Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa mynd- að nýjan meiri- hluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu mál- efnasamning á sunnudag. Nýr forseti bæjar- stjórnar verður Ásrún H. Kristins- dóttir fulltrúi Framsóknar, fyrir ut- an þriðja ár kjörtímabilsins þegar Helga Dís Jakobsdóttir fulltrúi Raddar unga fólksins mun gegna því embætti. Formaður bæjarráðs verð- ur Hjálmar Hallgrímsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fannar Jónas- son bæjarstjóri Grindavíkur verður endurráðinn. Málefnasamningur meirihlutans verður birtur að lokn- um fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrr- ar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní. Áfram verður lögð áhersla á góða samvinnu fulltrúa í bæjarstjórn og að vel sé haldið um upplýsinga- gjöf þeirra mála sem koma til um- fjöllunar og afgreiðslu, að því er seg- ir í tilkynningu. Nýr meiri- hluti í Grindavík Fannar Jónasson Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Ekki mun þurfa að loka Dyngjunni áfangaheimili vegna slæmrar fjár- hagsstöðu um næstu mánaðamót líkt og útlit var fyrir. Heimilið tók til starfa árið 1988 og hefur starfað óslit- ið síðan. Dyngjan er eina áfangaheim- ilið á landinu sem er einungis ætlað konum en þar mega börn kvennanna einnig dvelja. Dyngjan fékk upphaflega ekki vel- ferðarstyrk frá félags- og vinnu- markaðsmálaráðuneytinu, en for- svarsmenn áfangaheimilisins fund- uðu í kjölfarið bæði með Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherra og vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Það var hætta á því að við þyrftum að loka vegna fjárhagsörðugleika. Síðan þá erum við búin að funda bæði með velferðarsviði Reykjavíkurborg- ar og Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra. Eftir um- hugsunarfrest ákvað hann að veita okkur styrk til að þurfa ekki að loka, sem eru frábærar fréttir,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, stjórnarfor- maður Dyngjunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Fundurinn með velferðarsviði Reykjavíkurborgar var sömuleiðis mjög góður. Við ræddum þar hug- myndir bæði um að endurskipuleggja reksturinn aðeins, og að auka sam- starfið á milli okkar og borgarinnar í tengslum við nýtt áfangaheimili sem á að opna í sumar,“ segir Anna Mar- grét, en til stendur að opna nýtt áfangaheimili á vegum borgarinnar til viðbótar Dyngjunni á næstu mánuð- um. Nýtt úrræði verði framhald Anna Margrét segir að eftir við- ræður borgarinnar og Dyngjunnar sé áætlað að nýja áfangaheimilið verði hugsað sem næsta stopp í kjölfar Dyngjunnar. Konum sem ljúki dvöl á Dyngjunni gefist þannig kostur á að útskrifast í nýju úrræði borgarinnar, sem samanstendur af 30 til 40 fer- metra stúdíóíbúðum þar sem mæður geta dvalið með börn sín. Nú tekur við frekara samtal hlutaðeigandi aðila til að skýra forsendur samstarfs betur. „Við áttum rosa gott samtal og ég held að þetta endi á að vera lán í óláni og að við getum nýtt tækifærið til að einfalda reksturinn og nútímavæða hann svolítið. Þannig að við munum ekki loka um mánaðamótin og höfum tilkynnt skjólstæðingum okkar það. Þetta er gríðarlegur léttir – þetta hef- ur verið tími mikillar óvissu fyrir okk- ur og sérstaklega skjólstæðingana okkar á Dyngjunni,“ segir Anna Mar- grét og bætir við að þær séu mjög ánægðar og finni fyrir miklum velvilja alls staðar í þjóðfélaginu. „Þetta hús á sér greinilega stóran stað í hjarta mjög margra og okkur þykir rosalega vænt um að finna fyrir þessum stuðn- ingi.“ Samtalið gott stökkbretti Um framtíð Dyngjunnar segir Anna Margrét: „Með því að styrkja tengslin við borgina og vera með sterkari markmiðasetningu fyrir kon- urnar sem koma inn – ef við skipu- leggjum úrræðið á aðeins betri hátt held ég að það megi bæði nýta fjár- muni betur og styrkja konurnar sem koma á Dyngjuna.“ Hún bætir við að þetta verði gott stökkbretti fyrir heimilið og áminning um að svona geti komið upp á og við getum lært af þessu. „Ég held að það séu allir bjartsýnir og tilbúnir að leysa vandann og við munum núna starfa með Reykjavíkurborg og öllum sem koma að Dyngjunni í að gera bet- ur.“ Hún segir Dyngjuna mikilvæga samfélaginu öllu, sem sýni sig ekki síst í þeim stuðningi sem heimilið hef- ur fengið að undanförnu. „Rekstur Dyngjunnar skiptir máli. Alls hafa tæplega tvö þúsund konur dvalið þar í gegnum tíðina; sumar í nokkrar vik- ur, aðrar í 2-3 ár. Hver og ein kona snertir líf margra í kringum sig, mun fleiri en flestir gera sér grein fyrir. Starf Dyngjunnar hefur þegar haft mikil samfélagsleg áhrif til góðs og það er ekki síst bakhjörlum, ráðgjöf- um og þeim sem styrkt hafa starfið í gegnum tíðina með ýmsum hætti að þakka.“ Rekstri Dyngjunnar bjargað - Áfangaheimilið Dyngjan mun halda rekstri áfram - Lokun um mánaðamót var yfirvofandi - Fyrirkomulag rekstrarins verður rætt í samtali við borgina og styrkur fékkst frá félagsmálaráðuneyti Morgunblaðið/Úr safni Áfangaheimilið Dyngjan er það eina sem eingöngu er ætlað konum. Nú er sauðburði víðast nær lokið og bara ein- hverjar uppbeiður eftir. Á Aðalbóli í Hrafnkels- dal hefur Bryndís Hólm verið að aðstoða við sauðburð, en hún greip gullvagninn á laugar- daginn og gaf nýfæddu lömbunum far. Ærin elti samviskusamlega alla leið í fjárhúsið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Lömbin fá far í gullvagninum Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efn- is að félags- og vinnumarkaðs- ráðherra verði falið að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Tillagan var lögð fram í síðasta mánuði. Í tillögunni er lagt til að ráðherra láti vinna tillögur með það að mark- miði að auka möguleika á fjarvinnu þar sem henni verður komið við og áhugi er fyrir hendi. Úttektinni verði lokið fyrir árslok 2022 og aðgerðir kynntar af ráðherra fyrir Alþingi á vorþingi. Fram kemur í greinargerð með tillögu Viðreisnar að fjarvinna geti haft jákvæð áhrif á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sé til þess fallin að auka tækifæri fólks sem búsett er á landsbyggðinni. Þá geti fjarvinnu- stefna leitt til sveigjanlegra vinnu- umhverfis, haft góð áhrif á sam- göngur og umferðarþunga og um leið stutt við markmið stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Mikil tækifæri felist í fjarvinnu- stefnu fyrir landsbyggðina, en aukin áhersla á fjarvinnu og störf án stað- setningar geti leitt til þess að hægt sé að stunda vinnu óháð búsetu. Markmið tillögunnar er að ráð- herra geri úttekt á þeim kostum og tækifærum sem felast í fjarvinnu og markvissri fjarvinnustefnu, að tekn- ar verði saman upplýsingar um þá reynslu sem varð til í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar margir unnu heiman frá sér og að settar verði fram tillögur með það að leiðarljósi að auka hlut fjarvinnu á íslenskum vinnumarkaði þar sem því verður komið við. Vilja úttekt á fjarvinnu - Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu um að úttekt verði gerð á möguleikum fjarvinnu Morgunblaðið/Eggert Alþingi Viðreisn lagði fram þings- ályktunartillögu um fjarvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.