Feykir


Feykir - 30.11.2021, Page 8

Feykir - 30.11.2021, Page 8
Það er við hæfi, þar sem ástandið er þannig, að koma með nokkrar góðar tillögur að gjafabréfum sem væri sniðugt að gefa ef Ertu í veseni með að finna jólagjöfina? Gjafabréf frá Króksbíó Þetta er mjög sniðugt fyrir annaðhvort alla fjölskylduna, unglinginn eða yngri krakka því ég er nokkuð viss um að flestir hafi gaman af því og fara að sjá góða mynd í bíói. Gjafabréf fyrir tvo með poppi og kók ætti að nýtast mjög vel. Gjafabréf í leikhús Leikfélagið er vanalega með tvær sýningar á ári og væri það sterkur leikur að gefa annað hvort fullorðnum einstaklingi gjafabréf fyrir tvo eða slá nokkrar flugur í einu höggi og gefa allri fjölskyldunni einn miða á mann. Gjafabréf fyrir áhugamálið Segjum að einstakling- urinn sem þú ert að leita að gjöf fyrir spili einhverja iþrótt eða er með einhverja veiðidellu, jafnvel elskar að nýta tímann sinn í hannyrðir. Þá er sniðugt að gefa gjafabréf í einhverri verslun sem tengir við áhugamálið sjálft. Þá sem eiga sér áhugamál, vantar alltaf eitthvað nýtt fyrir það – ótrúlegt en satt! Gjafabréf í upplifun á Norðurlandi vestra Það væri efni í heilt blað ef ég ætti að fara að telja upp alla upplifun sem hægt er að gefa í formi gjafabréfa á þessu svæði. Hér eru t.d. mjög mörg söfn og gjafabréf fyrir tvo þarf ekki að kosta mikið. Það virðist alltaf vera erfiðast fyrir fólk að skoða nánasta umhverfi sitt og að gefa gjafabréf í afþreyingu sem er í boði í heima- byggð er alls ekki svo vitlaus hugmynd. Gjafabréf í þrif eða bón fyrir bílinn Vá hvað ég yrði ánægð að fá þessa gjöf... Mér finnst fátt leiðinlegra en að þrífa bílinn minn. Hérna er hægt að gefa þrif á bílnum bara að utan eða bara innan eða bæði. Það eru nokkrir aðilar sem taka að sér að þrífa bíla og efast ekkert um að þeir gætu græjað gjafabréf fyrir þá sem vilja. Gefðu áskrift að einhverju sniðugu • Áskrift að Stöð 2 í einhvern X tíma, getur verið einn, tveir eða þrír mánuðir. • Áskrift að tímariti gæti hentað bæði ungum og öldnum vel. Til dæmis fyrir unga krakka væri sniðugt að gefa áskrift að Walt Disney bókunum. Fyrir fullorðna kannski að fréttablaði, hvort sem það er Feykir eða Morgunblaðið. • Smart sock býður upp á áskrift að sokkum og nærbuxum. • Það væri hægt að gefa aðgang inn á t.d. fimm körfuboltaleiki eða fótboltaleiki fyrir þann sem er alltaf á leiðinni á leiki en einhverra hluta vegna fer aldrei. Þetta ætti kannski að ýta við viðkomandi að fara. Gjafabréf frá þér sjálfri/um – það kostar ekkert og hugurinn á bakvið er góður Ertu alveg úti á túni og veist ekkert hvað þú átt að gefa? Gefðu gjafabréf frá þér sjálfri/um. • Þá er t.d. mjög sniðugt að gefa gjafabréf í pössun fyrir fólk sem á börn, já eða dýr, og hefði gott af því að komast aðeins frá þeim hvort sem það er yfir nótt eða eitt kvöld. • Hjálp við þrif, hvort sem það er bílskúrinn eða sjálft heimilið. Ef þú ert að gefa gjöf þá hlýtur þú að þekkja viðkomandi nokkuð vel til að átta þig á hvort þetta gæti verið sniðug hugmynd. • Að bjóða fram hjálp við að taka eitthvað í gegn gæti reynst besta gjöf í heimi. • Hjálp við að laga eitthvað fyrir viðkom- andi sem hefur verið bilað í langan tíma. • Ertu t.d. góð/ur í garðvinnu? Gefðu gjafabréf við að hjálpa til í garðinum næsta sumar hvort sem það er að reyta arfa eða slá gras. Þetta er kannski meira svona klassískt... nota í neyð... Gjafabréf frá veitingahúsi Það þurfa allir að borða, ekki satt. Það er mjög sniðugt að gefa gjafabréf fyrir einhverja sérstaka upphæð eða jafnvel fyrir pizzu og gosi. Þetta gæti hentað bæði fyrir unglinga sem og fullorðið fólk. Gjafabréf í klippingu Held að þetta sé eitt af því sem allir þurfa að gera reglulega bæði kvenmenn og karlmenn, ungir sem aldnir, að fara í klippingu, og þá nýtist svona gjafabréf mjög vel. Þarna getur verið sterkur leikur að spyrja nákominn aðila hvort hann/hún fari á einhverja sérstaka stofu og ef ekki þá getur þú valið úr mjög mörgum stofum. Ekki láta úrvalið hræða þig, veldu þá stofuna sem þú ferð oftast á, hún hlýtur að vera góð því þú ert ánægð/ur með hana. Gjafabréf frá snyrtistofu Svona gjafabréf hentar aðallega fyrir kvenþjóðina, ungar sem aldnar. Stór hluti kvenna fer reglulega á snyrtistofur í alls konar meðferðir hvort sem það er fyrir einhver sérstök tilefni eða þá á nokkra vikna fresti. Þetta er því mjög sniðug gjöf sem ætti að nýtast vel. Hér er einnig hægt að velja úr nokkrum snyrtistofum á þessu svæði og eru þær allar mjög færar á sínu sviði. Gjafabréf í nudd Það er fátt betra en að fara í gott nudd og ef ég tala fyrir sjálfa mig þá gerir maður það allt of sjaldan. Hvernig væri þá að gefa öðrum gjafabréf í nudd? Gjafabréf hjá bönkunum Í dag er hægt að kaupa gjafabréf hjá bönkunum og er það mjög sniðugt ef engin af þessum hugmyndum hér fyrir ofan eru að gera sig. Unga kynslóðin er oftar en ekki að safna sér pening fyrir einhverju sérstöku og þá nýtist þetta mjög vel því viðkomandi getur ráðið því sjálfur í hvað hann notar gjöfina. Gjafabréf sem gleðja það reynist erfitt að finna eitthvað í harða/lina pakka. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst ekki jafn skemmtilegt að gefa þau en að þiggja er annar handleggur – því það gleður mig mikið að fá gjafabréf. SAMANTEKT Sigríður Garðarsdóttir 8

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.