Feykir


Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 7
Lee Ann Maginnis hefur staðið í brúnni hjá Kormáki/ Hvöt í fótboltanum en liðið náði að koma sér upp um deild með baráttu og þéttu utanumhaldi stuðningsfólks og stjórnar. Fullyrða má að Lee Ann hafi staðið í ströngu ásamt öðrum stjórnarmönnum en nú fer fram vinna sem felst í því að stækka meistaraflokksráð Kormáks Hvatar með það að markmiði að fá fleiri til koma að verkefninu. Þó Feykir þekki nokkuð vel til Lee Ann, eftir veru hennar eitt sumar sem blaðamaður hjá blaðinu, þótti ritstjóra tilvalið að forvitnast aðeins meira um hana munandi eftir því að hafa talið að útlendingur væri að sækja um starfið á sínum tíma vegna nafnsins. Lee Ann er fædd árið 1985, búsett á Blönduósi, með hléum frá árinu 1992, og býr með Björgvini Orra syni sínum og á pughundinn Míu. Nú starfar hún sem umsjónarmaður dreifnáms FNV í A-Hún, kennir útlendingum íslensku og fjarnemum við FNV lög- fræði. Svo segist hún skipta sér aðeins af pólitík og elski nefndarsetu í hinum ýmsum nefndum, ráðum og félögum. „Ég er mjög mikil já manneskja,“ segir hún. „Ég er fædd í Englandi og faðir minn var enskur. Mamma fékk að velja annað nafnið og pabbi hitt. Mamma valdi Ann í höfuðið á sænskri vinkonu og pabbi valdi Lee og ég fékk aldrei upplýsingar frá honum af hverju hann valdi það nafn,“ útskýrir hún en skyldi hún hafa lent í því að fólk ávarpi hana eða sendi póst á ensku í stað íslensku, vegna nafnsins? „Já, en samt meira að fólk verður vandræðalegt þegar það heyrir nafnið mitt eða sér það og veit ekki alveg hvernig það er borið fram. Ég fæ svo oft spurningu um hvort ég tali íslensku og svo hrós í kjölfarið um góða íslenskukunnáttu. Ég man þegar ég var að hefja nám í framhaldsskóla og ég sat alltaf aftast. Svo þegar Jólaundirbúningurinn sam- tvinnast afmæli sonarins Lee Ann Maginnis býr á Blönduósi ásamt syninum Björgvini Orra og hundinum Míu Kormákur og Hvöt gerðu það gott í fótboltanum Ungmennafélögin Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi sameinuðust um að senda sameiginlegt lið til keppni í 4. deildinni sumarið 2013 og segir Lee Ann samstarfið hafa verið mjög gott en gengi liðsins auðvitað misjafnt eftir árum. Margir hafa komið að þessu verkefni og uppskorið góðan árangur. „Ég kom inn í þetta verkefni 2018 en ég sat þá í stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar. Nokkrum dögum áður hafði Kormákur Hvöt mætt liði Augnabliks og tapaði 17-0. Menn voru eitthvað bugaðir og veltu því fyrir sér hver næstu skref ættu að vera. Mér var boðið á fund ásamt þremur öðrum og mér lofað að boðið yrði upp á áfenga drykki. Ég gat nú ekki neitað því og í kjölfarið var farið af stað með það að efla starfið og með ákveðin markmið í huga sem við vildum ná. Ef ég lít til baka þá hefði það ekki hvarflað að mér að þetta væri eitthvað sem ég myndi hafa gaman af.“ Eitthvað hefur verið í að líta hjá Lee Ann þar á bæ því hlutverk hennar síðustu ár hafa verið allskonar, allt frá því að þvo búninga í að safna peningum, selja kaffi og skutla í leiki, fylla á sjúkratöskuna og skella sér á bráðamóttökuna með leikmenn, skoða misgóð myndbönd af hæfileikum erlendra leikmanna og vona það besta, aðstoða leikmenn með verkefnavinnu og prófa- undirbúning og bara allt sem þarf að gera til að svona verkefni gangi upp. „Ég er alltaf jafn hissa hversu skemmtilegt þetta er, sama hversu erfitt það getur oft verið að halda svona starfi úti. Þetta er alveg rosalega mikil vinna á hendi fárra aðila og þetta væri ekki hægt nema með góðum félögum. Svo skemmir ekki fyrir hversu skemmtilegir leikmenn Kor- máks Hvatar eru.“ Afmælis- og jólaundirbúningur Björgvin Orri, sonurinn á heimilinu, á afmæli 13. des og segir Lee Ann að því fari hluti af mánuðinum í af- mælisundirbúning. Hún reyni að kveikja á jólaseríunum í nóvember og hengja upp jólastjörnur í gluggana. „Ég og Björgvin Orri förum svo í Gunnfríðarstaðaskóg og sækjum okkur jólatré. Það er skreytt daginn sem við sækjum tréð. Ég reyni svo að gera jólakrans á útidyra- hurðina sem mér finnst mjög skemmtilegt að dunda við. Við tókum svo upp á því í fyrra að fara í sumarbústað í Borgarfirðinum í kringum afmælið hans og ætlum að endurtaka það í ár.“ Þá er næst að rukka við- mælandann um kökuuppskrift sem er í uppáhaldi og segist Lee Ann eiga minningu frá því hún var lítil þegar mamma hennar bakaði kökur sem á hennar heimili heita Ingibjargaraugu. Ingibjargaraugu 300 gr hveiti 150 gr sykur 125 gr púðursykur 250 gr smjörlíki 1 egg ½ tsk. lyftiduft Súkkulaðidropar 1. Sykur og smjörlíki hrært saman. 2. Eggi bætt út í. 3. Þurrefnum bætt varlega út í. 4. Búa til lengjur, skera niður í u.þ.b. 1 sm bita, búa til kúlur og setja súkkulaðidropa á. 5. Baka við 180°C í 10-12 mínútur. „Muna svo að njóta lífsins í kringum jólin – jólin koma alveg þó svo að það sé ekki búið að skrúbba gólflistana með tannbursta og baka 17 sortir,“ segir Lee Ann að lokum og óskar öllum kennararnir fóru að nálgast mitt stafrófið og farnir að mana sig upp í bera fram nafnið mitt, beið ég spennt eftir því hver viðbrögðin yrðu og svo snéri bekkurinn sér alltaf við til að sjá þessa manneskju með þetta skrítna nafn. En ég er komin með mikla reynslu við að stafa nafnið mitt.“ Gott að búa á Blönduósi Lee Ann ákvað að snúa á heimaslóðir eftir nám en hún var þá nýbúin að verja meist- araritgerð sína úr lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og birti færslu á Facebook sem reyndist afdrifarík um að hún myndi útskrifast nokkrum dögum seinna. „Í minningunni fékk ég símtal bara nokkrum tímum eftir að ég birti færsluna á Facebook þar sem mér var boðið að leysa af lögfræð- ing í Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnað á Blönduósi tímabundið. Ég var í starfsnámi á lögmannsstofu á þessum tíma og stefndi á að búa áfram á Bifröst og var komin með mjög gott starf hjá Háskólanum og einhvern veginn sá ég það ekki fyrir mér að ég myndi flytja aftur á Blönduós og neitaði því starfinu. Ég gekk inn á kaffistofuna á lögmannstofunni eftir símtalið og var eitthvað að segja frá þessu starfstilboði og lögmennirnir horfðu bara á mig og hristu hausinn og sögðu að ég gæti ekki neitað þessu tilboði. Til að gera langa sögu stutta flutti ég á Blönduós 1. júní 2014 og er enn hér.“ Lee Ann segir gott að búa á Blönduósi en hún keypti sér íbúð í fyrra en segist samt hafa passað sig á því að fara ekkert alltof langt frá foreldrum sínum. „Þetta er afskaplega þægi- legt líf að búa á litlum stað þar sem stutt er í allt og allir þekkja alla. Stundum hellist yfir mig þvílík útlandaþrá og þrá eftir lífi í stórborg þar sem nóg er um að vera en svo þegar það er yfirstaðið vil ég hvergi annars staðar vera.“ Björgvin Orri og Lee Ann jólin 2020. Á myndunum að neðan má sjá Björgvin Orria sækja jólatré í Gunnfríðarstaðarsk og Lee Ann á vellinum. „Það er mikilvægt að vera rétt klæddur á leikjum og með kaffi í bolla,“ segir hún. AÐSEND MYNDVIÐTAL Páll Friðriksson 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.