Skessuhorn - 06.07.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 13
Síðastliðinn laugardag hélt úr höfn
á Akranesi gamalt 279 tonna fisk-
veiðiskip sem selt hefur verið til
lýbísks útgerðarfélags. Framundan
var 18 daga sigling og stefnan tekin
á Trípólí í Lýbíu. Ekki er óþekkt að
eldri fiskiskip séu seld til suðlægra
landa þar sem þau fá gjarnan fram-
haldslíf við veiðar eða til að gegna
öðru hlutverki. Það sem vekur sér-
staka athygli er að aftast á skipinu
stjórnborðsmegin var búið að koma
fyrir fiskibátnum Öndinni AK
sem seldur hefur verið til annarr-
ar útgerðar í sama landi. Skessu-
horn hitti skipstjórann að máli á
höfninni á Akranesi þegar nýlokið
var við að koma Öndinni fyrir og
binda. Daginn eftir skyldi haldið
úr höfn. Garðar Sveinsson siglir nú
skipinu til Trípólí og með honum
fimm manna íslensk áhöfn.
Skipið sem um ræðir á sér merka
sögu. Það var upphaflega smíðað
árið 1964 og hét Helga Guðmunds-
dóttir BA og gert út af Finnboga
Magnússyni á Patreksfirði sem lét
smíða það fyrir sig í Noregi. Eftir
veruna á Patró var skipið um tíma
Þórsnes SH og gert út til skelveiða
á Breiðafirði. Undanfarna tvo ára-
tugi hefur skipið verið bundið við
bryggju, en hefur þó verið hreyft
reglulega og einu sinni á þeim tíma
var siglt á því til Grænlands. Garð-
ar segir að skipið sé í ótrúlega góðu
lagi miðað við aldur og fyrri sögu
og vel við haldið. Hann kveðst
því hlakka til siglingarinnar. Eftir
komuna til Lýbíu segir hann að til
standi að sandblása skipið og mála
og eftir það verði það gert út til
línuveiða við Máritaníu. „Ég áætla
að siglingin taki um átján daga
ef við verðum heppnir með veð-
ur, en þetta er um 3.200 sjómílna
leið. Við verðum fimm í áhöfninni,
allt Íslendingar, en eigandinn og sá
sem ég vinn fyrir er Lýbíumaður
sem keypti skipið af Gunnari Leifi
Stefánssyni athafnamanni á Akra-
nesi. Jón Frímann Jónsson, ann-
ar Skagamaður, hafði selt líbýskri
útgerð Öndina AK og var um það
samið að hún fengi að fljóta með.
Þess vegna má segja að við höfum
byrjað ferðina með siglingu hingað
á Akranes,“ segir Garðar.
Hann segir að heilmikið sé eft-
ir af þessu skipi þótt það sé orðið
58 ára gamalt. „Það er með íslenskt
haffærniskírteini en verður nú
flaggað út til Lýbíu.“ Garðar segist
ekki ætla að velja hefðbundna sigl-
ingaleið frá Reykjanesi með stefn-
una á Portúgal, heldur fari hann
frá Sandgerði og taki fyrst stefnuna
til Vestmannaeyja og þaðan verði
stímt til Bretlandseyja og siglt milli
Írlands og Englands, mitt á milli
Liverpool og Dublin. Aðspurður
hvort ekki væri upplagt að koma
við og sjá svo sem eins og einn fót-
boltaleik í leiðinni, hlær skipstjór-
inn og segir að í sjálfu sér væri það
vel hægt.
Eftir það verður stefnan tek-
in á Biskajaflóa, meðfram strönd
Spánar og Portúgals og inn á Mið-
jarðarhafið. „Ef allt gengur að
óskum verðum við þetta sautján,
átján daga í túrnum,“ segir Garð-
ar. Aðspurður um hvort hann ótt-
ist ekki sjóræningja á þessari sigl-
ingaleið neitar hann því. Seg-
ist hafa miklu meiri áhyggjur af
að flóttafólk á þessari siglingaleið
reyni uppgöngu á skipið. „Það
er kvíðvænlegt, því að um leið og
flóttamenn eru komnir um borð í
svona skip eru þeir á ábyrgð þess.
Við vonum bara hið besta hvað það
snertir,“ segir Garðar. Eftir að út
verður komið reiknar Garðar með
að verða ásamt vélstjóranum eitt-
hvað lengur í Lýbíu og kenna á
búnað um borð í skipinu.
mm
Upphaflega hét skipið Helga
Guðmundsdóttir BA og var
gert út frá Patreksfirði. Hér er
það við veiðar á Breiðafirði
og hét þá Þórsnes SH. Ljósm.
úr safni.
Öndin fékk far með
skipi til Lýbíu
Garðar Sveinsson skipstjóri á fyrrum Helgu Guðmundsdóttur BA og Þórsnesi SH,
en nú er skipið skráð í Lýbíu undir heitinu Tajons IMO-6413340.
Öndinni hefur verið komið fyrir aftan á skipinu stjórnborðsmegin.
Siglt var úr höfn síðastliðinn laugardag.
Stefán Broddi með æskuvinum úr Borgarnesi að afloknum árlegum veiðitúr á
Arnarvatnsheiði. Frá vinstri: Vilhjálmur Þorsteinsson, Stefán Broddi, Birgir Örn
Birgisson, Hafþór Hallsson, Þorvaldur Þorláksson og Borgar Axelsson. „Við höfum
haldið góðum vinskap alla tíð og það er skyldumæting í árlega veiðitúrinn á
Arnarvatnsheiði í júlí á hverju ári.“
erum ekki með sjávarútveg, hann er
í mýflugumynd, en að öðru leyti er
allt sem Ísland býður upp á hér að
finna. Og svo staðsetningin. Ef ég
á að nefna eitthvað eitt, þá er það
að skipuleggja sveitarfélagið okkar
þannig að það búi til þennan góða
ramma.“
Skipulagsmálin
mikilvæg
Skessuhorn hitti á Stefán Brodda í
húsnæði sem Borgarbyggð keypti
af Arion banka fyrir um ári síðan.
Þar voru áður höfuðstöðvar Spari-
sjóðs Mýrasýslu, en fyrirhugað er
að sameina starfsemi sveitarfélags-
ins í húsinu.
„Það er eitt af verkefnunum sem
ég stend frammi fyrir, að sameina
starfsemina hér. Það má ekki gerast
bara hvernig sem er. Sveitarfélag
eins og Borgarbyggð er með mjög
fjölbreytta starfsemi. Mikilvæg-
ur hluti starfseminnar krefst nær-
gætni og trúnaðar og við þurfum að
gæta að því að útfæra húsnæðismál í
samræmi við það. Þetta gerist von-
andi sem fyrst.“
Verkefnin verða mýmörg og
Stefán segir að eitt af því sem hann
hlakki til sé endurskoðun aðal-
skipulags. Það sé krefjandi áskor-
un en um leið er það mjög heillandi
verkefni að skipuleggja jafn fjöl-
breytt sveitarfélag og Borgarbyggð.
„Þau geta snúið að framtíðarlegu
þjóðvegarins, hvernig við viljum
þróa íbúðabyggð í þettbýlinu, hvar
viljum við þétta byggð og hvernig
leyfum við þeim sem kjósa meira
rými að njóta sín, hvaða svæði við
ætlum að þróa fyrir atvinnurekstur
og hvernig á frístundabyggðin að
þróast. Svo þurfum við að láta þetta
ríma við nálægðina við borgina og
hvernig við bjóðum þeim sem vilja
vera í dreifbýli og jafnvel vinna í
fjarvinnu að vera hér. Svo er Borg-
arbyggð mjög víðfeðmt sveitar-
félag, landfræðilega mikil víðerni
og afréttarlönd. Virði slíkra svæða
hefur aukist mikið á síðustu árum.
Þetta er dæmi um mál sem við
stöndum frammi fyrir og ég þarf að
setja mig inn í.
Skipulagsmál eru svo mikil-
væg, það hangir svo margt á þeim.
Við þróum skólana í samhengi við
skipulagsmálin og öfugt og fleira
í þeim dúr. Við erum lánsöm með
að vera með mjög öfluga skóla. Við
erum með gott íþrótta- og menn-
ingarstarf. Fólk er að koma til okk-
ar en starfar á höfuðborgarsvæð-
inu og öfugt. Þetta snýst allt um
að halda áfram til að byggja upp
umgjörð fyrir lífsgæði.
Ég held það felist töluverð tæki-
færi í nánd við höfuðborgina. Það
hefur orðið hröð fjölgun íbúa í
sveitarfélögunum austan Hell-
isheiðar og á Suðurnesjum en t.d.
bæði hér í Borgarbyggð og á Akra-
nesi hefur verið farið hægar í sak-
irnar en hér hefur þó verið vel
viðunandi fjölgun m.v. landið í
heild. Við þiggjum það að hér fjölgi
íbúum og atvinnutækifærum og að
því er stefnt. Það er ekki metnað-
armál að vera svefnbær fyrir höf-
uðborgina, við viljum hafa öflugt
atvinnulíf hér, en við viljum gjarn-
an veita fólki það umhverfi að það
geti sinnt vinnu á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrst og fremst viljum við
veita góða þjónustu og standa und-
ir væntingum þeirra sem hér búa og
kjósa að flytja til okkar.“
Snortinn yfir tækifærinu
Óhætt er að segja að Stefán Broddi
þurfi að lenda hlaupandi í nýja starf-
inu, enda er það víðfeðmt og fjöl-
breytt. Hann sló heldur ekki slöku
við á fyrsta deginum, þegar tíðinda-
mann Skessuhorns bar að garði var
hann að senda fyrsta tölvupóstinn á
starfsfólk sveitarfélagsins.
„Ég byrja á að hitta mitt nánasta
samstarfsfólk á skrifstofum sveitar-
félagsins og nú er ég að bóka mig
í heimsókn á vinnustaðina. Ég næ
vonandi að hitta sem flesta starfs-
menn nú í sumar, í kringum sum-
arfríið. Svo þarf ég að kynnast bet-
ur öllum frjálsu félagasamtökunum
sem hér eru, fólki sem er að reka
hér fyrirtæki og stéttarfélög og svo
þarf ég að vera í stöðugum sam-
skiptum við sveitarstjórnarfólk-
ið, sem auðvitað réð mig til starfa.
Þetta er það sem ég geri á fyrstu
dögum, vikum og mánuðum. Ver-
kefnin munu koma til manns og ég
þarf líka að sækja þau, en ég vona
að mér takist að vera duglegur að
vera úti á örkinni.
Svo vona ég líka að mér takist
að vera þokkalegur málsvari þegar
svo ber undir, það er líka partur
af þessu. Að gæta hagsmuna íbúa
hér og sveitarfélagsins og gera það
sómasamlega, hvar sem svo ber
undir. Það getur ýmislegt komið
upp á. Ég er mjög peppaður, núna
á fyrsta deginum. Það er gaman
að vinna með góðu fólki, það er
ofboðslega dýrmætt.
Ég vona að þetta starf henti mér
ágætlega. Ég er ofboðslega snort-
inn yfir því að fá þetta tækifæri. Það
er alls ekki sjálfgefið. Vonandi nýt-
ist mín reynsla. Það er líka dýrmætt
að fá tækifæri til að þroskast í ein-
hverju nýju, ég tala nú ekki um ein-
hverju sem er manni svona mikið
hjartans mál. Ég er mjög sáttur og
glaður með það og vonandi stend
ég mig vel.“ kóp