Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sauli Niniistö, forseti Finnlands, og
Sanna Marín forsætisráðherra lýstu
því yfir í gær að þau væru hlynnt því
að Finnland myndi sækja um aðild
að Atlantshafsbandalaginu. „Finn-
land verður tafarlaust að sækja um
aðild að NATO,“ sagði í sameigin-
legri yfirlýsingu þeirra.
Þar sagði einnig að aðild Finna að
bandalaginu myndi auka öryggi
landsins, og að Finnar myndu á móti
styrkja öryggi bandalagsins í heild.
Nokkur af bandalagsríkjunum lýstu
yfir ánægju sinni með ákvörðun
Finna í gær, þar á meðal Bandaríkin,
Þýskaland og Pólland, auk þess sem
Noregur og Danmörk fögnuðu yfir-
lýsingunni sérstaklega.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra sendi einnig
frá sér skilaboð á Facebook-síðu
sinni, þar sem hún fagnaði yfirlýs-
ingunni, og sagði hana bæði mikil-
væga og sögulega. Þá hét hún algjör-
um stuðningi Íslands við aðildar-
umsókn Finna ef til hennar kemur.
Tilkynnt verður um formlega
ákvörðun Finnlands á sunnudaginn,
en þá mun ráðherranefnd fara yfir
málið. Bæði Niinistö og Marín eiga
sæti í nefndinni auk sex annarra ráð-
herra. Þykir því mjög líklegt að
nefndin muni ákveða að senda inn
aðildarumsókn. Sú ákvörðun yrði
síðan borin undir finnska þingið á
mánudaginn.
Gera má því fastlega ráð fyrir að
Finnar muni samþykkja umsókn, en
skoðanakannanir sýna að mikill
stuðningur er við NATO-aðild Finn-
lands bæði á þingi og meðal almenn-
ings í Finnlandi. Hefur sá stuðning-
ur farið ört vaxandi eftir því sem
lengra hefur liðið á innrás Rússa í
Úkraínu, og eru nú rúmlega þrír
fjórðu Finna hlynntir aðild.
Munu Svíar fylgja Finnum?
Á sunnudaginn er einnig gert ráð
fyrir að sænsk stjórnvöld muni taka
ákvörðun um hvort að landið sendi
inn umsókn að bandalaginu, en þá
munu sósíaldemókratar, flokkur
Magdalenu Andersson forsætisráð-
herra, ákveða afstöðu sína.
Eru líkurnar á því að Svíar sæki
um aðild taldar meiri, ákveði Finnar
að senda inn umsókn. Munu ríkin tvö
þá senda inn umsóknir sínar í sam-
einingu. Ann Linde, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, sagði í gær að
ákvörðun Finna myndi skipta Svía
mjög miklu máli, og að vænta mætti
ákvörðunar Svía á næstunni.
Kannanir þar benda einnig til þess
að meirihluti Svía sé nú hlynntur því
að landið gangi í bandalagið, en sam-
kvæmt þeim eru nú um 57% Svía
hlynntir NATO-aðild.
Carl Bildt, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter-
síðu sinni að hann gerði ráð fyrir að
Svíþjóð myndi „finnlandíserast“ í ut-
anríkismálum, það er, að þeir myndu
fylgja Finnum inn í bandalagið. Er
það ekki síst vegna þess að Finnland
er nánasti samstarfsaðili Svíþjóðar í
öryggis- og varnarmálum.
Umsóknin gangi greitt fyrir sig
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
fagnaði yfirlýsingu Finna í gær og
sagði að aðildarferli Finnlands í
bandalagið myndi ganga bæði greið-
lega og fljótlega fyrir sig.
Leiðtogar beggja flokka í utanrík-
ismálanefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings lýstu báðir yfir stuðningi
sínum við umsókn Finna í gær. Sagði
demókratinn Bob Menendez, for-
maður nefndarinnar, að hún væri
þegar byrjuð að skoða leiðir til að
greiða fyrir umsóknum bæði Finna
og Svía ef þær bærust, og Jim Risch,
leiðtogi repúblikana, sagði að yfir-
lýsingin í gær markaði risastórt
skref fram á við í öryggismálum Atl-
antshafsríkjanna og hét hann Finn-
um fullan stuðning sinn.
Munu Rússar skrúfa fyrir?
Dmitrí Peskov, talsmaður Rúss-
landsforseta, sagði að Rússar myndu
þurfa að taka „hernaðar-tæknileg“
skref til að svara því ef Finnland
gengi til liðs við bandalagið, og að
það myndi örugglega vera ógn við
öryggi Rússlands.
Sagði Peskov að það gerði heiminn
og Evrópu ekki „stöðugri og örugg-
ari“ að stækka bandalagið að landa-
mærum Rússlands, en landamæri
Rússlands að ríkjum Atlantshafs-
bandalagsins munu lengjast um
1.340 kílómetra, ákveði Finnar að
ganga í bandalagið.
Heimildarmenn finnska dagblaðs-
ins Iltalehti töldu mögulegt í gær að
Rússar myndu svara yfirlýsingunni
með því að loka fyrir sendingar á
jarðgasi til Finnlands, og það jafnvel
frá og með deginum í dag.
Sagði í frétt blaðsins að slík lokun
gæti haft mikil áhrif á iðnað og mat-
vælaframleiðslu í Finnlandi, en Tytti
Tuppurainen, orkumálaráðherra
Finnlands, lýsti því yfir í síðustu viku
að Finnar væru við öllu búnir.
Finnland sæki um aðild án tafar
- Niinistö og Marín lýsa yfir stuðningi sínum við aðildarumsókn Finnlands - Endanleg ákvörðun tekin
á sunnudag - Líklegt að Svíar fylgi Finnum - Rússar segja ákvörðunina draga úr öryggi Evrópu
AFP/Lauri Heino
Finnland Finnskir varaliðar í Karelíu æfa sig í skotfimi í mars síðastliðnum. Finnar stefna nú hraðbyri inn í Atlants-
hafsbandalagið eftir að forseti og forsætisráðherra landsins sögðu að þeir yrðu að sækja um NATO-aðild án tafar.
AUÐVITAÐ ER
EÐLILEGT…
...að samningur borgarinnar við olíufélögin
vegna uppkaupa á bensínstöðvum sé
Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann.
Annars fara borgarbúar að hafa skoðanir.
BETRI BORG
Á
b
yr
g
ð
ar
m
að
u
r:
H
ilm
ar
Pá
ll
Jó
h
an
n
es
so
n
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom lýsti því yfir í gær að það myndi
hætta að senda jarðgas í gegnum pólska hluta Yamal-Europe-jarðgas-
leiðslunnar. Er aðgerðin hugsuð sem svar við refsiaðgerðum vestrænna
ríkja á hendur Rússlandi, en rússnesk stjórnvöld samþykktu gagn-
aðgerðir á miðvikudaginn.
Gazprom sagði einnig að sendingar á gasi í gegnum Úkraínu hefðu fall-
ið um þriðjung, og kenndi fyrirtækið úkraínskum stjórnvöldum um. Úkra-
ínumenn sögðu hins vegar að þeir gætu ekki sent áfram gasið vegna að-
gerða rússneska hersins í námunda við leiðsluna.
Robert Habeck, orkumálaráðherra Þýskalands, fordæmdi aðgerðir
Rússa og sagði þá vera að beita orkugjöfum sínum sem vopnum. ESB-
ríkin ræða enn innflutningsbann á rússneska olíu, en tilraunir til þess
stranda enn á mótstöðu Ungverja, sem treysta mjög á innflutning frá
Rússlandi í orkuframleiðslu sinni.
Draga úr sendingum á gasi
ÚKRAÍNUSTRÍÐIÐ