Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Side 9

Skessuhorn - 06.07.2022, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 9 Sumarlesari vikunnar Sumarlesturinn á bókasafninu er í fullum gangi þar sem 220 ungir krakkar lesa eins og enginn sé morgundagurinn. Hægt er að skrá sig í allt sumar svo ekki hika við að koma og vera með, hver veit kannski hittir þú sjóræningja! Lesari vikunnar á bókasafni Akra- nes er Erik Fannar Eyþórsson 6 ára. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Man ekki, en hún var skemmtileg. Hvernig bækur eru skemmti- legastar? Ævintýri, af því að einhverjir lenda í ævintýrum. Hvar/hvenær er best að lesa? Uppi í rúmi Ef þú gætir lifað í einni bók hvaða bók myndir þú velja? Inni í Minecraft bókunum, ég væri sko ekkert hræddur við skrímslin, zombiana og eiturköngulærnar, því að ég mundi bara byggja hús í creative og vera með beljur. Ef þú gætir galdrað hvaða töfra mátt myndir þú velja? Að geta farið inn í Minecraft. Hjónin Arnþór Pálsson og Birna Rún Ragnarsdóttir, bændur á Signýjarstöðum í Hálsasveit, festu nýverið kaup á jörðinni Refsstöð- um. Jarðirnar liggja saman og verða sameinaðar og munu ger- breyta forsendum til búrekstr- ar. Breytingarnar eru kærkomnar en óvæntar og komu ekki endilega upp á besta tíma í fjölskyldunni. „Við keyptum Refsstaði núna 1. apríl og tókum við. Þetta gerðist allt mjög snöggt. Við fengum vil- yrði frá bankanum örfáum dög- um áður. Við tókum við af fyrri eigendum um leið, fjósið var í full- um rekstri og við stigum bara inn í þetta,“ segir Arnþór. „Þetta gerð- ist mjög snögglega. Það sem var aðeins að hægja á okkur var að kon- an var kasólétt. Þetta var ekki beint það sem við vorum að hugsa okk- ur á þessu tímabili,“ segir Arnþór í samtali við Skessuhorn. Þeim hjón- um fæddist svo sonur 5. júní síðast- liðinn og það var sannarlega ekki í plönunum að standa í jarðakaup- um og meðfylgjandi breytingum á sama tíma. „Ég var að vonast til að ég tæki ekki við þessu fyrr en 1. maí, en það var kannski eins gott að við tók- um við þessu 1. apríl. Við þurftum þann tíma til að ná öllu eins og við vildum hafa það svo ég gæti stokk- ið aðeins til hliðar þegar barnið fæddist,“ segir Arnþór. Hjónin búa í nýbyggðu húsi á Signýjarstöðum og hyggjast gera það áfram. „Við fluttum hingað 2020, rétt fyrir jólin, í þetta hús. Tókum við hér af pabba hans í byrjun árs 2020. Við vorum líka að reka hótelið í Reykholti, Fosshót- el Reykholt, og hættum þar alveg í júní 2020. Til að byrja með vor- um við á báðum stöðum, en fór- um hingað í júní,“ segir Birna Rún. Hún segir að ef kaupin hefðu gerst fyrr, áður en þau réðust í hús- byggingu, hefðu þau kannski flutt að Refsstöðum, en þau vilji ógjarn- an fara úr nýja húsinu sínu. Draumur að rætast Arnþór er fæddur og uppalinn á Signýjarstöðum. Hann segir það eiginlega alltaf hafa verið draum að taka við búinu, þó hann hafi á tímabili gælt við að fara í kokk- inn. Hann hafi þó hætt við það og ákveðið að gerast bóndi. Birna Rún er frá Akranesi en deilir draumn- um um sveitina. „Ég var alltaf með annan fótinn í sveit, amma og afi bjuggu í Kolgrafafirði á Snæfells- nesi. Það var því alltaf að hluta draumurinn hjá mér að búa í sveit.“ Eins og Birna nefndi ráku þau Foss- hótel Reykholt, nokkuð sem átti bara að vera tímabundið en varð þó að sjö árum. Þar undu þau hag sínum vel. „Skemmtilegasta starfið var að vera frammi með gestunum og svo starfsfólkið sem við vorum með. Við vorum með starfsfólk sem var sumt hvert búið að vera í mörg ár og orðið miklu meira en starfs- fólk fyrir manni. Maður á eftir að sakna þess,“ segir Arnþór. Ljóst er að minna gestkvæmt er á kúabúum en hótelum, eiga þau eftir að sakna gestanna? „Já, það var nú alveg gaman, en þetta hef- ur alltaf verið draumurinn að vera í sveitinni,“ segir Birna Rún. Stór jörð og mikill kvóti Sameinuð jörð Signýjarstaða og Refsstaða er yfir 1000 hektarar að stærð. Arnþór segir að það sé að mörgu leyti krefjandi, til dæm- is heyskapurinn. Þau eru búin að heyja núna jafn mikið og þau heyj- uðu áður yfir allt sumarið, eru komin með um 1200 rúllur sem dugði Signýjarstöðum einum. Þar voru heyjaðir um 70 til 80 hektarar, en nú er sameiginleg stærð túnanna komin í um 180 hektara. „Það var skynsamlegt að fara í þetta, við áttum einhvern kvóta og á Refsstöðum var eitthvað, en eig- inlega of lítið fyrir stærðina á hvoru búi fyrir sig,“ segir Arnþór. „Við höfum reynt að kaupa eins mikinn kvóta og við getum, en það sem ég þurfti fyrir Signýjarstaði hefði ég kannski fengið þegar ég yrði sjö- tugur. Sameinaður kvóti er bara mjög góð eining,“ en nú eiga þau um 750 þúsund lítra kvóta. Fjósið á Refsstöðum er nýlegt og vel útbúið, byggt sem róbótafjós. Þau hjón fengu með kaupunum það fjós sem þau dreymdi um, því það á Signýjarstöðum er byggt sem bása- fjós og þó slíkum fjósum sé breytt í róbotafjós verða þau aldrei eins góð og þegar þau eru byggð sem slík. „Maður lifði í þeirri trú að maður fengi meiri kvóta. Ég var með allt of mikið af beljum miðað við kvóta og í þokkabót var maður að halda nytinni í þeim eins lélegri og hægt var, til að vera ekki að framleiða endalaust umframmjólk því það var enginn peningur fyrir hana. Núna erum við komin í allt aðra stöðu. Nú getum við farið að koma kún- um í ágæta nyt og erum með fjósa- rekstur upp á 123 bása. Við getum haft þar 120 mjólkandi ef við vilj- um. Signýjarstöðum munum við breyta í uppeldishús. Þar verðum við með góða uppeldisaðstöðu með legubásum. Ég mun því selja róbot- inn þar. Þetta gerðist svo snögglega með Refsstaði. Áður var ég byrjaður að plana að taka til á Signýjarstöðum og ætlaði að fækka kúnum um 20%, bara til að koma rekstrinum í betra horf. Það er dýrt að vera að fóðra margar skepnur og fóðra eins lítið og maður getur, það er óþarfi. Mun gáfulegra að vera með færri skepn- ur og fóðra betur. Þó ég hafi pláss fyrir um 120 kýr, stefni ég að því að vera bara með 110 og þá í hærri nyt. Maður sér það á gögnum að því meiri nyt sem þú nærð úr kú því meiri hagnað- Sameina Signýjarstaði og Refsstaði ur verður af kúnni. Það tengist líka loftslagsmálum. Ef maður er að kreista sama magn úr tveimur kúm og þú gerir úr þremur, þá menga þessar tvær þeim mun minna.“ Strangar reglur um kvóta Verð á kvóta er í dag vel yfir 300 krónur fyrir lítrann og það eru því töluverðar upphæðir undir þegar þú átt 750 þúsund lítra af kvóta. Hagkvæmni rekstrar fer eðlilega eftir skuldastöðunni og bankinn hafði fulla trú á þeim hjónum. Þetta var einnig eina leiðin til að eignast meiri kvóta. „Maður nálgast engan kvóta nema eiginlega með því að kaupa jarðir. Það er svolítið erfitt að færa kvóta á milli jarða. Við þurfum að sameina Signýjarstaði og Refsstaði til að nýta kvótann og fáum að gera það því jarðirnar eru í sama sveitar- félagi. Annars hefðum við þurft að flytja að Refsstöðum með allt til að mega fara með kvótann með okkur. Það eru gríðarlega strangar regl- ur með kvótann svo menn séu ekki að braska með jarðir eins og áður fyrr þegar menn keyptu jarðir, tóku kvótann af þeim og seldu aftur. Nú á allur kvóti að fara á markað,“ seg- ir Arnþór. Hann telur að ýmsu megi breyta hvað þetta varðar, það sé ekki eðli- legt að þú getir ekki eignast kvóta nema kaupa jörð. „Þú tekur aldrei gamla jörð og breytir henni aftur í að vera með mjólkurbú, það er ekki hægt. Mér finnst það sorglegt. Það á að merkja hluta af kvótanum til að fara í þannig verkefni. Það eru kannski kynslóðaskipti eða breyttar forsendur og einhver af ættingjun- um vill taka við jörðinni aftur, en ef það er búið að selja kvótann þá er það ekkert hægt.“ Aðstaða fyrir vinnumann Á Refsstöðum er að finna ágæt- an húsakost. Hjónin hyggjast selja allt fyrir ofan veg, íbúðarhús og um 300 hektara af landi. Á jörðinni er einnig að finna hús, svarta hús- ið, eldra hús sem flutt var í tveim- ur hlutum frá Akureyri og átti að gera að veitingastað. Margir hafa spurt Arnþór, með sinn kokkaá- huga, hvort hann hyggist halda áfram með þau plön, en hann segir það ekki ganga upp. „Nei, ég held ekki. Þegar þú ert kominn með svona stórt bú, þá sinnirðu því ekkert og öðru í leiðinni. Það er svo gríðarleg skipulagning í kringum þetta. Til dæmis bara það að passa að allar kýrnar séu að fá fang á réttum tíma og að ná að fylgjast alveg með þessu er bara of mikil vinna ef þú ætlar að vera með eitthvað annað í leiðinni.“ Í staðinn hyggjast þau breyta svarta húsinu í íbúðarhús og vera með góða aðstöðu fyrir vinnu- mann. „Þá fæ ég vonandi góðan mann sem er tilbúinn að koma með fjölskyldu og vera þar, svo maður sé ekki alltaf að skipta endalaust um. Við viljum vera með mann sem get- ur leyst okkur af. Við erum að fara út í þetta til að fá aðeins meiri frí- tíma. Með aðeins stærra búi höfum við betur efni á því.“ kóp Jarðirnar verða nú sameinaðar. Hér er horft til austurs og yfir nýlegt fjós á Refsstöðum. Ljósm. úr safni. Hjónin Arnþór Pálsson og Birna Rún Ragnarsdóttir með syninum Ragnari Páli og þeim nýfædda og óskírða í fangi móður sinnar, ásamt með bróðurdóttur Birnu, Laufeyju Ernu Oddsdóttur. Ljósm. kóp

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.