Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
✝
Halldór Jóns-
son fæddist í
Reykjavík 3. nóv-
ember 1937. Hann
lést að morgni
þriðjudagsins 17.
maí 2022.
Halldór var son-
ur Jóns Ólafs
Bjarnason, 28.
mars 1911, d. 11.
febrúar 1981, raf-
magnsverkfræð-
ings, forstjóra Rafmagnseft-
irlits ríkisins, og Karenar
Elísabetar Bjarnason, fóta-
aðgerðasérfræðings og hús-
freyju, f. 6. febrúar 1913, d. 28.
október 1990. Eftirlifandi kona
Halldórs er Steinunn Helga Sig-
urðardóttir, fædd á Akureyri
6.6. 1937. Foreldrar hennar eru
Sigurður Kristinsson sjómaður,
f. 6.8. 1915, d. 23.12. 1996 og
Ragnheiður Stephensen, f. 15.1.
1914, d. 22.1. 1981, en Steinunn
ólst upp hjá móðursystur sinni
Áslaugu Stephensen, f. 23.4.
1895, d. 30.10. 1981, og manni
hennar Jóni Pálssyni dýralækni,
f. 7.6. 1891, d. 19.12. 1988.Börn
Halldórs og Steinunnar Helgu
eru:
1. Þorsteinn, f. 1960, fyrrv.
maki Fanney Elín Ásgeirsdóttir,
1967-2012; börn: a. Helgi Pétur,
1987-2017, sonur hans og Cam-
illu Thim, 1991, er a1) Arnar
Breki, 2016; b. Ágúst Ólafur, f.
1990; c. Kristjana Ragnheiður,
f. 1992, sambýlismaður Ingimar
Alex Baldursson, f. 1985; d.
Steinunn Ingibjörg, f. 1998.
2. Jón Ólafur, f. 1962, maki
Guðrún Atladóttir, f. 1963;
börn: a. Unnar Freyr, 1988,
maki Guðrún Lilja Sigurðar-
dóttir, 1989; börn: a1) Jón
Meðal ótal fyrirtækja sem Hall-
dór hefur verið stofnandi að er
helst að nefna Surtsey 1964, Að-
albraut sf. 1970, Steypustöð
Suðurlands hf. 1971, Námuna
hf. 1976 auk útibús frá Steypu-
stöðinni hf. í Grindavík 1975.
Halldór var handhafi atvinnu-,
blindflugs- og kennsluréttinda í
flugi síðan 1978, en flugnám hóf
hann 1952. Þá hefur hann verið
fulltrúi í ráðgjafarnefnd Rann-
sóknarstofnunar byggingariðn-
aðarins og í stjórn hennar og
fulltrúi í steinsteypunefnd. Hall-
dór var um lengri eða skemmri
tíma í stjórn Verslunarráðs Ís-
lands, Verktakasambands Ís-
lands og Verkfræðingafélags Ís-
lands, sömuleiðis var hann um
hríð prófdómari við Tækniskól-
ann. Halldór starfaði innan raða
Sjálfstæðisflokksins frá unga
aldri, en hann varð síðar for-
maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna í Kópavogi á þriðja
áratug, en því fylgdi að hann
gaf út landsmálablaðið Voga í
Kópavogi, og dreifði því um
hríð um allt Reykjanesið. Hann
átti sæti í kjördæmisráði og á
landsfundum Sjálfstæðisflokks-
ins um áratuga skeið auk fleiri
trúnaðarstarfa innan flokksins.
Halldór var einn fárra verk-
fræðinga sem höfðu heimild til
að leggja inn teikningar í hvaða
grein verkfræðinnar sem er
sem og sem arkitekt. Halldór
var frá fyrstu tíð mikilvirkur í
skrifum í blöð, tímarit og
blog.is, um flest mannlegu við-
komandi. Hin síðari ár tók hann
reglulega að sér að vera leið-
sögumaður fyrir þýskumælandi
hópa ferðamanna. Halldór rak
eigið verkfræði- og útgáfu-
fyrirtæki nánast fram á síðasta
dag.
Útför Halldórs verður frá
Lindakirkju í dag, 30. maí 2022,
klukkan 15.
Frosti, f. 2019; a2)
Sigurður Frosti, f.
2021; b. Sigríður
Steinunn, f. 1992,
maki Kjartan Þór
Þórisson, f. 1987;
barn: b1) Margrét
Elísabet, f. 2021; c.
Anna Karen, f.
1998.
3. Pétur Hákon,
f. 1967, maki Eyja
Guðrún Sigurjóns-
dóttir, f. 1967; börn: a. Jón
Ágúst, 1987, maki Melkorka
Hrund Albertsdóttir, f. 1987;
börn: a1) Sara Lea, f. 2011, a2)
Aron Hrafn, f. 2015; b. Halldór
Ingi, f. 1993; c. Alexandra Frost,
f. 2000; d. Karen Sól, f. 2008.
4. Karen Elísabet, f. 1974,
fyrrv. maki Sigurður Örn Sig-
urðsson, f. 1971; börn: a. Júlía
Vilborg, f. 2001, b. Elísa Helga,
f. 2005.
Systkini Halldórs eru: 1.
Ágúst, 25.4. 1942, f. 24.9. 1942;
2. Sigríður Hedda, f. 1944, mað-
ur hennar er Þórarinn Bene-
dikz, f. 1939, skógfræðingur; 3.
Ólafur, f. 1947, viðskiptafræð-
ingur, fyrri kona hans er Guð-
rún Þóra Guðmannsdóttir, f.
1950; núverandi kona hans er
Ása Einarsdóttir, f. 1950, heils-
unuddari.
Eftir stúdentspróf frá MR lá
leið Halldórs til TH í Stuttgart
og útskrifaðist þaðan sem verk-
fræðingur. Halldór var verk-
fræðingur hjá Almannavörnum
ríkisins 1962-63, þá hóf hann
störf á verkfræðistofu Bárðar
Daníelssonar. Til Steypustöðv-
arinnar hf. réðst hann sem
tæknilegur framkvæmdastjóri
1964, og síðan með stöðu for-
stjóra 1967 ásamt setu í stjórn.
Elsku pabbi.
Það er allt svo tómt núna, eng-
ar fleiri sendiferðir og samtöl. Ég
hef aldrei kynnst eins litríkum
manni og þér.
Pabbi ertu „tíminn núna“, var
eitthvað sem ég sagði þegar mig
vantaði t.d. Mackintosh fyrir jólin
og við löbbuðum Laugaveginn á
Þorláksmessu. Og já, þú varst það
alltaf við prinsessuna. Við vorum
ekki alltaf dús, og mikið fannst
þér ósanngjarnt þegar við
mamma stóðum alltaf saman.
Kvartaðir kíminn yfir því.
Ég veit að þú varst stoltur af
mér og um leið áhyggjufullur yfir
dótturinni sem þú lýstir sem
fljótri upp og enn sneggri niður.
Við tókumst oft á um allt og ekk-
ert en um leið var sæst jafnóðum
án þess að nein eftirmál yrðu.
Þegar árin liðu tókum við okk-
ur það sem þú kallaðir „góð mó-
ment“, ræddum allt sem við þurft-
um, trúðum hvort öðru fyrir því
hvað við vorum að hugsa. Síðar
meir fórstu að senda mér hugleið-
ingar þínar og æviminningar sem
ég gæti vel.
Þú lést aldrei deigan síga, erfið
krabbameinsmeðferð sem þú
kvartaðir aldrei yfir en gerði okk-
ur enn nánari, 37 geislar og 92
lyfjagjafir. Reyndir eftir bestu
getu að leiðrétta lækninn enda var
það alltaf þinn stíll að lesa þér til
um allt sem lífinu viðkom og
mennta aðra með því sem þú last
og lærðir. Við ræddum opinskátt
dauðann og framhaldið eftir það.
Afrek þín og dugnaður kenndu
mér og hafa verið mitt leiðarljós,
að gefast aldrei upp og halda alltaf
áfram.
Þú elskaðir mömmu af lífi og
sál, og mikið er ég fegin að þurfa
ekki að útskýra fyrir henni að þú
sért endanlega farinn. En ekki
hafa áhyggjur, elsku karl, ég
passa hana eins og hún hefur allt-
af passað alla. Þið voruð saman í
yfir 60 ár, þú hefur saknað hennar
mikið eftir að hún hvarf inn í heim
minnisleysis. Hún dáði þig og
elskaði og þú hefðir aldrei afrekað
neitt án hennar stuðnings. Þetta
vissir þú og keyptir skart og kjóla
hjá Báru eins og þú gast borið.
Kannski ekki alltaf sá sem tjáði
hvernig honum leið en við vissum
það samt. Senn kemur hún til þín
og þið getið aftur ferðast saman
og hlegið.
Við nutum okkar á Bergstöðum
og í Ameríku, sem að þínu mati
var eina landið sem maður á að
heimsækja. Þú vildir verða „pilot“
en í stað þess varstu forstjóri, rit-
stjóri, blaðaútgefandi og verk-
fræðingur. Samhliða því gafstu
þig allan í félagsstörf Sjálfstæð-
isflokksins sem voru að lokum
ekki endurgoldin í Kópavoginum.
Þér sárnaði það. Safnaðir byssum
og ógrynni af óþarfa, sem þér
fannst vera gull en öðrum rusl.
Við erum að sortera þetta núna!
Úff!
Þú varst krefjandi foreldri og
ýttir mér áfram því þú þekktir
ókyrrðina sem innra býr og vill
komast út og sást að ég yrði að
hafa nóg að gera. Ég ætla samt að
reyna að slappa smá af núna og
leyfa mér að hugsa um þig og
mömmu, minnast alls sem ég er
þakklát fyrir.
Mikið óskaplega á ég eftir að
sakna þín, elsku pabbi, sjáumst
síðar og þú manst að þú lofaðir að
láta mig vita hvað er að sækja
þarna hinum megin. Er þetta bara
mold og ormar, aska og eldur eða
ertu með önnur plön núna?
Þín elskandi dóttir,
Karen Elísabet.
Nú er fallinn frá uppáhalds-
tengdafaðir minn. Halldór var
mikill áhugamaður um heimsmál-
in, víðlesinn og sérlega minnugur.
Við Halldór unnum saman í næst-
um áratug og þá var mikið rætt og
oft skrafað um ástandið í heimin-
um. Hann hafði mikinn húmor og
bryddaði oft upp á umræðuefnun-
um í kaffistofunni enda hafði hann
litla þolinmæði fyrir umræðuefn-
um sem ekki féllu honum í geð.
Halldór var svartsýnn að eðlisfari
en ég er frekar bjartsýn og hann
spáði því ætíð að allt færi á versta
veg og við myndum ekki standa
okkur gagnvart þeim sem minna
mættu sín. Aftur á móti trúði ég
alltaf á hið besta í manninum en
það fór samt þannig að hann hafði
oftast rétt fyrir sér. Hann kunni
að setja hlutina í samhengi og
þekkti mannlegt eðli betur en ég.
Tengdapabbi var fróðleiksfús og
duglegur að bæta við sig þekk-
ingu. Hann var íhaldssamur, enda
notaði hann reiknistokkinn alveg
þangað til hann lærði á teiknifor-
ritið Autocad. Halldór gaf lítið fyr-
ir reiknivélar. Eftir að Halldór var
búinn að setja sig inn í tölvuheim-
inn, var hann óstöðvandi þegar
kom að því að kynna sér nýja hluti
og nýta sér þá. Hann óttaðist fátt,
nema kannski að verða örvasa
gamalmenni. Þegar tengdapabbi
var í kringum sjötugt, fór hann
með heimsfrægðinni, eins og hann
Halldór nefndi Önnu Karen, af-
mælisbarni í hoppukastalann og
hoppaði ekkert minna en hún. Ár-
ið eftir hoppaði hann aftur með
börnunum á trampólíninu.
Einu sinni voru Halldór og
Steinunn á leiðinni til okkar í mat í
Bandaríkjunum og lentu í umferð-
arteppu upp á háu umferðar-
mannvirki. Steinunn átti erfitt
með sig, henni fannst eins og allt
hallaði og varð hálfhrædd en Hall-
dór var í essinu sínu og hafði afar
mörg orð um þetta stórkostlega
verkfræðiundur. Matarboðið leið
við umræður um nauðsyn umferð-
armannvirkja, hönnun þeirra og
mikilfengleika. Þegar þau hjónin
heimsóttu okkur til Danmerkur
var mikið skoðað, farið á söfn og
drukkið mikið af bjór. En þegar
kom að því að Halldór fór að lýsa
öllu sem fyrir augu hans bar á
ferðalaginu byrjaði hann allar
setningar á þessum orðum: Miðað
við að Danmörk er einungis varta
á Þýskalandi, þá … Enda var
Þýskaland uppáhaldslandið hans
eftir að hann lagði stund á verk-
fræði þar í landi. Í dag kveð ég
samferðamann til fjörutíu og fjög-
urra ára, föður elskunnar minnar,
afa barnanna minna og langafa
barnabarnanna minna. Takk fyrir
ferðalagið minn kæri, sjáumst í
Sumarlandinu góða.
Uppáhaldstengdadóttirin
Guðrún Atladóttir.
Elsku Halldór afi, ég vona þú
hafir það gott. Lítill samanrekinn
karl með miklar skoðanir. Spurn-
ingin er hvort það sé verið að lýsa
mér eða þér. Eins og við erum
ólíkir er margt sem er líkt. Sam-
skipti okkar voru ekki alltaf tekin
út með sældinni en eftir því sem
árin liðu gengu þau betur. Við
náðum saman í sameiginlegum
áhugamálum eins og sagnfræði,
bókmenntum, byssum og ljóðum.
Sérstaklega níðvísum.
Mér er það sérstaklega minn-
isstætt þegar ég var fimm ára og
þú lokaðir mig inni á kontór og
meinaðir mér að fara út fyrr en ég
lærði níðvísu sem þér var mikið í
mun að ég kynni:
Fjallakauða foringinn,
fantur nauða grófur.
Er nú dauður afi minn,
Oddur sauðaþjófur.
Önnur lexía sem ég hafði gam-
an af því að læra frá þér var þessi:
Ef maður getur ekki verið ríkur er
það næstbesta að aðrir haldi að
maður sé ríkur. Nú veit ég ekki
hvaða mælikvarða þú notaðir á
auð en vona að þér hafi tekist að
uppfylla annað hvort markmiðið.
Þú hafðir marga mannkosti sem
ég gat dáðst að. Þú varst þrjóskur
og harður af þér. Ólíkt mörgum
öðrum gastu hlustað á gagnrýni,
tekið henni og síðan breytt hegð-
un þinni í kjölfarið, það er ekki öll-
um gefið. Endalokin voru þér erf-
ið og leitt var að sjá hvað þú
þurftir að þjást. Mér þótti vænt
um að koma og kveðja þig. Síð-
ustu orð mín voru að sjálfsögðu
vísa sem ég enda þetta á öðru
sinni:
Nú kveð ég þig í hinsta sinn,
elsku besti afi minn,
farðu nú í ró og friði,
ég man þig, meðan ég lifi.
Unnar Freyr
Jónsson.
Fallinn er frá vinur minn og
fyrrverandi tengdafaðir Halldór
Jónsson.
Ég man eins og í gær þegar ég
kom fyrst í Hvannhólmann fyrir
32 árum. Ég hringdi bjöllunni og
þar birtist mér glaðleg kona, hún
Steinunn, og aðeins minna glað-
legur maður, hann Halldór. Ég,
sem faðir tveggja dætra í dag,
skil hann vel núna þegar ég
hugsa um okkar fyrstu viðkynni.
Með árunum þróaðist mikil
vinátta og virðing á milli okkar
sem hélst allt til enda. Og þegar
talað er um Halldór er ekki hægt
að sleppa því að tala líka um
Steinunni því þau hjón voru ein-
stakleg samrýnd og vógu hvort
annað upp á allan hátt.
Halldóri leið hvergi betur en á
Bergstöðum þar sem þau hjónin
reistu sér fallegt sumarhús og
stundaði hann þar skógrækt af
miklum móð. Síðan uppgötvaði
hann Flórída. Þá varð hann
óþreytandi að tala um hvað allt
væri nú betra í Ameríku, reiknaði
allt upp miðað við íslensku krón-
una og hvað væri nú okrað á okk-
ur Íslendingum.
Halldór var einstakur maður.
Sagði og gerði það sem honum
sýndist og hafði ekki miklar
áhyggjur af því hvað öðrum fynd-
ist, hvorki um hann sjálfan né
málefni sem honum hugnaðist.
Honum þótti ótrúlega vænt um
fjölskyldu sína og vini þótt hann
væri nú ekki alltaf að tala um það.
Halldóri leið vel í félagsstörf-
um og virtist alltaf veljast í
stjórnarstörf enda mikill karakt-
er og stjórnandi.
Halldór hafði sterkar stjórn-
málaskoðanir, hafði mikil áhrif
innan Sjálfstæðisflokksins og átti
stóran þátt í uppbyggingu Kópa-
vogs á sínum tíma. Sjálfstæðis-
menn hafa sagt mér að hann hafi
rekið fjáröflun með harðri hendi
fyrir flokkinn því aldrei skyldi
hann vera rekinn í halla, gefið út
blaðið Voga, selt auglýsingar og
passað upp á að nóg væri til af
lóðum svo bærinn gæti haldið
áfram uppbyggingu. Hann sagði
mér fyrir nokkrum árum að póli-
tíkin hefði engar áhyggjur af
þessu lengur og þótti það miður.
Ekki var hann að láta hrósa sér
fyrir þessi störf heldur gerði
hann þetta heilshugar fyrir fólkið
og flokkinn.
Halldór var fróðleiksfús mað-
ur með eindæmum, las mikið og
aflaði sér þekkingar alla tíð.
Hann var eins og alfræðiorðabók
og það var einstaklega gaman að
ræða við hann um hin ýmsu mál-
efni.
Ég hef sagt í gegnum árin að
það hafi verið mikil forréttindi
fyrir mig og mína fjölskyldu að
kynnast Halldóri og Steinunni.
Og þessi dýrmæti tími sem ég átti
með þeim mun aldrei gleymast.
Það eru til svo margar
skemmtilegar sögur af Halldóri
og ég veit að ef hans nánustu sett-
ust niður eina kvöldstund og rifj-
uðu upp sögurnar af honum yrði
mikið hlegið það kvöld.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt á þessari stundu að eitt sinn
vorum við í Ameríku og vorum að
fá okkur viskí. Við sátum úti við,
horfðum yfir sjóinn og sólin var
að setjast. Þá segi ég að þetta sé
eins og himnaríki og þá svarar
hann: „Það væri nú ekki verra ef
viskíið þar væri líka ódýrt!“
Vonandi ertu á svona stað og
bíður mín þar minn vinur.
Ég votta fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Sigurður Örn
Sigurðsson.
Halldór Jónsson verkfræðing-
ur,vinur minn, frændi og félagi er
nú allur.
Við Halldór vorum systkina-
börn, faðir hans Jón Bjarnason
verkfræðingur og móðir mín
Helga voru systkini.
Halldór var fjórum árum eldri
en ég og hvenær okkar fundum
bar saman fyrst man ég ekki.
Í þá tíð bjuggu bræður móður
minnar Hákon og Jón ásamt fjöl-
skyldum sínum á Snorrabraut en
systkinin Helga, María Ágústa og
fjölskyldur á Hrefnugötu.
Mér er einna minnisstæðast að
á jólunum voru haldin grímuböll á
Snorrabrautinni fyrir okkur
krakkana og skemmtu Jón, Há-
kon og Þórarinn, maður Maríu,
okkur krökkunum. Grunar mann
að þeir hafi fengið sér smá gogg-
olíu sem svo var kallað en við
krakkarnir fengum appelsín sem
var sjaldfengur drykkur í þá tíð.
Í heimsstyrjöldinni voru marg-
ir sem byggðu sér kofa uppi í sveit
til að forða fjölskyldum sínum í, ef
til átaka kæmi á Íslandi. Byggðir
voru þrír sumarbústaðir fyrir fjöl-
skyldurnar í Haukadal í Biskups-
tungum og var þar oft dvalið á
sumrum.
Halldór og Sigríður systir mín
ráku þar búskap í litlum torfbæ í
dúkkuhúsastærð. Síðar í lífinu er
Sigríður systir mín lamaðist í bíl-
slysi gleymdi Halldór henni ekki.
Sýnir það hvaða mann hann hafði
að geyma.
Þegar Halldór var við verk-
fræðinám í Stuttgart heimsótti ég
hann eina helgi. Var það mikill
fagnaðarfundur og lærði ég af
Halldóri að meta þýskan bjór og
Jägersnitsel. Þar heyrði ég Steinu
fyrst getið en hún sat heima í fest-
um meðan Halldór var við nám.
Halldór hóf störf hjá Steypu-
stöðinni hf 1964 og ég 1968. Þá var
Halldór H. Jónsson stjórnarfor-
maður Steypustöðvarinnar. Þá
var stundum sagt í gríni þeim
nöfnum til aðgreiningar að annar
væri Halldór H en en hinn væri
Halldór „no H“. Var Steypustöðin
rekin af framsækni en þó með
ákveðinni íhaldssemi um að rasa
ekki um ráð fram. Steypustöðvar
voru reistar á Selfossi og í Grinda-
vík til að víkka út markaðinn og
sinna þörf. Voru ýmsar nýjungar í
tækni og framleiðslu fram-
kvæmdar og benda má á að árið
1968 benti Halldór á hættuna á
alkalískemmdum og setti heilsíðu
auglýsingu þar um í Morgunblað-
ið. Ekki fékkst hljómgrunnur fyr-
ir því, fyrr en skaði var skeður, en
margir viðskiptavinir Steypu-
stöðvarinnar þökkuðu sínum
sæla.
Halldór var afkomandi Jóns
Ólafssonar ritstjóra sem var
ófeiminn við að gagnrýna heimsku
yfirvalda í rituðu máli. Hann varð
þó ekki landflótta eins og langafi
hans Jón Ólafsson vegna skrifa
sinna, en mörgu möppudýrinu og
stjórnmálamanninum var í nöp við
hann er hann uppljóstraði eða
hæddist að vitleysunni í þeim.
Hann var svo síðar mikill bloggari
og fór oft í tauganar á þeim er
voru annarrar skoðunar en hann.
Halldór var mikil flugáhuga-
maður og hóf flugferil sinn í svif-
flugi en varð fyrir óhappi. Hélt
hann þó ótrauður áfram og fékk
atvinnuflugs- og blindflugsrétt-
indi. Eitt sinn þegar var mikið
NA-rok bauð hann mér í flugtúr í
lítilli flugvél. Er við vorum yfir
Mosfellsheiðinni sagði hann „líttu
niður“. Sá ég þá að flugvélin barst
aftur á bak miðað við jörðu. Hall-
dór glotti en mér varð um og ó.
Ég kveð Halldór með söknuði.
Sveinn Valfells.
Halldór frændi minn er geng-
inn á vit feðra sinna eftir lang-
vinnt stríð við meinsemdir. Við
bræðrungar fæddumst og ólumst
upp samhliða í húsi við Snorra-
braut. Vegna nokkurs aldursmun-
ar lékum við okkur ekki saman, en
eg naut góðs af ýmsum tiltektum
hans í æsku. Eg fékk far í forláta
kassabíl, sem hann smíðaði, gat
hjólað „undir stöng“ á þriggja gíra
Halldór Jónsson
Guðmundur
bróðir minn er lát-
inn fyrir aldur
fram, hann var elst-
ur af okkur systkinunum. Inga
Jóna er elst núna, síðan ég og
Guðmundur
Andrésson
✝
Guðmundur
Andrésson
fæddist 28. nóv-
ember 1947. Hann
lést 6. maí 2022.
Guðmundur var
jarðsunginn 17.
maí 2022.
Andrés, Jón Willi-
am yngsti bróðirinn
lést líka fyrir aldur
fram. Gummi var
lærður útvarps- og
sjónvarpsvirki,
hann var ham-
hleypa til vinnu og
gekk nærri sér til
að halda á þungum
sjónvörpum og far-
andi upp á þak og
laga loftnetin. Hann
var líka á Loftleiðum hjá Einari
Olgeirssyni, og kom þar á þeirri
nýjung að lesa af lazer í fund-
arsölum, það þótti nýjung þá og
tókst vel. Síðustu árin hans voru
erfið, hann átti við heilsubrest
að stríða. Hann var bóngóður.
Ég man þegar ég var í vandræð-
um með tvö stór ljós þá kom
hann og festi þau og spegla í eld-
húsinu. Hann var ekki einn á
lífsleiðinni, hann átti góða konu,
hana Ásthildi, sem ætíð stóð
honum við hlið. Tvær dætur áttu
þau, Evu Katrínu og Erlu, við
systkinin vottum þeim okkar
dýpstu samúð og fjölskyldunni
allri. Gummi var góður maður og
mátti ekkert aumt sjá. Nú er
hann laus við allar kvalir og ég
bið drottin Jesú Krist að varð-
veita hann, hvíl í friði.
Þín systir,
Ásta.