Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Albufeira
ClubeAlbufeiraGardenVillage
y
y
7. júní í 7 nætur 85.275
Flug & hótel frá
Frábært verð!
114.550
Flug & hótel frá
2 fullorðnir
aaa
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Umboðsmaður Alþingis mun hljóta
sérstaka fjárveitingu til að fylgjast
með framkvæmd brottvísana á
flóttafólki héðan frá landi.
„Þetta er fyrirkomulag sem er vel
þekkt innan samstarfsríkja okkar í
Schengen,“ segir Jón Gunnarsson
dómsmálaráðherra en enginn hefur
þjónað þessu hlutverki hingað til.
„Þarna er bara kominn óháður
aðili á vettvangi þingsins,“ segir
hann, en um er að ræða sjálfstætt
erindi samhliða nýju útlendinga-
frumvarpi ráðherrans. Jón býst við
að forsætisnefnd geti tekið ákvörðun
um hvort erindið verði samþykkt,
sem hann býst sterklega við.
Í kjölfarið verði veitt aukið fé til
þess að embættið
geti sinnt þessu
hlutverki.
Engar breyt-
ingar verða því í
raun á fram-
kvæmd frá- og
brottvísana, að-
eins nýr og óháð-
ur eftirlitsaðili.
„Ég held að
það sé mjög mikilvægt, í þessum
málaflokki sem er mjög viðkvæmur í
það heila, að það sé hér óháður aðili
til að kanna hvort allt sé í samræmi
við lög og reglur um þessar aðgerð-
ir.“
Ekki hefur enn verið tilgreind
tímasetning og segir Jón aðspurður
að tímasetningin núna skipti því ekki
sköpum, en mikil umræða hefur
skapast um flóttamannamál á síð-
ustu dögum og vikum, þá sér í lagi
brottvísanir. Greint var frá því í lok
maí að vísa ætti um 300 einstakling-
um úr landi vegna afléttingar ferða-
takmarkana. Á föstudag sagði Katr-
ín Jakobsdóttir forsætisráðherra
síðan að þeir væru tæplega 200 tals-
ins. „Sum hafa fengið áframhaldandi
meðferð sinna mála, önnur eru
hreinlega farin,“ sagði Katrín. Það
breytir því þó ekki að margir hverjir
hafa gagnrýnt framkvæmd brottvís-
ananna harðlega.
– Áttu von á að þetta muni slá á
gagnrýni?
„Nei, því hef ég ekki neina trú á.
Þetta er klárlega til að auka við
gagnsæi og umgjörð um svona hluti.
En þetta hefur engin praktísk
áhrif á ferlið sem slíkt.“
Aukið hlutverk Alþingis
í brottvísunarmálum
- Óháð eftirlit brottvísana - Framkvæmd breytist ekki
Jón Gunnarsson
Fjöldi fólks lagði leið sína á Yl-
ströndina í Nauthólsvík í veður-
blíðu helgarinnar á höfuðborgar-
svæðinu. Að sögn Ingibjargar
Írisar Ásgeirsdóttur vaktstjóra var
töluvert að gera í Nauthólsvík bæði
sunnudag og laugardag og stemn-
ingin góð. Ingibjörg sagði fjölda
fólks í Nauthólsvík nýliðna helgi
töluvert meiri en gengur og gerist í
maímánuði. Hitastig sjávar í Naut-
hólsvík var í gær tíu gráður og hita-
stig á Ylströndinni rúmlega sextán
gráður. „Fólk er í mjög góðu skapi,
hér er fólk að grilla, kíkja í sjóinn
og aðrir taka það rólega á strönd-
inni,“ sagði Ingibjörg þegar blaða-
maður náði af henni tali síðdegis í
gær. Veður var gott um nærri land
allt í gær og fór hiti sumstaðar yfir
tuttugu stig á Suður- og Suðvestur-
landi. Í dag er gert ráð fyrir áfram-
haldandi veðurblíðu, ekki síst á
landinu sunnanverðu, og þegar best
lætur er útlit fyrir að hiti fari yfir
tuttugu stig. Sumstaðar má búast
við þokulofti við strendur og verður
þá svalara.
Fjölmennt
í Naut-
hólsvík
Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson
Veðurblíðan lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina