Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 1
BOGAD HEIMILI OGHÖNNUN DraumahúsviðÆgisíðunaIngibjörg Ösp Stefánsdóttir býr vel ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni Trufflulitað heimili Agnes Björgvins-dóttir kann að gerafallegt í kringum sig F Ö S T U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 111. tölublað . 110. árgangur . MJÚKIR LITIR OG FÓLK TILBÚIÐ AÐ TAKA ÁHÆTTU HEIMILI OG HÖNNUN 40 SÍÐUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að efla og styrkja sjúkraflutninga með þyrlum, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðis- ráðherra. Hann segir það endur- speglast í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér í ágúst 2018, Aukin að- koma þyrlna að sjúkraflugi, og vel- ferðarráðuneytið gaf út. Fulltrúa í starfshópnum greindi hins vegar á um leiðir að því markmiði. Ríkisstjórnin samþykkti í desem- ber 2019 tillögu þáverandi heilbrigð- isráðherra um undirbúning tilrauna- verkefnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga. „Tilraunaverkefnið með sérstaka sjúkraþyrlu er liður í því að efla sjúkraflug með þyrlum og kostar 600 til 800 milljónir á ári. Það hefur verið lagt fram í fjár- málaáætlun en fjármögnunin hefur því miður ekki verið sam- þykkt. Þess vegna erum við fyrst og fremst að horfa til þess hvernig við get- um styrkt sjúkraflug með þeim þyrlum, tækj- um og búnaði sem er til staðar í kerf- inu í dag,“ sagði Willum um hvar verkefnið stæði. Hann hefur skipað samráðshóp sem ætlað er að útfæra tillögur um aukna aðkomu þyrlna LHG til sjúkraflutninga og meta þörf fyrir enn frekari þjónustu. Efla þarf sjúkraflutninga - Ekki hefur fengist fjármagn í tilraunaverkefni með rekstur sjúkraþyrlu - Horft til þess hvernig efla má sjúkraflug með tækjum og búnaði sem til er MTilraun með sjúkraþyrlu »14Willum Þór Þórsson Vinna er hafin við að malbika báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar. Rúm 20 ár eru frá því að brautirnar voru síðast malbikaðar. Verkinu er skipt í fimm áfanga. Áætlað er að það taki 20 þurra daga á tímabilinu frá 10. maí til 9. júní. Ein flugbraut verður nothæf hverju sinni, þó geta orðið undantekningar frá því. Not- endur geta búist við einverjum töfum og jafnvel takmörkunum meðan verkið stendur yfir. Ekki malbikað í rúm 20 ár Morgunblaðið/Eggert Báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar malbikaðar _ Valsmenn geta orðið Ís- landsmeistarar karla í körfu- knattleik á sunnudags- kvöldið í fyrsta skipti í 39 ár, eft- ir að þeir sigr- uðu Tindastól 84:79 í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Skagfirð- ingar höfðu áður náð nítján stiga forystu í síðari hálfleiknum. Staðan í einvíginu er 2:1, Valsmönnum í hag, en liðin mætast á Sauðárkróki í fjórða leiknum. »35 Valsmenn meistarar á sunnudagskvöld? Valsmenn fögnuðu sætum sigri. Hildur varar við að atkvæði greitt öðrum flokkum sé ávís- un á meira af hinu sama. „[Fólk] getur kosið þessa meiri- hlutaflokka sem allir eru í villu og tálsýn um að allt hafi gengið hér æðislega, sem við öll finnum í okkar daglega lífi að er ekki rétt. Eða það getur kosið flokk eins og Framsókn, Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórnarkosn- ingunum, segir að val borgarbúa sé einfalt, þeir geti valið milli umbreyt- ingar eða sömu, árangurslausu stefnu og borgarstjóri hafi oftsinnis lofað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn í Reykjavík sem boði raunverulegar breytingar. Þetta kemur fram í oddvitaviðtali við Hildi í Dagmálum Morgunblaðs- ins, sem birt er í opnu streymi í dag, en útdrátt úr því er að finna í Morg- unblaðinu í dag. sem hefur sagt opinberlega að þau séu reiðubúin að vinna til vinstri, að þau séu reiðubúin að ganga inn í sama hlutverk og Viðreisn eftir síð- ustu kosningar, að reisa við fallinn meirihluta.“ Í viðtalinu, sem er tæplega stund- ar langt, er farið yfir helstu stefnu- mál sjálfstæðismanna og ágreinings- efni í borgarmálum. Til stóð að taka og birta sams kon- ar viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en þegar til átti að taka kvaðst hann ekki sjá sér það fært vegna anna. »10 Breyting eða stöðnun er valið Hildur Björnsdóttir - Hildur Björnsdóttir í oddvitaviðtali - Varar við Framsókn Í kórónuveirufaraldri síðustu tveggja ára tóku grímur sitt pláss í sorptunnum íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt lauslegri áætlun Sorpu var 48 tonnum af grímum hent í tunnurnar í fyrra. Samsvarar það um 200 grömmum á mann að meðaltali eða tæpum 60 grímum miðað við að hver gríma vegi um 3,5 grömm. Byggt er á húsasorpsrannsókn sem gerð var í nóvember í flestum sorphirðuhverfum á höfuðborgar- svæðinu. Hluta tímabilsins var ekki grímuskylda og því óljóst hvort niðurstöðurnar spegla árið í heild, en þær ættu að gefa ákveðnar vísbendingar, að sögn Gyðu S. Björnsdóttur, umhverfis- stjóra Sorpu. Í fyrra dróst magn húsasorps saman á höfuðborgarsvæðinu, en alls komu þá 32.820 tonn af heim- ilissorpi upp úr tunnunum. Óflokk- að plast jókst um tvö kíló á mann miðað við árið á undan og reynd- ust 22,3 kíló af plasti á íbúa vera í sorptunnunni. Aukninguna er talið að rekja megi til kórónuveikinnar, en þá var mikil notkun á einnota hlutum og fólk hvatt til að flokka ekki rusl sem gæti borið með sér smit. »4 Grímur í tonnavís í tunnum - Tæplega 30 þús- und tonn af heimilis- sorpi til Sorpu í fyrra Morgunblaðið/Eggert Faraldur Grímur á víðavangi. _ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun Finna um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, en formleg ákvörðun verður lík- lega tekin á sunnudaginn. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tók í sama streng. Bretland og Finn- land gerðu með sér varnarsam- komulag á miðvikudag og lýsti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, því þá yfir að hann myndi styðja Finnland og Svíþjóð í öllum nauðsynlegum aðgerðum til að verjast ógn Rússlands. Þá hafa Bandaríkin, Pólland, Noregur, Danmörk og Ísland öll lýst yfir ánægju sinni. »13 Leiðtogar lýsa yfir stuðningi við Finna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.