Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á dögunum samdi upplýsingatækni-
fyrirtækið Arango við svefnrann-
sóknarfyrirtækið Nox Medical um
innleiðingu á CRM-lausnum í rekstri
Nox á alþjóðlegum mörkuðum. Nox
Medical hefur hingað til nýtt lausnir
Arango á Bandaríkjamarkaði með
góðum árangri, eins og fram kemur í
frétt á heimasíðu Arango.
Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri
Arango, segir í samtali við Morgun-
blaðið að upphaflega hafi Nox leitað
til Arango vegna uppsetningar á
CRM-lausnum í Bandaríkjunum þeg-
ar félagið var að setja þar upp sölu-
skrifstofur. Nú sé verið að setja sömu
lausnir upp á öðrum starfsstöðvum
Nox Medical um heim allan.
Töluverð útvíkkun
Hann segir að um töluverða útvíkk-
un á lausninni sé að ræða. „Við byggj-
um kerfið á stöðluðum lausnum frá
Dynamics 365 frá Microsoft og smíð-
um okkar eigin viðbætur ofan á.
Flækjustigið í svona verkefni er að
láta mismunandi kerfi tala saman.
Þarna er um umfangsmikla samþætt-
ingu CRM og Navision-bókhaldskerf-
is að ræða. Allt kerfið verður sjálf-
virkara, sem eykur hagræði í
sölustarfi og innleiðingu hjá Nox
Medical.“
Guðjón segir að söluteymi Nox
Medical vinni nú alla sína vinnu frá a
til ö í CRM-kerfinu. Sala verður að
pöntun sem síðan verður að bókun í
bókhaldskerfinu. „Nox Medical selur
svefnrannsóknartæki og eftir að sala
er kláruð bætist heilmikil þjónusta við
eftir á. Allt utanumhald um hana fer
fram í CRM-kerfinu. Þetta er tölu-
vert flókin og flott lausn.“
Aðspurður segir Guðjón að Arango
sé þekkingarfyrirtæki þar sem starfi
reynslumiklir ráðgjafar úr upplýs-
ingatæknigeiranum. Fyrirtækið sér-
hæfir sig að hans sögn í ýmsum staf-
rænum lausnum í Microsoft-umhverfi
með áherslu á hagræðingu í innri ferl-
um fyrirtækja, þjónustu, sölu og
markaðslausnum. Sjö starfsmenn
starfa í dag hjá Arango sem var stofn-
að árið 2019. „Við erum að vaxa smátt
og smátt og vinnum fyrir marga stóra
aðila hér á Íslandi. Þar á meðal eru
t.d. mörg bílaumboð sem kaupa af
okkur bæði sérhæfðar og staðlaðar
virðisaukandi lausnir,“ segir Guðjón.
Stafvæða söluferlið
Um þær lausnir segir Guðjón að
upphaflega hafi Hekla gengið til sam-
starfs við Arango en fyrirtækið starfi
einnig mikið fyrir Öskju og BL.
„Þarna erum við að stafvæða söluferl-
ið og aðra innri ferla svo sem rafræna
undirritun skjala og áreiðanleika-
kannanir. Við einföldum einnig ferlið
við nýskráningu ökutækja og eig-
endaskipti með sjálfvirkum tenging-
um við Samgöngustofu. Það er rekj-
anleiki í gegnum allt ferlið.“
Stefna út í heim
Þó að Arango sé í dag eingöngu
með viðskiptavini á Íslandi er stefnan
sett út í heim. „Við þróum lausnir á ís-
lenska markaðnum en takmarkið er
að komast á erlenda markaði með
ákveðnar lausnir. Við erum nú þegar
komin af stað í þeirri vegferð.“
Selja CRM á allar starfs-
stöðvar Nox Medical
Ljósmynd/Eiríkur Ingi
Vinna CRM stendur fyrir Customer Relationship Management eða stjórnun viðskiptatengsla
- Arango smíðar viðbætur við Dynamics 365- Allt kerfið verður sjálfvirkara
Nox og Arango
» Nox Medical er leiðandi í
svefnheilsugeiranum.
» 350 starfsmenn um allan
heim, þar af um 80 á Íslandi.
» Stofnað 2006.
» Sjö starfa hjá Arango.
» Fyrirtækið stofnað 2019.
fjölsóttasta gönguleið á Íslandi. Það
var umferðaröngþveiti á þessum
stað og óboðleg aðstaða fyrir ferða-
menn. Nú er hins vegar mikil
ánægja með nýju aðstöðuna.
Afraksturinn í uppbyggingu
Ferðamennirnir fá mikil gæði fyrir
peninginn og Hvergerðingar fá
tekjur upp í fjárfestinguna á svæð-
inu. Við erum hörð á því hér í
bæjarstjórn að nota afraksturinn til
að greiða fyrir þá þjónustu sem
veitt er og eins þær framkvæmdir
sem við höfum ráðist í, eins og þetta
bílaplan. Ef það verður afgangur
ætlum við ekki að nýta hann í rekst-
ur bæjarins heldur til frekari upp-
byggingar,“ segir Aldís að lokum.
baldura@mbl.is
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðis, segir gjaldtöku á bíla-
stæði við Reykjadal hafa gefið góða
raun. Ávinningurinn verði nýttur
til frekari uppbyggingar innviða.
Gjaldtaka á bílastæðinu hófst í
fyrrasumar. Ekkert gjald er tekið
fyrir fyrstu 15 mínúturnar en 15-60
mínútur kosta 200 krónur. Sérhver
klukkustund eftir það kostar 250
krónur en stærri bílar og smárútur
greiða 1.800 kr. og hópferðabílar
með yfir 20 farþega 3.500 kr. Greitt
er með EasyPark-smáforriti eða í
greiðsluvél við bílastæðið.
Aldís segir gjaldtökuna hafa skil-
að um þremur milljónum króna í
apríl og um milljón fyrstu dagana í
maí. Bærinn greiði daglega 50 þús-
und krónur til rekstraraðila veit-
ingaskálans við Reykjadal, sem er
við bílastæðið, fyrir rekstur salerna
og þjónustu við ferðamenn.
Stefnt sé að því að nýta hagnað af
gjaldtökunni til uppbyggingar.
„Sú ákvörðun bæjarstjórnar að
hefja gjaldtöku á þessu svæði var
tekin að mjög yfirlögðu og ígrund-
uðu ráði. Inn í Reykjadal gengu vel
á þriðja hundrað þúsund manns á
ári þegar ferðamenn voru sem
flestir á Íslandi. Þetta er án efa ein
Góð reynsla af
gjaldi við Reykjadal
- Bæjarstjóri boðar uppbyggingu
Morgunblaðið/Baldur
Við Reykjadal Gjaldskylda er á
nýja bílastæðinu sem er malbikað.
13. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.0
Sterlingspund 163.13
Kanadadalur 101.79
Dönsk króna 18.725
Norsk króna 13.685
Sænsk króna 13.234
Svissn. franki 133.35
Japanskt jen 1.0163
SDR 176.87
Evra 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.6951
« Á aðalfundi AEX
Gold, sem haldinn
verður um miðjan
júní nk., verður bor-
in upp tillaga um að
breyta nafni fyrir-
tækisins í Amaroq
Minerals. Í tilkynn-
ingu frá félaginu
kemur fram að
nafnabreytingin
komi til annars vegar vegna þess að
fyrirtækið leggur ekki lengur megin-
áherslu á leit og vinnslu á gulli, heldur á
fleiri verðmætum málmum.
Þá skipti stjórnendur fyrirtækisins
máli að nafnið hafi grænlenska tengingu,
en Amaroq er grænlenska nafnið yfir
heimskautaúlfinn sem er sjaldgæfur þar
í landi, rétt eins og málmarnir sem fyrir-
tækið leggur nú sífellt meiri áherslu á að
finna og vinna. AEX var stofnað árið 2017
með megináherslu á gullleit og -rann-
sóknir á Grænlandi. Fyrirtækið er með
leyfi til að leita að og vinna gull og aðra
verðmæta málma í Suður-Grænlandi.
Í annarri tilkynningu kemur fram AEX
Gold hefur samið við franska stórfyrir-
tækið Orano Group um að AEX eignist
tvö leitarleyfi sem ná yfir svæði á S-
Grænlandi. Orano mun eiga rétt á hlut-
falli tekna af málmvinnslu á svæðunum
þegar til þeirra kemur. Orano, sem er eitt
af stærstu kjarnorkufyrirtækjum heims
og næststærsti vinnsluaðili úrans í heim-
inum, hafði ætlað sér að leita að úrani á
svæðunum tveimur, en AEX telur miklar
líkur á að þar sé að finna aðra verðmæta
málma. Leyfin ná yfir 3.528 km2 og eru
svæðin sem AEX hefur yfir að ráða á
Grænlandi þá alls orðin 7.616 km2.
Eldur Ólafsson
AEX Gold verður
Amaroq Minerals
Við
Hækk
um
nni
í gleð
i