Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20228 Ókeypis hjóla- brettanámskeið HELLISS: Í sumar verð- ur boðið upp á sumarnám- skeið í hjólabrettagarðinum á Hellissandi. Í upphafi árs opnaði hjólabrettagarður- inn og hefur börnum á öll- um aldri staðið til boða að mæta á æfingar endurgjalds- laust frá fyrsta degi. Verk- efnið er samstarf Snæfells- bæjar og UMF Víkings/ Reynis og stuðlar að auknum fjölbreytileika þeirra íþrótta- greina sem stendur til boða í sveitarfélaginu. Sumarnám- skeiðið verður með sam- bærilegu sniði. Öllum börn- um í Snæfellsbæ stendur til boða þátttaka á námskeiðinu án endurgjalds. Snæfellsbær og Barna- og menningar- málaráðuneytið niðurgreiða námskeiðsgjöld. Nám- skeiðinu verður skipt í tvö tímabil og fer fram í íþrótta- húsinu á Hellissandi. -vaks Hærri styrkir til heyrnartækja LANDIÐ: Styrkir vegna kaupa á heyrnartæki hækka um 10.000 kr. frá og með 1. júní samkvæmt ákvörðun h e i l b r i g ð i s r á ð h e r r a . Styrkupphæðin verður þar með 60.000 kr. fyrir kaup á einu heyrnartæki en 120.000 kr. fyrir einstaklinga sem þurfa á tveimur tækjum að halda. Með breytingunni er styrkurinn hækkaður upp til verðlags en styrkupphæðin hefur verið óbreytt frá árinu 2015. Rétt á styrk eiga þeir sem eru sjúkratryggðir eldri en 18 ára og hafa tónmeðal- gildi á betra eyra að lágmarki 30dB. Hægt er að sækja um styrk til heyrnartækjakaupa á fjögurra ára fresti. -mm Datt af raf- hlaupahjóli ÓLAFSVÍK: Síðdegis á miðvikudag í liðinni viku datt tíu ára drengur af raf- hlaupahjóli og fannst liggj- andi á planinu við Ólafs- víkurkirkju. Var hann fluttur til síns heima og síðan fór faðir hans með drenginn á heilsugæsluna. Drengurinn var með brotna tönn, mar á enni og andliti og með heilahristing. Framhjól- ið losnaði af rafhlaupahjól- inu við óhappið en hjólið var nýlega samsett. -vaks Ók of hratt BORGARFJÖRÐUR: Síð- asta fimmtudag var ökumað- ur stöðvaður á Vesturlandsvegi á móts við Galtarholt eftir að hafa ekið á 137 kílómetra hraða. Hann á von á 150 þúsund króna sekt og fær þrjá punkta í ökuferils skrána. -vaks Með hendur fyrir aftan bak BORGARFJ: Á fimmtudaginn var tilkynnt um eldri mann á Vesturlandsvegi á göngu sem væri bundinn á höndum fyrir aftan bak. Þegar málið var kann- að kom í ljós að þarna var mað- ur á gangi með tré í bandspotta í eftirdragi og með hendur fyrir aftan bak. Ekki urðu fleiri eftir- málar af göngu mannsins og er málið upplýst. -vaks Ók í veg fyrir annan bíl BORGARFJ: Á sunnudaginn um kaffileytið varð umferðar- óhapp á Vesturlandsvegi þeg,- ar bifreið fór yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyr- ir annan bíl. Skullu þeir saman en um minni háttar slys var að ræða. Allir voru fluttir með sjúkrabifreið á heilsugæsluna til aðhlynningar en annar öku- maður kvartaði undan eymsl- um vegna bílbelta og einnig far- þegi úr öðrum bílnum. Báð- ar bifreiðarnar voru óökuhæfar og voru fluttar af vettvangi með kranabílum. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 21. – 27. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 26.120 kg. Mestur afli: Mar-AK: 6.345 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 36 bátar. Heildarlöndun: 79.712 kg. Mestur afli: Grímur AK: 4.839 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 26 bátar. Heildarlöndun: 461.576 kg. Mestur afli: Jóhanna Gísla- dóttir: 74.288 kg í einum róðri. Ólafsvík: 60 bátar. Heildarlöndun: 350.788 kg. Mestur afli: Páll Jónsson GK: 70.591 kg í einni löndun. Rif: 45 bátar. Heildarlöndun: 430.322 kg. Mestur afli: Esjar SH: 72.345 kg í fimm róðrum. Stykkishólmur: 24 bátar. Heildarlöndun: 102.206 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 17.314 kg í fimm löndunum. 1. Jóhanna Gísladóttir GK – GRU: 74.288 kg. 22. maí. 2. Páll Jónsson GK – ÓLA: 70.591 kg. 24. maí. 3. Hringur SH – GRU: 64.214 kg. 25. maí. 4. Runólfur SH – GRU: 61.764 kg. 23. maí. 5. Sigurborg SH – GRU: 51.943 kg. 23. maí. -sþ Í liðinni viku fór fram undirskrift samstarfssamnings milli Hval- fjarðarsveitar og Íþróttabanda- lags Akraness. Markmið Hval- fjarðarsveitar með samningnum er að styðja við öflugt íþrótta-, forvarna- og félagsstarf sem fram fer innan ÍA, hjá aðildarfélögum þess, fyrir samfélagið í Hvalfjarðar- sveit. Samningurinn tryggir að íbú- ar í Hvalfjarðarsveit eigi kost á að stunda hvers kyns starf sem fram fer innan Íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess, hvort sem um er að ræða íþrótta-, forvarna-, félags- starf eða annað. Fram kemur í frétt á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar að auk samn- ingsbundinna fjárhæða til Íþrótta- bandalagsins, sem bæði eru tengd- ar íbúafjölda sem og iðkendafjölda, býður Hvalfjarðarsveit foreldrum barna, frá fæðingu að 18 ára aldri, auk þess niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundagjalda, hjá viðurkennd- um félögum, í formi tómstunda- styrks. Styrkurinn er til þess ætl- aður að stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og efla þar með enn frekar barna- og ungmenna- starf. vaks Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs stóð síðastliðinn þriðjudag fyr- ir umhverfisátaki við Hafnar- fjall. Þar fjarlægðu sjálfboðalið- ar girðingastaura og vír af fjall- inu. Einnig var hefðbundna gönguleiðin upp á fjallið stikuð auk annarrar leiðar neðst í fjall- inu fyrir þá sem kjósa að ganga ekki inn gilið. Á Facebooksíðu félagsins kemur fram samdóma álit þeirra sem tóku þátt að það hafi verið mikið þjóðþrifaverk að fjarlægja girðinguna við og uppi á fjallinu. Verkið var unnið í sam- ráði við landeigendur. Næsta stórverkefni félagsins er að stika fyrsta legg svokallaðrar Vatnaleiðar sem liggur frá Hlíðar- vatni í Hnappadal yfir að Hreða- vatni í Norðurárdal. Stefnt er að því að það eigi sér stað upp úr miðjum júní. gj Síðastliðinn föstudag mátti jafnt og þétt sjá eldri bílum ekið um Borgar- brautina, stofngötu Borgarness. Þá var árlegur skoðunardagur forn- bíla hjá Frumherja og voru með- al annars bílar í eigu félagsmanna í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar færð- ir til skoðunar. Þeir hafa lítið sést á götunum í fimmtán mánuði, eða frá því í febrúar á liðnu ári þegar safnhúsinu var lokað vegna ónógra eldvarna. Það var létt yfir stjórnar- mönnum í félaginu þennan sólríka dag, enda binda menn vonir við að innan tíðar verði hægt að opna dyr safnsins að nýju og hefja félags- starfið af krafti eftir langt hlé. Það mun þó endanlega skýrast á næstu dögum og vikum, að sögn Skúla G Ingvarssonar formanns félagsins. Hér stilla þeir sér upp framan við M-123 og M-77 þeir Gunnar G. Gunnarsson, Skúli G. Ingvarsson, Guðsteinn Oddsson, Benedikt G. Lárusson og Jón G. Guðbjörnsson. („G“ er til marks um hversu glaðir þeir eru). mm Árlegur skoðunardagur fornbíla Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA við undirritun samningsins. Ljósm. Hvalfjarðarsveit. Samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og ÍA Þarfaverk unnið við hreinsun á fjallinu. Ljósmynd: Jónína H. Pálsdóttir. Umhverfisátak og merkingar við Hafnarfjall

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.