Skessuhorn - 25.05.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202218
Hún er frá Stuðlum í Mývatns
sveit og hann frá Dal í Grýtubakka
hreppi, en nú hafa þau sest að í
Hvalfirðinum þar sem fjörðurinn
blasir við út um gluggann. Þau áttu
gullbrúðkaupsafmæli fyrir nokkru
og ætla að fagna því í sumar.
„Við fluttum hingað í júlí fyr
ir tveimur árum. Þegar ég horfði
fyrst út um gluggann skildi ég ekki
af hverju mér fannst ég alltaf hafa
átt heima hérna. En það var í raun
ekki skrýtið, ég er fæddur við Eyja
fjörð þar sem sjórinn er við bæj
ardyrnar. Það eina sem mig vant
ar núna er að fá mér árabát svo ég
geti veitt mér í soðið,“ segir Krist
ján. Þau hafa búið á ýmsum stöð
um og þar á meðal tvisvar í Skál
holti þar sem hann sat fyrst sem
rektor og síðan vígslubiskup. „Það
voru stór verkefni í Skálholti,“ seg
ir hann. „Annars vegar var á sín
um tíma verið að leggja niður lýð
háskóla sem þar var og hins vegar
þurfti að koma á fót nýjum Skál
holtsskóla. Það er gaman að segja
frá því að þegar við komum í Skál
holt 1992 var eina fjarskiptatækið
þar faxtæki sem skólinn hafði keypt
af Flugfragtinni. Svo öll föxin frá
okkur voru merkt fragtinni,“ segir
hann og hlær.
„Í Skálholti tók ég fyrst upp þann
sið að hafa kvöld og morgun bænir.
Því hef ég haldið áfram hér. Þegar
maður er kominn með svona takt í
lífið getur maður ekki sleppt hon
um. Maður rammar inn daginn
með þessu og það heldur í manni
lífinu. Oftar en ekki mæta til mín
trúfastir kirkjugestir en þetta hefur
ekki verið mikið auglýst.“
Söngmálastjóri
Þjóðkirkjunnar
Kristján er kominn á eftirlaun en
sinnir enn verkefnum fyrir biskups
embættið. Margrét er hins vegar
söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.
Blaðamanni leikur hugur á að vita
hvað felst í því starfi og Kristján
skýtur því kíminn inn að það sé lík
lega fljótlegra að telja upp það sem
söngmálastjóri gerir ekki. Mar
grét segir þetta vera stórkostlegt
starf og hægt er að sjá í hendi sér
að reynsla hennar sem söngkona og
kórstjórnandi hljóti að koma sér vel
á þessum vettvangi. Hún hefur líka
gert mikið af því að skipuleggja alls
kyns námskeið, ráðstefnur og kór
ahátíðir tengt tónlist og kirkjulegu
starfi. „Starfsheitið söngmálastjóri
er orðið 81 árs gamalt,“ segir Mar
grét. „Fyrsti söngmálastjórinn var
Sigurður Birkis sem hóf störf árið
1941. Það er gaman að geta þess að
þetta er ekki í fyrsta sinn sem söng
málastjóri býr á Vestur landi, því
Haukur Guðlaugsson sem lengi var
á Akranesi var þriðji söngmálastjór
inn. Embættið var stofnað til að sjá
um söngmál kirkjunnar á landsvísu.
Í þýsku, evangelisku landskirkjun
um, heitir þetta Landeskirchen
musikdirektor sem er svolítið svip
að starf, þ.e. í því felst að ann
ast kirkjutónlistarmál á ákveðnu
svæði.“
Alltaf næg verkefni
Margrét lærði fyrst söng hér heima,
hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Síð
ar lauk hún einsöngskennara prófi
og lokaprófi úr konsertdeild Tón
listarskólans í Heidelberg í Þýska
landi og þar dvöldu þau hjón í alls
átta ár. Kristján var vígður prestur
til Raufarhafnar 1974 og Margrét
lauk námi vorið 1975. Það ár stofn
aði hún tónlistarskóla á staðnum.
Þau bjuggu á Raufarhöfn til 1977
að þau fóru til framhaldsnámsins í
Þýskalandi. Þegar þau sneru aftur
heim 1985 tók hann við prestsþjón
ustu í Ísafjarðarprestakalli og Mar
grét tók að sér stjórn kirkjukórsins
og Sunnukórsins á Ísafirði auk
kennslu við tónlistarskólann. Árið
1986 færðu þau sig í Grenjaðar
staðarprestakall í Þingeyjarpró
fastsdæmi þar sem Kristján var
sóknarprestur og voru þar í nokk
ur ár. Á þeim tíma kenndi Margrét
við Tónlistarskólann á Akureyri. Á
þessum árum stofnaði hún Sum
artónleika á Norðurlandi sem hún
stýrði í þrjátíu ár eða fram til ársins
2017. Hún stjórnaði einnig kvenna
kórnum Lissý og veitti Menningar
samtökum Norðurlands (MEN
OR) forstöðu. Árið 2003 efndi
hún til Kórastefnu við Mývatn sem
stóð til 2010. Þar komu kórar af
öllu landinu og einnig erlendis frá
og æfðu og fluttu glæsileg kórverk
ásamt Sinfóníu hljómsveit Norður
lands undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar.
Margrét hefur unnið að útgáfu
söngefnis fyrir barnakóra og kennt
söng við Söngskólann í Reykjavík
þar sem hún stofnaði deild fyrir
börn og unglinga. Hún hefur gegnt
formennsku fyrir Landssamband
blandaðra kóra og verið stjórnandi
Kvennakórs Háskóla Íslands. Hér
er langt frá því allt upp talið, en ljóst
er að verkefnin hafa verið mörg.
Kórinn stofnaður tvisvar
Margrét segir eitt af embættisverk
um Sigurðar Birkis hafi verið að fara
um allt land og stofna kirkjukóra.
Stundum höfðu þeir þá þegar starf
að í fjölda ára en höfðu aldrei ver
ið formlega stofnaðir. „Svo sem í
sveitinni minni norður í Mývatns
sveit, þangað kom Sigurður og
stofnaði kórinn sem afi minn hafði
komið á fót sem organisti árið 1908.
Svo kórinn á eiginlega tvö stofnár,
byrjaði árið 1908 og var svo form
lega stofnaður árið 1946 þegar Sig
urður Birkis kom í heimsókn,“ seg
ir hún brosandi. Kristján skýtur inn
í umræðuna að þegar Sigurður hafi
komið í Langholtskirkju árið 1953
hafi kórinn þar verið 283. kórinn
sem hann stofnaði. Svo þetta var
afkastamikill maður.
Ný sálmabók
Hlutverk söngmálastjóra er að sjá
til þess að tónlistarstefnu kirkjunnar
sé framfylgt og starfið heyrir beint
undir biskup. Margrét segist vera
nokkurs konar tónlistarprófastur,
hún aðstoði organista, presta og
kórastarf kirkjunnar út um allt land.
„Þetta starf fyllir alveg daginn,“ seg
ir hún og hlær. „Og nú er að koma
út ný sálmabók sem er alltaf stór
kostlegur viðburður í kirkjunni og
þarf að undirbúa vel.“ Blaðamað
ur lítur í kringum sig og sér að það
eru prófarkir af sálmum út um allt í
stofu þeirra hjóna. „Svona verkefni
er margra ára vinna, ég vinn mest
að kynningarmálunum og Kristján
í textamálunum,“ segir Margrét.
„Stofninn í nýju bókinni er sá sami
og var áður, en það bætist við mik
ið af nýjum sálmum og gleðilegt er
hve margir íslenskir sálmar og lög
eru þar á meðal. Ný sálmabók kem
ur í besta falli út á fimmtíu ára fresti
svo það er eins gott að vanda sig.
Við hlökkum til þegar hún verð
ur tekin í notkun með hátíðlegri
athöfn í haust.“
Margrét segir að víðtækt
tengslanet skipti söngmálastjóra
miklu máli og hún búi að því eft
ir áratuga störf, einnig erlendis.
Ráðgjöfin getur verið í allar áttir,
svo sem varðandi kennslu í radd
beitingu, ráðningu organista, stofn
un barnakóra o.s.fv. „Tónlistin er
svo sterkur þáttur í kirkjustarfi, hún
er lífæðin sem rennur gegnum allar
athafnir og allt safnaðarstarf,“ seg
ir hún.
Þekktu engan
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvers vegna Margrét og Krist
ján ákváðu að flytja á Hvalfjarðar
ströndina. Þau segja að þegar þau
hafi farið frá Skálholti hafi það eitt
verið haldfast að þau vildu ekki búa
á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar búið
var að sameina prestaköllin í Saur
bæ og Akranesi þá var engin búseta
á prestssetrinu og Agnes bisk
up spurði hvort við gætum hugs
að okkur að leigja hér. Eftir að hafa
skoðað aðstæður þá ákváðum við að
þiggja þetta. Hér er yndislegt hús
og með því fylgir ákveðin umsjón
með staðnum,“ segir Kristján.
„Ég er ekki lengur í opin
berri stöðu, en hef þó skyldur við
biskups embættið alveg fram til
ársins 2024,“ segir hann. Margrét
bætir við: „Við komum hingað
sumarið 2020 og skoðuðum okkur
um, en aðal áskorunin var að fara
á stað þar sem við þekktum ekki
einn einasta mann. Ég hafði bara
komið hingað einu sinni áður í vísi
tasíuferð með Kristjáni. Okkur telst
til að þetta sé fimmtándi staður
inn sem við búum á,“ segir hún og
brosir. Kristján tekur fram að þau
hafi aldrei verið í vandræðum með
að vera á nýjum stöðum og alltaf
þótt það skemmtilegt.
Sögustaðurinn Saurbær
Íbúðarhúsið í Saurbæ stendur
stutt frá kirkjunni sem er helguð
minningu Hallgríms Pétursson
ar en hann var sóknarprestur í
Saurbæjar prestakalli á árunum
1651 til 1669. Guðjón Samúelsson
teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni,
Hlaðvarpinn er alþjóðlegur tengslapottur
Rætt við hjónin í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; Margréti Bóasdóttur og Kristján Val Ingólfsson
Hjónin í Saurbæ. Ljósm. gj
Saurbæjarkirkja.
Kristján Valur að þjóna við útimessu í Saurbæ á annan í páskum.