Feykir


Feykir - 30.11.2021, Síða 20

Feykir - 30.11.2021, Síða 20
JólaFeykir hafði samband við Saumaklúbbinn svakalega og fékk að spyrja dömurnar nokkurra laufléttra spurninga um jólin og í leiðinni fengum við uppskriftir að alls konar góðgæti sem væri gaman að henda í og njóta um hátíðarnar. Það eru þær Bertína Rodriguez, Emma Sif Björnsdóttir, Halla Rut Stefáns- dóttir, Guðrún Vigdís Jónasdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Ragnhildur Þórðardóttir, Rúna Birna Finnsdóttir, Þóra Björk Þórhallsdóttir og Þórdís Ósk Rúnarsdóttir sem mynda Saumaklúbbinn svakalega, sem er þéttur og góður hópur sem er mjög duglegur að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þar má nefna að fyrir utan venjulega saumaklúbbshittinga fara þær saman í alls konar gönguferðir, dekurferðir, óvissuferðir, utanlandsferðir, út að borða, í hótelgistingar og svo mætti lengi telja. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól! BERTÍNA RODRIGUEZ Lagkaka Hráefni: 675 g sykur 675 g smjörlíki 12 egg 645 g hveiti 97½ g kakó 1½ tsk. brúnkökukrydd 1½ tsk. kanill 2/3 tsk. engifer 2/3 tsk. negull 2/3 tsk. vanilludropar Aðferð: Blandið saman sykri og smjörlíki. Setjið eitt og eitt egg út í og hrærið vel. Bætið að lokum öllu þurrefni út í og hrærið vel. Skipta deigi í fjóra jafna parta sem smurðir eru á ofnplötu og bakaðir við 220 gráður í 10-12 mínútur. Látið kökurnar kólna og smyrjið svo með kremi á milli laga. Úr þessu færðu tíu góðar lagkökur sem eru ómissandi um jólin. Smjörkrem: 450 g mjúkt smjör 300 g smjörlíki 690 g flórsykur 3 egg 3 tsk. vanilludropar UMSJÓN Klara Björk Stefánsdóttir Kökuþáttur JólaFeykis Svakalega gott og girnilegt frá Saumaklúbbnum svakalega „Heimabærinn er alltaf Ísafjörður en ég bý í Kópavogi,“ segir Bertína en hún bjó á Sauðár- króki í tólf ár. „Jólin eru dásamleg, ég elska samverustundir með fjölskyldunni,“ segir hún. Hvað kemur þér í jólaskap? Klárlega laufa- brauðsgerð heima hjá tengdó. Þar sker ég út kirkju á hverju ári með misgóðum árangri. Hvert er besta jólalagið? All I Want For Christmas Is You. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara á jólatónleika og spila með fjölskyldunni. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Fallega úlpu. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Sjávarréttasinfónía í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og í eftirrétt er ég með Sherry-frómas og Toblerone-ís. Gaman að segja frá því að ég hef haft Sherry frómas á hverju ári frá árinu 2008 en ekkert barnanna minna hafði smakkað hann fyrr en í fyrra en það var eingöngu vegna þess að ég ætlaði að hætta að gera hann, jólahefðirnar eru sterkar. EMMA SIF BJÖRNSDÓTTIR Evukökur Hráefni: 4 bollar haframjöl 5 bollar hveiti 2 tsk. natron 1 tsk. salt 3 bollar sykur 2-3 bollar súkkulaðispænir 400 g smjör 4 egg Aðferð: Öllu blandað saman og hnoðað í höndunum. Kælt í eina klst. Hnoðað í lengjur og skorið í litla bita. Sett í miðjan ofn í 10-12 mínútur á 180-200° hita. Hægt að skreyta með súkkulaðidropum. Þessi uppskrift hefur verið lengi í fjölskyldunni og við vitum í raun ekki hvað þessar smákökur heita en uppskriftin kom frá Evu Snæbjarnardótt- ur, frænku minni, og hafa kökurnar verið kallaðar Evu- kökur síðan. Þær eru dísætar og dásamlegar. „Jólin eru heima á Öldustíg“ segir Emma en hún kennir nú við Árskóla á Króknum eftir að hafa kennt við Grunnskólann austan Vatna um árabil. Hvað kemur þér í jólaskap? Þegar ég byrja að græja og gera fyrir jólin, baka og skreyta. Er mikið jólabarn og finnst aðventan yndislegur tími. Hvert er besta jólalagið? Sigurður Guðmundsson og Memfismafían Það snjóar. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Að fara upp í kirkjugarð, kveikja á kertum hjá ættingjum okkar og vinum, signa yfir þá og rifja upp góðar minningar og njóta stundarinnar. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar nú bara ekkert í neitt sérstakt. Bara rólegheit með þeim sem mér þykir vænt um. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Kalt hangikjöt, laufabrauð og salat eins og pabbi gerir. ÞÓRDÍS ÓSK RÚNARSDÓTTIR Vanilluhringir ömmu Línu Hráefni: 500 g hveiti 380 g smjörlíki 200 g flórsykur 120 g saxaðar möndlur 2 egg ½ tsk. hjartarsalt 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Öllu blandað saman og hnoðað og sett í hakkavél. Bakað við 180° þangað til þeir eru gullinbrúnir. Þetta eru smákökur sem amma Lína bakaði alltaf og Eyrún, móðir mín, bakar þær fyrir hver jól og ég nýt góðs af því. Þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég mæli með að borða þær með heitu kakói og rjóma. „Jólin eru samverustund með fjölskyldunni“ segir Þórdís Ósk en hún rekur hárgreiðslustofuna Capello á Sauðárkróki. Hvað kemur þér í jólaskap? Þegar við förum að velja okkur jólatré í Hólaskógi og bökum laufabrauð. Hvert er besta jólalagið? Ef ég nenni (Helgi Björns). Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara upp í kirkjugarð, púsla og horfa saman á góðar myndir. Horfði í mörg ár á Christmas vacation en er búin að gefa henni smá frí en ég held að ég horfi á hana aftur þessi jól. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Að hafa fólkið sitt í kringum sig er allra besta gjöfin. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Hamborgarhryggur og rjúpur og ekki má gleyma brauðbollunum en þær eru mitt uppáhald. RAGNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR Granólaterta Súfistans Hráefni: 2 botnar 6 egg 220 g sykur 80 g heslihnetur, saxaðar 200 g granóla morgunkorn 30 g kornflögur, muldar 150 g súkkulaði, saxað 100 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Aðferð: Þeytið egg og sykur vel saman þangað til áferðin verður létt og ljós. Blandið þurrefnum mjög varlega saman við með gaffli. Smyrjið tvö 30 sm form vel, gott að setja bökunarpappír í botninn og skiptið deiginu jafnt á milli þeirra. Bakið við 170-180°C í 20-25 mín. Karamellukrem: 150 g púðursykur 50 g smjör 3 dl rjómi örfáir vanilludropar Setjið saman í pott og látið sjóða þangað til blandan þykknar. Hellið karamellunni í skál og leyfið að kólna. Samsetning: 4 dl þeyttur rjómi Leggið botnana saman með þeyttum rjóma á milli og hellið karamellukreminu ofan á. „Jólin eru kósý,“ segir Ragnhildur en hún starfar í eldhúsinu í Árskóla. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaljósin og jólalögin. Hvert er besta jólalagið? Bells Will Be Ringing [Please Come Home For Christmas] með Bon Jovi. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Horfa á Chrismas vacation og Home alone. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Veit það bara ekki. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Allir eru með sínar óskir, kalkúnn, hamborgarhryggur og læri. En við eigum eftir að finna út úr því þessi jólin. 20

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.