Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
✝
Ólafur Ólafs-
son fæddist 11.
nóvember 1928 í
Brautarholti á
Kjalarnesi. Hann
lést 3. maí 2022 á
hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík. Ólafur
var sonur
hjónanna Ólafs
Bjarnasonar
(1891-1970), bónda
í Brautarholti, og
Ástu Ólafsdóttur (1892-1985).
Systkini Ólafs voru Bjarni,
Ingibjörg, Páll og Jón sem eru
öll látin.
Ólafur kvæntist eiginkonu
sinni Ingu-Lill Marianne árið
1960 en hún lést 28. desember
2013. Ólafur og Inga-Lill eign-
uðust saman fimm börn: 1.
Ásta Sólveig hjúkrunar-
fræðingur, sambýlismaður
Ágúst Kárason og eiga þau
börnin Steindór Bjarna og
Ingibjörgu Fjólu. Áður eign-
aðist Ásta soninn Ólaf Inga. 2.
Ingibjörg hjúkrunarfræðingur,
forstöðumaður MS setursins,
áður gift Birni Þór Ingimars-
syni, þau skildu og eiga þau
börnin Birgi Þór og Ingu-Lill
Maríanne. 3. Bjarni Ólafur,
lögreglufulltrúi hjá ríkislög-
reglustjóra, kvæntur Margréti
Sigmundsdóttir og eiga þau
börnin Ásdísi Ingu og Ólaf. 4.
Páll lögmaður kvæntur Sigríði
Dóru Gísladóttur og eiga þau
börnin Ídu, Ölmu og Ólaf
Hann var aðstoðaryfirlæknir
við Karolinska sjukhuset 1965-
1967 og yfirlæknir Hjarta-
verndar 1967-1972. Hann var
landlæknir 1972-1998 og var
settur berklayfirlæknir 1972-
1982.
Hann var lektor í fé-
lagslækningum 1977. Ólafur
var heilsugæslulæknir í 15
héruðum um styttri tíma 1971-
2009. Einnig var hann ráðgjafi
við Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina (WHO) í Kaup-
mannahöfn 1984-1985.
Ólafur sat í mörgum nefnd-
um og ráðum, m.a. í almanna-
varnaráði og var fastafulltrúi
Íslands á fundum WHO í Genf
1973-1998. Hann var formaður
Læknaráðs 1972-1998, stöðu-
nefndar 1974-1998 og formað-
ur stjórnar Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1974-1986. Formaður
Félags eldri borgara í Reykja-
vík frá 1999 til 2003 og for-
maður Félags eldri borgara
2003-2005.
Ólafur var sæmdur ridd-
arakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu 1984 og stórridd-
arakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu 1998. Hann var
heiðursdoktor við læknadeild
HÍ 1998 og var sæmdur heið-
ursverðlaunum úr Verðlauna-
sjóði Ásu Guðmundsdóttur
Wright 1998. Hann var heið-
ursfélagi í Læknafélagi Ís-
lands og heiðursfélagi Bein-
verndar.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 13. maí
2022, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Hálfdan. 5. Gunn-
ar Alexander
heilsuhag-
fræðingur hjá
Lyfjastofnun,
kvæntur Ingi-
björgu Lilju Óm-
arsdóttir og eiga
þau börnin Heklu,
Hákon og Hinrik
Dag. Fyrir átti
Ólafur tvo syni. 1.
Ólafur dómstjóri
kvæntur Magnfríði
S. Sigurðardóttur og á hann
soninn Ólaf og hún börnin
Jónas, Jóhann og Birgittu. 2.
Grímur Ólafur Eiríksson fram-
kvæmdastjóri kvæntur Bryn-
dísi Unni Sveinbjörnsdóttur og
eiga þau börnin Rannveigu,
Friðrik Mána og Isabellu.
Barnabörn Ólafs eru 17 talsins
og barnabarnabörn hans eru
níu talsins.
Ólafur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1948. Hann lauk kandídats-
prófi í læknisfræði frá HÍ árið
1957 og stundaði framhalds-
nám í læknisfræði í Svíþjóð,
Danmörku og Englandi. Ólaf-
ur var viðurkenndur sérfræð-
ingur í lyflækningum, hjarta-
sjúkdómum og embættis-
lækningum.
Ólafur var læknir á Karol-
inska sjukhuset í Stokkhólmi
1961 og læknir á Landspít-
alanum 1962-1964. Ólafur
starfaði við National Heart
Hospital í London 1965-1966.
Faðir okkar Ólafur Ólafsson
er látinn. Með þessum fáu orð-
um langar okkur systkinin að
minnast pabba. Það er skrýtið
að sitja og skrifa minningarorð
um föður okkar sem hafði svo
marga góða kosti. Hann var
glaðlyndur, hlýr og hnyttinn í
orðum þegar það átti við. Hann
var alltaf til staðar til að að-
stoða, ræða málin, ráðleggja og
leita lausna. Í lífsins leik okkar
systkina var pabbi mjög áhuga-
samur og stolt hans af fjöl-
skyldu sinni fór ekki leynt.
Hann fylgdist ætíð grannt með
henni allri, ekki síst barnabörn-
um. Hann miðlaði sinni þekk-
ingu og reynslu áfram með sín-
um hætti.
Þau sem þekktu hann vita að
þar fór maður með stórt hjarta
og þeim sem leituðu til hans var
hann ráðagóður og hjálpsamur.
Hann var framsýnn og fylginn
sér þegar það átti við. Þá var
þekking hans og yfirsýn mikil,
ekki síst að því er varðaði heil-
brigðismál þjóðarinnar. Pabbi
var samferðafólki sínu eftir-
minnilegur og það var hlustað
þegar hann tók til máls og
margir lásu það sem hann ritaði,
enda orðaði hann oft hlutina
umbúðalaust.
Pabbi vildi leyfa okkur systk-
inunum að þroskast á okkar
hátt og veitti okkur töluvert
frelsi í lífinu. Þegar við tókum
ákvörðun um hvað við ætluðum
að gera, þá studdi hann okkur
eins mikið og hann gat. Hann
og mamma voru mjög samstiga
í öllum ákvörðunum og í lífinu.
Pabbi hafði ákveðnar reglur
sem mamma hjálpaði okkur að
fara eftir. Sem dæmi lagði
pabbi áherslu á að við kláruðum
menntaskólann, en hvað tæki
við eftir hann væri okkar mál.
Fjölskyldan okkar bjó á
Grenimel 38, sem var Fjöl-
skylduhúsið. Grenimelurinn var
eins og kastali í minningunni,
kletturinn sem stóð upp úr. Allir
í fjölskyldunni og vinir okkar
eiga skemmtilegar og góða
minningar þaðan, ekki síst fyrir
tilstuðlan mömmu og pabba, því
allir voru velkomnir til okkar á
Grenimelinn.
Margir hafa haft samband við
okkur systkinin til að minnast
pabba og þá ekki síst vegna
greiðvikni hans og stuðnings.
Það hefur yljað okkur um
hjartarætur.
Margar minningar og sögur
koma upp í huga okkar sem
þetta skrifum, en eitt stendur
þó upp úr; við áttum bestu for-
eldra sem hægt var að eiga og
við eigum þeim allt að þakka.
Pabbi skilur eftir sig stórt skarð
sem aldrei verður fyllt. Um leið
skilur hann eftir sig góðar
minningar og leiðarljós sem
mun án efa lýsa okkur veginn
um ókomna tíð.
Við gleðjumst líka yfir því að
mamma og pabbi eru saman á
ný og hvíla hlið við hlið, þó okk-
ur þyki líklegt að mamma sé bú-
in að skipuleggja enn eitt ferða-
lagið með pabba og nú á
fjarlægar slóðir þar sem dag-
skráin er klár; það verður borð-
aður góður matur, athyglisverð-
ir og merkilegir staðir skoðaðir
og lesið úti á svölum með kvöld-
sólina í sýn.
Elsku pabbi okkar, við kveðj-
um þig með tár á hvarmi, þakk-
læti og sorg í hjarta. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Þín börn:
Ólafur, Ásta Sólveig (Fía),
Ingibjörg, Bjarni, Páll og
Gunnar Alexander.
Endrum og eins verðum við
þeirrar gæfu aðnjótandi að inn í
líf okkar kemur persóna sem
býr yfir svo miklum lífskrafti að
við finnum hann stækka okkur
sem manneskjur. Ein af þessum
persónum í mínu lífi var Ólafur
tengdafaðir minn. Nærvera
hans var einstök. Frá honum
streymdi einhver ólýsanlegur
kraftur sem á sama tíma laðaði
að sér manneskjur, stórar sem
smáar. Fyrr en varði hóf Ólafur
samtal á einhvern undursamleg-
an hátt sem var svo áreynslu-
laust að taka þátt í. Þau sem
tóku þátt fengu pláss og þeirra
skoðanir fengu vægi. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með
honum beita þessari list sinni.
Bæði á formlegum vettvangi en
ekki síður heima við innan um
börn, tengdabörn og barnabörn.
Þar tókst honum oftar en ekki
að fá okkur til að tjá skoðanir
okkar á málefnum sem við
stundum héldum að við hefðum
engar skoðanir á. Rædd málefni
voru nefnilega fjölbreytt, rétt
eins og við erum mörg og öll
fengum við rými til að stinga
upp á umræðuefni. Ólafi var
nefnilega annt um allt sem við-
kom okkur og lífi okkar. Dagleg
símtöl og reglulegar heimsóknir
báru vott um það.
Líkt og flestöll af minni kyn-
slóð vissi ég hver Ólafur var
löngu áður en ég kynntist hon-
um. Hann var landlæknir öll
mín æskuár og þegar ég steig
inn í fullorðinsárin var ég búin
að átta mig á því að hann fylgdi
sannfæringu sinni í verkum.
Hann kom mér fyrir sjónir sem
maður með ríka réttlætiskennd
sem gat alveg siglt á móti
straumnum ef þess þyrfti.
Hann virtist hafa óbilandi
áhuga á mannlegri hegðun,
vera víðsýnn og ófeiminn við að
velja óhefðbundnar leiðir. Svo
kynnist ég honum á þrítugs-
aldri þegar við Gunnar byrjum
saman og kemst að því að ein-
mitt svona var hann, bæði í
einkalífi og starfi. Og ekki bara
hann heldur líka Inga-Lill, eig-
inkona hans og móðir Gunnars.
Þau voru samstiga lífsförunaut-
ar og heimilið þeirra á Greni-
melnum var öruggt skjól og
ávallt iðandi af lífi. Áður en ég
vissi af var ég orðin hluti af
galsanum á Grenimelnum þar
sem ég fékk dýrmæta þjálfun í
að standa með skoðunum mín-
um. Þau tvö hafa reynst mér
ómetanlegar fyrirmyndir í líf-
inu og ég er svo óendanlega
þakklát fyrir þau í afa- og
ömmuhlutverkinu.
Ólafur var fróður um margt
og hafði áhuga á svo til öllu. Það
endurspeglaðist svo vel í öllum
samskiptum hans við barna-
börnin og börnin okkar Hekla,
Hákon og Hinrik Dagur nutu
stundanna með afa sínum. Þau
fundu fyrir einlægum áhuga
hans, sterkri og hlýrri nærveru
sem var alltaf án allrar tilgerð-
ar. Ýmist sögðu þau afa sínum
hvað á daga þeirra hafði drifið
eða að hann sagði þeim hvað á
daga hans hafði drifið. Það var
mjög auðvelt að halda athygli
þegar Ólafur sagði frá og nokk-
uð augljóst hvaðan Gunnar fær
frásagnargáfuna. Nú verða
þessar samverustundir ekki
fleiri. Kveðjustundin er sár og
söknuðurinn ljúfsár. Það sem
huggar okkur eru dýrmætar
minningar um Ólaf, föður,
tengdaföður og afa sem við
munum ávallt varðveita.
Elsku tengdafaðir, ég kveð
þig með kærleika og djúpu
þakklæti fyrir okkar samveru-
stundir og allt sem þú hefur
kennt mér.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg Lilja.
Grásprengdur og glæsilegur
á leið á Bessastaði. Árið rétt svo
að taka sín fyrstu skref og við,
elsku tengdapabbi, að hefja okk-
ar rúmlega 30 ára vináttu og
samleið.
Strax við fyrstu kynni náðum
við mjög vel saman og mér varð
þá og þegar ljóst að hér færi
maður af bestu gerð. Traustur,
klár, hlýr, réttsýnn, ráðagóður
og einmuna orðheppinn og
skemmtilegur – svo fátt eitt sé
nefnt. Þú varst nefnilega svo
einstakur og góður maður að ör-
fá lýsingarorð ná ekki yfir alla
þá mannkosti sem þú bjóst yfir.
Það mætti segja að persónuleiki
þinn og hjarta hafi hreinlega
verið stærra en flestra.
Þú varst snjall sögumaður
þar sem hnyttni þín og frásagn-
argáfa fengu notið sín til fulls.
Þegar þú talaðir vildu allir
hlusta, þar á meðal barnabörnin
sem flykktust í kringum afa Óla.
Þú kunnir nefnilega líka að
hlusta og hafðir einlægan áhuga
á lífi þeirra og framtíðaráform-
um. Varst ávallt hvetjandi, já-
kvæður og spenntur fyrir þeirra
hönd. Þá varst þú læknir af
Guðs náð og ætíð boðinn og bú-
inn að rétta fram hjálparhönd.
Í bóka- og greinaskrifum þín-
um hlotnaðist mér sá heiður að
fá að vinna í textagerð og yf-
irlestri með þér. Þar komstu
fram á sviðið einbeittur, skipu-
lagður og fumlaus í allri vinnu.
Þú vissir nákvæmlega hvað þú
vildir segja og hvernig afurðin
átti að líta út. Ég dáðist að þér.
Það duldist engum sem
kynntust ykkur Ingu, hversu
miklir sálufélagar þið voruð.
Þessi djúpa gagnkvæma virðing
og væntumþykja sem þið sýnd-
uð hvort öðru smitaðist yfir í
fjölskylduna og fólkið í kringum
ykkur.
Dýrmætar minningar um
ljúfar samverustundir hellast
yfir mig í ferðalagi hugans og
ylja mér um hjartaræturnar.
Ein þeirra er um Kirkjubæj-
arklaustur. Þú, læknir í afleys-
ingum með hjúkrunarfræðing-
inn Ingu þér við hlið.
Læknisbústaðurinn umvafinn
fallegum gróðri, himinháum
trjám og grænum túnum sem
minntu helst á sögusvið úr æv-
intýrum Astridar Lindgren.
Þarna var elsku Inga þín á
heimavelli í íslenskri-sænskri
sveitasælu þar sem hún hugði
að fuglunum, vafði blómakransa
að sænskum sið fyrir ömmu-
stelpurnar og lagði gleymmérei
í lófa Óla litla. Slíkar minningar
og svo fjölmargar aðrar styrkja
mig í þeirri trú að nú hafið þið
Inga fundið hvort annað á ný og
eruð líklegast farin að huga að
næstu ævintýrum saman.
Elsku Ólafur minn, það var
mikil gæfa að eignast þig sem
tengdaföður og kæran vin.
Við Páll og börnin höfum alla
tíð notið manngæsku þinnar og
elsku og þín verður sárt saknað.
Ég kveð þig með síðustu orð-
unum sem ég sagði við þig sem
segja allt sem segja þarf: Ég
elska þig.
Þín tengdadóttir að eilífu,
Sigríður Dóra
Gísladóttir.
Ég er svo heppin að hafa ver-
ið hluti af Ólafsson-fjölskyldunni
í 12 ár og hafa búið hluta af
þeim tíma í sama húsi og þið
Inga. Þið tókuð alltaf svo vel á
móti mér og er ég ævinlega
þakklát fyrir það. Þú kynntir
mig alltaf sem tengdadóttir þína
og það lýsir hversu vel þú hugs-
aðir um þitt fólk.
Ég var búin að þekkja Bigga
í stuttan tíma þegar ég sá
hversu sterkt samband ykkar
var og hversu mikil fyrirmynd
þú varst honum.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar ég hugsa til þín.
Ófáu kvöldin sem við sátum á
Hjarðarhaga og ræddum um
heilbrigðismál sem var okkar
sameiginlega áhugamál, þegar
við fórum saman á læknadaga
2019 og öll fimmtudagsmatar-
boðin.
Andrea Björg og Hildur Ásta
voru alltaf svo glaðar að fara í
heimsókn til langafa. Þrátt fyrir
að þið hafið ekki fengið langan
tíma saman er ég ótrúlega
þakklát fyrir að þið hafið fengið
að kynnast og mun ég segja
þeim sögur af þér um ókomna
tíð.
Takk fyrir allt elsku „teng-
daafi“.
Þín,
Karen.
Elsku afi.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa til afa og ömmu.
Þakklæti fyrir allar minningarn-
ar, stuðninginn, ást og vænt-
umþykju sem ég fékk frá þeim.
Ég var svo heppin að eiga ein-
stakt og náið samband við þau.
Frá 8 ára aldri og næstu 16 árin
bjó ég í sama húsi og þau og
urðu til margar yndislegar
minningar.
Afi minn átti stóran þátt í
mínu uppeldi sem mótaði mig að
þeirri manneskju sem ég er í
dag. Hann kenndi mér svo
margt á mínum 24 árum, hans
gildi og viðmið í lífinu, sögurnar
sem hann sagði og lexíurnar
sem hann lærði er það sem ég
mun taka mér út lífið.
Afi kenndi mér að trúa á
sjálfan mig, að ég gæti allt sem
ég tæki mér fyrir hendur, enda
var hann minn helsti stuðnings-
maður.
Afi lagði mikla áherslu að ég
væri góð manneskja, að ég
sýndi virðingu, veita öðrum
hjálparhönd og vera tilstaðar,
enda eru þetta þættir sem lýsa
honum hvað best.
Afi var miklu meira en bara
afi minn, hann var mér eins og
faðir, mín helsta fyrirmynd, allt-
af til staðar fyrir mig og minn
besti vinur.
Þó að sorgin og missir sé
mikill, þá hlýnar að amma mín
tók á móti honum og þau sam-
einuð á ný.
Heimurinn er fátækari við
fráfall þitt.
Megi ljós þitt skína sérhvern
dag afi minn.
Þín,
Inga-Lill Maríanna.
Við erum svo óendanlega
þakklát fyrir afa okkar. Hann
var stór hluti af lífi okkar alveg
frá því við vorum lítil og við
fundum það frá byrjun hversu
góður, ástkær og traustur afi
var. Svo fannst okkur hann líka
svo ótrúlega skemmtilegur og
fyndinn og hann var yfirleitt til í
ævintýri sem aðrir fullorðnir
voru ekki til í. Það var alltaf
hægt að treysta á afa. Við fund-
um það líka svo vel hvað hann
var einlægur og hann kenndi
okkur að vera það líka, kenndi
okkur að segja hvað okkur
finnst og að standa með sjálfum
okkur. Það var líka svo auðvelt
að tala við hann um svo til hvað
sem var og hann var alltaf tilbú-
inn með góð ráð þegar við ósk-
uðum eftir því. Hann kunni líka
að hlusta þegar við þurftum
bara að tala án þess að fá ráð.
Eitt af því dýrmætasta við hann
var að finna hversu gaman hann
hafði af því að vera með okkur
og oft bauð hann okkur með sér
á hina ýmsu staði og í alls konar
ferðir. Við fórum með honum í
vinnuferðir og svo bauð hann
okkur ósjaldan á kaffihús að
borða pönnukökur með rjóma.
Hann og amma voru líka dugleg
að heimsækja okkur til Svíþjóð-
ar þegar við áttum heima þar og
þá var margt skemmtilegt brall-
að með þeim.
Í dag kveðjum við elsku afa
okkar í hinsta sinn. Það er sárt
að kveðja hann en á sama tíma
erum við þakklát fyrir það að
hafa fengið að hafa hann svona
lengi í lífi okkar. Við eigum dýr-
mætar minningar um tímann
okkar saman sem við varðveit-
um.
Elsku afi, við kveðjum þig
með söknuði og þakklæti fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur.
Þín
Hekla, Hákon og
Hinrik Dagur.
Elsku afi minn,
Þegar ég hugsa til þess að þú
sért fallinn frá þá fyllist hjartað
mitt af söknuði en á sama tíma
ró vitandi að þú og amma eruð
nú saman. Ég mun sakna sam-
talanna, sögustundanna, að sitja
saman í þögninni á meðan upp-
lestur á fréttum á heila tím-
anum heyrist í bakgrunninum
en það sem ég hugsa mest til er
nærvera þín og hlýja. Þú hjálp-
aðir mér á erfiðum tímum, fagn-
aðir með mér á góðum tímum og
en á öllum stundum varstu mín
fyrirmynd í lífi og leik. Visku
þína, umhyggju og lífsgildi mun
ég taka með mér út lífið og deila
áfram til barnanna minna.
Þú varst mér sem faðir, minn
klettur og besti vinur. Fyrir það
verð ég ævinlega þakklátur.
Þangað til næst afi minn.
Þinn,
Birgir Þór.
Kær vinur minn og starfs-
bróðir Ólafur Ólafsson er fallinn
frá 93 ára að aldri. Ég kynntist
Ólafi á námsárum mínum í
læknadeild, en Ólafur var einn
af kennurum deildarinnar. Okk-
ur nemendum varð fljótlega
ljóst hvílíkur töframaður var
þarna á ferð. Kennslustundirnar
hrífandi yfirreið embættislækn-
isins Ólafs yfir efni sem var eins
óspennandi og leiðinlegt og
flestum okkar þóttu embættis-
lækningar. Þessi kennsla
breyttist í hreint áhugasamar
stundir, alsettar bröndurum og
hnyttni, sem Ólafur töfraði fram
á eftirminnilegan hátt. Gerði
okkur ljóst að það skiptir máli
hvernig recept er skrifað og að
paragraff í heilbrigðislögum geti
jafnvel verið skemmtileg lesn-
ing.
Ólafur var sterkur persónu-
leiki sem setti skýrt mark á
embætti sem hann kom nálægt,
sem og félagsmál er Ólafur
snerti mörg. Ólafur gerði land-
læknisembættið að stórveldi.
Skapaði grunn undir það mik-
Ólafur Ólafsson HINSTA KVEÐJA
Við eigum margar góðar
minningar um Labba föð-
urbróður og sendum
frændsystkinum okkar og
fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ólafur, Kristinn Gylfi,
Björn, Jón Bjarni, Emilía
Björg og fjölskyldur.