Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fjallað er um tískuna 2022 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, dekur o.fl. SMARTLAND BLAÐIÐ Kemur út 20. maí – meira fyrir lesendur AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ 50 ÁRA Tómas er frá Ólafsvík en býr í Reykjavík. Hann er íþrótta- kennari að mennt og kennir í Mela- skóla. Hann spilaði körfubolta með KR í meistaraflokki í 16 ár. „Ég reyni að halda mér við og geng á fjöll.“ FJÖLSKYLDA Dóttir Tómasar er Stella, f. 2017. Foreldrar Tómasar eru Hermann Marinó Sigurðsson, f. 1933, d. 2020, sjómaður og bifvéla- virki og rak eigið verkstæði, og Ingveldur Magnea Knaran Karls- dóttir, f. 1935, leikskólakennari. Hún er búsett í Ólafsvík. Tómas Hermannsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt á hættu að láta einhvern rugla þig í ríminu í dag, jafnvel einhvern sem er þér eldri. Viðurkenndu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú er komið að því að þú þarft að tak- ast á við mál sem á sér langan aðdraganda. Hafðu taumhald á skapi þínu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er hugsanlegt að þú finnir lausn á vandamáli með því að ræða það við vinnufélaga þína. Láttu það ekki fara í skap- ið á þér þó allt gangi ekki eins og þú óskar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mest- an vinnufrið. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Eitthvað verður til þess að gamlar minningar koma upp, bæði góðar og sárar. Ef maður mætir erfiðri áskorun er ekki óeðlilegt að stíga skref aftur á bak. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vonir þínar og langanir eru meiri en það sem er raunverulega hægt að gera í dag. Nú verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ættir að koma öllum málum á hreint við vini og vandamenn svo einhverjir draug- ar á því sviði séu ekki að þvælast fyrir þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er kraftur í þér í dag og þú vilt skipuleggja þig betur. Líttu í eigin barm áður en þú hefur uppi kröfur á hendur öðr- um. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú átt einkar auðvelt með að laða aðra til samstarfs við þig og átt að not- færa þér þann byr. Reyndu að klára það sem þú hefur tekið að þér. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Sambönd við aðra, einkum af rómantíska taginu, ganga vel þessa viku. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er í mörg horn að líta og þér finnst þú ekki komast yfir allt saman. Gleymdu því samt ekki að heima bíða þínir nánustu og þurfa líka á þér að halda. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einhver lofar þér öllu fögru í dag, taktu því með fyrirvara. Beindu athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Íslandsbanka en hann hafði nýlega orðið til við sameiningu fjögurra banka. Það var ljóst að miklar breyt- ingar voru framundan á fjármagns- markaði með frjálsum gjaldeyris- markaði og frjálsu flæði fjármagns milli landa. Þessi nýi banki var skipulagður til þess að taka á móti þessum breytingum, m.a. var stofn- uð sérstök deild í bankanum til þess að halda utan um þessi verkefni. Ég tók að mér að veita þessari deild for- hann í fimm ár eða þar til honum var boðað starf fulltrúa Erlendar Einarssonar, forstjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, en þá hafði Iðnaðardeild Sambandsins verið við- skiptavinur Eggerts í þrjú ár. Þar starfaði hann í tæp tólf ár, tæp fjög- ur ár hjá Erlendi, þrjú ár fram- kvæmdastjóri Fjárhagsdeildar og fimm ár framkvæmdastjóri Skrif- stofu Sambandsins í London. „Í ársbyrjun 1992 réð ég mig til E ggert Ágúst Sverrisson fæddist 13. maí 1947 í Reykjavík, ólst upp í Norðurmýri og gekk í Austurbæjarskólann. Þegar hann var tíu ára fluttu for- eldrar hans í Gnoðarvog og fór hann í Langholtsskólann og síðan í Voga- skóla. „Í Vogunum á þessum árum var mikill fjöldi barna enda árgangar eftirstríðsáranna að hefja skóla- göngu. Ég var lánssamur í æsku að eiga kost á að fara í sveit til föður- bróður míns að Haukagili í Vatnsdal. Þar átti ég sex frændsystkini og þar leið mér vel. Þegar ég lít til baka eru forréttindi að eiga æsku í sveitinni sem börnin í dag eiga lítinn sem eng- an kost á. Þegar ég var sex ára eign- aðist ég systur, Svandísi, sem fædd- ist þroskaheft vegna súrefnisskorts við fæðingu. Þetta hafði mikil og varanleg áhrif á líf fjölskyldunnar. Fleiri systkini eignaðist ég ekki. Ég annaðist systur mína mikið þegar ég var strákur en frá 12 ára aldri hefur hún hefur dvalið á Skálatúnsheim- ilinu. Að alast upp með þroskaheftu systkini hefur haft áhrif á lífsviðhorf mín.“ Eggert fór í Verslunarskólann og útskrifaðist stúdent 1968. Þarna segist Eggert hafa eignast sína bestu og traustustu vini sem hafa haldið hópinn alla tíð. „Við höfum hist mánaðarlega yfir vetrartímann til að spjalla og nú síðari árin höfum við ferðast mikið saman með eigin- konum okkar og iðulega leikið golf saman.“ Að loknu námi í Verslunar- skólanum lá leiðin í HÍ og þar lauk hann prófi í viðskiptafræðum í jan- úar 1973. Að loknu náminu fékk hann styrk til þess að stunda nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskipt- um í Genf í Sviss hjá International Trade Center. Eftir það réð hann sig til starfa hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Um mitt ár 1975 réð hann sig til Hagvangs hf. sem var ungt ráðgjafa- fyrirtæki sem m.a. sérhæfði sig í vinnu fyrir íslensk iðnfyrirtæki en á þessum tíma hafði Ísland gengið í EFTA og var það mikil áskorun fyrir íslenskan iðnað. Þar starfaði stöðu sem við nefndum Fjárstýringu (e. treasury) og hefur það nafn fest rætur í fjármálamarkaðinum fyrir slíka starfsemi.“ Eftir fimm ára starf í Íslands- banka var Eggerti boðið starf fram- kvæmdastjóra einstaklingstrygg- inga hjá VÍS og þar starfaði hann í ellefu ár. Við bankahrunið tók hann að sér starf umboðsmanns viðskipta- vina hjá Landsbankanum í desem- ber 2008 og starfaði þar tæp sex ár til maí 2014. „Það má segja að þetta hafi verið eitt erfiðasta starf ævinn- ar sérstaklega með tilliti til þeirra miklu mannlegu tilfinninga sem fylgdu starfinu. Ég viðurkenni að ég var oft tilfinningalega úrvinda þegar ég kom heim á kvöldin í lok vinnu- dags. Þegar ég lít til baka þá hef ég verið lánssamur að fá tækifæri til þess að takast á við mörg áhugaverð verkefni.“ Þegar Eggert hætti í Landsbankanum 67 ára skráði hann sig í sagnfræðinám í HÍ og lauk BA- námi í sagnfræði vorið 2019. Eggert segist alla tíð hafa haft áhuga á félagsmálum. Fyrsta verk- efni hans á þeim vettvangi var stjórn Félags viðskiptafræðinema og síðan stjórn Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga í nokkur ár, m.a. for- maður þess um tíma. Þá var hann virkur í Round Table-hreyfingunni og varð landsformaður hennar. Hann var mörg ár gjaldkeri í stjórn Rauða kross Íslands. „Það er félags- skapur sem hefur átt stærstan hluta í hjarta mínu. Þar kynntist ég mörgu sómafólki, óeigingjörnu, sem vann mikið sjálfboðaliðastarf.“ Eggert gekk til liðs við Oddfellow- hreyfinguna 1994 og hefur verið í stúku nr. 3, Hallveigu. Haustið 2005 var óskað eftir því að hann tæki að sér stjórnarsetu í Golfsambandi Ís- lands sem gjaldkeri stjórnar. Hann starfaði í 14 ár í stjórn þess og síð- ustu árin varaformaður. Við starfs- lok var honum veitt gullmerki GSÍ á Golfþingi og stuttu síðar gullmerki ÍSÍ á Íþróttaþingi fyrir störf í þágu golfhreyfingarinnar. Eggert og Þórhildur giftu sig 20.7. 1974. „Ég hef átt gott og far- sælt fjölskyldulíf annað en að dreng- urinn okkar lést þegar hann var 14 Eggert Á. Sverrisson, viðskipta- og sagnfræðingur – 75 ára Stórfjölskyldan Frá vinstri: Bjarni, Alexandra Björk, Þóra, Eggert Aron, Eggert Ágúst, Þórhildur, Þórhildur Sif, Árni, Kristín Rut og Stefanía Björg á upplifunarsýningunni Fly over Iceland árið 2019. Sagnfræðin var skemmtileg viðbót Versló-félagarnir Efri röð frá vinstri: Eggert, Vilberg, Vilhjálmur, Jón Ásgeir og Þorsteinn, neðri röð frá vinstri: Guðmundur Frímanns, Einar Ingi, Baldur, Arnar og Guðmundur Friðrik, staddir á Flúðum. Sara Maria Czernik og Sigríður Lilja Sigurjóns- dóttir máluðu mynd til styrktar krökkum frá Úkraínu. Þær seldu hana fyrir 10.000 kr. sem þær afhentu Rauða kross- inum. Tombóla Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.