Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Side 10

Skessuhorn - 06.07.2022, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202210 Baulan er verslun og veitingastaður við þjóðveg eitt í Borgarfirði en nú hefur fyrirtækið Esjuskálinn tekið við rekstrinum. Fríða Birna Þráins- dóttir er eigandi Esjuskálans og þar af leiðandi nýr eigandi Baulunnar. Hún er frá Laugarbakka í Miðfirði en býr á Kjalarnesi ásamt manni sínum og tveimur dætrum. Hún segir Bauluna þess vegna færa sig nær heimaslóðum. ,,Við erum að standa í þessu bara við fjölskyld- an; ég, dætur mínar tvær og mað- urinn minn. Eldri dóttir mín verð- ur núna verslunarstjóri á Kjalarnes- inu en ég verð mest hér í Baulunni. Yngri dóttir mín er 16 ára og verð- ur að vinna á báðum stöðum í sum- ar. Maðurinn minn er svo meira í sendiferðum og húsvarðarstörf- um. Ég er svo með tíu starfsmenn í Baulunni núna sem er eiginlega bara vinahópur héðan úr sveitinni. Svo er aldrei að vita nema ég taki Staðarskála næst og Hvammstanga, en ég er komin hálfa leið heim núna,“ segir Fríða og brosir. Baulan verður alltaf Baulan Fríða segist ekki hafa þurft að breyta miklu í húsnæðinu nema aðstöðu fyrir starfsfólk en nafnið segir Fríða helstu breytinguna. Segir hún þó ástæðu vera fyr- ir þeirri breytingu. ,,Við þurftum að fara í framkvæmdir í kjallaran- um, setja inn vörulyftu og bæta vinnuaðstöðuna á lagernum fyr- ir starfsfólkið, annars er ekki búið að breyta neinu sem viðskipta- vinurinn sér, nema kannski nafn- inu. Borgfirðingar eru náttúrulega ekki mjög sáttir við heitið Esjuskál- inn en þetta verður alltaf Baulan og húsnæðið er merkt að framan sem Esjuskálinn og Baulan. Ég vildi tengja starfsemina báðum nöfn- um til að fólk viti hvar og við hvern það er að versla. Við erum auðvitað búin að skapa okkur sess sem Esju- skálinn á Kjalarnesi og höfum þá sérstöðu að vera með aðeins öðru- vísi vöruúrval. Ég flyt inn fullt af vörum sjálf en hjá okkur má t.d. finna öðruvísi gosdrykki og nammi. Svo pöntum við líka inn varahluti í vélar fyrir bændur í kring en við viljum þjónusta þá vel svo sú þjón- usta er einnig í boði í Baulunni,“ segir Fríða sem vill leggja áherslu á gott vöruúrval og að í versluninni sé hægt að kaupa það sem gleymd- ist í Bónus, eins og hún orðar það. Matur, vínveitingar og boltinn Fríða segir reksturinn fara vel af stað en þau tóku við í byrjun júní. ,,Þetta fer æðislega vel af stað en við fengum húsið fyrsta júní og opnuðum óformlega þremur dög- um síðar. Við erum ekki ennþá búin að opna formlega því ég vil hafa alveg allt tilbúið fyrir það en núna er þetta loksins að smella. Við opnuðum eldhúsið fyrir viku síðan, allt er orðið vel merkt og vel þrifið. Við erum ennþá að þróa matseðil- inn en ég er með samlokur, lang- lokur og vefjur sem við smyrjum sjálf og svo mun ég vera með píts- ur og þessar vinsælu kótelettur sem margir eru að biðja um. Ég er svo með kjötsúpu og við ætlum að vera með heimilismat sem mat dagsins. Svo langar mig að setja upp sjón- vörp til að sýna leiki og jafnvel vera með einhverja viðburði í kringum það en við erum náttúrulega með vínveitingarleyfi, svo það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug,“ segir Fríða að lokum. sþ Landbúnaðarháskóla Íslands hef- ur verið falið að vinna drög að aðgerðaáætlun til eflingar korn- ræktar hér á landi. Verður hún unnin að beiðni Svandísar Svav- arsdóttur matvælaráðherra í kjöl- far funda með sérfræðingum á sviði kornræktar við Landbúnað- arháskólann. „Mikilvægi innlendr- ar kornræktar hefur aukist veru- lega í takti við aukið vægi fæðuör- yggis síðustu misseri. Einnig kem- ur fram í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur að unnin verði aðgerðaáætlun um efl- ingu kornræktar á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningu. Egill Gauta- son, Helgi E. Þorvaldsson, Hrann- ar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor mynda starfs- hópinn af hálfu Landbúnaðarhá- skólans. Kanna fýsileika kornsamlags „Efling innlends kornmarkað- ar er eitt stærsta viðfangsefni ver- kefnisins. Einnig verður skil- greind nauðsynleg uppbygging á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takti við það sem þekkist erlendis. Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarks- birgðum kornvöru í landinu.“ Þá kemur fram að vinnuhópurinn samanstendur af sérfræðingum á sviði landbúnaðar, kornræktar, viðskipta og verkfræði. Hópurinn mun kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norð- urlöndum. Að auki verður skoðuð starfsemi innlendra samlaga í ólík- um landbúnaðargreinum. „Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentug- asta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, mark- aði, nýtingu jarðvarma og fleira. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, svo sem þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri.“ Vinna hefst við verkefnið í ágúst á þessu ári og stefnt er að henni ljúki í mars 2023 með lokaskýrslu. mm Skemmtiferðaskipið Sky Princess skreið inn lygnan Grundarfjörðinn að morgni 4. júlí en framundan var dagsdvöl á Snæfellsnesi fyrir þá þrjúþúsund og fimmhundruð far- þega sem voru um borð. Ferða- langarnir fengu frábærar aðstæð- ur því logn og milt veður lék við þá. Einhverjir fóru í rútuferðir í kringum Snæfellsnes, aðrir í rút- uferðir að Kirkjufellsfossi, fugla- skoðun með Láka Tours, kayak- ferðir með Vestur Adventures og svo voru margir sem nutu blíðunn- ar í Grundarfirði og fóru í göngu- ferðir í næsta nágrenni. Sky Princess er stærsta skemmti- ferðaskipið sem hefur viðkomu í Grundarfirði þetta sumarið en skipið er 145.281 br.tonn og 330 metrar að lengd. Skipið getur tek- ið 3.660 farþega og er með 1.346 manns í áhöfn. tfk Allt er að verða klárt fyrir formlega opnun. Esjuskálinn hefur verið opnaður í Baulunni Baulan í Borgarfirði. Fríða Birna Þráinsdóttir, eigandi Esjuskálans og Baulunnar. Sky Princess var sjósett í október 2019 en hér liggur skipið við ankeri á spegilslétt- um Grundarfirði. Stærsta skemmtiferða- skip sumarsins Rúturnar bíða átekta á meðan farþegarnir eru ferjaðir í land. Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði í Borgarfirði í kornskurði í byrjun september 2016. Ljósm. úr safni/mm. LbhÍ vinnur tillögur sem efla eiga kornrækt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.