Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
92%
Radio Times
Total Film
Empire Rolling StoneLA Times
THE LEGACY CONTINUES
72%
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
Í
skáldsögunni Ru, sem út kom
á frönsku í Kanada árið 2009,
fær lesandinn svipmyndir úr
lífi aðalpersónunnar sem ólst
upp við yfirstéttarlíf í Saigon en flúði
land við lok Víetnamstríðsins
þegar hún var 11 ára gömul.
Höfundur bókarinnar,
Kim Thúy, flúði Víetnam eins
og aðalpersónan. Það skín í
gegn að höfundurinn hefur
reynslu af slíkum flótta, ver-
unni í flóttamannabúðum í
Malasíu og komunni til Kan-
ada þar sem nýr menningar-
heimur tekur við.
Verkið er sett saman úr
stuttum köflum, flestir undir síða á
lengd, þar sem flakkað er fram og
aftur í tíma. Það er erfitt að ná ein-
hverri yfirsýn eða heildarmynd af lífi
persónunnar þar sem vaðið er úr einu
í annað. En það virkar.
Frásagnarstíllinn er næstum því
einhvers konar vitundarflæði (e.
stream of consciousness). Sú sem
segir söguna flæðir úr einni hugsun í
aðra, eitt leiðir af öðru, og oft eru
tengingarnar mjög áhugaverðar.
Þannig myndast þræðir sem gera
verkið heildstætt.
Textinn er góður, enda íslensk
þýðing Arndísar Lóu Magnúsdóttur
vönduð. Það kemur þó fyrir að ein-
staka setningar séu óþarflega flóknar
og erfitt er að segja til um hvar það
liggur; í flókinni hugmynd sem höf-
undurinn er að reyna að koma á
framfæri, torlesnum frumtexta hans
eða þýðingunni.
Hjá sögupersónu bókarinnar mæt-
ast tveir menningarheimar
eins og í titli verksins. Orðið
ru hefur ólíka merkingu
tungumálunum tveimur, á
frönsku þýðir það „lítill læk-
ur, eða í óeiginlegri merk-
ingu eitthvað sem rennur á
borð við tár eða blóð“ en á
víetnömsku þýðir það
„vögguvísa eða sú sem svæf-
ir eða huggar“ – eins og
fram kemur bæði á kápu
bókarinnar og innsíðum.
Lýsingar Thúy á stríðinu í Víet-
nam og afleiðingum þess eru átak-
anlegar. Ofbeldi í ýmsum myndum,
flóttinn og veran í flóttamannabúðum
hefur markað spor í huga aðalpersón-
unnar.
Manni finnst ótrúlegt að svona
skelfilegir atburðir hafi getað átt sér
stað á sjöunda og áttunda áratugn-
um. Enn ótrúlegra og óhugnanlegra
er þó að atburðir sem þessir eigi sér
stað nú, árið 2022.
Það er magnað að lesa um komu
víetnamsks flóttabarns til Kanada
þegar úkraínsk flóttabörn þurfa að
fóta sig í íslenskum veruleika.
Kannski verða einhver þeirra stór-
stjörnur íslenskra bókmennta þegar
fram í sækir?
Koma flótttamannanna til Kanada
hefur bæði í för með sér létti og áfall.
Þeir eru þakklátir fyrir öryggið og
tekið er einstaklega vel á móti þeim.
Allir leggjast á eitt við að aðstoða þá
Víetnama sem smábænum hefur ver-
ið úthlutað. En það er auðvitað
margt sem þarf að venjast, nýtt
tungumál og nýir siðir. Hvernig
borða lítil börn eiginlega hrísgrjón
sem límast ekki saman þegar þau
hafa aldrei kynnst öðru? En allt
bliknar það í samanburði við það sem
á undan er gengið.
Þrátt fyrir að staða flóttabarnsins
sé veigamikill þáttur í verkinu þá
tekst höfundinum að flétta inn í sög-
una hugmyndir um ýmislegt fleira.
Foreldrahlutverkið myndar
ákveðinn þráð í gegnum verkið.
Sögupersónan veltir fyrir sér ást for-
eldris á barni og hvernig sú ást geti
komið fram á ólíkan hátt. Sjálf er hún
orðin móðir og við það hefur sýn
hennar á aðra foreldra og þeirra
ákvarðanir breyst. Birtingarmynd
ástar í stríði og í hremmingunum
sem fylgja er bæði áhugaverður og
áhrifamikill þáttur þessa verks.
Eins eru vangaveltur um stríð og
frið, og hvort það séu andstæður eða
hliðstæður, athyglisverðar.
Ru er ekki þess konar verk að það
gefi góða yfirsýn yfir sögu Víetnam
eða þau pólitísku átök sem áttu sér
stað. Þess í stað fær lesandinn inn-
sýn í líf venjulegs fólks sem upplifði
þessa átakatíma og það er ekki síður
mikilvægt að heyra þá hlið mála.
Menningarheimar mætast
Ljósmynd/Carl Lessard
Höfundurinn „Sú sem segir söguna flæðir úr einni hugsun í aðra, eitt leiðir
af öðru, og oft eru tengingarnar mjög áhugaverðar,“ segir gagnrýnandi.
Skáldsaga
Ru bbbbn
Eftir Kim Thúy.
Arndís Lóa Magnúsdóttir þýddi.
Benedikt, 2022. Kilja, 143 síður.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Ohmscape nefn-
ist sýning sem
Þorsteinn
Eyfjörð opnar í
STAK, Hverfis-
götu 32, í dag
milli kl. 17 og
20, en sýningin
stendur til 30.
maí. Sýningin
samanstendur af seríu nýrra verka
sem eru öll unnin út frá hljóð-
upptökum af íslenskri náttúru úr
safni Magnúsar Bergssonar.
Á sýningunni má finna fjögur
heildræn verk í formi hljóðinnsetn-
ingar og verka á pappír sem hvetja
áhorfendur til að skoða landslag út
frá hljóði og virkja hlustun til
myndlesturs.
Hlustun Eitt verka
Þorsteins Eyfjörð.
Ohmscape í STAK
Þjóðleikhúsið og
bókaforlagið
Bjartur efna til
viðburðar til
styrktar fórnar-
lömbum stríðsins
í Úkraínu með
viðburði í Kjall-
aranum í dag kl.
17. Leikarar
Þjóðleikhússins
lesa úr úkraínsku skáldsögunni
Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej
Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnars-
dóttur sem segir frá höfundinum.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. en einnig
er tekið við frjálsum framlögum sem
renna óskipt til neyðaraðstoðar í
Úkraínu, ásamt öllum ágóða af bók-
og veitingasölu kvöldsins.
Lesið fyrir Úkraínu
Andrej Kúrkov
Reykjavíkurdætur halda þrenna tónleika í Iðnó í dag.
„Planið var að halda tvenna tónleika en það seldist upp
á fjölskyldutónleikana þannig að við bættum þriðju
tónleikunum við,“ segir í tilkynningu. Uppselt er á fjöl-
skyldutónleikana sem hefjast kl. 18.30, en enn fást mið-
ar á aukafjölskyldutónleikana kl. 17 og á fullorðinstón-
leika kl. 22.30. Miðar fást á tix.is.
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurdætrum
hafa þær ekki haldið tónleika á Íslandi í fjögur ár. „Eft-
ir áhugann sem okkur var sýndur í Söngvakeppninni
þá eiginlega urðum við að henda í tónleika hérlendis,“
segja þær og taka fram að þær hafi strax vitað að þær
vildu halda fjölskyldutónleika líka. „Við fengum send
svo mörg skilaboð, myndir og teikningar frá börnum
og vídjó af þeim að taka atriðið okkar. Stærsta gjöfin
sem Söngvakeppnin gaf okkur var að fá að vera fyrir-
myndir fyrir þessi börn. Við erum svo margar og mis-
munandi að krakkarnir ná að spegla sig í svo mörgum
af okkur og það er ómetanlegt.“
Inntar eftir því við hverju megi búast á tónleikunum
benda þær á að þar sem þær eru flestar eitthvað tengd-
ar leikhúsi muni tónleikarnir bera þess merki. Spurðar
um hvað sé framundan hjá þeim segjast þær munu spila
á ýmsum bæjarhátíðum hérlendis í sumar, en einnig
leggjum land undir fót og spila í Noregi, Sviss og
Frakklandi. „Í haust er stefnan tekin á Bandaríkin. Það
er líka búið að tilkynna að Reykjavíkurdætur munu í
fyrsta skipti spila á Þjóðhátíð.“ Loks nefna þær að á
dagskrá sé að búa til fleiri lög.
Reykjavíkurdætur halda
þrenna tónleika í Iðnó í dag
Á ferð og flugi Reykjavíkurdætur leggja senn land undir fót.