Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Blæðarafélags Íslands
verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 20 á
Icelandair Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, Rvk.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Stjórnin
Tillaga nýs deiliskipulags kynnt á
opnum degi
Frístundabyggð 7 lóða í landi Dagverðarness
á svæði 9
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 165. fundi
sínu þann 27. apríl 2022 að auglýsa fyrir almenningi
og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags sjö
frístundalóða í landi Dagverðarness á svæði 9, sbr.
1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem
allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í breytingu
Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sem
samþykkt var af hreppsnefnd þann 27. nóvember 2019.
Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér 7 nýjar
frístundalóðir, Dagverðarnes 300, 301, 302, 303, 304,
305 og 306 og opið skógarsvæði til sérstakra nota.
Skipulagssvæðið er samtals 4,86 ha að stærð og er
ofan Skorradalsvegar (508).
Áður en tillagan verður auglýst verður tillagan kynnt
sbr. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnum degi á
skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á
Hvanneyri, 311 Borgarnes, þann 17. maí nk. milli kl.
10-14. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu
sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 13. maí nk.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps.
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Zumba Gold
60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl. 10.10,
Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. Júróvisiongleði kl.
14, nú hitum við upp fyrir laugardagskvöldið og rifjum upp okkar
uppáhaldsjúróvisionslagara, léttar veitingar í boði. Nánari upplýs-
ingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411 2600.
Boðinn Pílukast kl. 9 í matsal. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12.Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Bingó kl. 13. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns-
húsi, kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli. Kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi, kl.
12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi, kl. 13 gönguhópur frá Smiðju. Kl. 13
glernámskeið í Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjálandi.
Kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Brids 13.
Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönguhópar frá Borg-
um og inni í Egilshöll, tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu
við sitt hæfi kl. 10. Brids kl. 12.30. Hannyrðahópur kl. 12.30.Tré-
útskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Góða helgi. Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Föstudagshópur í
handverksstofu kl. 10.30-11.30. Vinnustofa, lokaður hópur kl. 12.30-14.
Opin handavinnustofa kl. 14.30-16. BINGÓ er svo á sínum stað inni í
matsal kl. 13.30-14.30 og síðan er vöfflukaffið strax að loknu BINGÓI
kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartan-
lega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla daga kl. 9-11. Sumarsalsa með Hildi-
gunni á Skólabraut kl. 11. Söngstund á Skólabraut kl. 12.30.(ath.
breyttur tími). Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir. Minnum á samveruna
með námsfólkinu okkar nk. þriðjudag á Skólabraut kl. 15-16, og einnig
á vorfagnaðinn / Grillvagninn fimmtudaginn 19. maí kl. 17.30. Söngur,
glens og gaman saman.
Tilboð/útboð
Félagsstarf eldri borgara
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
með
morgun-
!$#"nu
Smá- og raðauglýsingar
og sjá:
er ég kem aftur út
skín sól á heiðum himni
og fuglar syngja í trjánum
fyrir þig sem fórst
og gleymdir
að kveðja
(IH)
Amma lést á sumardaginn
fyrsta. Hún fæddist um haust og
dó um vor. Mér finnst það á ein-
hvern hátt lýsandi fyrir hana. Hún
elskaði vorið og sumarið. Um leið
og það kom sólarglæta var hún
búin að fletta sig klæðum og farin í
sólbað út á pall eða hlúa að blóm-
um í garðinum og hlusta á fuglana.
Amma mín náði háum aldri og átti
gott líf. Það byrjaði þó ekki vel.
Mamma hennar lést af barnsför-
um og pabbi hennar, sem var fá-
tækur barnakennari og átti fleiri
börn, þurfti að láta hana frá sér.
Hún lenti sem betur fer hjá góð-
um hjónum, Agli Þorlákssyni
kennara og Aðalbjörgu Pálsdóttur
konu hans á Akureyri. Það kom
alltaf ljómi í augu ömmu þegar
hún talaði um þau og tónninn í
rödd hennar breyttist. Það var
sami tónninn, sama hlýjan og þeg-
ar hún talaði um allar grónu
grundirnar og fífilbrekkurnar fyr-
ir norðan. Egill og Aðalbjörg
reyndust henni vel og þau tóku
líka pabba minn í fóstur þegar hún
eignaðist hann stuttu eftir stúd-
entspróf og þau afi Hreinn slitu
trúlofuninni og fóru hvort sína
leið. Það hefur ekki verið auðvelt
fyrir ömmu að skilja drenginn eft-
ir fyrir norðan þegar hún fór suð-
ur í nám og verið sárt fyrir unga
stúlku. En hún var ákveðin í að
mennta sig og sjá fyrir sér og síð-
ar kynntist hún Jónasi afa og eign-
aðist með honum fleiri börn.
Amma reyndist mér og öðrum
barnabörnum afar vel. Hún var
alltaf áhugasöm um hagi manns
og studdi okkur til dáða. Ég var
elsta barnabarnið og var mikið hjá
henni sem barn. Minnisstæðast er
mér þegar ég fékk að fara ein tíu
ára gömul að heimsækja ömmu og
afa og Ásu frænku í Cambridge.
Það var mikil ævintýraferð. Við
Ása fengum mikið frelsi, þvæld-
umst um fallegu ensku garðana
með badmintonspaðana, veiddum
síli við ána og leituðum að leður-
blökum á nóttunni. Við fengum
líka að taka lestina einar til Lond-
on, sem okkur þótti mjög kúl, en
þar tóku amma og afi á móti okkur
og fóru með okkur í leikhús og
veislur af ýmsum toga. Þau biðu
líka þolinmóð þegar ég festist í
tískubúðum með stjörnur í augum
og þurfti að skoða öll fötin eða leit-
aði að plötu með Blondie.
Ég man að þegar ég var ung-
lingur á hágelgjunni fannst mér
ekkert töff að amma væri hús-
mæðrakennari og ritstjóri tíma-
ritsins Húsfreyjunnar. Ég skildi
ekki hvernig nokkur manneskja
gæti haft áhuga á heimilisverkum,
hvað þá á að kenna þau enda féll
ég í heimilisfræði í grunnskóla. En
ég lærði að meta það síðar þegar
hún hjálpaði mér að þrífa eldhús-
skápana á Laugaveginum eftir að
ég flutti heim frá París eða skellti í
kransaköku fyrir einhverja veisl-
una eða fisk í hlaupi sem var uppá-
haldið mitt. Ég hefði betur lært
uppskriftina. Það var alltaf gott og
notalegt að koma til hennar og afa
Jónasar á Oddagötuna, fá kaffi,
spjalla eða glugga í bók. Þau voru
falleg saman og mikið held ég að
þau verði glöð að hitta hvort annað
í blámanum hinum megin.
Elsku amma mín. Góða ferð inn
Sigríður
Kristjánsdóttir
✝
Sigríður Krist-
jánsdóttir
fæddist 7. október
1925. Hún lést 21.
apríl 2022.
Útförin fór fram
10. maí 2022.
í ljósið, drauminn og
friðinn.
Takk fyrir allt.
Arndís.
Við erum á leið
norður. Afi og amma
hafa dröslað átta ára
drengnum með á 100
ára afmæli Kaup-
félags Þingeyinga á
Laugum í Reykja-
dal. Við erum komin yfir Holta-
vörðuheiði og hjónin fara að þylja
upp nöfnin á hverju einasta fjalli
sem ber fyrir sjónir. Mér fannst
eins og þau þekktu hvern einasta
krók og kima, augljóslega komin á
heimaslóðir.
Á Sunnubrautinni var hægt að
stelast í Canada dry í kassa í bíl-
skúrnum – því amma og afi voru
selskapsfólk, elskuðu að halda
veislur, blandið alltaf til reiðu.
Erfiðara var stundum að finna
eitthvað kræsilegt að borða fyrir
matvanda gikkinn, því amma var
nýtin húsfreyja af gamla skólan-
um, og geymdi mat fram í lengstu
lög – hún skrifaði bókina um fryst-
ingu matvæla.
Ég naut sennilega þeirra for-
réttinda að vera eitt af fyrstu
barnabörnunum, aðeins systir
mín eldri. Þau voru samt aðeins of
góð við krakkann. Sumarið eftir
að við misstum litla bróður minn
var stungið upp á því að ég fylgdi
ömmu og afa norður í Fremstafell
þar sem bróðir afa stýrði búi og
yrði kannski eftir – en bara ef mér
líkaði. Mjólkin bragðaðist öðruvísi
í sveitinni og óöruggi krakkinn úr
Kópavoginum sem hefði haft gott
af smá veru í sveitinni gat ekki
hugsað sér fyrir sitt litla líf að
verða eftir – að sjálfsögðu fékk ég
að fara með þeim aftur í bæinn.
Eitt sinn fór ég að heimsækja
þau til London þegar afi var þar í
rannsóknarleyfi. Á meðan hann
var á bókasafninu dró ég ömmu á
Cats og að hlusta á Yehudi Me-
nuhin stjórna sellókonserti Elg-
ars. Eitt kvöldið var 16 ára ung-
lingurinn tekinn með í matarboð
allra helstu norrænusérfræðinga
Stór-Lundúnasvæðisins. Ég skildi
ekki mikið í samræðunum sem
sjálfsagt snerust um nýjustu
rannsóknir á veru Egils Skalla-
grímssonar í Jórvík en ég sá að
þarna voru þau í essinu sínu,
heimsborgararnir sem elskuðu að
ferðast og vera innan um
skemmtilegt fólk.
Amma var húsmæðrakennari
og vildi nú sjaldnast leyfa mörgum
að vasast í eldhúsinu sínu. Einu
sinni varð mér það á að spyrja
hvort mamma mætti ekki hjálpa
með sósuna því hún gerði svo góða.
Ég held að 10 ára guttinn hafi náð
að móðga hana. Síðar, þegar ég var
farinn að elda ofan í mig sjálfur,
fékk ég einstaka sinnum að hjálpa
til. Ég man hversu stoltur ég var
þegar ég bauð henni í afmæliskaffi
og hafði bakað bollur sem mér
fannst standast fyllilega saman-
burðinn við „ömmubollurnar“ sem
voru í öllum veislum fjölskyldunn-
ar. „Ég hefði nú getað bakað boll-
ur.“ Næst fékk ég hana til að kenna
mér sín handtök.
Um tvítugt var ljóst að mig
langaði til að leggja tónlistina fyrir
mig. Amma spurði mig hvort ég
vildi ekki taka eitthvað annað með
– lögfræði nefndi hún. Hún elskaði
samt að fara á tónleika og mætti
svo til alltaf þegar ég var að spila,
eftir því sem heilsan leyfði. Ég
reyndi einu sinni að spyrja ömmu
út í æsku sína en fátt var um svör.
Ég held að hún hafi, eins og fleiri
af hennar kynslóð, verið lítt gefin
fyrir að ræða tilfinningar og per-
sónuleg mál. Amma sýndi um-
hyggju eftir öðrum leiðum og
þann djúpstæða kærleik sem hún
bar til barnabarna sinna var ekki
erfitt að skynja.
Hrafnkell Orri Egilsson
Í dag kveðjum við Siggu
frænku, eins og hún var ávallt
kölluð á okkar heimili.
Sigga var föðursystir okkar og
þó að hún og Andrés faðir okkar
hefðu ekki alist upp saman þá
voru þau mjög náin öll fullorðinsár
þeirra og mikill samgangur milli
fjölskyldnanna, enda pabbi og
Jónas miklir vinir allt frá æsku.
Sigga og Jónas bjuggu lengi á
Sunnubraut í Kópavogi og á upp-
vaxtarárum okkar voru tengsl
fjölskyldnanna sterk og barna-
hóparnir á svipuðu reki. Oft var
farið í heimsóknir á Sunnubraut-
ina og margt brallað. Við eldri
systurnar gættum stundum yngri
barnanna á Sunnubrautinni með
aðstoð þeirra eldri og síðar aðstoð-
uðum við af og til í þeim fjölmörgu
veislum sem Sigga og Jónas héldu
á heimili sínu í tengslum við Árna-
stofnun og fleiri tilefni. Sigga
sinnti öllu slíku af miklum mynd-
arbrag og oftar en ekki útbjó hún
öll veisluföng sjálf. Sigga átti til að
mynda tartalettujárn, sem var
sjaldséður gripur, og steikti hún
tartaletturnar sjálf heima í stað
þess að kaupa þær tilbúnar. Þarna
lærðum við eldri systurnar að
handfjatla þann merkisgrip.
Sigga frænka var dugnaðar-
forkur og einkar drífandi í hverju
sem hún tók sér fyrir hendur. Hún
var hreinskiptin og sagði óhikað
sína meiningu. Hún fylgdist alla
tíð vel með frændfólki sínu og
hafði ætíð einlægan áhuga á því
sem var að gerast í okkar lífi.
Þær mágkonur, Sigga og Þor-
gerður móðir okkar, voru samtíða
á Hrafnistu í Reykjavík í nokkur ár
þar til móðir okkar lést fyrir tveim-
ur árum og þá gafst kærkomið
tækifæri til að hittast reglulega.
Með Siggu eru öll systkini föð-
ur okkar farin. Sá systkinahópur
þurfti að takast á við margvíslega
erfiðleika í uppvextinum en þó svo
að þau hafi ekki alist upp saman
ríkti alla tíð mikill kærleikur og
vinátta þeirra á milli.
Við þökkum elsku frænku fyrir
samfylgdina í gegnum árin og
vottum Agli, Kristjáni, Aðal-
björgu, Gunnlaugi, Áslaugu og
þeirra fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúð.
Guðrún Helga, Heiðveig,
Kristján, Kolbeinn og Hallveig.
Við vorum í einni af ógleyman-
legum ferðum Árnastofnunar, að
þessu sinni eftir vel heppnaða ráð-
stefnu, starfsfólk stofnunarinnar
og makar, erlendir gestir og stúd-
entar. Þegar við bjuggumst til að
kveðja eftir yndislegan dag kvað
Sigríður upp úr um að við skyld-
um öll koma í kvöldmat á Odda-
götunni, eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Ekki aðeins nokkrir
gestir, heldur við öll. Og án nokk-
urs fyrirvara var slegið upp veislu
fyrir tugi gesta og borðin svign-
uðu undan dýrindis mat. Þessi
kvöldstund kemur oft upp í hug-
ann því að hún var svo dæmigerð
fyrir þau Sigríði og Jónas. Hún
hikaði ekki við að taka til hendinni
og opna heimili sitt fyrir öllum
sem tengdust Árnastofnun, líka
okkur unga fólkinu, örlát, gestris-
in og ekki síður spontant.
Það leyndist ekki neinum sem
kom inn á Árnastofnun í þann
tíma að Sigríður skipti Jónas
miklu máli í öllum störfum hans.
Þau voru sem einn maður, sam-
rýnd og samtaka, en þó svo ólík
um margt. Hvort um sig bar
sterkan persónuleika. Sigríður
hafði sterkar skoðanir og leyndi
þeim ekki, studdi Jónas og hvatti á
mótunarárum gömlu Árnastofn-
unar og átti mikinn þátt í að skapa
það sterka og opna samfélag sem
þar varð til. Við búum enn að þeim
tón sem þá var sleginn.
En það er auðvitað mikill mis-
skilningur að sjá Sigríði aðeins
sem konu Jónasar. Hann var ekki
síður maður hennar. Sigríður átti
sjálf farsælan starfsferil þar sem
hún var mikils metin, húsmæðra-
kennari í tugi ára. Hún var skör-
ungur og eftirminnileg öllum sem
hana þekktu. Skarpgreind og og
skarpskyggn, ein af þeim sem
horfa beint í augun á manni. Svo
var hún hlý og tók manni alltaf
fagnandi.
Þegar hún kveður í hárri elli, í
faðmi sinnar stóru fjölskyldu,
finnst mér ég vera að kveðja síð-
asta fulltrúa þessa gamla góða
tíma, en finn um leið að hann er
enn með okkur. Lifir í minningum
og ómetanlegum fordæmum sem
aldrei gleymast.
Guðrún Nordal.
Við kveðjum nú Sigríði Krist-
jánsdóttur, húsmæðrakennara og
ritstjóra, og þar með enn eina af
þeim konum sem upphaflega
stofnuðu Delta Kappa Gamma á
Íslandi eða Félag kvenna í
fræðslustörfum. Við vorum alls 26
konur sem stofnuðum samtökin í
nóvember 1975 og vorum við Sig-
ríður báðar í stjórn Alfa-deildar
fyrstu deildarinnar undir forystu
Þuríðar Kristjánsdóttur sem var
formaður. Seinna varð Sigríður
svo formaður Alfa-deildarinnar og
sat oft í stjórn deildar og lands-
sambands. Það var gæfa okkar í
Delta Kappa Gamma að fá leið-
toga eins og Þuríði til að móta
starfsemina frá upphafi. Einkenni
samtakanna okkar hefur alla tíð
verið breiddin í aldri og áhuga-
sviðum félagskvenna og var Sig-
ríður sjálfsagður fulltrúi heimilis-
fræðinnar, enda vel þekkt sem
kennari og ritstjóri Húsfreyjunn-
ar um árabil. Sigríður var góður
félagsmaður og alltaf tilbúin til
þjónustu. Þótt samtökin væru í
upphafi bandarísk var frá upphafi
stefnt að því að þau skyldu vera ís-
lenskum konum í fræðslustörfum
til gagns. Félag kvenna í fræðslu-
störfum hefur alla tíð blómstrað
og deildirnar eru nú 13 með um
350 konum, starfandi um allt land.
Verkefni samtakanna á Íslandi
hafa verið í takt við þá þörf sem
efst er á baugi á hverjum tíma.
Sem dæmi voru í fyrstu öll lög sem
lögð voru fyrir Alþingi og snertu
menntamál tekin til skoðunar og
umsagnir sendar til þingsins. Þing
og ráðstefnur sem samtökin hafa
beitt sér fyrir eru orðin óteljandi
og viðfangsefnin fjölbreytt.
Sigríður kvaddi samtökin fyrir
nokkrum árum en alltaf söknuð-
um við hennar og hefðum gjarnan
viljað njóta starfskrafta hennar
áfram. Það fækkar óðum í hópi
þeirra sem upphaflega stofnuðu
samtökin hér á landi og erum við
aðeins orðnar örfáar eftir.
Fyrir hönd Alfa-deildar Delta
Kappa Gamma kveð ég nú vin-
konu mína til margra ára og sendi
frændfólki, vinum og vandamönn-
um samúðarkveðjur.
Sigrún Klara Hannesdóttir.
Góð kynni og einlæg vinátta
tókst með okkur og Sigríði Krist-
jánsdóttur á öndverðu ári 1979,
þegar báðar fjölskyldur dvöldust á
Englandi samtímis um nokkurra
mánaða skeið, en áður höfðum við
haft meiri kynni af Jónasi manni
hennar. Í London og Cambridge
var þá oft glatt á hjalla með góðum
vinum íslenskum og enskum. All-
ar götur síðan höfum við notið vin-
áttu Sigríðar og gestrisni, þótt ell-
in hafi nú á árunum eftir fráfall
Jónasar tekið í taumana. Sigríður
var rausnarkona mikil og tók vel á
móti gestum, bæði með glöðu við-
móti og veitingum. Gestkvæmt
var á heimilinu, margar þjóðir
gengu þar um gáttir, fólk af öllu
tagi og öllum vel tekið. Sigríði
mætti líkja við landnámskonuna
Geirríði í Borgardal, en um hana
segir í Landnámu að hún „sparði
ekki mat við menn og lét gera
skála sinn um þjóðbraut þvera …
borð stóð inni jafnan og matur á“.
Sigríður var vel að sér um þjóðleg
fræði og margvís um menn og
málefni á heimaslóðum sínum.
Hún var gamansöm og naut þess
að segja frá skrýtnum og
skemmtilegum atvikum, en skap-
rík og hreinskiptin. Á kveðjustund
kemur í hugann fjöldi minninga,
en efst er í huga þakklæti fyrir
margar ánægjulegar samveru-
stundir. Aðstandendum sendum
við einlægar samúðarkveðjur.
Vésteinn og Unnur.