Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tónlistin og verkfræðin styðja vel við hvort annað. Svo er þetta allt einn stór spuni,“ segir djasspíanist- inn, tónskáldið og verkfræðingurinn Magnús Rannver Rafnsson þegar rætt er við hann um nýútkominn geisladisk, Concrete Abstracts. Þetta er önnur platan sem kemur út með lögum Magnúsar en á þessari nýju leika, auk Magnúsar í píanóið, þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Birgir Steinn Theodórsson á bassa, Einar Scheving á trommur og gítar- leikararnir Andr- és Þór Gunn- laugsson og Hilmar Jensson. Magnús setti hópinn saman til að flytja tónlist sína. „Þannig er það í þessum bransa, einhver setur saman rammann um tónlistina sem allir mætast í. Þessir kappar koma til móts við mig – þeir eru allir mjög færir tónlistarmenn – og saman setj- um við einhverja heildarmynd á þetta,“ segir hann. „Hver kemur með sitt hljóðfæri og sinn karakter. Sumt af tónlistinni er skrifað og sumt spunnið; það er mikið frelsi í djassinum.“ Magnús segir að fyrir upptökur á diski sem þessum komi hópur venju- lega saman nokkrum sinnum, æfi og leiki lögin á tónleikum. „En við lent- um í Covid! Við vorum byrjaðir að æfa vel haustið 2020 en svo var öllu skellt aftur í lás. Við ákváðum samt að kýla á þetta, tókum tónlistina upp á tveimur dögum í janúar í fyrra og náðum líka að leika á einum tón- leikum áður, sem var fínt. En Covid setti mark á allan ferilinn.“ Þetta er ákveðinn lífsstíll Á Concrete Abstracts eru ellefu lög, samin og útsett af Magnúsi, fyr- ir utan Vögguvísu eftir Jón Leifs sem hljómaði í kvikmyndinni Tár úr steini sem fjallar um tónskáldið. „Mér finnst þetta flott og aðgengi- legt lag. Kvikmyndin opnaði fyrir mörgum á tónlist Jóns Leifs og ég hef verið að reyna mig við fleiri lög eftir hann í nýjum útsetningum.“ Magnús Rannver er upphaflega menntaður í klassískum píanóleik. Hann lærði svo verkfræði í Stutt- gart í Þýskalandi. Þegar hann kom aftur heim rétt fyrir síðustu aldamót fór hann aftur að sækja tíma í píanó- leik, í FÍH hjá Svönu Víkingsdóttur. „Ég dustaði rykið af klassíkinni hjá henni, kláraði sjöunda stig, en smit- aðist af djassinum sem var þar allt í kring og langaði að spreyta mig á því sviði. Ég hef alltaf verið spilandi, þetta er ákveðinn lífsstíll. Með því að sækja tíma hjá leiðbeinanda er fók- usinn skýrari og betra að setja sér markmið að vinna að.“ Magnús starfar sem verkfræð- ingur og segir tekjurnar koma það- an að stærstum hluta. Hann er mikið í nýsköpun og tækniþróun. „Ég er í skapandi hliðinni á verkfræði, að framleiða hugmyndir, þróa þær og leggja fram lausnir sem virka, og tónlist og verkfræði ganga fyrir mér út á frjóa hugsun. Að skapa eitthvað nýtt sem er einhvers virði.“ Magnús segir að til standi að fylgja útgáfu disksins eftir með tón- leikum. „Það er vissulega verkefni að ná saman sex manna bandi, þar sem allir vasast í ýmsu.“ Það vekur athygli að tveir gítar- leikarar eru í sveitinni, Andrés Þór og Hilmar, og setur það svip á tón- listina. „Þetta eru tveir af bestu djassgítarleikurum landsins, gríðar- lega ólíkir, og það er gaman að stefna þeim saman. Þetta gengur að vissu leyti líka út á að skapa karakt- er og sérkenni. Ég trúði á þá hug- mynd að tefla þeim saman með þess- um hætti,“ segir Magnús. Og svo er ástæða fyrir því að Magnús vísar í steypu í heiti plöt- unnar og skrifar um hana í bæklingi sem fylgir. „Jú, steypa er mitt meginsvið í verkfræðinni. Mitt sér- svið er í grunninn burðavirkjafræði og efna- og eðlisfræði mannvirkja. Ég hef hannað margvísleg mann- virki, húsbyggingar, turna, tanka, brýr, sem dæmi, í öllum byggingar- efnum. Eftir hrun bauðst mér staða við tækniháskóla í Þrándheimi og ég var þar við kennslu og nýsköpun frá 2009 til 2021. Þar kenndi ég meðal annars steypufræðin.“ Og hann nálgast svo steypuna með öðrum hætti í tónlistinni. „Ég flétta þessu öllu saman já og finnst það skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Eggert Steypufræðingur „Sumt af tónlistinni er skrifað og sumt spunnið; það er mikið frelsi í djassinum,“ segir Magnús Rannver um tónlist hans á diskinum nýja. Heitið vísar í steypu en Magnús er sérfræðingur í steypufræðum. Er allt einn stór spuni - Lög eftir píanistann, tónskáldið og verkfræðinginn Magnús Rannver Rafns- son hljóma á diskinum Concrete Abstracts - Kunnir djassmenn í hljómsveitinni Grasrótarhátíðin Reykjavík Fringe Festival verður haldin 24. júní til 3. júlí og verður hitað upp fyrir hana í kvöld með kynningarhófinu Korter í Fringe í Húsi Máls og menningar við Laugaveg, frá kl. 22 til 1. Munu koma þar fram ýmsir skemmti- kraftar sem eru með sýningar á há- tíðinni og gestir geta því fengið for- smekkinn af dagskránni. Kynnir kvöldsins verður Bibi Bioux kabarettskemmtikraftur, réttu nafni Brynhildur Björns- dóttir, og mun hún syngja lög úr sýningu sinni. Sérstaklega margar kabarettsýningar verða á Fringe í ár og sérstök börlesk hátíðardag- skrá. Húlladansarinn Bobbie Mic- helle kemur fram í kynningarhóf- inu sem og Miss S úr kabarett- hópnum Sóðabrók. Tveir grínistar munu troða upp, Helgi Steinar og Sindri Sparkle, og undir lokin þeyt- ir Owen Hindley skífum og gestir geta stigið dans. 90 atriði verða á dagskrá Fringe og má kynna sér hátíðina á rvkfringe.is. Hitað upp fyrir Reykjavík Fringe Kynnir Bibi Bioux kabarettskemmtikraftur, réttu nafni Brynhildur Björnsdóttir. Breska ríkisútvarpið, BBC, mun tvöfalda framleiðslu á nýjum gamanþáttum, skv. frétt á vef The Guardian. Segir þar að tvöfalt fleiri upphafsþættir, pilot á ensku, verði gerðir og tíu milljónir sterlings- punda lagðar aukalega í slíka fram- leiðslu. Umsjónarmaður BBC Comedy, gamanefnisdeildar BBC, Jon Petrie, segir að til standi að bjóða upp á breskar persónur sem fólk geti tengt við og með nýrri nálgun. Þá standi til að höfða til yngri áhorfenda með því að fram- leiða efni sem þeir tengi við. Gamanþátta- röðin Mother- land sem BBC framleiðir hlaut Bafta-verðlaun fyrir skömmu og af öðrum seríum sem notið hafa mikilla vinsælda og hlotið verð- laun má nefna Fleabag sem er sköpunarverk Phoebe Waller- Bridge sem fór einnig með aðal- hlutverkið. BBC eykur framleiðslu á gamanþáttum Phoebe Waller-Bridge Glimmer er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð í kvöld kl. 20. Þar koma fram Michaela Grill, Sophie Trudeau, Hafdís Bjarna- dóttir, Brynjar Daðason og Guð- mundur Ari Arnalds. Tónleikar með sama nafni verða haldnir í Mengi í Reykjavík á sunnudaginn kemur kl. 20. „Sophie Trudeau og Michaela Grill byrjuðu að vinna saman 2015 og eru þekktar fyrir tilfinninga- sama, lifandi tónlistar og mynd- gjörninga. Þær vinna einnig í sam- einingu að innsetningarverkum með áherslu á náin tengsl myndar og hljóðs. Hljóðræn og myndræn könnun á heimi viðkvæmra sam- setninga: laglína, skuggaspils og enn þá óþekktra minninga,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Rautt Sophie Trudeau og Michaela Grill skapa saman tónlist og myndgjörninga. Glimmer á Hjalt- eyri og í Mengi Kristín Svava Tómasdóttir ræðir um farsótt- ir í borginni í Mengi í kvöld kl. 21. Erindið er hluti af fyrir- lestraröð þar sem sjónunm er beint að áhuga- verðum mál- efnum og ein- staklingum sem litað hafa menningar- og mannlíf borgar- innar. Kristín Svava hefur unnið að bók um sögu gamla Farsótta- hússins í Þingholtsstræti 25 sem lengi var miðstöð lækninga og sótt- varna í Reykjavík. Hún rifjar upp gamlar sögur úr Þingholtunum um farsóttir og smitsjúkdóma og bar- áttuna gegn þeim. Aðgangur er ókeypis. Fræðsluerindi um farsóttir í borginni Kristín Svava Tómasdóttir Ragna Róbertsdóttir er ein fimm evrópska myndlistakvenna sem eiga verk á Biennale Donna myndlistar- tvíæringnum í Ferrara á Ítalíu sem er helgaður myndlist eftir konur. Tvíæringurinn var fyrst haldinn árið 1984 og er þetta sá 19. Auk Rögnu eru sýn- endur Monica De Miranda frá Portúgal/Angóla, Christina Kub- isch frá Þýska- landi, Diana Lelo- nek frá Póllandi og Anaïs Tondeur frá Frakklandi. Um er að ræða ólík- ar listakonur sem hafa allar vakið at- hygli fyrir verk sýn og þau sýnd víða en þær eru fulltrúar ólíkra kynslóða, rúmlega fjörutíu ára aldurmunur á þeim elstu og yngstu. Tvíæringurinn er haldinn í sam- starfi við Ferrara Padiglione Con- temporanea-safnið í Ferrara. Sýn- ingastjórar völdu að beina sjónum þessu sinni að myndlist sem fjallar um umhverfismál með ólíkum hætti. Verk Rögnu eru sýnd í stórum sal. Það setti hún upp stórt verk úr vikri, sjö metra breitt og tveggja metra hátt, en hún hefur sett slík verk upp víða um lönd. Þá vann hún annað verk á staðnum, á gólfið úr hvera- leir. Einnig er sýnd röð verka úr salti sem kemur frá galleríi Rögnu í Berlín, Persons Project, þar sem þau voru sýnd áður. „Við listakonurnar erum allar valdar út frá tengingum við náttúr- una í verkunum,“ segir Ragna. Hún hrósar aðstandendunum sýning- arinnar og segir að afar vel sé að öllu staðið, enda um gamalgróinn tvíær- inn að ræða. „Þetta er mjög fínn sýningarstaður,“ bætir hún við og henni þykir verk þeirra allra tala vel saman. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni á Ítalíu og það var áhugavert að vinna þarna að verkunum.“ Sýningin í Ferrara stendur út maímánuð. Þess má geta að til stóð að Ragna sýndi líka á tvíæringnum í Ríga í Lettlandi í sumar, en sá er einnig gamalgróinn og þekktur. Þar ætlaði Ragna að sýna stórt verk sem hún hefur þegar gert hér heima en nú er búið að fresta þeim tvíæringi um óákveðinn tíma vegna stríðsátak- anna í Úkraínu. efi@mbl.is Ragna sýnir í Ferrara Vikur og leir Frá sýningunni á verkum Rögnu á Biennale Donna-tvíær- ingnum í Ferrara á Ítalíu. Þessi verk vann hún á staðnum í salinn. - Var boðið að sýna á 19. Biennale Donna-tvíæringi Ragna Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.