Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Meðal jákvæðra þátta í útreikning- um á magni sorps á höfuðborgar- svæðinu og niðurstöðum könnunar á húsasorpi má nefna að magnið dróst saman á milli ára, en alls komu 32.820 tonn af heimilissorpi upp úr tunnunum árið 2021. Þá hefur magn af sorpi, grófum og blönduðum úr- gangi aldrei verið minna á hvern íbúa heldur en var á síðasta ári. Neikvætt er hins vegar að í fyrra fannst meira af raftækjum í ruslinu og raftæki fundust einnig í flokk- uðum lífrænum úrgangi. Plast í ruslinu jókst um tvö kíló á mann miðað við árið á undan og reyndust 22,3 kíló af plasti á íbúa vera í sorp- tunnunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Gyðu S. Björnsdóttur, umhverfisstjóra hjá Sorpu. Mest í tunnum Garðbæinga Þar er meðal annars að finna sundurliðun á magni úrgangs í sorp- tunnum eftir sveitarfélögum á síð- asta ári. Í Garðabæ var magnið í sorptunnum 155 kíló á mann að meðaltali og litlu minna í Hafnar- firði eða 150,4 kíló. Sveitar- félögin tvö höfðu sætaskipti inn- byrðis á toppnum hvað þennan þátt varðar. Minnst var magnið á mann í Reykjavík eða tæp 130 kíló og meðaltalið innan byggða- samlagsins 136,5 kíló. Gyða segir að í mörgum flokkum séu hlutföll svipuð og síðustu ár. Það eigi t.d. við um eldhúsúrgang sem var í fyrra um 45% þess sem kom úr gráu tunnunni. Byggt er á könnun á húsasorpi í flestum sorp- hirðuhverfum á höfuðborgarsvæð- inu í nóvember. Plast var rúm 16%, pappír og pappi 10%, steinefni og gler um 6%, bleiur um 7% og drykkjarumbúðir sem skila má gegn endurgjaldi voru 1% þess sem kom upp úr tunnunum í fyrra eða 1,4 kíló á mann. Verk að vinna í plastinu Síðasti liðurinn hefur aðeins dregist saman, en nefna má að árið 2019 var talið að upp úr tunnunum hafi komið umbúðir sem rúmlega 135 milljónir króna hefðu fengist fyrir við skil til Endurvinnslunnar. Um plastið segir Gyða að þar sé verk að vinna, en alls voru 5.350 tonn af plasti óflokkuð í sorptunnum á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Talið er að sérsöfnun við heimili gæti skil- að um 10-15 kílóum af plasti á íbúa í betri farveg. Um næstu áramót kemur á skylda til að flokka m.a. pappír og pappa, plast og lífúrgang hjá heimilum og fyrirtækjum. Gyða bendir á að síðasta áratug þegar flokkunarmöguleikar pappírs og plasts jukust við heimili hafi magn þess úrgangs minnkað í gráu tunnunni. Frá 2011 hafi magn papp- írs og pappa minnkað úr 42 kílóum í 13,7 kíló í fyrra. Plastið hafi farið úr 30,9 kílóum 2015 í 22,3 kíló í fyrra. Auknir möguleikar til flokkunar hafi tvímælalaust skilað góðum ár- angri. Aukningu um tvö kíló af plasti á mann í fyrra telur Gyða að megi örugglega útskýra að hluta með kórónuveikifaraldrinum á síðasta ári. Þá hafi mikil notkun verið á ein- nota hlutum og fólk hafi verið hvatt til að flokka ekki rusl sem gæti bor- ið með sér smit. Minna var af sorpi í tunnunum í fyrra - Aukning í plasti, sem gæti skýrst af faraldrinum Heimilin og Sorpa 2021 Flokkað Sorptunna Pappír og pappi Plast Málmar Gler og steinefni Textíll Heimild: SORPA kg/íbúa Pappír og pappi 13,7 Plast 22,3 Málmar 3,8 Gler og steinefni 8,5 Textíll 4,8 Bleiur 9,8 Flöskur og dósir 1,4 Spilliefni og raftæki 2,1 Grímur 0,2 Dæmi um magn úrgangs í sorptunnum 2021 Magn úrgangs í sorptunnum 2021 (kg/íbúa) Pappír og pappi í sorptunnum (kg á íbúa) 200 150 100 50 0 50 40 30 20 10 0 50 40 30 20 10 0 Reykjavík Kópavogur Hafnar- fjörður Garðabær Mosfells- bær Sel- tjarnarnes '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '21 130 137 150 155 141 149 Meðaltal 137 kg/íbúa 14 37 22 9 15 9 41 5 5 Flokkun* og innihald sorptunnu í sömu úrgangsflokkum 2021 (kg á íbúa) *Tunnur, grenndargámar og endurvinnslu- stöðvar 4 13,7 42,0 14,0 19,2 Gyða Sigríður Björnsdóttir Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Foreldrar í Hlíða- og Háteigshverfi hafa lýst yfir áhyggjum af hugmynd borgarinnar um að stofnaður verði safnskóli í Vörðuskóla. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, seg- ir að ekki liggi enn fyrir niðurstaða um framtíðar- notkun skólans. „Við fengum það verkefni að taka samtalið um hvernig safnskóli gæti komið inn í myndina og við áttum mjög góða vinnu með stjórn- endum þessara þriggja skóla, sem fer síðan í samráð. Kjörnir fulltrúar fá síðan niðurstöður úr samráðinu og taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu.“ Nú hafi fyrsta „atrenna að þessu samtali“ við skólasamfélagið farið fram og því verði síðan haldið áfram. „Næsta skref er að við tökum þetta saman og leggjum það fyrir nýjan meirihluta sem síðan tekur ákvörðun um hvernig samráðsferlið heldur áfram.“ Stórkostlegir möguleikar Helgi segir að rík þörf sé á skóla- húsnæði á þessu svæði vegna áforma um þéttingu byggðar auk uppbygg- ingar við Hlíðarenda. „Það eru stórkostlegir möguleikar sem felast í þessari skólatorfu, Vörðu- skóla og Austurbæjarskóla. Það gæti verið mikill styrkur að hafa safnskóla fyrir þessa þrjá skóla, Háteigs-, Hlíða- og Austurbæjarskóla, en eðli- lega hlustum við og höldum samtalinu áfram. Við þurfum síðan bara að sjá með dýpri umræðu og samtali hvaða sviðsmyndir koma í ljós.“ Spurður út í áhyggjur foreldra af myglu í Vörðuskóla segir Helgi: „Við höfum lært gríðarlega mikið af þeim aðstæðum sem hafa verið að kvikna í öðrum skólum. Borgin hefur skýra sýn varðandi húsnæði og við setjum það á oddinn að húsnæði sé heilsu- samlegt.“ Foreldrar hafa lýst yfir furðu á því að ráðist hafi verið í dýrar endurbæt- ur á Vörðuskóla áður en tekin hafi verið endanleg ákvörðun um notkun þess. Í samráði við verkfræðistofu var ákveðið að rífa Kársnesskóla vegna myglu í streypu í útveggjum hússins en í Fossvogsskóla var steypan dæmd í lagi og því var þeirri byggingu bjarg- að. Helgi gat ekki sagt til um hvort mygla hefði fundist í steypu í Vörðu- skóla. „Ég hef það ekki alveg á hrað- bergi, ég veit að það var mygla í gluggum og slíku. Við værum aldrei að fara af stað í notkun á húsnæðinu nema það væri búið að gera þær fag- legu úttektir sem þarf. Það skiptir máli í þessu að veðrin halda áfram að berja á og við þurfum að koma í veg fyrir að frekari skemmdir verði á hús- næðinu. Þessi sögulega bygging er gríðarlega mikilvæg fyrir Reykvík- inga og það er verið að verja skelina.“ Vörðuskóli hafi verið keyptur vegna þess að hann muni nýtast skóla- starfi á einhvern hátt sama hvaða ákvörðun verði tekin um safnskóla. Samtalinu verður haldið áfram - Framtíð Vörðuskóla liggur ekki fyrir - Niðurstöður úr samráði verða lagðar fyrir nýjan meirihluta - Ekki ljóst hvort mygla er í steypu en verja þarf húsið Morgunblaðið/sisi Vörðuskóli Framtíð skólans óljós. Helgi Grímsson Sumarbjórinn er kominn í sölu í Vín- búðunum, en sölutímabilið er frá 2. maí til mánudagsins 31. ágúst. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sér- staklega framleiddir sem slíkir. Um 70 sumarvörur eru væntanlegar í ár yfir tímabilið. Eins og áður eru mörg heitin á sumarvörunum forvitnileg. Nefna má tegundir eins og Ferskjur á kantinum, Fá Cher til að ná sér, Berlínarsúrinn, Sundsprett, Er of snemmt að fá sér og Hoppaðu upp í húsbílinn á þér, svo dæmi séu tekin, en einhverjar þessara tegunda voru einnig á boðstólum í fyrra. Vínbúðirnar hafa lengi boðið upp á bjór sem sérstaklega er lagaður fyrir ákveðnar hátíðir eða tímabil. Síðast var páskabjór seldur frá 10. mars til 16. apríl. Þar áður voru það þorrabjórinn og jólabjórinn. Um 70 sumarvörur til sölu í Vínbúðunum Bjór Ýmsir möguleikar eru í boði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugmynd um safnskóla hefur einnig komið upp í Laugar- dalnum þar sem húsnæðisvandi ríkir líka í skólum hverfisins. For- eldrum í hverfinu líst illa á hug- myndina og krefjast frekari upp- lýsinga um málið. Í opnu bréfi til borgarstjóra frá í febrúar mælast stjórnir for- eldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnes- skóla „til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðis- vanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig.“ Þann 4. nóvember 2021 sam- þykkti borgarráð að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðar- skipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frí- stundasviðs og þeirra á meðal er hugmyndin um safnskóla. For- eldrafélögin bíða svara eins og félögin í Hlíða- og Háteigsskóla. Óánægja í fleiri hverfum SKÓLAR Í LAUGARDAL Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, leiðrétta kynbundinn launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum, með sambærilega mennt- un og ábyrgð, og að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu. Í ályktun félags- ins, sem samþykkt var einhliða á aðalfundi í gær, er áhyggjum lýst af skorti á hjúkrunarfræðingum, flótta úr stéttinni og bágri mönnun sem ógni öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Þá skoraði félagið sam- eiginlega á heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra að leggja fram frumvarp til lagabreytinga í tengslum við til- kynningar, rannsókn og máls- meðferð alvarlegra atvika í heil- brigðisþjónustu. Að lokum benti félagið á nauðsyn þess að tryggja greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna heilbrigðis- þjónustu sem veitt er af hjúkrunar- fræðingum. Þannig megi tryggja aðgengi notenda betur og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slæm mönnun ógni öryggi sjúklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.