Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 w w w. i t r. i s S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fornleifahluti Oddarannsókn- arinnar svokölluðu, þverfaglegri rannsókn á Odda í Rangárvalla- sýslu sem miðstöð valda, kirkju og lærdóms, hófst í síðustu viku. Í sum- ar stendur til að kanna forna mann- gerða hella sem þar er að finna og segir Kristborg Þórsdóttir, forn- leifafræðingur hjá Fornleifa- stofnun Íslands og stjórnandi forn- leifahluta rannsóknarinnar, að nú þegar séu spennandi niðurstöður farnar að láta á sér kræla. Hún segir rannsóknina vera tímamótarannsókn. „Þetta er allt mjög áhugavert og spennandi enda mjög fornar minjar. Þessir hellar hafa sennilega verið í notkun frá miðri 10. öld og fram til um alda- mótin 1100.“ Annars vegar er verið að rann- saka helli sem enn stendur og hins vegar annan stærri sem er hruninn en var tengdur þeim fyrrnefnda. „Núna erum við að vinna í því að grafa okkur niður í gegnum hrunið til þess að komast inn í innri endann á uppistandandi hellinum og reyna að sjá sambandið þarna á milli. Það er að reynast umfangsmeira verkefni en við bjuggumst við. Við eigum eftir að grafa enn dýpra til þess að komast niður á yfirborð í stóra hellinum,“ segir Kristborg. „Í þessu hruni höfum við verið að finna dýrabein sem við erum aðeins að klóra okkur í höfðinu yfir. Þau eru á svolítið skrítnum stað í þessu hruni. Þetta er stór gripur, líklega hestur frekar en naut. Þau eru ekki inni í hellunum sjálfum svo það er erfitt að segja hvernig beinin hafa komist þangað. Svo höfum við fund- ið hauskúpu af hundi.“ Hún segir langlíklegast að hell- arnir hafi gegnt hlutverki einhvers konar útihúss. „En það er það sem er svo spennandi, að komast að því hvernig hellarnir hafi verið notaðir og hvort fólk hafi hafist við í þeim líka. Stærðin á þessum hellum er yfirgengileg“ Verkefnið segir hún bæði krefj- andi og umfangsmikið. „Það er búið að grafa og grafa en við erum enn ekki komin niður á botn. Þetta er snúið vegna þess að við erum komin með djúpa holu og þurfum að tryggja vinnuaðstæður hérna.“ Undanfarna daga hafa tveir forn- leifafræðingar verið við störf ásamt einum til tveimur starfsmönnum á vinnuvélum. „Við verðum fleiri þegar við komumst í að grafa minj- arnar á botni hellisins upp.“ Ljósmynd/Fornleifastofnun Oddarannsókn Unnið er að því að grafa niður að botni hrunins hellis. Spennandi gröft- ur farinn af stað - Fornleifarannsókn við Odda í sumar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Banaslys í umferðinni í löndum Evrópusambandsins (ESB) voru 17% færri árið 2020 samanborið við 2019, að sögn Eurostat, hagstofu ESB. Dregið hafði úr tíðni banaslysa i umferðinni undanfarinn áratug en fækk- unin var áberandi mikil árið 2020. Hún er rakin til kór- ónuveirufaraldursins sem dró mjög úr umferð auk þess sem farþegaflutningar voru takmarkaðir. Alls létust 18.786 í umferðarslysum í löndum ESB árið 2020. Af þeim voru 44% farþegar í bílum, 19% gangandi vegfarendur, 16% voru á mótorhjólum, 10% á reiðhjólum og 11% í eða á öðrum farartækjum. Þar á meðal eru léttir og þungir vörubílar, rútur og stræt- isvagnar, létt bifhjól og annað. Þegar litið er til EES- landanna var tíðni banaslysa lægst í Noregi þar sem 17 á hverja eina milljón íbúa fórust í umferðarslysum 2020, þar næst kom Ísland með 22 og Sviss með 26 á hverja milljón íbúa. Samkvæmt tölum Eurostat var tíðni banaslysa í um- ferðinni lægst í Svíþjóð árið 2020, þegar horft er ein- ungis til aðildarríkja ESB. Þar fórust 20 á hverja eina milljón íbúa. Þar næst komu Malta (23), Danmörk (27) og Spánn (29) og svo Írland (30) og Holland (30). Tíðni banaslysa í umferðinni innan ESB var hæst í Rúmeníu (85), Lettlandi (73), Búlgaríu (67) og Póllandi (66). Að meðaltali fórust 42 í umferðarslysum á hverja milljón íbúa í löndum ESB árið 2020. Banaslysum í umferð í Evrópu fækkaði 2020 - Fækkunin er rakin til áhrifa kórónuveirufaraldursins Banaslys í umferðinni á Íslandi og í Evrópu Heimild: Eurostat N or eg ur Sv íþ jó ð Ís la nd M al ta Sv is s D an m ör k Sp án n Ír la nd H ol la nd Þý sk al an d Fr ak kl an d Sl óv en ía Au st ur rík i Fi nn la nd Íta lía Lú xe m bo rg E S B -m e ð a lt a l B el gí a Ei st la nd Sl óv ak ía U ng ve rja la nd Té kk la nd Po rt úg al Ký pu r G rik kl an d Kr óa tía Li th áe n Pó lla nd B úl ga ría Le tt la nd Rú m en ía 17 20 22 23 26 27 29 30 30 33 37 38 39 40 40 42 42 43 44 45 47 48 52 54 54 58 62 66 67 73 85 Fjöldi látinna í umferðarslysum á hverja milljón íbúa árið 2020 Fjöldi látinna í umferðarslysum í ESB-löndum 2008-2020 Breyting á fjölda látinna af hverri milljón íbúa 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 36.880 Land Breyting Ítalía -25% Belgía -23% Danmörk -22% Frakkland -22% Spánn -22% ESB-meðaltal -17% Land Breyting Noregur -14% Pólland -14% Holland -12% Þýskaland -11% 2019 til 2020 22.755 18.786 -17% frá 2019 til 2020 AFP/Jonas Roosens Banaslys Margir dóu í umferðarslysi í Belgíu 10. apríl. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég hef verið spurður nokkrum sinn- um um það hvenær ég ætli að hætta. Ég hef svo sem bent á það að ég verði sjötugur á næsta ári og þurfi þá að hætta en ég myndi ekki hætta fyrr en ég sæi að faraldurinn væri kominn á góðan stað,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við mbl.is en hann tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum 1. september nk. Þórólfur segir að síðustu tvö ár fer- ils hans hafi verið þau annasömustu og erfiðustu. Aldrei áður hafi hann verið undir svo mikilli pressu í svo langan tíma. Þórólfur grínast með að sjálfskipaðir sérfræðingar í sótt- vörnum hugsi sér eflaust gott til glóð- arinnar hvað lausu stöðuna varðar. Þórólfur hóf störf hjá embætti landlæknis árið 2002 en tók við starfi sóttvarnalæknis árið 2015. Hann seg- ist ekki hafa íhugað það áður alvar- lega að láta af störfum. Ástæðurnar fyrir því að hann hætt- ir nú eru bæði af faglegum og per- sónulegum toga. „Þetta eru engar stórkostlegar ástæður í sjálfu sér,“ segir hann spurður nánar um ástæð- urnar. „Ég held að það sé bara mjög margt sem mælir með því að ég hætti á þessum tímapunkti.“ Hann tekur fram, eins og oft áður, að faraldr- inum sé ekki lokið fyllilega. „Maður veit auðvitað aldrei hvað gerist, þetta er ekki búið og það geta átt eftir að vera einhverjar sveiflur í þessu áfram en það er enginn enda- punktur á því í sjálfu sér. Það er bara áframhaldandi verkefni sem heil- brigðisyfirvöld þurfa sífellt að eiga við.“ Embætti landlæknis ætlar að aug- lýsa starf sóttvarnalæknis á næstu dögum. En er til fólk á þessu landi sem gæti sinnt starfinu? „Það er til fullt af fólki sem getur komið inn í þetta,“ segir Þórólfur og bætir svo við kíminn: „Svo er landið uppfullt af sjálfskipuðum sérfræð- ingum í sóttvörnum og smitsjúk- dómum svo ég held að það séu margir sem gætu hugsað sér gott til glóð- arinnar. Mér sýnist ekki hafa verið hörgull á því fólki.“ Margir hugsi sér gott til glóðarinnar - Þórólfur Guðnason hættir í haust Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.