Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Page 15

Skessuhorn - 25.05.2022, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 15 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Skapandi skrif með Bergrúnu Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 – 12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Skráning er hafin og fer fram á Bókasafni Akraness. Þátttaka er án gjalds en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15. Hvar: Bókasafn Akraness Dalbraut 1, Svöfusalur. Hvenær: 13.-16 júní kl. 9:30-12:00. Húsið opnar kl. 9:00 Aldur: 10-12 HREINSUNARÁTAK Í DREIFBÝLI Gámar fyrir grófan- og timburúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum: 1.-6. júní • Lyngbrekka • Lindartunga • Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur) • Högnastaðir Íbúar eru beðnir um að flokka rétt og raða vel í gámana. Þegar gáma eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF, í síma 840-5847. Vakin er athygli á því að gámar eru EKKI fyrir úr sér gengin ökutæki! Vakin er athygli á því að farið verður í sérsöfnun brotajárns og málma í haust. Nánari upplýsingar birtast á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is 8.-13. júní • Bæjarsveit • Brautartunga • Bjarnastaðir - á eyrinni (ath.- hliðið á að vera lokað) • Síðumúli • Lundar ÚTBOÐ SKÓLAAKSTUR Ríkiskaup, fyrir hönd Borgarbyggðar óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur í Borgarbyggð frá byrjun skólaárs haustið 2022. Útboðið miðast við akstur á samtals 20 leiðum. Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign og leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Séu einhverjar fyrirspurnir skal beina þeim til Ríkiskaupa. Hægt er að nálgast hlekk á útboðið á heimasíðu Borgarbyggðar. Frestur til að senda inn tilboð er til og með 9. júní 2022. BORGARBYGGI> Síðan vorið 2021 hefur verið boð­ ið upp á boccia iðkun fyrir heim­ ilisfólk í Brákarhlíð í Borgarnesi. Bocchia er íþrótt sem líkist keilu­ spili og hugsuð fyrir hreyfihaml­ aða einstaklinga sem og aðra. Hún er meðal annars ein af opin­ beru greinunum sem keppt er í á Ólympíuleikum fatlaðra. Það var heimilismaður á Brákarhlíð sem átti frumkvæðið að þessu og gaf heimilinu búnaðinn, sá vill ekki láta nafns síns getið. Flemming Jessen fyrrverandi kennari og skólastjóri á Varmalandi er leiðbeinandi iðk­ endanna. Hann er á eftirlaunum og leggur sitt til samfélagsins með framtakinu. gj Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra hefur ákveðið að skipa starfs­ hóp gegn hatursorðræðu (e. hate speech) til að bregðast við vís­ bendingum um vaxandi hatursorð­ ræðu í íslensku samfélagi. Forsætis­ ráðherra lagði fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn síðastliðinn föstu­ dag. Meginhlutverk hópsins verður að skoða hvort stjórnvöld skuli setja fram heildstæða áætlun um sam­ hæfðar aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu. Í því skyni verður starfshópnum falið að gera tillögur um útfærslu á aðgerðum sem miða að því að vinna gegn hatursorð­ ræðu í íslensku samfélagi, til dæm­ is í formi vitundavakningarherferð­ ar og/eða annarra aðgerða. Starfs­ hópurinn mun hafa samráð við hagsmunasamtök í vinnu sinni. Unnið verður að því að ná fram samhæfðum aðgerðum gegn hatursorðræðu m.a. vegna kyn­ þáttar, litarháttar, þjóðernisupp­ runa, kynhneigðar og kynvitund­ ar með heildstæðri nálgun. Er slíkt talið mikilvægt, m.a. til að stuðla að virkri þátttöku allra í íslensku samfélagi og að allir geti þar not­ ið eigin atorku, þroskað hæfileika sína og notið sama athafnafrelsis og tjáningarfrelsis sem og frelsis til heilbrigðs lífs óháð kynþætti, kyn­ hneigðar o. fl. Í starfshópnum verða fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags­ og vinnumarkaðsráðuneyti, mennta­ og barnamálaráðuneyti, emb­ ætti ríkislögreglustjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mann­ réttindaskrifstofu Íslands og Jafn­ réttisstofu. Auk þess verða fulltrúar skipaðir af forsætisráðherra án til­ nefninga. mm Starfshópur gegn hatursorðræðu Boccia hópurinn ásamt Flemming Jessen (t.v.) og Vigfúsi Friðrikssyni húsverði með meiru í Brákarhlíð. Boccia í Brákarhlíð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.