
ar í hverri viku. Það er bara orðin
rútína og áður en hóparnir koma
þá eru sjálfboðaliðar frá hópi Úkra
ínufólksins sem fara og búa um
og gera og græja þannig að þetta
er einhvern veginn orðin rosalega
náin og þétt samfélagsvitund. Ég
kann ekki alveg orðið, en þetta er
bara samheldið og þétt samfélag.
Og það er rosalega gaman einhvern
veginn að fá að fylgjast með því
hvernig þetta þróast og verður bara
svolítið sjálfbær organismi þannig
það er ótrúlegt að fylgjast með því.“
Skólakerfið tekur
vel á móti
Heiðrún og flóttafólkið hafa einnig
fengið hlýjar móttökur í skólunum
á svæðinu. ,,Svo er börnin komin í
skóla á Varmalandi og ég þreytist
ekki á að segja frá því að það hef
ur verið tekið svo ótrúlega vel á
móti þeim frá degi eitt og þau bara
,,slæda“ inn í bekkjastarfið og for
eldrar og börn bara orðlaus yfir
móttökunum þar. Það er líka komið
barn á leikskólann og hefur geng
ið ótrúlega vel í aðlögun. Einnig
er hópur fólks að ljúka íslensku
námi á vegum símenntunarmið
stöðvarinnar í þessari viku. Allir
sem að verkefninu koma taka þetta
auka skref og leggja á sig þetta auka
handtak. Þannig það er svona stikl
að á stóru. Þetta er bara samhug
ur, samkennd og hlýja sem hefur
einkennt þetta verkefni frá upp
hafi. Mig langar að nota tækifærið
og þakka öllum sjálfboðaliðum sem
komið hafa að þessu, bæði áður en
þau komu og núna á meðan á verk
efninu stendur í hvaða formi sem
hefur verið,“ sagði Heiðrún Helga
að endingu.
sþ Gestir voru ekki sviknir af hlaðborðinu sem boðið var til.
Borgfirðingar buðu flóttafólki upp á tónleika og kaffi
Samhugur, samkennd og hlýja hefur einkennt þetta verkefni frá upphafi
Jónína Erna situr við flygilinn og með henni syngja frá vinstri: Theódóra, Hanna Ágústa, Sigríður Ásta, Olgeir Helgi og Vífill.
Heiðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri móttöku flóttamanna. Hlýleg andlit þakklátra Úkraínumanna.
Jónína Erna mætti í réttu litunum.
Frá vinstri: Dasha, Olena og Alóna. Olena býr til listaverk með íslenskum rúnum,
Alóna er myndlistakona sem vinnur á Leikskólanum á Bifröst og Dasha er að fara
að flytja til Keflavíkur og vinna á flugvellinum.
Úkraínskt þjóðlag var sungið saman á
leiðinni að kaffihlaðborðinu.