Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 14

Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Líkt og í veðr- áttunni er bjart yfir ís- lensku efnahagslífi um flest, jafnvel svo að varað er við ofhitnun. Á sama tíma er þó rétt að vera vakandi fyrir blikum utan úr heimi, sem við getum lítið gert í frekar en veðrinu annað en að búa okkur vel ef hann skyldi þykkna upp. Það er eilífur vandi í okkar gjöfula en harðbýla landi, að við eigum mikið undir ytri að- stæðum sem við ráðum litlu um – hvort heldur eru tíðarfar, gæftir eða önnur náttúru- umbrot; eða af manna völdum, allt frá markaðsaðstæðum í öðrum álfum, boðaföllum á fjár- málamarkaði eða styrjöldum. Jafnvel smávægileg atvik úti í hinum stóra heimi geta haft mikil áhrif á litla Íslandi, þar sem fámenn þjóð byggir af- komu sína á tiltölulega fáum þáttum, sem hver um sig getur verið brigðull. Það hafa Íslendingar þekkt frá aldaöðli í landbúnaði og sjávarútvegi, þar sem lélegt sumar og harður vetur, rysjótt tíð eða aflabrestur gátu stefnt lífsviðurværi hennar í bráða hættu svo til hungursneyðar kæmi. Enn frekar þó náttúru- hamfarir og drepsóttir, sem hér hjuggu öðru hverju svo djúp skörð að við landauðn lá. Framfarir í tækni og vís- indum samhliða uppbyggingu auðs og innviða, sem einnig hafa rofið einangrun landsins, veita landsmönnum bæði varnir og viðnám gegn slíku, þótt var- legt sé að treysta þeim um of í viðureign við ægikrafta náttúr- unnar, hvort heldur um ræðir jarðskorpuna, loftslagið, sjáv- arstrauma eða lífríkið. Í fyrri viku var haldin Ný- sköpunarvika en þar kynnti Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir áherslur nýs ráðuneytis há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunar fyrir stappfullum sal í Grósku. Þar minntist hún einmitt á þessa veikleika íslensks efna- hagslífs, sem hefði fáar grunn- stoðir, sem allar væru við- kvæmar fyrir ytri áföllum, líkt og hún nefndi ýmis dæmi um. Því þyrfti að fjölga stoðum at- vinnulífsins og það yrði best gert með því að efla mikilvæg- ustu auðlind Íslendinga, hug- vitið. „Ég rifja þetta upp núna því ég lít á það sem mitt mikilvæg- asta hlutverk sem ráðherra að gera allt sem í mínu valdi stendur til að við sem þjóð hættum að leggja öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Áslaug Arna við þetta tækifæri og er óhætt að segja að orðum henn- ar hafi verið vel tekið af þeim fjölda frumkvöðla, sem þar voru í salnum og luku lofsorði á nálgun ráðherrans og hrósuðu raunar einnig Þór- dísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur, fyrri ráð- herra nýsköp- unarmála. Það er ástæða til þess að taka undir þau orð víðar en í Grósku og tileinka sér þau. Á undanförnum árum hefur ný- sköpun á ótal sviðum aukið út- flutningstekjur þjóðarinnar verulega, en jafnframt hefur alls kyns nýsköpun styrkt og byggt á fyrri stoðum í atvinnu- lífi. Það hefur gert atvinnulífið sterkara og ábatasamara, en það hefur einnig bætt þjóðlífið og nýtt mannauðinn betur, þjóðinni og einstaklingum hennar til heilla og gæfu. Það var mjög mikilvægt þeg- ar Íslensk erfðagreining byggðist upp, svo að vel mennt- aðir vísindamenn – íslenskir sem erlendir – fundu sér hlut- verk hér á landi. Það var mik- ilvægt þegar Marel spratt upp úr íslenskum sjávarútvegi og markaði sér nýjan bás, þegar Össur varð til fyrir nauðsyn og bjó til lausnir sem mannkyni öllu hafa nýst, þegar CCP sýndi að hugmyndaflug og leikgleði tölvukynslóðarinnar var at- vinnuvegur ekki síður en áhugamál. Velgengni þessara fyrirtækja varð kveikjan að ótal öðrum, sýndi fjárfestum að í íslensku hugviti væri eftir ýmsu að slægjast og umfram allt gáfu þeir okkar besta fólki sjálfstraust til þess að finna hugmyndaauðgi sinni farveg, láta draumana rætast og sýna hvers megnugt frumkvæði og framtak getur verið. Aftur á móti minntist Áslaug Arna einnig á hitt, að þrátt fyr- ir að nýsköpun sé lofsungin og dragi björg í bú, þá hafa Íslend- ingar ekki tileinkað sér ávinn- ing hennar sem skyldi, en það á einkum við í opinbera geir- anum. Þar gætir oft tregðu gagnvart breytingum, hagnýt- ing nýsköpunar þar snýr oftar að fyrra verklagi en að taka upp ný eða önnur verkefni, en þar gæti jafnframt ekki sömu hvata og í einkageiranum. Við þessu vill ráðherrann bregðast og nefnir sem dæmi að vegna öldr- unar þjóðarinnar sé fyrir- sjáanlegt að rekstrarkostnaður Landspítalans aukist að óbreyttu um 90% á næstu 18 ár- um, sem heita má óviðráðan- legt, en aðeins um 30% ef rekst- urinn yrði nútímavæddur með stafrænum lausnum og nýsköp- un. Þarna blasa því ekki aðeins við tækifæri, heldur er bæði nauðsynlegt og brýnt, að við nýtum hugvit og nýsköpun eins og kostur er, á sem flestum sviðum og þar má hið opinbera ekki vera undanskilið. Því það á við þar sem annars staðar, að meira vinnur vit en strit. Markmiðið að við hættum að leggja öll eggin í sömu körf- una} Ný stoð í nýsköpun N ýlega fór ég í ferð umhverfis landið og hitti margt fólk sem vinnur í matvælaframleiðslu af ýmsu tagi. Við fiskveiðar, í landbúnaði og fiskeldi. Þessar heimsóknir voru góðar og gagnlegar. Það gleymist stundum þegar rætt er um land- búnaðinn og kannski sérstaklega sjávar- útveginn að þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um fólk. Í allri umræðu um kerfi, skipulag og stjórnsýslu snýst verk- efnið um að skapa öruggt og uppbyggilegt umhverfi fyrir fólkið sem starfar í þessum grunnatvinnuvegum og þannig þjóðina alla. Allt er breytingum háð Atvinnugreinar breytast í tímans rás. Öldum saman var nautgriparækt stærsta búgreinin á Íslandi. Í dag eru mun fleiri sem stunda sauðfjárrækt, þó að þróunin sé reyndar sú hin síðari ár að sauðfé fækki en nautgripum fjölgi. Síldin var um tíma okkar verðmætasti nytjastofn, en síldin hvarf. Nú um langa hríð hefur þorskurinn verið okkur mikilvæg- astur. Svo gæti farið að eldislax taki fram úr þorsk- inum á næstu tíu árum ef uppbygging fiskeldis, á landi og í sjó, stenst áætlanir. Þessum umbreytingum fylgja áskoranir. Rísandi greinum fylgja vaxtarverkir eins og við höfum séð gerast við uppbyggingu fiskeldis. Stjórnvöld reyna iðulega að koma til móts við um- breytingar í atvinnuháttum og þannig hefur byggst upp flókið net bútasaumslausna bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. En þessi bútasaumur verður feyskinn með tímanum og vinnur jafnvel á köflum gegn þeim mark- miðum sem stjórnvöld hafa sett sér; að skapa gott umhverfi fyrir fólk sem hefur lífsviðurværi sitt af nýtingu auðlinda lands og sjávar. Umbætur í þágu fólksins Þetta er eitt þeirra stóru markmiða sem ég hef sett mér í embætti matvælaráðherra. Að rýna í það með skipulögðum hætti hvernig við getum gert nauðsynlegar um- bætur á stjórnkerfi fiskveiða og búvöru- samninga þannig að markmið stjórnvalda og stefnumörkun nái fram að ganga. Áskor- anirnar eru ólíkar. Óviðunandi afkoma hef- ur verið um hríð hjá hluta bænda. Það ríkir almenn sátt um að landbúnaður hljóti opin- beran stuðning, ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um útfærslur. Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti. Sú tilfinning tel ég að stafi aðallega af tvennu; sam- þjöppun veiðiheimilda og þeirri tilfinningu að ágóð- anum af sameiginlegri auðlind landsmanna sé ekki skipt á réttlátan hátt. Ég vil ekki umbylta þeim kerfum sem við höfum bú- ið okkur til enda er þar margt gott en ég tel gríðarlega mikilvægt að rýna þessi kerfi og ráðast í nauðsynlegar breytingar sem ég hef trú á að komi okkur upp úr hjól- förum sem við virðumst föst í. Með því bætum við um leið líf fólksins í landinu, með beinum og óbeinum hætti, og það er alltaf lokatakmarkið. svandis.svavarsdottir@mar.is Svandís Svavarsdóttir Pistill Hagkerfi snýst um fólk Höfundur er matvælaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is V iðræður fjögurra borgarstjórnarflokka hóf- ust á miðvikudag í liðinni viku, en síðan hefur lítið frést frá viðræðum í Elliðaárdal ann- að en þar sé öll áhersla lögð á mál- efnin, en að menn geymi sér að ræða verkaskiptingu uns um annað semst, sem auðvitað er ekki gefið. Ekki er ómögulegt að það takist að ná samkomulagi um nýjan meiri- hluta fyrir fyrsta fund nýrrar borg- arstjórnar 7. júní, en það kallar á mikinn einhug og Framsókn liggur víst ekkert á. Sagt er að viðræðurnar hafi gengið betur en nokkur hafi þorað að vona, þótt tekið sé fram að menn hafi geymt sér erfiðu málin. Heim- ildarmenn í Framsókn segja að fulltrúar gamla meirihlutans hafi tekið kosningaúrslit til sín um sumt og séu fáanlegir til að skipuleggja nýtt byggingarland, sem virtist úti- lokað í kosningabaráttunni. Borgarstjórastóllinn Viðmælendur blaðsins eru ekki á eitt sáttir um skynsemi þess að skilja umræðu um borgarstjórastól- inn eftir þar til annað er frágengið. Allir þekkja hve veigamikið embættið er, hvort sem litið er til pólitísks vægis eða innan borgar- kerfisins. Borgarstjóri er óskoraður leiðtogi meirihlutans og embættið mun valdameira á vettvangi borg- arinnar en t.d. forsætisráðherra er í landsstjórninni. Stóllinn getur því aldrei orðið afgangsstærð í meiri- hlutaviðræðum í borginni. Fyrir Einar Þorsteinsson ætti málið að vera einfalt. Hans helsta kosningamál voru breytingar í borg- inni, ekki síst á forystu hennar, og hann getur ekki kvartað undan við- brögðum kjósenda, en Framsókn hlaut tæp 19% atkvæða, litlu minna en Samfylking með sín 20%. Þar ræddi ekki aðeins um almenna fylg- isaukningu Framsóknar, líkt og í þinginu í fyrra eða mörgum sveitar- félögum nú. Einar sexfaldaði fylgi flokksins frá borgarstjórnarkosn- ingunum 2018 og jók það um þriðj- ung frá kosningasigri flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum 2021. Að Framsóknarflokkurinn fái 19% at- kvæða í Reykjavík er til marks um eitthvað meira en að dágóður hópur kjósenda hafi fórnað höndum og tal- ið bara skást að kjósa Framsókn. Einar getur því trauðla sest að samningum við gamla meirihlutann sem féll án þess að gera kröfu um sýnileg umskipti, sem sanni að hann sé ekki bara enn eitt varadekk Dags B. Eggertssonar. Þar kemur ekkert í stað borgar- stjórastólsins. Sama hvaða árangri Framsókn telur sig ná um málefnin, þá getur Einar ekki sagt kjósendum sínum að hann hafi náð markmiðum um breytingar sitji Dagur áfram sem kóngur í ráðhúsi sínu. Úr horni Samfylkingar heyrast ýmsar hugmyndir um hvernig deila megi embættinu á kjörtímabilinu, en framsóknarmenn eru harðir á að Dagur verði að láta sér formennsku í borgarráði nægja, líkt og hann hafi gert sér að góðu í tíð Jóns Gnarrs. Inn í blandast svo hugleiðingar um forystumál Samfylkingarinnar, sem að líkindum velur sér nýjan for- mann í haust, mögulegt hlutverk Dags og hugsanlega innreið hans í landsmálin ekki síðar en vorið 2025. Málefnin geta vafist fyrir Það var vafalaust rétt athugað hjá Degi B. Eggertssyni í upphafi viðræðna, að á málefnasviðinu eiga flokkarnir samleið um margt. Samt getur á ýmsu steytt. Fyrir fram áttu menn von á því að húsnæðis-, skipulags- og sam- göngumál kynnu að valda ágrein- ingi, en sem fyrr segir virðist gamli meirihlutinn reiðubúinn til þess að gefa eitthvað eftir í skipulagsmálum til að lina húsnæðiskreppuna. Samgöngurnar gætu orðið flóknari, einkum varðandi Sunda- braut, sem Framsókn telur klappaða og klára, þótt útfærsluna vanti. Hún getur þó skipt miklu um hversu mik- ið fé verður þá afgangs til annarra vegaframkvæmda í borginni og Sig- urður Ingi Jóhannsson innviða- ráðherra hefur vafalaust skoðanir á því öllu. Ekki þó síður kann flugvallar- málið að flækja viðræðurnar, en skömmu fyrir kosningar kom til opinberra orðahnippinga milli inn- viðaráðherra og borgarstjóra um flugvöllinn. Einar Þorsteinsson lagðist á sveif með ráðherranum og mótmælti því að farið væri í upp- byggingu við völlinn í trássi við samning milli ríkis og borgar frá 2019. Á það kann að reyna strax á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar, því fyrir honum liggur tillaga um út- hlutun lóðar undir 140 íbúða fjöl- býlishús í Skerjafirði, sem Sigurður Ingi hefur lagst mjög á móti og telur raska flugöryggi. Allt getur það skipt máli fyrir stöðu Framsóknar á landsvísu líkt og í Reykjavík og hvort flokknurinn fái loks borgarstjóra fyrir sunnan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðræður Einar Þorsteinsson hlýðir íbygginn á Dag B. Eggertsson. Menn og málefni nýs og gamals meirihluta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.