Morgunblaðið - 13.05.2022, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 439.000kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til stendur að fjölga lögregluþjónum við embættin úti á landi í því skyni að efla þau og styrkja viðbragð, skv. ákvörðun Jóns Gunnarssonar dóms- málaráðherra. Þetta gildir um emb- ættin á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Á landsvísu verður gerð uppstokkun – og til lands- byggðarembættanna fara til dæmis ýmis miðlæg verkefni sem sinnt er á landsvísu. Á móti getur þá myndast svigrúm til að sinna betur hinni al- mennu löggæslu úti í byggðunum, það er með því að mannskapur sé hreyfanlegur þvert á landamæri um- dæma. Seint á síðasta ári samþykkti fjár- laganefnd Alþingis að úr ríkissjóði yrðu á þessu ári veittar 120 milljónir kr. til að efla lögregluna úti á landi. Ætla má að slíkt dugi þá til að greiða laun um það bil 10 nýrra lögreglu- manna. „Að þessi áfangi náist skiptir lögregluna afar miklu máli,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, fulltrúi í fjár- laganefnd og áður yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Samkvæmt þeim línum sem dómsmálaráðherra hefur lagt er nú ætlunin að efla emb- ætti lögreglustjóranna á Suðurnesj- um og Norðurlandi eystra til að sinna símaafritunum. Stafræn gögn hafa oft mikla þýðingu við sakamála- rannsóknir og hjá fyrrgreindum embættum er til staðar tæknibúnað- ur og vel þjálfað starfsfólk til að sinna slíkum verkefnum. Upplýsing- ar um frekari tilfærslu verkefna til og milli embætta eiga að liggja fyrir á næstu vikum. Samvinna embætta algeng „Efling lögregluliðanna úti á landi er fagnaðarefni. Hvaða fjármuna er að vænta og hvað hægt er að fjölga mannskap mikið liggur þó ekki fyrir. Að því leyti erum við enn svolítið í lausu lofti,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Samvinna milli embætta er þó vel þekkt. Við á Suðurlandi leitum til dæmis oft til tæknideildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu þegar upp koma flókin rannsóknamál. Hjá embættinu hér á Suðurlandi er sömuleiðis aðstaða til að rannsaka bíla eftir alvarleg umferðarslys. Svona hefur hvert embætti fyrir sig ákveðinn styrk og sérstöðu sem get- ur nýst heildinni betur en nú er með því að gera skipulagsbreytingar.“ Gunnar Örn Jónsson, lögreglu- stjóri á Vesturlandi, segir ekki liggja fyrir hvaða viðbót í fjármunum og mannskap embættið fái. Öll aukning sé þó kærkomin og þakkarverð. Fyr- ir liggi að styrkja þurfi hina almennu löggæslu á Vesturlandi, svo sem á dreifbýlum og fámennum svæðum, eins og á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölum. Lögreglan efld en útfærslan óljós - Landsbyggðarembættin verði sterkari - 120 milljónir frá fjárlaganefnd - Mannskapur sé hreyfan- legur milli svæða - Hvert embætti hefur sérstöðu og styrk - Dreifbýlu svæðin eru í brennidepli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Floti Lögreglubílar við stöðina á Selfossi. Varðsvæðið er mjög víðfeðmt. Oddur Árnason Gunnar Örn Jónsson Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Segja má að yfirstandandi Euro- vision-ævintýri Íslands hafi í raun og veru byrjað á Morgunblaðinu. Eða svona næstum því, að sögn Ragnars Birkis Björnssonar, eig- inmanns Sigrúnar Einarsdóttur, móður söngkonunnar Lovísu El- ísabetar Sigrúnardóttur sem er betur þekkt sem Lay Low. Sigrún og Ragnar eru stödd í Tórínó um þessar mundir enda er Lovísa þeirra höfundur lagsins Með hækkandi sól sem er framlag Ís- lands í Eurovision-söngvakeppn- inni í ár. Blaðamaður rakst óvænt á hjón- in í 28 gráðunum í Eurovision- þorpinu í gær og þegar hann sagð- ist vera á vegum Morgunblaðsins sagði Ragnar: „Þetta byrjaði allt saman á Mogganum.“ Þau Ragnar og Sigrún söfnuðu nefnilega fyrir fyrsta píanóinu sem Lay Low fékk með því að bera út Morgunblaðið. Á sama tíma vann Sigrún í bók- haldinu hjá Morgunblaðinu. „Hún lærði fyrst á píanó, og svo auðvitað gítar og bassa og allt það. En þetta byrjaði á píanóinu sem við keyptum fyrir peningana sem við fengum fyrir útburð á Morgun- blaðinu,“ segja hjónin. Öll fjölskyldan skellti sér út Sigrún og Ragnar ákváðu að drífa sig út til styðja við bakið á íslenska hópnum og svo gott sem öll fjölskyldan og tengdafjölskylda Lay Low ákvað að drífa sig út. Þau gista öll saman í íbúð í borg- inni. „Við vorum ekkert stressuð. Bara að njóta í botn,“ segir Sigrún um þriðjudagskvöldið þegar Systur komust áfram upp úr undankeppn- inni. Ragnar segir árangurinn ekk- ert hafa komið þeim á óvart. Sigrún og Ragnar voru í höllinni á þriðjudag og verða á laugardag. Þau eru sammála um að upplifunin að vera í höllinni sé algerlega mögnuð og að lagið hreyfi alltaf við þeim. „Bara að vera á staðnum þegar lagið er sungið í gegn. Það er eitt- hvað við þetta lag. Alltaf þegar ég heyri það þá brest ég í grát, líka þegar ég heyrði það fyrst. Það er eitthvað sérstakt sem gerist,“ seg- ir Sigrún. „Við erum svo róleg, en á sama tíma erum við með mjög góða til- finningu fyrir þessu,“ segir Sigrún, spurð hvernig þeim líði fyrir laug- ardaginn. Hún bendir á að Systur hafi unnið mikið á síðustu vikur og að þær hafi skotist upp í veðbönk- um. Þau hafi því ekki miklar áhyggjur af þessu. Úrslitakvöld Eurovision- söngvakeppninnar fer fram annað kvöld og hefst útsending klukkan 19. Morgunblaðið/Sonja Sif Stuðningur Þau Ragnar og Sigrún eru stolt af íslenska hópnum í Eurovision og verða í höllinni annað kvöld. „Þetta byrjaði allt saman á Mogganum“ - Foreldrar lagahöfundarins Lay Low verða í höllinni Þessi lönd komust áfram » Nú er ljóst hvaða þjóðir keppa til úrslita í Eurovision í Tórínó annað kvöld ásamt Ís- lendingum og fleiri þjóðum. » Þau lönd sem komust áfram á seinna undanúrslitakvöldinu í gær voru Belgía, Tékkland, Aserbaídsjan, Pólland, Finn- land, Eistland, Ástralía, Sví- þjóð, Rúmenía og Serbía. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Blýmengun er víða vandamál í Evr- ópu og hún hefur sums staðar haft áhrif á andfugla þar. Reglugerðinni er ætlað að koma í veg fyrir þessa mengun af blý- höglum með því að banna þau í haglaskotum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráð- herra. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefur verið sett reglu- gerð sem mun banna notkun blý- hagla við votlendi á EES-svæðinu frá 15. febrúar 2023. Reglugerðin var gefin út 15. nóvember 2021 af fyrr- verandi umhverfisráðherra. „Það virðist hafa skort samráð við hagaðila þegar reglugerðin var sett og þeir ekki upplýstir, sem er ekki gott,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að ekki sé hægt að breyta reglugerðum Evrópusambandsins þegar þær eru orðnar hluti af EES- samningnum. Hins vegar er mögu- legt að hafa áhrif á setningu Evrópu- reglna á fyrri stigum. Samráð hafi hins vegar leitt í ljós þau áhrif sem reglugerðin hefur og því sé nauðsyn- legt að haft verði samráð við hagaðila um frekari skref í málinu, þar á með- al um hvernig eftirliti verður háttað. Guðlaugur Þór segir að skoða verði þessi mál. Líta þurfi til ná- grannalandanna og skoða hvernig þau hafa brugðist við og munu fram- fylgja þessum hertu reglum. Út- færslur geta verið mismunandi eftir löndum enda aðstæður ekki alls stað- ar eins. „Það þarf einnig að vera ljóst hvernig votlendi verður skilgreint í skilningi þessarar reglugerðar, því þar er verið að afmarka það svæði sem reglugerðin tekur til. Auk þess þarf að vera ljóst hvernig eftirliti verður háttað. Það munum við, ráðu- neytið og Umhverfisstofnun, gera,“ segir Guðlaugur Þór. Blýmengun er víða vandamál - Skilgreining á votlendi skiptir máli Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.