Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Side 18

Skessuhorn - 06.07.2022, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202218 Norska húsið í Stykkishólmi var reist fyrir 190 árum. Miðað er við 19. júní sem formlegan afmæl- isdag, ef svo má að orði komast um hús, en ákveðið var að halda upp á afmælið á Norðurljósahátíð í október. Þá verða nokkur tímamót í sögu hússins þegar fastasýningin „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld“ verður tekin niður, en hún hefur verið uppi í 21 ár. Hjör- dís Pálsdóttir er safnstjóri í Norska húsinu, en hún hóf þar fyrst störf 18 ára gömul. Blaðamaður Skessu- horns hitti Hjördísi að máli. „Ég byrjaði að vinna hérna 18 ára á sumrin. Ég hafði alltaf haft áhuga á öllu gömlu og þess vegna kom ég mér í sumarvinnu hér. Ég lærði þjóðfræði og svo hagnýta menningarmiðlun og var nýbúin með námið þegar auglýst var eft- ir safnstjóra, kláraði haustið 2013 og hóf störf hér í maí 2014. Áður en ég varð safnstjóri var ég búin að vinna hér í fimm sumur, þó á tíu ára tímabili.“ Norska húsið Árni Ó. Thorlacius á heiðurinn af Norska húsinu. Hann stóð fyrir því, árið 1830, að flytja inn tilsniðna viði til Stykkishólms frá Arendal í Nor- egi og fékk Jón snikkara Hjaltalín til landsins frá Kaupmannahöfn til að reisa húsið. Það er um 500 fer- metrar að stærð og hefur þótt mik- il ævintýrahöll innan um torfbæina sem einkenndu íslensk húsakynni á þessum árum. Árni bjó í húsinu með fjölskyldu sinni til dauðadags, en hann er ekki síst þekktur fyrir veðurathuganir sínar. Þær hóf hann árið 1845 og stundaði í tæplega hálfa öld. „Árni var mikill atgervismaður, selaskutl- ari frábær, fimleikamaður mikill og karlmenni, sundmaður ágæt- ur og ennfremur hin besta skytta,“ eins og segir í sögupunktum frá byggðasafninu. Anna Magdalena Steenbach var eiginkona Árna. Hún var af norsk- um ættum, annáluð húsfreyja, mjög myndarleg og gerði allt sjálf. Þau hjón voru með vinnufólk, en hún tók sjálf þátt í öllum heimilisstörf- um. Þau hjón eignuðust 11 börn og fimm komust til manns. Árni lést árið 1891 og þá gekk húsið úr eigu ættarinnar. Ýmis starfsemi var þar á 20. öld, en Norska húsið var lengst af bæði íbúðarhús og atvinnuhúsnæði. Ýmissa grasa kennir í sögu hússins, þar var rekin saumastofa, verslanir, pakkhús, tónlistarskóli, gistihús og veitingasala. Oft og tíðum bjuggu fjórar fjölskyldur í húsinu og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum fengu Eyjamenn á hrakhólum þar inni. Árið 1970 ákvað sýslunefnd Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu að kaupa Norska húsið undir byggða- safn. Framkvæmdir tóku langan tíma, en fastasýningin um heim- ili Árna og Önnu var opnuð 2001. Hún verður, eins og áður segir, tek- in niður í haust. „Þessi sýning er búin að vera fastasýning safnsins í rúm 20 ár,“ segir Hjördís. „Nú langar okkur að breyta til. Það er búið að ákveða þema nýju sýningarinnar, en það er leyndarmál enn þá. Við getum sagt að hún snúist um hvað ger- ist eftir tíma Árna á Snæfellsnesi, en hann deyr 1891. Okkur langar Norska húsið í Stykkishólmi: 190 ára hús en síungt Hjördís Pálsdóttir hefur verið safnstjóri í Norska húsinu frá árinu 2014. Í haust verður fastasýning safnsins, um heimili Árna og Önnu Magdalenu, tekin niður og ný sett upp. Hjördís segir þema nýju sýningarinnar vera leyndarmál. Ljósm. kóp Mávastellið nýtur sín vel á sýningunni. Þjóðbúningar prýddu Stykkishólm á Skotthúfuhátíðinni. Margir fallegir barnabúningar sáust á hátíðinni. Herrarnir létu ekki sitt eftir liggja og mættu í litríkum eldri búningum. Hátíðlega lagt á borð með mávastelli í Norska húsinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.