Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Page 20

Skessuhorn - 01.06.2022, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202220 Veitingastaðurinn Food Station við Digranesgötu 4 í Borgarnesi var opnaður að nýju síðastliðinn fimmtudag eftir nokkurra vikna lokun. Nú er það Grillhúsið ehf sem mun reka staðinn og gerir það undir nafni Food Station. Form- leg opnunarhátíð verður um Hvíta- sunnuhelgina sem nánar verður kynnt. Að sögn Þórðar Bachmann, annars eiganda Grillhússins, mun staðurinn taka einhverjum breytingum. Boðið verður upp á hlaðborð í hádeginu og á kvöldin þar sem til staðar verður kjöt, fisk- ur og grænmeti. Rómuð kjötsúpa Food Station verður áfram í boði ásamt sjávarréttasúpu hússins. Þórður segir að stefna staðarins sé að bjóða upp á ferska og fljótlega þjónustu í sjálfsafgreiðslu en að öðru leyti sé markmiðið almennt það sama og Grillhússins, þ.e. að bjóða upp á góðan mat og þjón- ustu á sanngjörnu verði. Við þetta má bæta að á þessu stigi standa ekki til neinar breytingar á rekstrarfyrir- komulagi veitingastaðar Grill- hússins við Brúartorg 6 í Borgar- nesi. gj Síðastliðinn laugardag bauð Svæðis garður Snæfellsness til veislu í Breiðabliki. Kynnt var svokall- að Svæðismark Snæfellsness fyrir sveitastjórnum, sveitarstjórum og öðrum hagaðilum. Svæðismark fel- ur í sér vinnu við hönnun og fram- setningu á því hvað gerir Snæfells- nes sérstakt – hvert DNA Snæfells- ness er, ef svo má segja. Svæðisgarðurinn er skilgreind- ur sem fjölþætt samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á til- greindu svæði sem myndar sam- stæða landslags- og menningarlega heild. Samstarfið byggist á sam- eiginlegri sýn um sérstöðu svæðis- ins og samtakamætti við að hag- nýta sérstöðuna og vernda hana. Íbúar, fyrirtæki og sveitarstjórnir á afmörkuðu svæði taka sig saman og skilgreina sérstöðu svæðisins og þau gæði sem þar er að finna. Síð- an byggja aðilarnir samstarf sitt, um atvinnu- og samfélagsþróun, á þessari sérstöðu. Iðulega hefur verið komið á umfangsmiklu sam- starfi á öllum sviðum mannlífs, svo sem við skóla, fyrirtæki, hverskonar samtök og sveitarfélög. Á viðburðinum á laugardaginn var boðið upp á ljúffengar veitingar úr héraði og lögð áhersla á hráefni með sérstöðu svæðisins. Rabar- baramohito með ætum blómum frá Ræktunarstöðinni Lágafelli, Keli vert í Langaholti bauð upp á fiskisúpu og skel, Gunnar í Bjargarsteini upp á karfaroð og þarasnakk, Hjá góðu fólki bauð upp á margrómuðu perutertu og Rúnar Marvinsson sendi „Sæluskot“ sem innihélt myntu og vallhumal úr túninu heima, mjaðurt af bökkum Staðarár, blóðberg úr Staðarsveit og hvönn og fræ frá Hellissandi, kryddað með stjörnuanís, eldpip- ar og engifer. Óhætt er að segja að veitingarnar hafi í senn verið ljúf- fengar og einstakar á sinn hátt. mm/ Ljósm. tfk. Starfsfólk Food Station í Borgarnesi. Ljósm. aðsend. Food Station opnað á ný í Borgarnesi Kynning á svæðismarki Snæfellsness Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Elín Guðnadóttir, Þuríður Gía Jóhannesdóttir og Björg Ágústsdóttir. Jón Sindri Emilsson markaðsfulltrúi í Stykkishólmi útbýr rabarbaramohito fyrir gesti. Kristín Halla Haraldsdóttir starfsmaður Grundarfjarðarbæjar og Elín Guðnadóttir starfsmaður Alta létu vel að veigunum. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar skálar hér við ljósmyndara Skessuhorns. Þorkell Símonarson frá Langaholti er hér að útbúa dýrindis fiskisúpu fyrir gestina. Sonja Karen Marinósdóttir, Sigurbjörg Ottesen og Herdís Þórðardóttir fulltrúar Eyja- og Miklaholtshrepps. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar hélt stutta tölu. Hlédís Sveinsdóttir stýrði fundinum af kostgæfni. Héðinn Sveinbjörnsson þjónn frá Bjargarsteini ber fram dýrindis söl og karfaroð fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.