Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 ✝ Sigríður G. Guðjohnsen fæddist á Húsavík 28. ágúst 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 28. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Einar Oddur Guðjohn- sen, f. 18. des. 1895, d. 30. sept. 1954, og Guð- rún Snjólaug Guðjohnsen, f. 29. mars 1905, d. 30. nóv. 1982. Systkini Sigríðar eru: Stefán Þórður, f. 29. nóv. 1926, d. 24. sept. 1969; Kristín, f. 28. mars 1930, d. 19. maí 1990; Aðal- steinn, f. 23. des. 1931; El- ísabet, f. 23. okt. 1933. Sigríður giftist 21. júní 1952 Einari Sigurjónssyni bók- bindara, f. 26. ágúst 1926, d. 22. júní 2002. Börn þeirra eru: 1) Oddur, f. 13. jan. 1953, eig- inkona hans er Una Dagbjört Kristjánsdóttir, börn þeirra júlí 1987. 4) Guðrún Snjólaug, f. 3. okt. 1958. Eiginmaður hennar er Sigurður Guðnason, börn þeirra Guðni, f. 19. des. 1980, og Hilmar Pétur, f. 30. júlí 1986. 5) Pétur, f. 27. sept. 1963, barnsmóðir Jóna Júlía Petersen, barn þeirra er Gunn- hildur, f. 12. mars 1990, barns- móðir Steinunn Gríma Krist- insdóttir, f. 10. nóv. 1961, barn hennar er Ásgrímur Ásmunds- son, f. 30. des. 1983, fóst- ursonur Péturs, barn Grímu og Péturs er Kristín Una, f. 14. sept. 1994. Menntun sína hlaut Sigríður við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Hún starfaði við heimilisstörf og uppeldi barna sinna og síðan við hlið eig- inmanns síns á bókbandsstofu hans, sem bar nafn hans, allt til þess að hann ákvað að setj- ast í helgan stein og eftir það starfaði hún við hlið Péturs, yngsta sonar síns, eftir að hann tók við rekstri bókbands- stofunnar og allt til þess að hún ákvað sjálf að setjast í helgan stein, þá komin nokkuð á níræðisaldur. Útför Sigríðar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 13. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. eru Sigríður Mar- grét, f. 6. maí 1976, Kristjana Rós, f. 19. mars 1981, Einar Sig- urjón, f. 21. mars 1983, og Dagbjört Snjólaug, f. 5. júlí 1985. 2) Ómar, f. 6. sept. 1954, eig- inkona hans er Guðríður Svandís Hauksdóttir, barn hennar af fyrra sambandi er Ylfa Jean Adele Ómarsdóttir, börn þeirra eru Linda Björk, f. 8. des. 1978, d. 27. jan. 1979, sveinbarn, f. 1. okt. 1979, d. 2. okt. 1979, sveinbarn, f. 1. okt. 1979, d. 6. okt. 1979, Berglind Ósk, f. 30. sept. 1980, Baldvin Daði, f. 31. maí 1987. 3) Sig- urjón, f. 11. feb. 1957. Barns- móðir Heiðrún Þóra Gunn- arsdóttir, barn þeirra er Elín Hrönn, f. 5. júlí 1976. Eigin- kona Lajla Finborud, börn þeirra eru Finn Filip, f. 8. mars 1984, og Emil Aron, f. 30. Mín kæra móðir lést á Drop- laugarstöðum 28. apríl 2022. Mamma, þú varst ávallt mjög dugleg sem húsmóðir og mikið verk að halda utan um þetta stóra heimili með fimm börnum. Ég man alltaf hvernig föt þú saumaðir á mig. Ég man eftir rauðu kápunni og svo man ég líka eftir bláu flauelsbuxunum og svo saumaðir þú hatt í stíl við buxurnar. Við bjuggum á Meistaravöllum á fjórðu hæð og þar var engin lyfta svo þú þurftir að ganga alla stig- ana með þvott því þvottahúsið var í kjallaranum. Og svo þurftir þú að bera upp allan mat ofan í sjö manna fjölskyldu. Þú sagðir ávallt að stigarnir héldu þér ungri og þess vegna værir þú svona lipur og létt á tá fram eftir aldri. Eftir að við systkinin fórum að heiman fórst þú að vinna hjá pabba á bókbandsstofunni. Eftir að pabbi dó og Pétur bróðir tók við verkstæðinu hélstu áfram að vinna þar og varst ekki ánægð ef ekki voru verkefni fyrir þig. Þú ferðaðist í og úr vinnu í strætó þrátt fyrir að þú værir orðin rúm- lega áttræð og hættir ekki að vinna hjá Pétri fyrr en þú varst orðin 82 ára. Það var oft kátt á hjalla þegar gestir komu á verkstæðið og báðu ykkur að vinna eitthvert verk fyrir sig. Það var oft straumur af fólki til ykkar. Pétur var einstaklega laginn við bókbandið. Hann var meira að segja beðinn að vinna fyrir for- setaembættið þar sem hann bæði batt inn bækur og bjó til öskjur ut- an um þær. Pétur lærði mjög fal- legt handverk af pabba því hann pabbi var mjög handlaginn. Hann pabbi var af gamla skólanum og hann eyddi öllum laugardögum í að handgylla bækur. En svo fór að halla undan fæti. Þú bjóst í 55 ár á sama stað á Meistaravöllum. Þá var orðið erf- itt að fara upp fjórar hæðir og þar kom að þú fluttir í fallega og hent- uga íbúð á Eiðismýri. Það tók smátíma að venjast breytingunum en ég held að þú hafir verið ánægð. Síðan liðu nú ekki nema tvö ár að heilsan fór að bila og þú þurftir að flytjast á Droplaugarstaði. Þó líkaminn væri byrjaður að gefa sig, sjónin og heyrnin nánast farin varst þú alltaf klár í kollin- um. Þú varst aldrei sátt við þessi vistaskipti en hér var ekki ann- arra kosta völ. Þú varst orðin 93 ára þegar þú lést og ég held að þú hafir átt gott líf. Þú talaðir vel um æskuárin á Húsavík og að norðan tókstu með þér meðal annars hefðina að baka laufabrauð fyrir jólin og þá var íbúðin á Meistaravöllum full af börnum og barnabörnum. Þú áttir okkur fimm systkinin og eignaðist 16 barnabörn en á lífi eru 13 og langömmubörnin eru orðin 19. Þótt lítið væri um utan- landsferðir þegar þú varst yngri bættirðu það upp seinna og naust þess að heimsækja Vín, Krít, Flór- ens og Feneyjar svo eitthvað sé nefnt. Svo voruð þið pabbi alltaf dugleg að ferðast um landið okk- ar. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Snjólaug Einarsdóttir. Það eina sem ekkert okkar fær nóg af í lífinu er tími. Elsku amma gaf okkur alltaf nægan tíma. Við eigum hlýjar og góðar minningar um ömmu Siggu sem er nú fallin frá, 93 ára að aldri. Amma var björt, falleg, jákvæð, ákveðin og forvitin. Hún var sjálfstæð kona sem ólst upp á tíma takmarkaðra tækifæra kvenna, henni var ekki ætlað að fara í háskóla en hún fór þess í stað í húsmæðraskóla. Hún rak stórt og fallegt heimili auk þess sem hún og afi ráku saman bókbandsstofu við Bjargarstíg í Reykjavík. Amma lifði líka tíma jafnra tækifæra, tíma þar sem dóttir hennar og sonardætur gátu aflað sér menntunar við hæfi og skarað fram úr. Amma var ávallt hraust, hún synti og hjólaði langt fram eftir aldri. Amma fylgdist með okkur af áhuga og hvatti okk- ur áfram, hún lá aldrei á skoðun- um sínum og var stolt af okkur. Amma bjó á fjórðu hæð á Meistaravöllum 7 í Vesturbæ Reykjavíkur þar til á tíræðisaldri. Á Meistaravöllum 7 er engin lyfta, sem var mörgum fullorðnum til ama en ekki henni. Á sunnudögum fórum við systkinin iðulega í kapp- hlaup upp stigann. Þegar inn var komið tók björt og falleg kona á móti okkur og bauð okkur velkom- in með bros á vör. Það var hún amma Sigga, glaðleg og glæsileg með smitandi hlátur og spékoppa. Það var alltaf líf og fjör á Meist- aravöllum, þar lékum við frænd- systkinin okkur saman og oftar en ekki var Útvegsspilið tekið fram. Amma sá til þess að heimilið væri óaðfinnanlegt og ekki vantaði upp á kræsingarnar, sem voru bornar fram af einstakri lagni. Þó svo að boðunum hafi fækkað með árun- um þá þykir okkur mjög vænt um fjölskylduna og tímann sem amma og afi gáfu okkur öllum saman. Ömmu leiddist ekki að spjalla en hún hafði samt takmarkaðan áhuga á slúðri og óþarfa tilfinningahjali, sem var í góðu lagi okkar vegna. Okkur þótti fátt eins skemmtilegt og að ræða við ömmu um nám, starfsframa, viðskipti, stjórnmál, listir og framfarir. Hún talaði iðu- lega umbúðalaust og gaf lítið fyrir viðkvæmni, hún var hreinskilin og stundum jafnvel ströng. Við minnumst þess að hafa far- ið í ófáar sundferðir með ömmu og afa í Vesturbæjarlaugina og göngutúra í hverfinu. Amma eld- aði góðan mat og bauð okkur allt- af upp á íslenskan fisk eða aðra eins hollustu. Ömmu þótti ekkert betra en að vaka aðeins fram eftir á kvöldin og fengum við öll tæki- færi til þess að sitja með henni í stofunni eftir að afi var farinn að sofa. Bókbandsstofan við Bjargar- stíg á sérstakan stað í hjarta okk- ar allra. Þar fengum við afklippur og annan efnivið sem þótti stór- fínn fyrir föndur. Amma var yf- irleitt með uppbrettar ermar þeg- ar þangað var komið og gaf engum eftir þegar kom að bókbandinu sjálfu, skurðarvélinni eða spjallinu á kaffistofunni. Í síðustu viku fengum við öll ómetanlegan tíma með ömmu þar sem við kvöddum hana, bárum henni kveðjur frá frændsystkin- um, þökkuðum henni fyrir og minntum hana á að við tækjum við keflinu. Elsku amma, þú ert mótið sem við erum steypt í og við erum þakklát fyrir þann tíma sem þú gafst okkur. Elsku amma, við lif- um þökk sé þér og þú lifir áfram í okkur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen, Einar Sigurjón Oddsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir. Sigríður G. Guðjohnsen ✝ Sveindís Þór- unn H. Péturs- dóttir fæddist í Sandgerði 1. janúar 1942. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Pétur Haf- steinn Björnsson, f. 21.7. 1918, d. 28.1. 2009 og Sveinlaug Halldóra Sveins- dóttir, f. 8.3. 1918, d. 29.1. 1992. Systkini Sveindísar voru Guð- björg Birna, f. 24.12. 1940, d. 16.3. 1992, Sigurður Rósant, f. 28.5. 1944, Jóhanna Sigurrós, f. 8.11. 1948 og Anna Marý, f. 4.12. 1955. Eiginmaður Sveindísar var Ágúst G. Einarsson vélstjóri, fæddur á Þingeyri 24.10. 1936. Börn Sveindísar og Ágústar eru: 1) Pétur Halldór, f. 3.9. 1959, kona hans Bjarney Sigurðardóttir. 2) Húsmæðraskóla Ísafjarðar. Hún fór ung vestur í Dýrafjörð og þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Ágústi G. Einarssyni og gengu þau í hjónaband 4. júní 1961 á Þingeyri. Síðar fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Ágúst lauk vélfræðinámi og næstu árin bjuggu þau á ýmsum stöðum vegna atvinnu Ágústar. Árið 1976 flytur fjölskyldan í Eyjafjörðinn þar sem Sveindís undi hag sínum vel og bjó síðustu árin á Akureyri. Sveindís starfaði lengst af sem húsmóðir en vann einnig við hin ýmsu störf í gegn- um tíðina og síðustu árin sem hún var á vinnumarkaði starfaði hún hjá Kaffibrennslu Akureyrar. Sveindís var virk í félagsstörfum svo sem Kvenfélaginu Hjálpinni, vann sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn og var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Emblu á Akureyri. Útför Sveindísar fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri í dag, 13. maí 2022 og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á síðu Glerárkirkju. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Davíð Ragnar, f. 28.5. 1962, kona hans Elsa Sigmunds- dóttir. 3) Guðrún Ágústa, f. 31.1. 1965, hennar maður Garð- ar Hólm Stefánsson. 4) Sigurður Már, f. 8.11. 1968, kona hans var Guðríður Emmý Bang, d. 22.11. 2010, sam- býliskona Sigurðar er Rongrat Lampa. 5) Víðir Sveinn, f. 2.11. 1974, sambýlis- kona hans Adda Bára Hreið- arsdóttir. Barnabörn Sveindísar og Ágústar eru 14 talsins og barnabarnabörnin 24. Sveindís ólst upp í Sandgerði þar sem stórfjölskylda hennar bjó saman á æskuheimili hennar. Hún gekk í barnaskóla í Sandgerði, gagnfræðaskóla í Hlíðardalsskóla í Ölfusi og lauk síðar námi frá Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson) Elsku mamma og tengda- mamma, takk fyrir alla ást og væntumþykju til okkar og allra af- komenda þinna. Það var alltaf gott að vera í kringum þig og hláturinn aldrei langt undan. Takk fyrir að halda alltaf í húmorinn, þrátt fyrir stríðnina í okkur. Þín verður sárt saknað, en minning þín er ljós í lífi okkar. Pétur, Davíð, Guðrún, Sigurður, Víðir og makar. Í dag kveðjum við elsku ömmu mína í hinsta sinn. Ég mun alltaf muna eftir smit- andi hlátrinum hennar. Ef amma hló hló ég líka. Alltaf. Það gat samt líka fokið í gömlu, en þá var alltaf besta trixið að gera grín að henni og þá sagði hún „já gerðu bara grín að mér þarna“ og var svo farin að hlæja aftur eftir nokkrar sekúndur. Þannig var allavega okkar samband. Það er orðið alltof langt síðan ég hitti ömmu sökum heimsfaraldurs og búsetustaða. Þrátt fyrir það líður mér ekki eins og það sé langt síðan því við vorum alltaf duglegar að hringja hvor í aðra. Símtölin end- uðu alltaf eins, þar sem hún sagði „þakka þér fyrir samtalið, guð geymi þig“. Þá svaraði ég „takk sömuleiðis, ég elska þig amma“, og alltaf kom sama svarið frá ömmu „ég elska þig meira“. Hún elskaði börnin, barnabörnin og langömmubörnin sín svo mikið og var svo stolt af okkur öllum. Ekk- ert afrek var of lítið til að vera ekki í frásögur færandi. Sem dæmi til- kynnti hún mér einu sinni að ein lítil snúlla væri farin að geta verið með tíkó í hárinu, svo sagði hún mér frá hárinu á öllum yngstu krílunum. Þrátt fyrir að eiga millj- ón langömmubörn var hún alltaf jafn hreykin af þeim öllum og allt- af jafn spennt ef það var að bætast í hópinn. „Ég sá barn í bollanum“ sagði hún þá, og ég svaraði „nú er það“, þá sagði hún mjög montin (og á innsoginu) „jááá“. Svo þegar maður spurði hvort hún vissi hver ætti von á sér þá var svarið yf- irleitt „já, en það er leyndó“. Hún var samt of spennt til að segja manni ekki að það ætti einhver von á sér. Elsku amma, ég vildi að ég gæti fengið að knúsa þig aftur og hlæja með þér meira. En ég held þakklát í minningarnar. Takk fyrir allar stundirnar og samtölin, ég elska þig amma. Og ég veit, þú elskar mig meira. Heiðdís Ósk Pétursdóttir. Sveindís Þórunn H. Pétursdóttir ✝ Ingibjörg Ásta Magnúsdóttir fæddist í Borgar- nesi 20. desember 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Anna Sig- ríður Agnarsdóttir saumakona, f. 10. janúar 1907 í Hafn- arfirði, d. 7. nóvember 1987 á Akranesi og Magnús Jónasson, f. 2. maí 1894 á Galtarhöfða í Norðurárdal, bifreiðarstjóri og forstjóri Bifreiðastöðvar Borg- arness, d. 5. des. 1969 í Borgar- nesi. Systkini: Skjöldur Magn- ússon, f. 29. febrúar 1936, og sammæðra systkini: Valgerður Karlsdóttir, f. 9. september 1927, d. 1. janúar 1928 og Reyn- ir Karlsson, f. 8. mars 1929, d. 15. jan. 2020. Jeff Roy, f. 17. ágúst 1966, bú- sett í Ameríku. 3) Atli Norð- dahl, f. 7. ágúst 1967, kona hans er Anna G. Einarsdóttir, f. 19. september 1964, börn þeirra eru Ingibjörg Ásta Norðdahl, f. 2. nóvember 1997, Vignir Snær Norðdahl, f. 19. maí 1999, Inga Hrönn Ólafsdóttir, f. 4. febrúar 1988. Barnabörn þeirra eru þrjú talsins. Ingibjörg sleit barnsskóm sínum í Borgarnesi og ung leit- aði hún á vit ævintýranna og fór til náms í Chicago og í beinu framhaldi af því þegar námi var lokið fékk hún vinnu hjá stóru og virtu tryggingarfélagi þar í borg. En hugurinn leitaði heim og fékk hún vinnu sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Í fluginu lágu leiðir Ingibjargar og Vign- is saman. Síðan vann hún sem einkarit- ari hjá Bifreiðum og landbún- aðarvélum og seinna Gamla Kompaníinu. Stofnaði síðan Garðaprjón með manni sínum og unnu þau við það fyrirtæki það sem eftir var af starfsævi þeirra. Útför Ingibjargar fór fram í Vídalínskirkju 28. apríl 2022. Eiginmaður hennar var Vignir Norðdahl, f. 29. febrúar 1932 í Reykjavík, flug- maður og fram- kvæmdastjóri eigin fyrirtækis, d. 22. júní 2004 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Magnús Haukur Norðdahl, f. 20. febrúar 1954. Kona hans er Hel- en Ingibjörg Agnarsdóttir, f. 25. júlí 1961. Börn þeirra eru Agnar Bragi Magnússon, f. 3. febrúar 1987. Haukur Magn- ússon, f. 17. febrúar 1989. Vikt- or Ingi Magnússon, f. 9. október 1995. Börn Magnúsar af fyrri hjónaböndum eru Guðrún Ásta Magnúsdóttir, f. 23. nóvember 1975, Þorsteinn Magnússon, f. 29. júní 1980. Barnabörn þeirra eru 8 talsins. 2) Anna Norðdahl, f. 28. júlí 1962, maður hennar er Ingibjörg Ásta Magnúsdóttir f. 20. desember 1934 í húsinu sem var fjölskylduhús á Borgarbraut 7 í Borgarnesi. Hún lést 11. apríl sl. og er borin til grafar í dag. Á Borgarbrautinni bjuggu afar, ömmur, foreldrar, börn og jafnvel fleiri. Hún var alltaf kölluð Lóló af vinum og vandamönnum. Ég kynntist henni þegar ég var 17 ára en þá vorum við Maggi bróðurson- ur hennar að draga okkur saman. Hún og Vignir voru að byggja sér íbúð á Seltjarnarnesi og vantaði barnapíu til að vera hjá Önnu sem var á þriðja ári nokkur kvöld þeg- ar þau voru að vinna í húsinu. Okkur fannst auðvitað sjálfsagt að verða við því. Það var mikill mun- ur að flytja á Melabrautina úr litlu íbúðinni í Austurbrún. Það var á þeim tíma þegar fólk flutti inn með bráðabirgðaeldhúsinnrétt- ingu og málaðan steininn á gólf- unum. Svo var safnað fyrir nýrri innréttingu og teppum á gólfin. Árið 1967 stækkar fjölskyldan þegar Atli fæðist og ári síðar kem- ur Magnús Haukur 14 ára til þeirra en hann var hjá afa og ömmu í Borgarnesi fram að því. Lóló keypti sér prjónavél og Vign- ir setti á vélina mótor og síðan var farið að æfa sig. Hún var fljót að læra. Þau fóru að prjóna húfur, trefla og vettlinga en þá var hús- næðið orðið of lítið. Árið 1974 flytja þau í Garðabæinn í stærra og betra húsnæði og stofna fyrir- tæki – Garðaprjón – og prjóna með ferðamenn í huga. Síðar fóru þau í stærra og betra húsnæði og með prjónastofuna með sér. Lóló sá um prjónaskapinn og Vignir var í véladeildinni. Anna, Atli og hans fjölskylda hafa verið dugleg að vinna með þeim þegar þurft hefur. Vignir lést árið 2004 eftir veikindi. Atli tók þá við af pabba sínum. Anna stóð vaktina með mömmu sinni þangað til hún flutti til Ameríku fyrir fáum árum, en kemur á hverju ári. Vinskapur okkar hefur alltaf verið mjög góð- ur, við hist yfir kaffibolla og með- læti, sagt gamansögur og gert grín hvert að öðru þegar tími hef- ur gefist. Átt mjög góðar stundir. Þrekið hefur minnkað hjá henni Lóló minni í nokkur ár og svo hef- ur Covid-19 verið henni erfitt; þótt hún hafi ekki veikst þá hefur hún verið talsvert einangruð eins og allir aðrir en fjölskyldan hafur hugsað vel um hana. Það hefur verið tekið vel á móti henni þegar hún kom í Sumar- landið. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Sigríður J. Tyrfingsdóttir. Ingibjörg Ásta Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.