Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 35
_ Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho
verður ekki með Liverpool í úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea
á laugardaginn. Jürgen Klopp, knatt-
spyrnustjóri félagsins, staðfesti þetta
í gær en Fabinho fór meiddur af velli í
leik Liverpool gegn Aston Villa á
þriðjudagskvöldið. Klopp sagði hins-
vegar góðar líkur á að miðjumaðurinn
öflugi yrði tilbúinn í slaginn þegar Liv-
erpool mætir Real Madrid í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar 28. maí.
_ Akureyringurinn Anna María Al-
freðsdóttir vann til bronsverðlauna á
Veronica‘s Cup World Ranking Event í
bogfimi í Slóveníu um síðustu helgi. Í
einvíginu um bronsið hafði Anna betur
af miklu öryggi, 142:130, gegn Stef-
aniu Merlin frá Lúxemborg. Anna
María vann einnig
til gullverðlauna í
liðakeppni kvenna
með trissuboga
ásamt Freyju Dís
Benediktsdóttur
og Eowyn Marie
Mamalias. Þetta
er í fyrsta sinn
sem íslenskur
keppandi vinnur til verðlauna á heims-
lista móti, þ.e. alþjóðlegu stórmóti, í
einstaklingskeppni, en næst því komst
Ewa Plosaj árið 2019 þegar hún náði
best fjórða sæti. Ísland hefur unnið til
liðaverðlauna á slíkum viðburðum áð-
ur.
_ Hans Mpongo, 19 ára sóknarmaður,
fæddur í Hollandi en uppalinn í Lond-
on, er kominn til liðs við knatt-
spyrnulið ÍBV frá enska félaginu
Brentford.
_ Jens Scheuer mun láta af störfum
sem þjálfari kvennaliðs Bayern
München í knattspyrnu eftir tímabil-
ið. Scheuer hefur stýrt liðinu frá
árinu 2019 og gerði það að Þýska-
landsmeistara á síðustu leiktíð.
Landsliðskonurnar Cecilía Rán Rún-
arsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir
og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru
allar leikmenn Bayern München.
Scheuer fékk þær allar til liðs við fé-
lagið. Bæjarar munu enda í öðru sæti
þýsku 1. deildarinnar, á eftir Wolfs-
burg, en fjögur stig skilja liðin að fyr-
ir lokaumferðina sem fer fram á
sunnudaginn.
_ Bjarki Már Elís-
son er áfram í
harðri keppni um
markakóngstit-
ilinn í þýsku 1.
deildinni í hand-
knattleik. Hann
skoraði sjö mörk í
sigri Lemgo á
Rhein-Neckar Lö-
wen, 24:23, í gærkvöld og er næst-
markahæstur í deildinni með 196
mörk. Aðeins íslenski Daninn Hans
Óttar Lindberg er með fleiri mörk en
fertugur hefur hann skorað 201 mark
fyrir Füchse Berlín í vetur. Ómar Ingi
Magnússon er síðan þriðji með 186
mörk fyrir toppliðið Magdeburg.
Füchse og Magdeburg eiga eftir sex
leiki en Lemgo fimm.
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Haukar, sem leika á ný í úrvalsdeild
karla í körfubolta eftir árs fjarveru
næsta vetur, fengu í gær tvo fyrr-
verandi leikmenn sína aftur á Ás-
velli. Hilmar Smári Henningsson
kemur frá Stjörnunni en hann hef-
ur einnig spilað með Þór á Ak-
ureyri og varaliði Valencia á Spáni.
Hann á fjóra A-landsleiki að baki.
Breki Gylfason kemur frá ÍR en
þetta er í þriðja sinn sem hann fer í
Hauka. Breki lék fyrst með Breiða-
bliki en hefur einnig spilað með
Grindavík og bandarísku há-
skólaliði. Hann hefur leikið níu A-
landsleiki.
Viðtöl við Hilmar og Breka eru á
körfuboltavef mbl.is.
Hilmar og
Breki í Hauka
Haukar Breki Gylfason og Hilmar
Smári Henningsson skrifa undir.
Morgunblaðið/Gunnar Egill
KNATTSPYRNA
Besta deild kvenna:
Meistaravellir: KR – Breiðablik.......... 19.15
Keflavík: Keflavík – Afturelding......... 19.15
Garðabær: Stjarnan – Valur................ 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Framvöllur: Kórdrengir – Fylkir ....... 19.15
Selfoss: Selfoss – Grótta ...................... 19.15
Grafarvogur: Fjölnir – Þór.................. 19.15
2. deild karla:
Þorlákshöfn: Ægir – Víkingur Ó......... 19.15
3. deild karla:
Kópavogsvöllur: Augnablik – KFG .... 18.30
Hlíðarndi: KH – Elliði.......................... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, þriðji úrslitaleikur:
Kórinn: HK – ÍR........................................ 18
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Boston – Milwaukee ......................... 107:110
_ Staðan er 3:2 fyrir Milwaukee.
Memphis – Golden State.................... 134:95
_ Staðan er 3:2 fyrir Golden State.
>73G,&:=/D
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikur:
Veszprém – Aalborg ........................... 36:29
- Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Montpellier – Kielce............................ 28:31
- Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki
með Montpellier vegna meiðsla.
- Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir
Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson er frá
keppni vegna meiðsla.
Þýskaland
Göppingen – Hamburg ....................... 24:28
- Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk
fyrir Göppingen.
Lemgo – RN Löwen ............................ 24:23
- Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Hannover-Burgdorf – Balingen ........ 31:27
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson var ekki
með.
Wetzlar – Erlangen............................. 26:30
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
Staðan:
Magdeburg 52, Kiel 48, Flensburg 46,
Füchse Berlín 44, Göppingen 33, Wetzlar
31, Leipzig 30, RN Löwen 30, Melsungen
29, Lemgo 28, Hamburg 26, Erlangen 25,
Bergischer 23, Hannover-Burgdorf 23,
Stuttgart 20, Balingen 15, Minden 13, N-
Lübbecke 10.
Liðin hafa leikið 28-31 leik af 34.
Sviss
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Kadetten – Amicitia Zürich ............... 34:29
- Orri Freyr Gíslason lék ekki með Kadet-
ten. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.
%$.62)0-#
Á HLÍÐARENDA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Valsmenn geta orðið Íslandsmeist-
arar í fyrsta sinn í 39 ár á sunnudags-
kvöldið þegar þeir sækja Tindastól
heim í Síkið á Sauðárkróki í fjórða
úrslitaleik liðanna um Íslandsmeist-
aratitilinn 2022.
Fram að þessu höfðu liðin unnið
sitt hvorn heimaleikinn og þriðji sig-
urinn vannst einnig á heimavelli. Val-
ur sigraði 84:79 en það var nú aldeilis
ekki útlit fyrir það um tíma í leikn-
um.
Tindastóll var yfir að loknum fyrri
hálfleik 52:36 og hafði þá verið miklu
betri. Snemma í síðari hálfleik var
munurinn orðinn nítján stig. Vals-
menn urðu smám saman ákveðnari í
þriðja leikhluta en þegar þeir reyndu
að saxa á muninn þá tókst Tindastóli
yfirleitt að svara fyrir sig. Í þriðja
leikhluta fór munurinn því ekki undir
tíu stig.
Fyrir síðasta leikhlutann var
Tindastóll tólf stigum yfir en þá ger-
breyttist leikurinn. Sauðkrækingar
sem höfðu verið vel upplagðir í leikn-
um frusu nánast í sókninni. Smá
saman fuðraði forskotið upp og
reyndir Valsmenn gengu á lagið.
Stólarnir skoruðu ekki í liðlega fimm
mínútur í síðasta leikhlutanum og
það reyndist dýrt þegar upp var
staðið. Valsmenn tóku forystuna
73:72 þegar tæpar fjórar mínútur
voru eftir af leiknum.
Þá tóku Stólarnir skyndilega við
sér á ný og Javon Bess sem lítið hafði
skorað fram að því skoraði fimm stig
í röð. Tindastóll náði því þriggja stiga
forskoti og í hönd fór mjög spenn-
andi lokakafli. Þar reyndust Vals-
menn sterkari. Meðbyrinn var með
þeim og þeir voru miklu betri í síð-
asta leikhlutanum.
Næsti leikur verður á Sauðárkróki
og sá fimmti á Hlíðarenda ef á þarf
að halda en vinna þarf þrjá leiki til að
verða Íslandsmeistari. Ekki kæmi
það undirrituðum á óvart ef þessi
rimma færi í fimm leiki og úrslitin
myndu ráðast í hreinum oddaleik.
Leikurinn var fremur furðulegur
vegna þess hversu kaflaskiptur hann
var. Tindastóll var mun betra liðið í
fyrri hálfleik og Valur í þeim síðari.
En einhvern veginn hafa leikir í úr-
slitakeppninni tilhneigingu til að
verða spennandi. Þessi varð það líka
þótt fátt hafi bent til þess í upphafi
síðari hálfleiks.
Valsmenn sýndu að hugarfarið er í
lagi hjá þeim. Þeir voru í basli í sókn-
inni lengi vel en héldu ró sinni og
misstu ekki einbeitinguna. Þeir
spiluðu hörkuvörn þegar mikið lá við
og vörn skilar titlum eins og bolta-
unnendur þekkja.
Valur meistari á Króknum?
- Valsmenn unnu upp nítján stiga for-
skot Tindastóls og eru með 2:1 forystu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij fallast í faðma í leikslok á Hlíð-
arenda eftir að Kristófer skoraði fjögur síðustu stig leiksins fyrir Val.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Karen Knútsdóttir og Hafdís Re-
nötudóttir voru bestu leikmenn
Fram þegar liðið tryggði sér sæti í
úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í
körfuknattleik með nokkuð örugg-
um sigri gegn ÍBV í þriðja leik lið-
anna í undanúrslitum Íslandsmóts-
ins í Framhúsi í Safamýri í gær.
Leiknum lauk með 27:24-sigri
Framara sem unnu einvígið sann-
færandi 3:0 en Karen var marka-
hæst í liði Framara með 8 mörk og
Hafdís varði 13 skot í marki Fram,
þar af eitt vítakast.
Strax frá fyrstu mínútu var ljóst
í hvað stefndi og tilfinningin sem
maður fékk þegar maður horfði á
leikinn var sú að Framarar væru
að spila í þriðja gír gegn Eyjaliði
sem virtist hafa litla trú á verkefn-
inu.
Vissulega fengu Eyjakonur
tækifæri til þess að minnka mun-
inn í tvö mörk á nokkrum tíma-
punktum í leiknum en þá skiptu
Framarar líka um gír og juku for-
skot sitt á nýjan leik.
Steinunn Björnsdóttir skoraði
fimm mörk fyrir Fram en Hrafn-
hildur Hanna Þrastardóttir átti
stórleik fyrir ÍBV og skoraði 12
mörk, þar af fimm af vítalínunni.
Þá varði Marta Wawrzynkowska 9
skot í marki ÍBV.
Fór á kostum í markinu
Þá átti Andrea Gunnlaugsdóttir
stórleik í marki Vals þegar liðið
vann 30:26-sigur gegn KA/Þór í
þriðja leik liðanna í Origo-höllinni
á Hlíðarenda.
Andrea varði 18 skot í markinu,
þar af eitt vítakast, og var með
rúmlega 51% markvörslu en hún
lokaði markinu í síðari hálfleik
þegar Valskonur sneru leiknum
sér í vil eftir að hafa verið fjórum
mörkum undir, 14:18.
Leikurinn var frábær skemmtun
allt frá fyrstu mínútu. Akureyr-
ingar byrjuðu af miklum krafti og
náðu 7:1 forskoti en Valskonur
unnu sig aftur inn í leikinn með
frábærum varnarleik. Að endingu
var það hins vegar markvarslan
sem skildi liðin að en markverðir
KA/Þórs vörðu einungis fjögur
skot á milli sín sem er ekki boð-
legt í undanúrslitum Íslandsmóts-
ins.
Valur leiðir því 2:1 í einvíginu en
liðin mætast næst í KA-heimilinu
á Akureyri á morgun. Oddaleikur
liðanna myndi svo fara fram á
Hlíðarenda á mánudaginn, ef til
hans kæmi.
KA/Þór, sem er ríkjandi Ís-
landsmeistari, verður því að vinna
á morgun til þess að eiga von um
að verja Íslandsmeistaratitilinn en
sigurvegarinn í einvíginu mætir
Fram í úrslitaeinvíginu sem hefst
hinn 20. maí.
Fram leikur
til úrslita
- Andrea lokaði markinu á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sókn Eyjakonan Marija Jovanovic reynir hvað hún getur að stöðva Fram-
arann Emmu Olsen í Safamýrinni en Emma skoraði eitt mark í leiknum.