Morgunblaðið - 13.05.2022, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Besta deild karla
Keflavík – Leiknir R. ............................... 3:0
Víkingur R. – Fram.................................. 4:1
Staðan:
Breiðablik 5 5 0 0 16:4 15
Valur 5 4 1 0 11:4 13
KA 5 4 1 0 8:2 13
Víkingur R. 6 3 1 2 14:11 10
Stjarnan 5 2 2 1 13:10 8
KR 5 2 1 2 7:5 7
ÍA 5 1 2 2 7:12 5
FH 5 1 1 3 7:10 4
Keflavík 6 1 1 4 10:15 4
ÍBV 5 0 2 3 6:11 2
Leiknir R. 5 0 2 3 1:8 2
Fram 5 0 2 3 6:14 2
Markahæstir:
Emil Atlason, Stjörnunni............................ 6
Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki.......... 6
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA ......................... 4
Kristall Máni Ingason, Víkingi .................. 4
Lengjudeild karla
Grindavík – Þróttur V.............................. 3:0
KV – HK.................................................... 1:3
Staðan:
Grindavík 2 1 1 0 4:1 4
Grótta 1 1 0 0 5:0 3
Fjölnir 1 1 0 0 3:0 3
Fylkir 1 1 0 0 3:1 3
HK 2 1 0 1 5:4 3
Selfoss 1 1 0 0 3:2 3
Þór 1 1 0 0 1:0 3
Afturelding 1 0 1 0 1:1 1
Kórdrengir 1 0 0 1 0:1 0
KV 2 0 0 2 2:6 0
Vestri 1 0 0 1 0:5 0
Þróttur V. 2 0 0 2 0:6 0
UEFA-mót U16 kvenna
Leikið í Portúgal:
Portúgal – Ísland..................................... 2:1
Lilja Björk Unnarsdóttir 38. Mörk Portú-
gals á 36. og 41. mínútu.
England
Tottenham – Arsenal ............................... 3:0
Staða efstu liða:
Manch. City 36 28 5 3 94:22 89
Liverpool 36 26 8 2 89:24 86
Chelsea 36 20 10 6 73:31 70
Arsenal 36 21 3 12 56:45 66
Tottenham 36 20 5 11 63:40 65
Manch. Utd 37 16 10 11 57:56 58
West Ham 36 16 7 13 57:46 55
Wolves 36 15 5 16 36:39 50
Brighton 36 11 14 11 38:42 47
Danmörk
Úrslitakeppnin:
Midtjylland – Bröndby............................ 2:2
- Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er
frá keppni vegna meiðsla.
_ Köbenhavn 62, Midtjylland 59, Silkeborg
49, AaB 45, Randers 43, Bröndby 42. Tvær
umferðir eru eftir.
Fallkeppnin:
Vejle – AGF .............................................. 1:0
- Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael And-
erson léku allan leikinn með AGF.
OB – Viborg.............................................. 1:1
- Aron Elís Þrándarson lék ekki með OB
vegna meiðsla.
_ Viborg 38, OB 37, Nordsjælland 32, AGF
29, Vejle 26, SönderjyskE 22. Tvær um-
ferðir eru eftir og SönderjyskE er fallið en
AGF og Vejle slást um að halda sér uppi.
B-deild, úrslitakeppnin:
Lyngby – Hvidovre.................................. 1:0
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 76. mínútu en Frederik Schram
var varamarkvörður. Freyr Alexandersson
þjálfar liðið.
_ Lyngby 56, Horsens 56, Helsingör 54,
Hvidovre 50, Fredericia 47, Nyköbing 31.
Þetta var fyrsti leikur í 29. umferð af 32.
Svíþjóð
Örebro – Häcken ..................................... 0:1
- Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á hjá
Örebro á 82. mínútu.
- Agla María Albertsdóttir kom inn á hjá
Häcken á 80. mínútu en Diljá Ýr Zomers
var ekki í hópnum.
Linköping – Piteå .................................... 2:0
- Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 83 mínúturn-
ar með Piteå.
Staða efstu liða:
Häcken 8 5 3 0 16:5 18
Rosengård 7 5 2 0 19:7 17
Linköping 8 5 1 2 13:6 16
Eskilstuna 8 5 1 2 12:7 16
Piteå 8 4 1 3 13:9 13
Vittsjö 8 3 4 1 9:8 13
Noregur
Tromsö – Vålerenga ............................... 1:0
- Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn
Kjartansson léku allan leikinn með Våle-
renga.
Viking – Strömsgodset ........................... 0:0
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson kom
inn á eftir 58 mínútur.
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset.
Bandaríkin
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
New England Revolution – Cincinnati . 5:1
- Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
með New England.
Houston Dynamo – San Antonio............ 1:0
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou-
ston á 83. mínútu.
50$99(/:+0$
Tottenham galopnaði baráttuna um
Meistaradeildarsætið, fjórða sæti
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu, með sannfærandi 3:0 sigri á
erkifjendunum og grönnunum í
Norður-London í gærkvöld á Tott-
enham-leikvanginum. Aðeins eitt
stig skilur nú liðin að, Arsenal í hag,
þegar tvær umferðir eru eftir og
markatala Tottenham er mun betri.
Harry Kane skoraði tvö mörk í fyrri
hálfleik og Arsenal missti þá Rob
Holding af velli með rautt spjald.
Son Heung-Min skoraði þriðja
markið í byrjun síðari hálfleiks.
Tottenham vann
grannaslaginn
AFP/Paul Ellis
Spurs Son Heung-Min og Harry
Kane sáu um mörkin þrjú.
HK og Grindavík unnu fyrstu leiki
sína í 1. deild karla í vor í gærkvöld
þegar HK lagði KV 3:1 í Vestur-
bænum og Grindvíkingar unnu 3:0
heimasigur á Þrótti úr Vogum.
Ásgeir Marteinsson og Hassan
Jalloh skoruðu fyrir HK á fyrstu tíu
mínútunum á KR-vellinum. Í upp-
bótartíma skoraði svo Patryk Hry-
niewicki fyrir KV og Bjarni Páll
Runólfsson að vörmu spori fyrir
HK.
Dagur Ingi Hammer skoraði tvö
marka Grindvíkinga gegn Þrótti og
Kairo Edwards-John eitt.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skoraði Ásgeir Marteinsson kom
HK yfir í Vesturbænum.
Fyrstu sigrar HK
og Grindavíkur
KEFLAVÍK – LEIKNIR R. 3:0
1:0 Adam Ægir Pálsson 5.
2:0 Patrik Johannessen 52.
3:0 Helgi Þór Jónsson 81.
M
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Patrik Johannesen (Keflavík)
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Nacho Heras (Keflavík)
Ivan Kaliuzhnyi (Keflavík)
Maciej Makuszewski (Leikni)
Mikkel Jakobssen (Leikni)
Emil Berger (Leikni)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 9.
Áhorfendur: 448.
VÍKINGUR R. – FRAM 4:1
1:0 Helgi Guðjónsson 10.
2:0 Erlingur Agnarsson 21.
3:0 Erlingur Agnarsson 26.
3:1 Hlynur Atli Magnússon 61.
4:1 Sjálfsmark 67.
MM
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
M
Oliver Ekroth (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
Birnir Snær Ingason (Víkingi)
Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Fred Saraiva (Fram)
Tiago Fernandes (Fram)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarins. – 7.
Áhorfendur: Um 1.000.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Víkings
skoruðu fjögur mörk í þriðja heima-
leiknum í röð þegar þeir tóku á móti
nýliðum Fram í gærkvöld í fyrstu
viðureign grannliðanna í deilda-
keppninni í átta ár.
Einn þessara fjögurra marka
leikja tapaðist reyndar en óhætt er
að segja að „heimavöllur hamingj-
unnar“ hafi staðið undir nafni en í
þessum þremur síðustu leikjum á
Víkingsvelli hafa verið skoruð 19
mörk. Meistararnir eru ansi sveiflu-
kenndir enn sem komið er en þeim
hefur ekki tekist að skora í þeim
tveimur leikjum sem þeir hafa spilað
til þessa á útivelli.
Framarar eru enn án sigurs og
hafa fengið á sig fjórtán mörk í
fyrstu fimm leikjunum. Óhætt er að
segja að leikur þeirra við Leikni í
Breiðholtinu næsta mánudagskvöld
geti skipt sköpum fyrir framhaldið
hjá Safamýrarliðinu. Eftir þann leik
mætir Fram þremur efstu liðum
deildarinnar eins og staðan er í dag.
_ Helgi Guðjónsson skoraði fyrst
á 10. mínútu gegn sínu gamla félagi
og eftir tvö mörk Erlings Agnars-
sonar var staðan orðin 3:0 að 26 mín-
útum liðnum. Engin spenna í leikn-
um eftir það.
_ Hlynur Atli Magnússon kom
Fram á blað í seinni hálfleiknum með
sínu fyrsta marki í deildinni frá því
hann skoraði fyrir Þór gegn Fylki
árið 2014. Hlynur hefur frá þeim
tíma leikið í 1. deild með Fram.
_ Pablo Punyed lék síðasta hálf-
tímann með Víkingum, sem hafa
saknað hans sárlega en hann missti
af fimm fyrstu leikjunum vegna leik-
banns og meiðsla.
Lykilsigur Keflvíkinga
Keflvíkingar unnu langþráðan sig-
ur þegar þeir lögðu Leikni 3:0 í sann-
kölluðum botnslag. Eins og deildin
er að þróast munu innbyrðis viður-
eignir Keflavíkur, Leiknis, Fram og
ÍBV hafa gríðarlegt vægi og þetta
var lykilsigur fyrir Suðurnesjaliðið.
Leiknismenn geta hreinlega ekki
skorað en áttu þó tvö sláarskot. Þeir
hafa aðeins gert eitt mark í fimm
leikjum, og það var sjálfsmark.
Frá 19. júlí í fyrra hefur Leiknis-
liðið skorað samtals fjögur mörk í
fjórtán leikjum í deildinni og enginn
núverandi leikmanna þess hefur
skorað síðan Hjalti Sigurðsson skor-
aði hjá Stjörnunni umrætt júlíkvöld.
Um það leyti hvarf Sævar Atli
Magnússon til Danmerkur, eftir að
hafa skorað 10 af 15 mörkum Leiknis
fram að því, og frá þeim tíma er
sama og ekkert að frétta af marka-
skorun Breiðholtsliðsins.
Leiknir tekur á móti Fram á
mánudag og mætir eftir það KR,
Breiðabliki og FH.
_ Adam Ægir Pálsson skoraði
strax á 5. mínútu, sitt fyrsta mark
fyrir Keflavík í efstu deild, en hann
hafði áður skorað eitt fyrir Víking.
_ Leiknismenn misstu fyrirliðann
Bjarka Aðalsteinsson meiddan af
velli á 7. mínútu. Hann og Viktor
Freyr Sigurðsson markvörður rák-
ust saman þegar Keflvíkingar skor-
uðu fyrsta markið.
_ Patrik Johannesen skoraði sitt
þriðja mark á tímabilinu þegar hann
kom Keflavík í 2:0. Fengur í Fær-
eyingnum fyrir Keflvíkinga.
Markaregnið
heldur áfram
á Víkingsvelli
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Fossvogur Erlingur Agnarsson skoraði annað og þriðja mark Víkings með
stuttu millibili í fyrri hálfleiknum og kom liðinu í 3:0.
- 19 mörk í síðustu þremur heima-
leikjum Víkings - Leiknir skorar ekki
_ Mike Jackson, knattspyrnustjóri
Burnley, og Cristano Ronaldo, fram-
herji Manchester United, voru kjörnir
stjóri og leikmaður aprílmánaðar í
ensku úrvalsdeildinni. Jackson tók
við liði Burnley af Sean Dyche til
bráðabirgða og varð fyrsti knatt-
spyrnustjórinn í sögu félagsins til að
fara taplaus í gegnum fjóra fyrstu
leiki sína í efstu deild. Ronaldo var
kjörinn leikmaður mánaðarins í ann-
að sinn á tímabilinu og í sjötta sinn
alls á ferlinum en hann var líka kjör-
inn í september.
Ronaldo skoraði
fimm mörk fyrir
United í apríl, þar
af þrennu í 3:2
sigri liðsins á Nor-
wich.
_ Axel Bóasson,
kylfingur úr GK,
tryggði sér í gær sigur á Rewell Elise-
farm-mótinu í Höör í Svíþjóð, sem er
hluti af Nordic Golf-mótaröðinni,
þegar hann lék þriðja hringinn á 73
höggum. Það var lakasti hringur Ax-
els sem hafði leikið tvo fyrstu hring-
ina á 68 höggum en hann endaði eftir
sem áður á sjö höggum undir pari og
varð tveimur höggum á undan Ni-
colai Tinning frá Danmörku sem
hafnaði í öðru sæti. Bjarki Pétursson
og Aron Snær Júlíusson, sem báðir
keppa fyrir GKG, urðu jafnir ásamt
þremur öðrum í 19.-23. sæti en þeir
léku samtals á pari vallarins.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, at-
vinnukylfingur úr Keili, lék á tveimur
höggum yfir pari á fyrsta hring á móti
í Bangkok í Taílandi í Evrópumótaröð
kvenna í fyrrinótt. Guðrún Brá lék
hringinn á 74 höggum og var í 46.-
50. sæti að honum loknum. Hún hóf
síðan annan hringinn í morgun klukk-
an hálfþrjú að íslenskum tíma.
_ Kvennalið KR í knattspyrnu hefur
fengið í sínar raðir sænska markvörð-
inn Corneliu Sundelius. Hún er 23
ára gömul og kemur frá sænska
B-deildarliðinu
Norrköping. Þá er
Susan Phonsong-
kham, ástralskur
21 árs miðjumað-
ur, komin til KR
frá Perth Glory en
hún á leiki að baki
með yngri lands-
liðum Ástrala.
_ Auður Sveinbjörnsdóttir Schev-
ing, sem hefur varið mark kvennaliðs
ÍBV í knattspyrnu undanfarin tvö ár, í
láni frá Val, var í fyrrakvöld lánuð
þriðja árið í röð frá Hlíðarendaliðinu.
Hún er komin til liðs við Aftureldingu.
Auður er tvítug og hefur verið í A-
landsliðshópnum en hún á að baki 21
leik með yngri landsliðum Íslands.
Eitt
ogannað