Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20226 Áminning um kartöflumyglu LANDIÐ: Þar sem kar- töflugrös eru nú farin að spretta upp í kartöflugörð- um landsmanna vill Mat- vælastofnun ítreka varúða- orð um að fylgjast vel með kartöflugarðinum í sum- ar. „Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim til að hindra útbreiðslu smits. Veðurfar ræður miklu um það hvort sjúkdómurinn nái sér á strik, hlýtt og rakt veð- ur eykur hættu á útbreiðslu. Einkenni: Svartir blettir á blaðendum og stönglum, að lokum falla grösin alveg. Förgun: Fargið sýktum kar- töflum og grösum strax, t.d. í svörtum ruslapokum, ekki setja í lífrænt rusl.“ -mm Annir lögreglu og mikil ölvun AKRANES: Dagbók lög- reglunnar á Vesturlandi er þéttskrifuð eftir annasama helgi Írskra daga á Akranesi. Minniháttar umferðaróhapp varð á Skólabraut og ann- að á Suðurgötu til móts við gatnamót Vitateigs. Vegna hátíðarhaldanna og mik- ils fjölda í bænum var við- bótarmannskap lögreglu bætt við á Akranesi alla helgina og að jafnaði áhafn- ir á fimm bílum sem sinntu fjölmörgum útköllum. Með- al annars var kvartað und- an rafskútum sem ekið var frjálslega um götur bæjar- ins af drukknu fólki. Ýms- ir óttuðust að fólkið færi sér að voða og vildu fá lög- reglu til að kanna ökuhæfn- ina. Þá var að sögn lögreglu almennt mikið um ölvunar- og hávaðaútköll sem tengd- ust samkvæmum víðsvegar um bæinn. Einhverjir smá- pústrar urðu og fólk dettandi á höfuðið og meiða sig. Þá þurfti að koma ofurölvi ung- mennum til bjargar úr skurði við Innnesveg á föstudags- kvöldinu og voru þau flutt á sjúkrahús. Flest útköll lög- reglu voru hins vegar á eða nærri skemmtisvæði Lopa- peysunnar við Akranes- höfn, þar sem nokkur þús- und manns komu saman á laugardagskvöldinu. Níu ölvunarakstrar voru færð- ir til bókar lögreglu, all- ir á eða í kringum Akranes. Eitt umferðaróhapp var þar sem ölvaður ökumaður átti í hlut. Bíl var velt skammt frá afleggjaranum að Akrafjalls- vegi. Minniháttar meiðsli urðu í því óhappi. Tvær skráðar líkamsárásir voru á laugardeginum og aðfara- nótt sunnudags. Eitt kyn- ferðisbrot var skráð í tengsl- um við Lopapeysuna. -mm Fá að nota Natóstrenginn LANDIÐ: Ljósleiðarinn og utanríkisráðuneytið hafa samið um afnot Ljósleiðar- ans af tveimur af átta ljós- leiðaraþráðum í ljósleiðara- streng Atlantshafsbandalags- ins (NATO streng), sem ligg- ur hringinn í kringum landið og til Vestfjarða. Samningurinn er gerður að undangenginni aug- lýsingu ráðuneytisins um tillög- ur um samningsbundin afnot af einum eða tveimur ljósleiðara- þráðum í ljósleiðarastreng Atl- antshafsbandalagsins sem ligg- ur um landið. Ljósleiðarinn leigir þræðina til allt að 10 ára með möguleika á frekari fram- lengingu. „Þessi samningur við utanríkisráðuneytið markar viss vatnaskil fyrir Ljósleiðarann. Við erum nú enn betur í stakk búin að þjóna okkar viðskipta- vinum sem eru m.a. fjarskipta- fyrirtækin. Þau nýta Ljósleiðar- ann fyrir sína viðskiptavini og í uppbyggingu og þéttingu 5G farsímakerfa. Með þessu erum við að skapa ný tækifæri við tengingu heimila, fyrirtækja og stofnana á svæðum sem ekki hafa notið okkar þjónustu eða ljósleiðaratenginga til þessa,“ segir Erling Freyr Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Ljós- leiðarans. -mm Óku utan í smábíl NORÐURÁRD: Í vikunni sem leið varð umferðaróhapp á þjóðvegi 1 við Fornahvamm í Norðurárdal. Þar var flutn- ingabíl ekið utan í fólksbíl. Bíl- stjóri flutningabílsins virðist ekki hafa orðið var við óhappið og ók leiðar sinnar, en fólksbíll- inn stóð óökufær á eftir. Hliðar- spegill var brotinn af, bíllinn rispaður og framdekk var undan honum. Erlendir ferðamenn á smábílnum sluppu með skrekk- inn. -mm UMFÍ er búið að gefa út nýja Göngubók, en þetta er 20. árið sem hún kemur út. Sem fyrr er mark- miðið að hvetja fólk til þess að ganga um landið, njóta samveru með öðrum í gönguferðum og efla umhverfisvitund. Göngubókin er unnin í samstarfi við göngugarp- inn Einar Skúlason og geta lesend- ur notað Wappið hans til að fræð- ast betur um einstakar gönguleiðir um allt land. Hér á Vesturlandi er fjölda gönguleiða lýst en í bókinni eru lýsingar á alls 272 gönguleiðum víðs vegar um landið, fyrir alla sem geta gengið, kort og ítarlegar leiða- lýsingar á flestum leiðum og 32 léttar fjallgönguleiðir fyrir alla fjöl- skylduna. Einnig má í bókinni lesa sér til um ýmis ráð á gönguferðum. Takk amma! „Ég byrjaði að ganga með ömmu minni þegar ég var á leikskólaaldri. Amma var mikið fyrir útiveru og hún lífgaði upp á göngurnar með sögum af landinu. Ég reyni að miðla því áfram í Wappinu,“ segir Einar í viðtali sem birt er í Göngu- bókinni. Þar þakkar Einar ömmu sinni gönguáhugann, sem þó var ekki kominn til af góðu: „Amma fékk berkla þegar hún var níu eða tíu ára og bjó í Eyjafirði. Hún og nokkr- ir nemendur í sama bekk smituðust af kennaranum. Þau voru öll flutt á berklahælið í Kristnesi og þar dó kennarinn og allir hinir nem- endurnir. Amma var sú eina sem komst lífs af. Hún var á hælinu í á annað ár. En þegar hún var orðin góð reyndist hún orðin ónæm fyr- ir berklum og fékk vinnu á hælinu. En þarna var innprentað í hana að stunda daglega útiveru og útivist, göngur og aðra heilbrigða hreyf- ingu til að bæta líkamlega ástandið. Það tókst,“ segir Einar og bætir við að amma sín hafi allt sitt líf hlýtt ráðum læknanna á berklahælinu og stundað útiveru. Einari fannst gaman að hlusta á sögurnar hennar ömmu þar sem þau gengu mikið í Botnsdal í Hval- firði, þar sem afi og amma Einars áttu bústað, og um fjörur og hlíðar skammt frá Hvalstöðinni og Olíu- stöðinni, þar sem afi hans vann og þau amma hans áttu annað heimili. „Við gengum mikið þarna og hún sagði mér sögur af huldufólki og álfum, benti mér á bobbana, skeljar og jaspís og talaði um umhverfið eins og það væri lifandi. Þetta reyni ég líka að gera þegar ég fer með fólki í göngur,“ segir Einar, sem byrjaði að ganga einn á eigin vegum á þessum sömu slóðum og í nágrenni við Glym. Sögur af landi í Wappinu Einar segist vinna að því að miðla sögum af landinu eins og amma hans sagði honum í Wappinu, smáforriti sem hann bjó til fyrir nokkrum árum. Wappið er göngu- app sem geymir mikið safn fjöl- breyttra GPS-leiðarlýsinga um allt Ísland. Í Wappinu eru leiðar- lýsingar sem notast við kortagrunn kortafyrirtækisins Samsýnar og er ráðlagt að hlaða gönguleiðinni fyr- ir fram inn í símann áður en haldið er af stað í göngu. Í Wappinu eru jafnframt ljós- myndir og upplýsingar um árs- tíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni og, ef ástæða er til að benda á, hættur eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum. Það er vel hægt að mæla með Wappinu fyrir þá sem hafa gaman af göngu- ferðum. Við mælum með því við göngugarpa sem vilja fræðast bet- ur um ákveðnar slóðir og rata bet- ur um stikaða stíga að opna Wapp- ið og finna þá leið sem ætlunin er að ganga um. „Fjölmargar gamlar þjóðleið- ir eru í Wappinu og göngur eftir góðum og gömlum leiðum snúast ekki bara um landslagið. Þær snú- ast líka um sögurnar og fólkið sem lifði og dó. Gömlu leiðirnar eru í raun fornleifar sem verður að nýta, annars glatast þær. Og þá er nú um að gera að nota þær til að bæta heilsu sína í leiðinni. Það er líka svo frábært að nýta stafrænu tækn- ina til að segja fólki frá leiðunum og varðveita þær,“ segir Einar að lokum og hvetur landsmenn til að reima á sig gönguskóna og spretta af stað. mm Gönguleiðir eru fornleifar sem þarf að nota Forsíða Göngubókarinnar 2022. Einar Skúlason er höfundur bókar- innar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.