Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 40

Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 40
Kristín Gunnlaugsdóttir opnar í dag kl. 17 sýninguna Þetta er allt í Gallery Porti, Laugavegi 23b. Kristín sýnir 20 olíu- málverk á striga, máluð 2019 og 2020. „Hér er engin saga og ekki unnið út frá formi eða upp- byggingu heldur kallar litur eft- ir næsta lit. Stundum verður úr því litleysa þegar leysiefnin fá litina til að renna og kúldrast saman, þar til verkið segir sjálft að það er tilbúið. Best er að hætta rétt áður en það verður öruggt. Hér er eng- in hugmynd önnur en sú að treysta, vaða áfram og gera það sem manni sýnist. Að sjá fegurðina í því sem mað- ur kallaði áður mistök er negla eins og Árni í Port myndi segja,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Ekki sé hægt að sleppa tökunum nema vita hvað það sé að hafa stjórn. „Hér er allri uppsafnaðri reynslu og færni áranna sleppt lausri, ekki af því að allt sem maður hef- ur lært er ómögulegt. Það er bara komið að þessu. Þetta er allt,“ segir í tilkynningunni. Þetta er allt í Gallery Porti FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Fram tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handknattleik í gær með þriggja marka sigri gegn ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslands- mótsins í Framhúsi í Safamýri en Fram vann einvígið af- ar sannfærandi, 3:0. Þá leiðir Valur 2:1 í einvígi sínu gegn KA/Þór eftir sigur á Hlíðarenda. »35 Fram örugglega í úrslitaeinvígið ÍÞRÓTTIR MENNING „Mín saga er framhald af fimm bók- um eftir Gunnar Helgason sem fjalla allar um stelpu sem heitir Stella. Þetta eru bækurnar Mamma klikk, Pabbi prófessor, Amma best, Siggi sítróna og Palli Playstation. Mér datt í hug að semja sjöttu bókina og mín bók heitir Bella sæta, en hún er kærastan hans Palla. Í bókinni minni eru 24 kaflar og það tók mig tæpan klukkutíma að lesa hana inn, ég gerði það í nokkrum pörtum, en hugmyndirnar hrúguðust hratt inn í hausinn á mér. Ég skrifaði ekkert niður, las bara beint inn. Gunni Helga veit ekkert af þessu, en hann býr hér í Hafnarfirði eins og ég,“ segir Óðinn Darri Hjálmarsson, sjö ára strákur sem verður átta ára í haust, en hann gerði sér lítið fyrir og samdi fyrrnefnda sögu og las inn á stafrænt form, svo nú er hún orðin að hljóðbók. „Sagan mín, Bella sæta, fjallar um tvær fjölskyldur og önnur þeirra er fjölskyldan hennar Stellu, en Stella og Bella eru vinkonur. Í sögunni minni eru þessar fjölskyldur að undirbúa ferð til Spánar en hjá fjöl- skyldu Stellu er ekkert tilbúið rétt fyrir flug, svo það fer allt í rugl. Þau eru á síðustu stundu með allt og flýta sér of mikið, svo ýmislegt kem- ur upp á. Hjá fjölskyldu Bellu sætu er ekkert svona rugl, Bella er alltaf að snyrta sig og líka fjölskyldan hennar. Síðan færist sagan frá Ís- landi til Spánar,“ segir Óðinn sem fór sjálfur til Spánar þegar hann var fimm ára. „Ég man vel eftir því, það var mjög skemmtilegt, en reyndar þurfti ég að fara á spítala af því að ég fékk stóra kúlu á hausinn þegar ég klessti á vegg.“ Óðni finnst mjög skemmtilegt að hlusta á Gunnar Helgason lesa bæk- ur á Storytel. „Mig langar að koma minni sögu líka á Storytel, pabbi á fínar upptökugræjur,“ segir Óðinn sem er mikill bókaormur, hvort sem hann les eða hlustar á sögur. „Ég held mikið upp á Hundmann, en þær bækur skrifaði sami höfundur og skrifaði Kaptein ofurbrók. Bella sæta er mín fyrsta bók, en næstu sögur verða kannski styttri,“ segir Óðinn sem hefur þó engan sérstakan áhuga á að verða rithöfundur í fram- tíðinni. „Mig langar frekar að vera „Youtuber“, taka upp myndbönd og setja á Youtube. Ég er byrjaður að taka upp, en þegar ég verð fullorð- inn langar mig að verða búðar- maður, af því þá fæ ég mikinn pen- ing. Ég er sjúkur í peninga, ég stefni á að safna mér einni milljón, en ég á bara þrjátíu þúsund núna.“ Petra, móðir Óðins, segir hans ríka ímynd- unarafl hafa komið fljótt fram og að elsta systir hans hafi líka spunnið upp sögur þegar hún var yngri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óðinn Darri Hjálmarsson Hér við upptökugræjurnar, þar sem hann las inn sína frumsömdu hljóðbók. Hugmyndirnar hrúg- ast hratt inn í hausinn - Óðinn samdi framhaldssögu við bækur Gunna Helga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.