Morgunblaðið - 30.05.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íslenskir skólar eiga að vera í
fremstu röð,“ segir Mjöll Matthías-
dóttir, nýr formaður Félags
grunnskólakennara. „Í skólana
þarf vel menntaða kennara sem
sýna metnað og vinna af fag-
mennsku. Til að svo megi verða
þurfa kjör og starfsaðstæður
kennara þó að vera samkeppnis-
færar við aðrar stéttir. Vegna
þeirra breytinga sem gerðar voru
á lífeyriskjörum árið 2016 þarf nú
að hefja leiðréttingu á launasetn-
ingu, eins og lofað var á sínum
tíma. Sömuleiðis vil ég sjá félag
okkar grunnskólakennara eflast
og taka virkari þátt í skólamála-
umræðu og stefnumörkun í sam-
félaginu.“
Framboð rökrétt framhald
Mennt er máttur er gjarnan
sagt og eðli skólastarfs er að und-
irbúa ungt fólk fyrir framtíðina.
Að því leyti er skólinn heillandi
heimur; starfsvettvangur sem
Mjöll Matthíasdóttir var ekki í
neinum vafa um að væri fyrir sig.
Auk þess að sinna kennslu hefur
hún um langt árabil sinnt ýmsum
trúnaðar- og forystustörfum fyrir
grunnskólakennara. Framboð til
formennsku í Félagi grunnskóla-
kennara segir Mjöll því á margan
hátt rökrétt framhald af sínum
fyrri verkefnum.
Í formannskosningum fékk
Mjöll um 42% greiddra atkvæða og
felldi Þorgerði Laufeyju Diðriks-
dóttur, sitjandi formann, sem um
30% þeirra sem kusu greiddu at-
kvæði. Tæpur fjórðungur studdi
Pétur Georgsson. Liðlega 46%
þeirra sem rétt höfðu greiddu at-
kvæði, og segir Mjöll að vissulega
hefði kjörsóknin þurft að vera
meiri. Niðurstaða kosninga sé þó
skýr. Enn liggur ekki fyrir hvenær
nýr formaður tekur við embættinu
og kosning annarra fulltrúa í stjórn
stendur enn yfir. Mjöll kveðst þó
fljótlega fara í ýmis verkefni til
undirbúnings og muni næsta haust
og vetur heimsækja kennara.
Verkefnið er endalaust
„Kjarasamningar eru verkefni
sem aldrei tekur enda. Alltaf er
eitthvað sem þarf að lagfæra og
bæta því skóli er lifandi stofnun.
Kennurum hefur eins og öðrum
ekki staðið annað til boða síðustu
ár en rammi lífskjarasamnings.
Alltof snemmt er að tala um næstu
samningsmarkmið; en atriði eins
og jöfnun launa milli almenna og
opinbera vinnumarkaðarins eru
brýn.“
Skólastarf er alltaf áskorun.
Nemendahópurinn er fjölbreyttur,
tækni fleygir fram og nýir straum-
ar og stefnur eru í deiglu, segir
Mjöll. „Kennarastarfið hefur
breyst mikið á mínum kennslu-
ferli. Verkefnum hefur fjölgað en
vinnuumhverfi og skipulag skóla-
starfs er oft nokkrum skrefum á
eftir. Af þessum sökum eru mörg
dæmi um að til dæmis ungir og
frábærir kennarar snúi sér að
öðru eftir fá ár í starfi. Þetta verð-
ur að stoppa.“
Börnin í ensku málumhverfi
Í umræðum um árangur í
menntamálum á Íslandi er gjarnan
stuðst við svonefndar PISA-
kannanir. Skv. könnun sem gerð
var árið 2018 og oft er vitnað til
höfðu íslenskir 15 ára nemendur
þá frá fyrri könnun gefið eftir í
lesskilningi. Allstór hluti nemenda
nær ekki að lesa sér til gagns svo
vel sé. Af þessu segir Mjöll ástæðu
til að hafa áhyggjur.
„Alltof oft ná tvítyngdir nem-
endur ekki að fóta sig í skólakerf-
inu. Leggja þarf meiri áherslu á ís-
lenskukennslu. Þótt tæknin geti
Upptökusvæði Þingeyjar-
skóla, þar sem Mjöll starfar, er
Aðaldalur, Reykjadalur og Kalda-
kinn. Þetta er samrekinn leik-,
grunn- og tónlistarskóli með rúm-
lega 70 grunnskólanemendur. Fá-
mennur skóli borið saman við að
algengt er til dæmis á höfuðborg-
arsvæðinu að nemendur skóla séu
300-400.
Mæli með teymiskennslu
„Fámenni og nálægð í grunn-
skóla getur bæði verið kostur og
áskorun,“ segir Mjöll. „Vissulega
er auðveldara að mæta þörfum
hvers barns þegar hóparnir eru
minni. Undanfarin ár hefur í Þing-
eyjarskóla verið starfað eftir hug-
myndafræði teymiskennslu. Ég
mæli svo sannarlega með þeim
vinnubrögðum. Ábyrgð á nem-
endum og verkefnum er sameigin-
leg. Kennarinn er ekki einyrki í
þessu skipulagi og mér finnst
þetta styðja við faglega nálgun
gagnvart nemendum. Fram undan
eru svo breytingar á mínum
starfsvettvangi og ég hlakka til að
takast á við nýjar áskoranir þótt
vissulega muni ég sakna margs.“
verið frábær þá þurfum við að
læra að nota hana. Of algengt er
að við réttum ómálga börnum
snjalltæki til afþreyingar og hug-
um ekki að því hvaða efni þau nýta
þar. Ég sé þetta meðal yngstu
nemendanna. Þau hafa verið í
ensku málumhverfi snjalltækja.
Setningaskipan þeirra og orða-
forði ber þess merki.“
Varðandi fjölþættan vanda
margra grunnskólanema minnir
Mjöll á að á Íslandi sé rekin sú
stefna að skólinn sé án aðgrein-
ingar. Þar eigi öll börn að hafa
rými, sem feli í sér aðkomu fleiri
sérfræðinga en kennara. Fyrst
þurfi að greina stöðuna, það sama
virki ekki fyrir alla nemendur.
Síðan komi faglegt skipulag til að
mæta hverjum nemanda fyrir sig.
„Nýleg lög um samþættingu
þjónustu í þágu farsældar barna
eru nú að koma til framkvæmda
og mikilvægt er að vel takist til.
En allt þetta kallar á sterka vel
mannaða skóla bæði af kennurum
og öðru fagfólki. Við búum í dreif-
býlu landi og rekstur skóla við þær
aðstæður verður eðlilega aldrei
neitt ódýr.“
Nota verður tæknina rétt og efla þarf íslenskukennslu, segir Mjöll Matthíasdóttir, nýr formaður Félags grunnskólakennara
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kennari Í skóla þarf vel menntaða kennara sem sýna metnað og vinna af fagmennsku segir Mjöll Matthíasdóttir
um menntamál og kennsluna. Hún býr á Grenjaðarstað í Aðaldal og í gamla torfbænum þar er byggðasafn.
Skólastarf er
alltaf áskorun
- Mjöll Matthíasdóttir er frá
Akureyri, fædd árið 1965 og
lauk kennaranámi árið 1989.
Hefur síðan sinnt kennslu við
ýmsa skóla á Norður- og Aust-
urlandi. Starfar nú við Þingeyj-
arskóla í Aðaldal og er umsjón-
arkennari á yngsta stigi.
- Hefur sinnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir stétt
sína, m.a. verið verið formaður
Bandalags kennara á Norður-
landi eystra frá 2013. Sat í
stjórn og samninganefnd Fé-
lags grunnskólakennara 2011-
2018. Hún var kjörin formaður
Félagas grunnskólakennara nú
í byrjun maí. Mjöll er virk í
starfi kvenfélaga. Hún býr á
Grenjaðarstað í Aðaldal, gift
séra Þorgrími Gunnari Daníels-
syni sóknarpresti og þau eiga
tvo uppkomna syni.
Hver er hún?
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Tankini toppur
10.990 kr
Stærðir 42-56
Sundbolur
8.990 kr
Stærðir 46-54
Sundbolur
8.990 kr
Stærðir 46-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
SU ÖT FY SU
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60
Skoðað úrvalið eða pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16
Airbus 319-vél Niceair kemur til
Akureyrar á mánudag í aðdraganda
jómfrúflugs félagsins til Kaup-
mannahafnar á fimmtudag. Vélin
kemur frá Lissabon í Portúgal þar
sem hún var í viðhaldi og hefur vélin
verið máluð í einkennislitum félags-
ins. Uppselt er í fyrsta flug félagsins
og segist Þorvaldur Lúðvík Sigur-
jónsson forstjóri Niceair ánægður
með bókanir í fyrstu ferðir sem hafi
farið umfram væntingar. „Við ætlum
að fljúga tvisvar í viku til Lundúna,
tvisvar í viku til Kaupmannahafnar
og einu sinni í viku til Tenerife. Síð-
an bætist Manchester við í haust,“
segir Þorvaldur. Hann segir að líkt
og viðbúið var sé útlit fyrir að ís-
lenskir ferðamenn verði helstu við-
skiptavinir félagsins í sumar, en að
erlendum ferðamönnum fari að
fjölga með haustinu.
„Það er mikill spenningur hjá okk-
ur öllum. Flugfreyjurnar og -þjón-
arnir voru að klára sín námskeið í
dag og eru að ná í vélina. Frá og með
fimmtudeginum munum við síðan
fljúga samkvæmt áætlun og förum
fyrst til Lundúna á föstudaginn,“
segir Þorvaldur.
Teikning/Niceair
Niceair Teikning af flugvél Niceair sem lendir á Akureyrarflugvelli í dag.
Flugvél Niceair til
Akureyrar í dag