Skessuhorn - 25.05.2022, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202220
Á bryggjunni við endann á Bakkatúni
á Akranesi er þessa dagana að rísa sjó
dýfingapallur. Það eru hjónin Konni
Gotta og Jódís Lilja Jakobsdóttir frá
Hoppland.is sem standa að þessu.
Konni er frá Ólafsfirði þar sem hann
byrjaði í kletta og sjóstökki og dýrk
ar allt sem heitir jaðarsport og úti
vist. Jódís er útskrifuð grunnskóla
kennari og hefur starfað með börn
um og unglingum í 15 ár. Blaða
maður Skessuhorns heyrði í Konna
og segir hann þau heldur betur vera
spennt fyrir þessu öllu saman og
lofar lífi og fjöri í allt sumar á Skag
anum. Gríðarleg aðsókn hefði ver
ið í fyrra á pallana sem voru stað
settir á bryggjunni við Sævarhöfða í
Grafarvogi en ekki fékkst leyfi fyr
ir þeim þar áfram. Hefðu þau þá
heyrt í fulltrúum Akraneskaupstað
ar sem tók þeim opnum örmum og
vildi Konni sérstaklega hrósa Sæv
ari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fyr
ir jákvæð viðbrögð en þau gerðu
sex mánaða samning við Faxaflóa
hafnir um afnot af bryggjunni. Dýf
ingapallarnir sem þau notuðu við
Sævarhöfða voru gerðir úr Euro
pallettum en þeir sem verið er að
smíða núna eru vottaðir álpallar og
eru alls átta metrar að hæð. Þá hafa
þau í hyggju um helgar í sumar að
bjóða fólki að prófa vatnshoppu
belg (inflatable water blob) sem
verði vonandi kominn á opnunar
daginn en það muni skýrast fljót
lega.
Laugardaginn 28. maí er ætlunin
að opna og þá geta allir prófað að
hoppa niður af pallinum allt að tíu
metrum ofan í sjó og sigrast á ótt
anum. Konni og Jódís standa fyrir
hoppnámskeiðum fyrir 10 til 14 ára
krakka á laugardögum í sumar frá
klukkan tíu til tólf. Innifalið er leiga
á blautbúningi, kennsla og pizza
og kostar námskeiðið tíu þúsund
krónur. Þetta námskeið er hugsað
til að krakkarnir kynni sér öryggi
þegar kemur að klettastökki og til
að hjálpa þeim að komast út fyrir
boxið. Mikið hefur verið talað um
kvíða og annað hjá börnum á síð
ustu árum og vilja þau meina það
að hoppa í ískalt vatn sé eitt besta
meðalið við kvíða. Á þessu nám
skeiði fá krakkarnir að skora á sjálfa
sig og sigra hausinn eins og segir á
heimasíðu hoppland.is.
Hægt verður að hoppa á þessum
glænýja sjódýfingapalli í allt sum
ar en opnunartíminn er mánudaga
til fimmtudaga frá klukkan 13 til 20
og á laugardögum og sunnudögum
frá klukkan 12 til 22. Aðgangur fyr
ir 16 ára og eldri er krónur 1500 og
1000 krónur fyrir 15 ára og yngri.
Einnig verður hægt að leigja blaut
búninga á svæðinu á 2000 krónur.
vaks
Á þessu ári eru liðin 90 ár síð
an Sigurður Thoroddsen stofnaði
fyrstu verkfræðistofu á Íslandi og
miðast aldur Verkís verkfræðistofu
við þann atburð. Þegar Verk
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen
(VST) var stofnuð árið 1932 var
Ísland ekki orðið lýðveldi, hús hit
uð með olíu og kolum og örfáar
sundlaugar voru á landinu. Fyrsta
ár VST sinnti stofan þremur verk
efnum og var Sigurður eini starfs
maðurinn en nú eru starfsmenn
yfir 300 hjá Verkís og sinna fjöl
mörgum verkefnum. Verkís veitir
ráðgjöf og alhliða þjónustu á öll
um sviðum verkfræði og í skyldum
greinum og í flestum stórfram
kvæmdum hér innanlands hef
ur sérfræðiþekking Verkís komið
við sögu. Verkefni Verkís eru fjöl
breytt en þó er misjafnt milli ára
hvaða þjónustuþættir eru veiga
mestir hverju sinni í starfsemi
fyrir tækisins. Síðustu árin hafa
verkefni sem snúa að uppbyggingu
innviða verið áberandi og má þar
helst nefna endurnýjun veitna,
gatna, vega og öllu því sem við
kemur fráveitukerfum.
Stórt verkefni
í Norðuráli
Verkís rekur sex útibú á lands
byggðinni og undir hverju útibúi
eru oft fleiri starfsstöðvar en þær
eru alls tólf talsins. Anna Mar
ía Þráinsdóttir byggingaverk
fræðingur tók við sem útibússtjóri
Verkís á Vesturlandi í nóvember
árið 2019 en starfsemin nær til
landshlutans alls og lýtur eink
um að eftirliti með byggingafram
kvæmdum, hvers kyns hönnun
og annarri almennri verkfræði
ráðgjöf. Átta starfsmenn Ver
kís starfa í landshlutanum; fimm
á Akranesi og þrír í Borgarnesi.
Útibúið er þannig í reynd star
frækt á tveimur stöðum. Anna
María segir að viðskiptavinirn
ir kunni vel að meta hversu fljót
ir starfsmenn hennar eru á staðinn
þegar á þarf að halda. „Þeim finnst
það mjög þægilegt, þurfa þá ekki
að bíða eftir aðilum úr Reykja
vík og það er mikill kostur hvað
við erum nálægt.“ Spurð hvernig
henni finnst hafa gengið í henn
ar stjórnunartíð segir Anna Mar
ía: „Mjög vel, það er búið að fjölga
hjá okkur frá því ég byrjaði og
erum við alltaf að horfa á það að
reyna að bæta við okkur en það er
alltaf háð verkefnum. Við erum
með stórt verkefni til þriggja ára
í Norðuráli og það er einn starfs
maður frá okkur þar með starfs
stöð. Þar er verið að byggja nýj
an steypuskála og við sjáum um
hönnun og eftir lit á honum og
verkefnastjórnun í heild á verk
inu.“ Við höfum einnig undanfar
ið ár komið að stórum verkefnum
á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
þar sem deildir á Akranesi voru
endurnýjaðar og nýtt liðskiptaset
ur er í framkvæmd. Að auki kom
um við að verkfræðihönnun fyrir
nýja leikskólann að Asparskógum.
Anna María segir einnig að það
skipti miklu máli að hafa starfs
stöðvar og útibú fyrir samfélög
in úti á landi. „Það er mikilvæg
ur valkostur fyrir starfsfólk, það
eru meiri möguleikar að vinna frá
sinni heimabyggð úti á landi. Fólk
sem hefur alist upp úti á landi get
ur farið til baka í sína heimabyggð
og átt möguleika á flottri vinnu.“
Sjálf er Anna María alin upp á
Akranesi, lauk BS prófi í tækni
fræði frá Háskólanum í Reykja
vík árið 2011 og meistaraprófi í
byggingaverkfræði með áherslu
á framkvæmdastjórnun tveimur
árum síðar. Hún starfaði frá því
hún byrjaði að vinna sem verk
fræðingur mikið við eftirlit og
meðal annars við eftirlit stækkun
flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug
velli. Hún segir það hafa skipt sig
miklu máli að geta flutt aftur heim
og fengið starf í tengslum við sína
menntun í sinni heimabyggð.
Markmiðið að
fjölga verkefnum
Í byrjun apríl á þessu ári flutti
Verk ís starfsemi sína á Smiðju
velli 32 á Akranesi en síðustu ár
hefur hún verið á Stillholti 1618.
Ástæðuna segir Anna María aðal
lega hafa verið vegna loftgæða
vandamála og þeim líði afar vel á
nýja staðnum, gott loft sé í hús
inu og góður andi. En hvernig sér
Anna María næstu ár fyrir sér? „Ég
sé fram á það að við eigum eftir að
stækka og reyna að breiða meira
úr okkur, bæði hér og út um allt
land. Við viljum vera á sem flest
um stöðum til að vera sem næst
kúnnunum og viljum geta þjónað
allri landsbyggðinni. Heimsfar
aldurinn hafði þau áhrif hjá okkur
að verkefnin jukust hjá okkur. Rík
ið og sveitarfélögin fóru að gefa í
og við sjáum ekki fram á að það sé
eitthvað að minnka. Markmiðið er
að fjölga verkefnum og helst vilj
um við geta fjölgað starfsfólki hér í
landshlutanum með tímanum. Við
höfum mikinn metnað fyrir því,“
segir Anna María Þráinsdóttir að
endingu. vaks
Í Borgarnesi eru þau Ulla Pedersen, Jökull Helgason og Soffía Anna Sveinsdóttir
starfsmenn Verkís. Ljósm. gj.
Verkfræðistofan Verkís fagnar 90 ára afmæli
Rætt við Önnu Maríu Þráinsdóttur útibússtjóra Verkís á Vesturlandi
Starfsfólk Verkís á Akranesi. Sigurgeir Fannar Guðmundsson, Anna María og
Bragi Þór Sigurdórsson en Arnór Már Guðmundsson var ekki á staðnum.
Ljósm. vaks
Nýi sjódýfingapallurinn við Bakkatún. Þarna átti eftir að bæta við einni hæð til að ná átta metrunum. Ljósm. vaks.
Sjódýfingapallur að
koma á Akranes