Morgunblaðið - 13.05.2022, Page 25
til þess að takast á við erfiðan
missi.
Elsku vinur, guð geymi þig.
Þinn vinur,
Karvel L. Karvelsson.
Það kom sannarlega sem
þruma úr heiðskíru lofti þegar
fréttir bárust af andláti Guðráðs
Gunnars Sigurðssonar, eða
Gurra eins og hann var alltaf
kallaður.
Gurri var traustur vinur, glað-
vær og vildi allt fyrir alla gera
enda var hann vinmargur og öll-
um þótti vænt um hann. Gurri
var því einn af okkar bestu mönn-
um í árgangi 1971 á Akranesi. Ár-
gangur ’71 hefur alltaf verið fyr-
irferðarmikill á Akranesi en um
leið samheldinn. Stór kjarni í ár-
ganginum hefur í sameiningu
staðið fyrir ýmsum góðgerðar-
málum og menningarviðburðum
á Akranesi síðustu 20 árin. Við
undirbúning þorrablóts eða
brekkusöngs var Gurri í lykil-
hlutverki, gekk í öll verk og
hvatti alla áfram með gleði og
hlátri enda var hann einstaklega
fær í að segja frá og þá gjarnan
sögur af eigin óhöppum sem
fengu fólk til að veltast um af
hlátri.
En nú hefur stórt skarð verið
höggvið í árganginn og hafa
skólafélagar síðustu daga sent
kveðjur inn á árgangssíðuna okk-
ar með minningum um ljúf kynni.
Öll skilaboðin eru á sama veg,
þakkir fyrir stuðning og sam-
veru, þakkir fyrir gleðistundir og
uppákomur, þakkir fyrir að vera
góður vinur. Hluti árgangsins
kom saman til minningarstundar
stuttu eftir andlátið og voru
margar og skemmtilegar minn-
ingar tengdar meistara Gurra
rifjaðar upp enda af nægu að
taka og munu minningarnar lifa
með okkur.
Fyrir utan ýmis smærri tilefni
hittist allur árgangurinn á fimm
ára fresti og einmitt eftir aðeins
einn mánuð hefur verið blásið til
næstu hátíðar, árgangsmóts.
Engan hefði órað fyrir að þar
yrði Gurri ekki með sem einn af
stuðboltunum eins og venjulega.
Sennilega eru fæstir úr okkar
ágæta hópi búnir að átta sig á
nýjum raunveruleika sem blasir
við en góðar minningar um Gurra
munu gera okkur kleift að gleðj-
ast saman og mun hann án efa
verða með okkur í anda.
Gurri er sannarlega einn af
þeim sem teknir eru frá okkur
allt of snemma. Andlát hans
minnir okkur á hvað það er mik-
ilvægt að njóta lífsins og vera
duglegur að rækta þá sem manni
þykir vænst um. Maður veit aldr-
ei hvað örlagadísirnar vilja en
þær hafa án efa komið að málum
þar sem Gurri var til dæmis einn
af fáum úr árganginum okkar
sem náðu að halda upp á 50 ára
afmæli sitt með pomp og prakt á
síðasta ári. Örlagadísirnar höfðu
örugglega líka eitthvað með það
að gera að einn úr hópnum okkar
hafi verið með Gurra, fyrir algera
tilviljun, þegar síðasta stund
hans rann upp. Við efumst þó
ekki um að Gurra sé ætlað mik-
ilvægt hlutverk á nýjum stað.
Elsku Ása, Hinrik Már, Guð-
munda Freyja, Anna Katrín og
aðrir ættingjar og vinir Gurra.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megið þið
finna styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Gurri var gull af manni – takk
fyrir gleði þína og vináttu.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Fyrir hönd Árgangs 1971 á
Akranesi,
Eydís Líndal Finnbogadóttir
Pétur Magnússon.
Það er enn svo óraunverulegt
að Gurri sé ekki lengur með okk-
ur en minningarnar um frábæran
mann og mikinn karakter eru
ljóslifandi og gleðja nú á þessum
erfiðu dögum. Við Gurri kynnt-
umst fyrir 18 árum þegar við
byrjuðum að vinna saman hjá
Valda Gísla og síðar í Samhent-
um. Myndaðist strax með okkur
góður vinskapur sem varði alla
tíð. Gurri var ótrúlega traustur
og einstaklega duglegur maður
sem gerði hlutina gríðarlega vel
og var mjög klár í því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
virkur á mörgum stöðum og var
alltaf tilbúinn að gefa af sér. Af-
mælisveislan hjá Gurra síðasta
sumar, þegar hann hélt upp á
fimmtugsafmælið sitt, sýndi okk-
ur hvað hann gerði hlutina vel og
var hún algjörlega frábær. Gurri
var mikill fjölskyldumaður og töl-
uðum við oft saman um fjölskyld-
ur okkar. Og það sem hann var
stoltur af börnunum sínum og
henni Ásu sinni.
Elsku vinur, hvað það er
skrýtið að þetta sé staðan. Að við
séum ekki lengur að taka sam-
tölin í vinnunni um allt og ekkert,
fíflast og vera skemmtilegir sam-
an. Okkar góða vinátta byrjaði
strax, við höfðum svipuð áhuga-
mál og húmorinn eins. Við höfum
gert mikið saman á öllum þessum
árum, farið utan, tekið vinnurúnt
um allt land og margt fleira. Við
sem ætluðum að bæta okkur í
golfinu og vorum byrjaðir að
skipuleggja lækkun á forgjöfinni.
Ég mun hugsa til þín úti á golf-
velli í sumar. Gurri, þú varst frá-
bær vinur, vinur sem hægt var að
leita til og ég mun sakna þess að
hafa þig ekki. Kæra fjölskylda,
ég votta ykkur mínar dýpstu
samúð, megið þið finna styrk og
kraft á þessum erfiðu tímum.
Páll Einarsson.
Sú harmafregn barst mér í síð-
ustu viku að góður og kær vinur
minn hefði skyndilega og án
nokkurs fyrirvara fallið frá í
blóma lífsins. Tíminn einhvern
veginn stöðvaðist og stendur enn
kyrr, þetta virðist svo ótrúlega
óraunverulegt og ósanngjarnt.
Hvernig getur staðið á því að
Gurri, sem var svo fullur af lífi og
mikill orkubolti, sé farinn? Hvert
fór brosið hans og hláturinn?
Hvert fór skemmtilegi húmor-
inn?
Við, vinir hans og fjölskylda,
stöndum eftir máttvana af sorg
og skiljum ekki hvað gerðist.
Hvernig getur ljós fullfrísks ein-
staklings slokknað svona skyndi-
lega? Hvernig getur einhver far-
ið hress í vinnuna en aldrei komið
aftur heim?
Við Gurri og Ása höfum gengið
langan veg saman og ég átti því
láni að fagna að taka þátt í flest-
öllum stórum viðburðum í lífi
þeirra. Síðast núna í júlí síðast-
liðnum þegar Gurri fagnaði 50
ára afmælinu sínu eins og honum
einum var lagið. Það var stór-
kostleg veisla og engan grunaði
að það yrði síðasti afmælisdag-
urinn hans.
Nú er Gurri okkar horfinn
sjónum okkar og hefur verið kall-
aður til annarra starfa. Við sem
eftir sitjum verðum að finna leið
til að styrkja hvert annað í þess-
ari miklu sorg og læra að lifa með
henni. Gurri skilur eftir sig stórt
skarð í fjölskyldu og vinahópum,
skarð sem aldrei verður fyllt.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku hjartans Gurri minn,
takk fyrir samferðina sem var
svo alltof stutt, takk fyrir að vera
vinur minn, takk fyrir að taka
mér alltaf eins og einni af fjöl-
skyldunni, takk fyrir að leyfa
mér að verða þér samferða þessi
ca. 30 ár, takk fyrir að vera alltaf
þú.
Það er með miklu þakklæti
sem ég kveð þig, kæri vinur, um
leið og sorgin nístir hjartað mitt.
Elsku Ása, Hinrik, Guðmunda
Freyja, Anna Katrín, systkini og
aðrir aðstandendur, megi algóð-
ur Guð vernda ykkur og styrkja í
ykkar mikla missi og sorg.
Góða ferð, kæri vinur, ávallt
geymdur, aldrei gleymdur.
Steinunn Ásgerður Frímanns-
dóttir Blöndal (Steina).
Í dag kveðjum við góðan vin
með miklum trega. Gurri var
góður vinur sem gerði heiminn
betri. Við sem eftir stöndum
þurfum nú að sætta okkur við
nýjan veruleika, lífið án Gurra.
Sú tilhugsun er erfið og sár.
Þegar litið er yfir farinn veg
kemur ýmislegt upp í hugann.
Léttleiki ungdómsáranna, sveita-
böllin, útihátíð í Húsafelli, útreið-
artúrar, símhringingar á afmæl-
isdögum, veiðiferðir og auðvitað
rúnturinn á Akranesi.
Það var alltaf stutt í brosið og
húmorinn. Hnyttin tilsvör, glettn-
isglampinn í augunum og smit-
andi hláturinn snerti alla sem hlut
áttu að máli. Harðsperrur í kvið-
vöðva vegna hláturs voru öruggt
mál í okkar hópi þegar Gurri var
nálægur. Eitt sinn voru þeir Keli
saman á sjónum. Báðir miklir
prakkarar. Keli skar í sundur
böndin á nýju sjóbuxunum hans
Gurra, bara nokkuð hefðbundið
og alls ekkert óvenjulegt þegar
þeir tveir áttu í hlut. Þegar Keli
kom af vaktinni og ætlaði að
leggjast til hvílu var ekki allt með
felldu. Sængin var í hönk enda
var Gurri búinn að líma hana í
þétt búnt sem ómögulegt var að
ná í sundur, tók í það minnsta
töluverðan tíma af frívaktinni.
Gurra var margt til lista lagt.
Hann var góður ræðumaður þar
sem húmorinn og félagsfærnin
nýttist honum vel, efnilegur golf-
ari, sælkeri og listakokkur svo
fátt eitt sé nefnt. Það var hægt
að treysta því að mikil veisla
væri framundan þegar Gurri
bauð í mat. Einu sinni sem oftar
fórum við æskufélagarnir í veiði-
ferð. Gurri komst ekki með þar
sem hann, kjötiðnaðarmaðurinn,
var upptekinn við að úrbeina
hreindýr fyrir austan. Allt í einu
birtist drengurinn, búinn að
keyra nokkur hundruð kíló-
metra, með dýrindis hreindýras-
teikur og tók til við eldamennsk-
una. Í hugum okkar er þetta ein
gleðilegasta og svakalegasta
veisla sem við höfum upplifað.
Gurri var ráðagóður þegar
ræða þurfti alvarlegri mál. Ráð-
leggingar hans einkenndust af
yfirvegun og hreinskilni, vinum
sínum til heilla. Samband Ásu og
Gurra var öðrum til eftirbreytni.
Gurri talaði ætíð fallega um Ásu
sína og var mikill kærleikur
þeirra á milli. Hann hlustaði líka
á Ásu sína og tók góðlátlegri um-
vöndun konu sinnar vel. Sam-
band þeirra var einstakt og gott.
Börn þeirra hjóna bera þess
merki að hafa alist upp á ástríku
heimili og eru þau skelegg og
skemmtileg. Gurri var alltaf að
hugsa um hag annarra og lagði
sig fram við að efna til ýmissa
viðburða fyrir vini og vanda-
menn. Hvort sem það voru hvers-
dagsleg spilakvöld eða heljarinn-
ar veislur þá komu menn aldrei
að tómum kofunum hjá Gurra og
Ásu.
Um leið og við minnumst
Gurra með miklum hlýhug og
söknuði munum við halda fast í
minningarnar um þær gleði-
stundir sem við höfum upplifað
saman og halda minningu hans á
lofti með gleði og kærleik að hans
hætti.
Við sendum Ásu, Hinriki Má,
Guðmundu Freyju og Önnu
Katrínu okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði, okkar kæri vinur.
Gísli, Jóhann, Karvel, Magnús,
Ólafur, Þorkell og Þórður.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Guðlaugi Ketils-
syni kynntist ég í
Rótarýklúbbi Akra-
ness fyrir tæpum 40
árum. Þá eins og nú
hittust félagarnir einu sinni í
viku, borðuðu saman, hlýddu á
fyrirlesara og heimsóttu fyrir-
tæki.
Guðlaugur var Alþýðubanda-
lagsmaður, honum var annt um þá
sem minna mega sín, hafði áhuga
á bæjarmálefnum og vann að
þeim. Rótarý brúar bil á milli
starfsstétta, óháð trúarbrögðum
og stjórnmálaskoðunum. Þá vinna
félagar að verkefnum sem koma
samfélaginu til góða og leggja
sjálfir fram fé og vinnu.
Guðlaugur var fæddur og upp-
alinn í Bolungarvík en kom til
Akraness þegar hann hóf sveins-
nám hjá Vélsmiðju Þorgeirs og
Ellerts. Á svölum Alþingis á sjó-
mannadeginum 1960 tók hann við
bikar fyrir framúrskarandi náms-
árangur á lokaprófi í Vélskólan-
um í Reykjavík. Á Akranesi
kynntist Guðlaugur konu sinni
Ingibjörgu Rafnsdóttur og settist
þar að. Hann kenndi lengi málm-
iðnaðargreinar við Fjölbrauta-
skólann.
Eitt sinn hélt hann erindi í
klúbbnum og sagði frá því þegar
hann var sendur í sveit í Langadal
í Ísafjarðardjúpi. Þá áttaði ég mig
á því að þessi unglegi maður var
eldri en ég hélt. Í sveitinni hafði
hann kynnst lífsviðhorfi og bú-
skaparháttum eins og þau voru á
Íslandi um aldir.
Guðlaugur var í Rótarý fulltrúi
fyrir starfsgreinina vélastillingar.
Hann var forseti klúbbsins 1989-
90. Þá orti Daníel Ágústínusson
brag um stjórn hans og í honum
var þetta erindi:
Víst þó kunni vélabrögð,
verður Guðlaugs höndin létt
á stjórnvölinn með stilling lögð
og stýrt af festu kúrsinn rétt.
Þetta reyndust áhrínisorð.
Þegar klúbburinn ákvað að taka
kjörorð Rótarý bókstaflega,
byggja brú og hjálpa fólki á tind-
inn, varð Guðlaugur forgöngu-
maður um allar framkvæmdir.
Þrep voru gerð upp Selbrekku og
brú smíðuð yfir Berjadalsá á
gönguleið upp á Háahnúk á Akra-
fjalli. Hann smíðaði skilti sem vís-
uðu leiðina að brúnni og á voru
merktar hæðartölur. Guðlaugur
var forseti klúbbsins í annað sinn
þegar brúin var vígð 2005. Fyrstu
árin var glímt við ána sem sópaði
brúnni af sér í leysingum. Þá
lærðist að vinna með náttúrunni.
Brúin er tekin niður á haustin,
komið fyrir í skjóli og sett upp á
vorin. Guðlaugur var í forystu
þeirra sem unnu þetta verk og
héldu við brú og þrepum.
Guðlaugur rak lítið vélaverk-
stæði, fylgdist vel með og keypti
tölvustýrðan rennibekk. Hann
útbjó m.a. þrýstislöngur og teng-
ingar fyrir stóriðjufyrirtæki og
þjónaði vinnuvéla- og bátaeigend-
um. Alveg fram undir það síðasta
mætti hann í vinnuna, spjallaði við
þá sem litu inn, gerði við og smíð-
aði. Þannig hélt hann sér ungum.
Ellilífeyri tók hann fyrst í desem-
ber síðastliðnum.
Þau Guðlaugur og Ingibjörg
fóru í ferðalög um framandi slóðir.
Heimkominn sagði hann í máli og
myndum frá þessum ævintýra-
ferðum. Upp í hugann kemur sigl-
ing frá Pétursborg til Moskvu og
síðar í gegnum Kænugarð alla leið
til Svartahafs. Það er ekki í anda
Guðlaugs að ferðir um þetta land-
svæði hafa lagst af.
Guðlaugur Ketill
Ketilsson
✝
Guðlaugur
Ketill Ketilsson
fæddist 24. október
1934. Hann lést 20.
apríl 2022. Útförin
fór fram 10. maí
2022.
Við þökkum Guð-
laugi vináttu og
tryggð öll þessi ár og
og sendum Ingi-
björgu og fjölskyld-
unni hlýjar kveðjur.
Við minnumst víð-
sýns og skemmtilegs
félaga. Blessuð sé
minning hans.
Fyrir hönd
Rótarýklúbbs Akra-
ness,
Jón Hálfdanarson.
Sólin blessuð sígur rauð til viðar,
glóa á lofti gullin ský,
grátklökk áin niðar
(Stefán frá Hvítadal)
Þessum ljóðhendingum skaut
ósjálfrátt upp í hugann þegar okk-
ur barst sú harmafregn að góður
vinur og samferðamaður til
marga ára, Gulli hennar Lillu eins
og við vorum vön að nefna hann í
okkar húsi, væri látinn eftir stutta
en snarpa sjúkdómslegu. Minn-
ingarnar seytla fram, rifjast upp
og gæðast lífi. Allt frá æskudög-
um hafa þær Lilla og Steina verið
vinkonur og þegar alvara lífsins
og fjölskyldur mynduðust hófust
kynni okkar Gulla og fjölskyldur
okkar áttu margar ánægju- og
gleðistundir saman. Þótt við
hvörfluðum frá um stund vegna
búsetu erlendis þá slitnaði aldrei
vinaþráðurinn.
Það var gott að koma á heimili
þeirra, sem þau höfðu skapað af
smekkvísi og hagleik, og njóta
gestrisni þeirra og rausnar.
Margt bar á góma; dægurmál lið-
innar stundar og ferðalögin sem
þau fóru svo mörg. Oftar en ekki
tóku þær stöllur að minnast
gömlu daganna, æskuleikja og
ævintýra í Reykhólum og á Suð-
urvöllum og rifjuðu upp hlátur-
gleðina og glensið í fullorðna fólk-
inu. Þá vorum við bara hljóðir
hlustendur. Aldrei varð svo svo
efnisvant að grípa þyrfti til um-
ræðna um stjórnmál, þar vorum
við ekki samstiga og létum því
vera að verja stuttum samveru-
stundum í slíkt hjal.
Það þurfti ekki lengi að þekkja
Gulla til að finna mann með sterka
samfélagsvitund og glöggt auga
fyrir verðmætum mannlífsins og
hæfileikum samferðamannanna.
Hann, sem svo auðveldlega gat
leyst hvers manns vanda, bar
mikla virðingu fyrir samfélaginu
sem hann lifði og hrærðist í og
lagði sitt af mörkum til að gera
það lífvænlegra og betra. Hann
var einarður í skoðunum og mót-
aður af því félagslega umhverfi
sem hann ólst upp við og hvikaði
aldrei frá þeim lífsgildum sem
tryggja jöfnuð og öryggi til lífs-
bjargar hverjum og einum þegni
samfélagsins. Þannig tók hann
virkan þátt í félagsmálum bæði
fyrir samfélag sitt og á fagsviði
sínu, gegndi þar mörgum trúnað-
arstörfum. Þannig vann hann
störf sín hvort heldur var í eigin
rekstri eða við kennsluna svo og
önnur þau verkefni sem hann tók
að sér. Vegna starfa okkar áttum
við víða samleið í áranna rás og þá
höfum við verið liðsmenn rótarý-
hreyfingarinnar um áratugi. Sí-
ungur og kraftmikill að hverju
sem hann gekk og oft til þess tekið
hversu aldurinn mæddi hann lítið.
Okkur fannst hann ekkert hafa
breyst þá hálfu öld sem við höfð-
um þekkst.
En þá læðist að váboði úr
óvæntri átt, erfiður sjúkdómur
greindist á háu stigi. Þessa glímu
var ekki hægt að vinna. Nú er lífs-
ljós hans slokknað, löngu lífi lokið
og miklu í verk komið. Minningar
langrar og góðrar vináttu merla í
sál og sinni. Komið að kveðju-
stund og við kveðjum með sökn-
uði. Elsku Lilla og fjölskyldan öll,
innilegar samúðarkveðjur og
megi algóður Guð styðja og
styrkja á sorgarstund. Guð blessi
minningu Guðlaugs Ketilssonar.
Steinunn, Magnús, Soffía, Jón
og fjölskyldur, Hvanneyri.
Elsku frændi minn, með þessm
fáeinum orðum langar mig að
minnast þín. Síðasta vetrardag
kvaddir þú eftir stutta erfiða bar-
áttu við krabbamein.
Elsku Gulli, mikið eigum við
eftir að sakna þín. Þú varst ein-
stakur og góður maður. Þú varst
hjartahlýr og mikill vinur okkar
hjóna. Við áttum börnin okkar á
svipðum aldri og á árum áður var
mikill samgangur á milli, sem hef-
ur haldist alla tíð. Þegar eitthvað
stóð til í fjölskyldunni var það
fyrsta sem börnin óskuðu eftir
Gulli frændi og Lilla.
Gulli fór mjög ungur að vinna
eða um 14 ára aldur og upp frá því
sá hann alveg um sig sjálfur.
Hann var vinnusamur og vann
hann á verkstæðinu sínu þar til
hann veiktist. Hann var snillingur
á flestöllum sviðum. Einn mesti
þúsundþjalasmiður sem sést hef-
ur og það sást á fallega heimili
þeirra hjóna. Hann var mikill
húmoristi og alltaf mikil gleði í
kringum hann. Gulli var fróður og
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum
og áhuga á fólki almennt, hann
var okkar gagnabanki. Ef fæddist
barn í fjölskyldunni þá var Gulli
búinn að skrá nafn og helstu upp-
lýsingar um barnið í ættarskrána.
Gulli var stoltur af uppruna sínum
en hann fæddist í Bolungarvík.
Við fórum oft vestur til Bolung-
arvíkur með þeim hjónum í tjaldú-
tilegu og tjölduðum við heima hjá
mömmu hans, ömmu minni. Ekki
má gleyma ættarmótunum þar
sem mikið var hlegið og trallað.
Þetta eru ógleymanlegar
stundir. Þau hjónin ferðuðust
mikið bæði innanlands og utan-
lands og alltaf var hann búinn að
kynna sér vel þá staði sem þau
ætluðu að heimsækja, áður en þau
lögðu af stað. Ég vil þakka traust-
ið, að treysta mér fyrir drengjun-
um sínum þegar þau fóru í lang-
ferð erlendis.
Elsku frændi, þú hefur alltaf
verið mjög stoltur af börnunum
þínum og allri stórfjölskyldunni.
Fylgdist vel með og það eru sér-
stakir eiginleikar. Fyrir mér
varstu aldrei gamall, hvorki í anda
né í útliti og með þeim orðum kveð
ég þig með tárin í augunum. Hjart-
ans þakkir fyrir allar góðu stund-
irnar, við gleymum þér aldrei .
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
:,:Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Árla ég aftur rís
ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
(Þýðandi: Matthías Jochumsson)
Elsku Lilla, Erna, Rabbi, Birk-
ir, Katla og fjölskyldur, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð,
missir ykkar er mikill.
Guð verði með ykkur.
Erna og Baldur.