Skessuhorn - 25.05.2022, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202226
Gamla myndin
Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu
hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum
sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er
frá árinu 2000 og er tekin í Grundarfirði þar sem Veiðfélagið Fengur kom
saman í svartfuglsveislu á Krákunni.
Pennagrein
Á næsta tímabili gildandi sam
gönguáætlunar, eða árin 2025
til 2029, er áformað að hefjast
handa við gerð 2+1 vegar milli
Hvalfjarðarganga og Borgarness.
Nokkur undirbúningur er þegar
hafinn og beinist hann helst að
þeirri leið sem Hringvegurinn
liggur um nú þ.e. frá Hvalfjarðar
göngum, austur fyrir Akrafjall um
Grundartanga og þaðan norð
ur að Borgarfjarðarbrú. Sjá má
umfjöllun um þessa leið í nýlegri
greinargerð sem unnin var af VSÓ
Ráðgjöf, sem nálagst má á vef
slóðinni https://www.vso.is/vest
urlandsvegurvefsja/
Svo áfram sé haldið eru margir
á því að núverandi akleið milli
Borgarfjarðarbrúar gegnum þétt
býlið í Borgarnesi og norður fyr
ir gatnamót Hringvegar og Snæ
fellsnesvegar sé ekki heppileg leið
til framtíðar fyrir gegnumaksturs
umferð sem þar fer, heldur sé far
sælla að leggja sérstaka hjáleið
utan byggðarinnar. Gert er ráð
fyrir þessari hjáleið í gildandi
aðalskipulagi Borgarbyggðar en
umræður hafa vaknað af og til um
að nema hana úr skipulaginu og
þar með sjá til þess að hún verði
ekki lögð.
Að ýmsu er að hyggja varðandi
báðar þessar leiðir og þá kosti sem
bjóðast. Varðandi veginn milli
Hvalfjarðarganga og Borgarness
hafa ýmsir horft til gerðar nýs
2+1 veg vestur fyrir Akrafjall um
Akranes og yfir mynni Grunna
fjarðar þar fyrir norðan og það
an áleiðis í Borgarnes. Rannsókn
ir á aðstæðum á þeirri leið hafa þó
ekki verið miklar síðustu ár og í
tillögu að nýju aðalskipulagi Hval
fjarðarsveitar 2020 til 2032, þar
sem Grunnafjörður er, sem nú hef
ur verið auglýst með athugasemda
fresti til 22. júní 2022, er ekki gert
ráð fyrir vegi þessa leið en sjá má
tillöguna á vef sveitarfélagsins
hvalfjardarsveit.is.
Telja má að ávinningur af færslu
Hringvegar vestur fyrir Akrafjall
og yfir Grunnafjörð feli m.a. í sér
að leiðin milli Akraness og Borgar
ness styttist um 7 km með öllum
þeim jákvæðu áhrifum sem því
fylgir auk þess sem Hringvegur
inn styttist um 1 km. Mun betri og
öruggari vegir en nú eru lægju til
og frá Akranesi jafnt í átt til höfuð
borgarsvæðisins og til Borgarness,
mun færri vegamót yrðu milli
Hvalfjarðarganga og Borgarness
en á núverandi leið, þar eru betri
sjónlínur og veðrátta talin eitthvað
heppilegri með tilliti til umferð
aröryggis. Vegur þessa leið telst
arðsamari og væntanlega dregur
umtalsvert úr umferð og því áreiti
sem henni fylgir fyrir marga íbúa
Hvalfjarðarsveitar ef meginþungi
umferðarinnar flyst á nýjan veg.
Á móti kemur að Grunnafjörð
ur er á náttúruverndarsvæði, svo
nefndu Ramsarsvæði, sem þó er
innan mögulegrar veglínu sem
liggur um rif í fjarðarmunnanum
og gerð vegar austur fyrir Akra
fjall er talin lítið eitt ódýrari eða 7
milljarðar króna í stað 8 milljarða
sem Akranesleiðin er talin kosta.
Loks skal nefnt að ekki er heppi
legt að vinna að eða gera ráð fyr
ir vegi eða annarri framkvæmd sem
ekki er gert ráð fyrir í skipulagi
þess sveitarfélags þar sem vegurinn
kæmi til með að liggja.
Að því er varðar gerð hjáleið
ar framhjá Borgarnesi getur það
haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif.
Þegar gegnumumferðin flyst yfir
á hjáleiðina verður sú umferðin
mun greiðari og draga mun úr nei
kvæðum áhrifum hennar í þéttbýl
inu, þ.m.t. hávaða og loftmeng
un. Leiðin gegn um þéttbýlið verð
ur öruggari fyrir aðra vegfarend
ur en akandi og minni farartálmi.
Þessi jákvæðu áhrif aukast eftir því
sem hlutfall gegnumumferðarinn
ar er hærra. Á hinn bóginn mun ný
hjáleið valda breytingu á ásýnd og
umhverfi byggðarinnar og sumir
óttast að draga kunni úr viðskipt
um í Borgarnesi þótt raunar sé gert
sé ráð fyrir að sérstök tenging muni
liggja af hjáleiðinni að helsta við
skiptasvæðinu á Hyrnutorgi. Loks
má nefna að gerð hjáleiðar hefði
umtalsverðan kostnað í för með
sér þótt ekki sé kunnugt hversu hár
hann gæti orðið og framkvæmdin
dregist á langinn samkvæmt því.
Sem ljóst má vera af því sem
að framan er rakið má lengi deila
um kosti og galla þeirra leiða sem
ræddar eru hér að framan en fram
til þessa er ekki vitað til að íbúar,
vegfarendur eða annað áhugafólk
hafi átt þess kost að tjá hug sinn á
einfaldan hátt í þessum efnum í sér
stökum könnunum. Því hefur verið
opnað fyrir tvær netkannanir á veg
um Samgöngufélagsins, samgong
ur.is, þar sem þátttakendum býðst
annars vegar að koma á framfæri
afstöðu sinni til þess að Hringveg
urinn verði lagður vestan við Akra
fjall um Akranes og yfir Grunna
fjörð og hins vegar til þess að gerð
verið hjáleið framhjá Borgarnesi.
Um er að ræða könnun þar sem
sjá má legu veganna í þrívíddar
upplifun frá ýmsum sjónarhornum.
Hún mun standa til og með 10.
júní nk. Telja verður að fróðlegar
og gagnlegar niðurstöður ættu að
geta fengist ef þátttaka verður góð
sem vonast er til en allir sem málið
varðar eða áhuga hafa eru hvattir til
að taka þátt í könnuninni hvar sem
þeir búa. Niðurstöðurnar verða
síðan kynntar að könnuninni og
úrvinnslu gagna lokinni.
Nálgast má kannanirnar hér:
https://www.envalys.is/surveys og
einnig á auglýsingaborðum á vef
Skessuhorns til 10. júní 2022.
Jónas B. Guðmundsson,
Höf. er forsvarsmaður
Samgöngufélagsins
Kortið sýnir möglega hjáleið framhjá Borgarnesi
Ný lega Hringvegar um
Akranes og Borgarnes?
Kortið sýnir mögulega nýja veglínu Hringvegar frá Hvalfjarðargöngum um
Akranes og yfir Grunnafjörð.
Um næstu helgi verður hátíðin
Kjet og klæði haldin á Eiríksstöð
um í Haukadal. Að hátíðinni stend
ur víkingafélagið Rimmugýgur
sem starfar á höfuðborgarsvæðinu.
Rimmugýgur er öflugt félag sem
miðlar háttum víkinga til nútím
ans og kemur fyrir á hinum ýmsu
hátíðum og uppákomum yfir sum
artímann. Á hátíðinni munu gestir
og gangandi fá að kynnast og taka
þátt í alls kyns verkum sem stunduð
voru á víkingaöld.
Hátíðin verður milli klukkan 10
og 16 laugardag og sunnudag og er
aðgangseyrir 1200 krónur fyrir 13
ára og eldri.
sþ
Eldsmiðir að störfum á Eiríksstöðum. Ljósm. úr safni.
Víkingahátíð á dagskrá
á Eiríksstöðum