Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Qupperneq 12

Skessuhorn - 06.07.2022, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202212 „Ég svaf lítið í nótt, var mjög spenntur. Því fylgir spenna og dálítið stress að mæta á nýjan vinnu- stað. Líklega er það merki um að maður vilji standa sig. Þetta er þó óneitanlega meira hjartans mál en flest önnur vinna sem ég hef tekið að mér,“ segir Stefán Broddi Guð- jónsson. Skessuhorn hitti á hann á fyrsta degi í nýju starfi, en hann var ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar á dögunum. Stefán er ekki ókunn- ugur á þessum slóðum, nema síð- ur sé, hann flutti í Borgarnes þegar hann var eins árs að aldri og ólst þar upp. Hann naut æskuáranna og segir Borgarnes hafa haldið vel utan um sig þegar hann var strákur. „Ég er uppalinn hér. Ég er eins árs þegar foreldrar mínir flytja í Borgarnes. Ég ólst hérna upp, bjó þar til ég fór í framhaldsskóla en kom alltaf heim á sumrin og í öðrum fríum og vann hérna. Eins þegar ég var í háskóla. Ég var í fót- boltanum, náði að fara upp og nið- ur margar deildir með Skallagrími, aðallega upp minnir mig. Vann í mjólkursamlaginu, Loftorku og á hótelinu sem dæmi. Það var rosa- lega gaman að alast upp hérna og að koma heim á sumrin, vinna og vera í íþróttunum og sinna menn- ingunni, því sveitaböllin voru allt um kring og það þurfti að sinna þeim. Hér blómstraði mikið líf eins og nú, þó margt hafi breyst.“ Faðir Stefáns, Guðjón Ingvi Stefánsson, var ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi árið 1973 og gegndi því starfi samfleytt til aldamóta. Móðir hans, Guð- rún Broddadóttir, var hjúkrunar- fræðingur og síðar hjúkrunarfor- stjóri á heilsugæslunni. „Ég hef það á tilfinningunni að gömlum íbúum finnist sem verið sé að ráða mömmu og pabba á svæðið aftur,“ segir Stefán Broddi og hlær. „En ég er auðvitað í þessu á eigin forsend- um, á forsendum sveitarstjórnar og fyrst og fremst íbúanna. Foreldrar mínir flutti hingað á sínum tíma vegna atvinnu. Ég bý fyrir sunnan núna og Þuríður Anna Guðnadóttir kona mín, sem er hjúkrunarfræðingur, er deildar- stjóri á Landspítalanum og tiltölu- lega nýtekin við því starfi. Ég á tvo stráka sem eru í háskóla og fram- haldsskóla í Reykjavík og svo er þriðji og elsti strákurinn minn að vinna á Ísafirði. Ég er bara að horfa í kringum mig hérna að finna mér húsnæði, en fyrst í stað a.m.k. sýnist mér stefna í að við rekum tvö heim- ili. En auðvitað vil ég búa hér. Fjöl- skyldunni lýst mjög vel á þetta og finnst tilhugsunin um að búa líka í Borgarbyggð vera mjög heillandi.“ Kemur úr fjármálageiranum Stefán Broddi starfaði í Arion banka í um tíu ár. Hann hefur því reynslu sem sérfræðingur og stjórnandi í fjármálageiranum og mest hefur farið fyrir honum sem forstöðumanni greiningardeildar Arion banka. „Ég kem úr fjármála- og rekstr- arumhverfi. Verkefnin sneru að fjármálamarkaði og efnahagslífi almennt og ekki síður því að rann- saka, greina og kynnast rekstri stærstu fyrirtækja, stjórnkerfinu, ríkinu og svo rekstri sveitarfélaga. Ég vona að það sé góður grunnur í hluta af starfinu, en margt í því verður mér nýtt. Ég verð ekki sveitarstjóri bara eins og hendi sé veifað, en von- andi vex ég í starfi og verð íbúum til sóma. Ég vona að ég fái eitt- hvert svigrúm til að gera mistök og læra og fá leiðbeiningar frá öðrum starfsmönnum hjá sveitarfélaginu og íbúum.“ Nýja starfið krefst óneitanlega meiri samskipta við fólk en það að sitja yfir tölum og greining- um. Hvernig leggst það í Stefán Brodda? „Já, ég verð meira í framlínunni. Það leggst mjög vel í mig. Mér hef- ur fundist rosalega vænt um hvað ég hef fengið margar góðar kveðjur frá íbúum Borgarbyggðar sem ég þekkti svo vel þegar ég bjó hérna og hafa vitað af mér og þekkt til mín. Jafnframt hef ég fengið margar óskir um gott gengi frá fyrri vinnu- félögum, fólki af fjármálamark- aði og stjórnendum í atvinnulíf- inu sem voru mínir viðskiptavinir í mínu fyrra starfi. Þannig að von- andi saknar mín einhver úr gamla starfinu. En þar liggur mín reynsla og tengsl sem mér tekst vonandi að nýta eitthvað Borgarbyggð til hags- bóta. Þegar það var nefnt við mig upp- haflega að mitt nafn hefði kom- ið upp og hvernig mér litist á að taka þessu starfi, þá fékk ég nú bara gæsahúð. Að mitt gamla heimafólk hugsaði þannig til mín og liti til mín í þessu samhengi. Það er mjög mikill heiður. Svo er bara að standa sig. Á síðustu vikum hef ég verið að ljúka mínu sumarfríi frá bankanum en um leið að kynna mér sveitar- stjórn og stefnumálin, tækifærin og áskoranirnar, og það sem stendur upp úr er hvað þetta er ofboðslega fjölbreytt. Ég á hins vegar eftir að læra hvernig gangurinn er í stjórn- kerfinu, hvernig verkefnin ganga fyrir sig og hvernig góðum málum verður best ýtt áfram.“ Fjölmörg tækifæri Það er kannski ekki sanngjarnt að þýfga mann sem hefur aðeins gegnt nýju starfi í nokkrar klukkustund- ir um framtíðarsýn, en Skessuhorn stenst ekki mátið. Reynsla Stefáns Brodda úr greiningu og rannsókn- um, því að sjá tækifæri, leiðir nefni- lega hugann að því hvaða augum hann lítur tækifæri sveitafélagsins. Eru þau mörg? „Já, ekki spurning. Hér eru fjöl- mörg tækifæri og verkefnið verð- ur meðal annars að greina hvar þau liggja. Við getum ekki ætlast til þess að sveitarfélagið sé alltaf að finna upp hluti, en við þurfum að tryggja það að þjónustustigið sé gott, að við séum með góðar aðstæður fyrir íbúana, atvinnulífið og þessi frjálsu félagasamtök sem eru að gera frá- bæra hluti hérna, svo er það nátt- úran allt um kring. Þegar þessu er öllu blandað saman þá ertu kominn með eitthvað sem við getum skil- greint sem lífsgæði sem umhverfið býður okkur upp á. Þannig getum við sem flest og vonandi öll fengið að njóta okkar í Borgarbyggð. Svæðið er afskaplega fjölbreytt. Við erum með nálægð við höf- uðborgarsvæðið. Við erum líka á krossgötum, vestur og norður, og reyndar suður og austur líka, við erum með öflugar mennta- og menningarstofnanir, mikla ferða- þjónustu, náttúruperlur, öflugan iðnað og matvælaframleiðslu, erum mikið landbúnaðarhérað. Ef þú blandar þessu öllu saman, þá eru óvíða sveitarfélög þar sem þú get- ur fundið fjölbreyttari verkefni. Við tikkum í mörg box. Þetta er bara spurning um hvað við vilj- um, hvar á að leggja áherslur. Við Vonandi verð ég íbúum til sóma Rætt við Stefán Brodda Guðjónsson á fyrsta degi hans í starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar Stefán Broddi Guðjónsson á fyrsta degi í nýrri vinnu sem sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hann segist vera spenntur fyrir nýju starfi og mikill heiður sé að fá að sinna því. Hann sér mikil tækifæri fyrir sveitarfélagið. Stefán Broddi með eiginkonu sinni Þuríði Önnu Guðnadóttur og sonum sínum á ferðalagi fyrir þremur árum. Synirnir eru: Guðni Snær 22 ára, Ingvi Freyr 20 ára og Óskar Máni 16 ára. „Við höfum ferðast mjög mikið fjölskyldan og ég get helst ekki verið heima hjá mér í sumarfríi. Ég hef ekki tölu á því hvað við höfum farið oft hring um landið, og þá með tjaldvagninn í eftirdragi og svo höfum við þvælst töluvert um Evrópu og Bandaríkin.“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.