Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Side 21

Skessuhorn - 25.05.2022, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 21 Nýverið var undirritað samkomu­ lag á milli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Snæfellsbæjar um Barnamenningarhátíðina 2022, en það verkefni er eitt áhersluverk­ efna Sóknaráætlunar Vesturlands til stuðnings blómlegri menningu í landshlutanum. Barnamenningarhátíðir hafa nú verið haldnar reglubundið á ýms­ um stöðum í rúmlega tíu ár svo sem í Reykjavík. Á Vesturlandi hef­ ur hátíðin farið á milli staða og síð­ ast stóð til að halda hana á Akranesi árið 2020 en frestaðist um eitt ár og var haldin árið 2021 með öllum þeim takmörkunum sem því fylgdi. Nú þegar hefur Snæfellsbær haf­ ið vinnu við skipulagningu hátíðar­ innar og er það Heimir Berg Vil­ hjálmsson markaðs­ og upplýsinga­ fulltrúi sveitarfélagsins sem annast undirbúninginn. Á meðfylgjandi mynd sem Helga Guðjónsdóttir tók má sjá Sigur­ stein Sigurðsson menningarfulltrúa SSV og Heimi Berg undirrita sam­ starfssamninginn. gj Eyþór Óskarsson frá Stykk­ ishólmi var á dögunum ann­ ar Íslendingurinn til að útskrif­ ast úr US Coast Guard Academy, háskóla og sjóliðsforingjaskóla bandarísku strandgæslunnar. Frá skólanum eru útskrifaðir verð­ andi stjórnendur stofnunarinn­ ar á ýmsum sviðum en skólinn er í New London í Connecticut fylki. Nánasta fjölskylda Eyþórs var við­ stödd útskriftina ásamt fulltrú­ um frá Landhelgisgæslu Íslands, þeir Georg Kr. Lárusson, for­ stjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram­ kvæmdastjóri aðgerðasviðs. Engin önnur en Kamala Harris, varafor­ seti Bandaríkjanna, flutti ávarp við athöfnina. Eyþór hefur stundað nám við skólann síðastliðin fjögur ár í stjórnun og var hann einn 250 útskriftarnema en það er stærsti hópur útskriftarnema í sögu skól­ ans. sþ Ólafsvík og Grundarfjörður eru síðustu áfangastaðir Háskólalestar Háskóla Íslands þetta vorið en þar stoppar lestin dagana 27. og 28. maí. Í boði verða bæði fjölbreytt námskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla á staðnum og vísindaveisla í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir alla áhugasama. Megináherslan í starfi Háskóla­ lestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunn­ skólanna og efla tengsl við lands­ menn á öllum aldri. Í áhöfn lestar­ innar eru kennarar og nemend­ ur við Háskóla Íslands sem flest­ ir hverjir eru einnig leiðbeinend­ ur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. Föstudaginn 27. maí sækja nem­ endur í 5.­10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík námskeið um flest allt milli himins og jarð­ ar, en þar verður m.a. fjallað um töfra ljóss og lita, efnafræði, blaða­ og fréttamennsku, forritun með skynjurum og föndri, orkuskipti, vindmyllur, nýsköpun, sjúkraþjálf­ un, loftslagsbreytingar, dulkóðun, draugagang, tröll og þjóðsögur og japanska menningarheima. Áhöfn Háskólalestarinnar slær svo upp veglegri vísindaveislu fyrir Grundfirðinga og nærsveit­ unga í Fjölbrautaskóla Snæfell­ inga laugardaginn 28. maí kl. 12­16. Þar býðst fólki á öllum aldri að kynnast undrum vísind­ anna með gagnvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki, tól og smiðjur. Öll eru velkomin og enginn aðganseyrir. mm Föstudagskvöldið 20. maí var haldinn skemmtilegur markað­ ur í Sögumiðstöðinni í Grundar­ firði. Þar var hægt að kaupa hinar ýmsu vörur en svo var einnig hægt að skipta vörum. Það voru þær Alexandra Dögg Sigurðardóttir og Alicja Chajewska sem stóðu fyrir viðburðinum og var hann vel sótt­ ur. Þarna var hægt að kaupa kök­ ur og annað góðgæti, snyrtivörur, heilsuvörur, fatnað og margt fleira. Viðtökur voru góðar og vel var mætt og því verður að teljast líklegt að þessi skemmtilegi markaður eigi eftir að skjóta upp kollinum aftur í sumar. tfk Núverandi og fyrrverandi prestar Stafholtsprestakalls í Borgarfirði standa í sameiningu fyrir pílagríma­ göngu milli kirkna í sókninni í sum­ ar. Göngurnar mun leiða Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur, sem gegndi embætti sóknarprests í Staf­ holti 2010­2019. Starfandi sóknar­ prestur, Anna Eiríksdóttir, leið­ ir svo einnig gönguna með Elín­ borgu. Fyrsta gangan fer af stað föstu­ daginn 6. júní þar sem gengið verð­ ur frá Hvammskirkju í Norðurárdal um Grjótháls og að Norðtungu­ kirkju. Fer gangan af stað klukk­ an 14 og er áætlað að hún taki um fjórar klukkustundir en leiðin er um 20 kílómetrar. Föstudaginn 10. júlí verður síðan gengið frá Norð­ tungukirkju að Hjarðarholtskirkju og síðasti angi göngunnar verður svo frá Hjarðarholtskirkju að Staf­ holtskirkju. Samtals er gönguleiðin um 42 kílómetrar. Hvetja þær Anna og Elínborg fólk til að njóta sam­ vista í náttúrunni og sameinast í skemmtilegri göngu í sumar. sþ Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Borgarnesi varð um helgina silfur­ verðlaunahafi á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu, en mótið fer nú fram í Kasakstan. Alexandr­ ea lyfti þar tvöfaldri líkamsþyngd sinni en hún keppir í flokki ­63 kíló og lyfti 125 kílóum og bætti þar sinn persónulega árangur um tvö og hálft kíló. Alexandrea á síðan eftir að keppa í klassískri bekk­ pressu á laugardaginn kemur. sþ Silfurverðlaunahafi á HM í bekkpressu Frá vinstri: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Eyþór Óskarsson og Georg Lárusson. Ljósm. Landhelgisgæslan. Eyþór útskrifast sem sjóliðsforingi frá US Coast Academy Alexandra Dögg við sölubásinn sinn þar sem kenndi ýmissa grasa. Margt í boði á skemmtilegum markaði Háskólalestin verður á Snæfellsnesi í vikulokin Hjarðarholtskirkja í Borgarfirði er ein af kirkjunum fjórum sem gengið verður að. Pílagrímagöngur fyrir- hugaðar í Borgarfirði Barnamenningarhátíðin 2022 verður í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.