Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 ✝ Elín Björg Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1970. Hún lést á Landspít- alanum að kvöldi fimmtudagsins 12. maí 2022. Elín Björg var yngst barna hjónanna Eddu Óskarsdóttur og Guðjóns Jónssonar yfirsímritara. Bræður hennar eru Óskar, kvæntur Konný R. Hjaltadóttur, Jón Steinar, kvæntur Önnu Þórdísi Guð- mundsdóttur, og Guðlaugur arnes- og Laugalækjarskóla, fór þaðan í Menntaskólann við Sund og að loknu stúdentsprófi í Íþróttakennaraskólann á Laug- arvatni. Hún lauk síðar grunn- skólakennaraprófi frá Kenn- araháskólanum. Elín Björg kenndi bæði íþróttir og almenna kennslu í Fossvogs-, Rima- og Árbæjar- skóla, íþróttir á Hrafnistu, var deildarstjóri á leikskólanum Laugasól, hóptímakennari og einkaþjálfari í ýmsum líkams- ræktarstöðvum, einnig var hún jógakennari ásamt öðru. Útför Elínar Bjargar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 30. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verðu frá útförinni á slóðinni: https://streyma.is/ streymi/. Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Halldór, kvæntur Guðrúnu Sigrúnu Jónsdóttur. Börn Elínar Bjargar og Loga Kjartanssonar eru Guðjón Ari, f. 6. júlí 2000, og Eva Björg, f. 28. júlí 2007. Sambýlismaður Elínar Bjargar er Ólafur Jóhannes Stefánsson, börn hans eru Bára Björg, f. 22. júlí 2004, og Ragnar, f. 18. sept- ember 2007. Elín Björg ólst upp í Laug- arneshverfinu, gekk í Laug- Elsku mamma mín Hvers vegna er lífið svona ósanngjarnt? Ef bara ég gæti svarað því. Hvers vegna tekur guð alla þá bestu í burtu? Það skil ég ekki. En eins og einhver spurði: „Þegar þú tínir blóm úr garði, hvaða blóm velur þú?“ Jú, þú velur fallegustu blómin. Allir sem þekktu mömmu vita það, að hún var fallegasta rósin í hvaða garði sem er. Hún geisl- aði hvert sem hún fór og hugs- aði vel um og var góð við alla. Ef einhver átti skilið að lifa löngu lífi og til hins fyllsta og deyja bara úr elli, þá varst það þú mamma. Ég skil ekki og mun aldrei skilja hvers vegna þú varst tekin frá okkur svona snemma. Gullfallega, ljúfa og góða mamma mín. Augun þín, brosið og hláturinn, jafnvel á erfiðustu dögunum, glöddu í manni hjart- að. Þú varst sterkasta mann- eskja sem ég þekkti. Þú komst alltaf í gegnum allt bara með jákvæðni, hlátri og réttu hug- arfari. Frá þér fékk ég styrk minn og svo margt fleira sem ég mun að eilífu varðveita. Ég er endalaust þakklát fyrir þig mamma og það sem þú veittir mér og kenndir. Besta knús í heiminum kom frá þér. Að sofna og vera í fangi þínu er nokkuð sem ég hefði getað gert endalaust að eilífu og ég vildi óska þess að ég hefði gert það lengur og knúsað þig aðeins fastar síðast þegar ég fékk tækifæri til. Hendurnar þínar voru svo hlýjar og heilandi. Í hvert skipti sem ég hélt í þær fylltist ég hlýju og í hvert skipti sem mér leið illa þá lagðirðu hend- urnar á mig og mér leið strax betur. Það erfiðasta í heiminum öllum var að halda í hendur þínar þegar þú tókst þinn síð- asta andardrátt, en ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og fyrir að hafa ver- ið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Ég elska þig mamma, ég veit að þú veist það, en ég vona að þú vitir virkilega hvað ég elska þig óendanlega mikið og hvað ég myndi gera til að fá þig aftur. Þú kallaðir mig alltaf eng- ilinn þinn. Við það að núna sért þú orðin engillinn minn og okk- ar allra brestur hjarta mitt og særir mig meira en orð geta lýst. En ég verð samt sem áður alltaf engillinn þinn. Núna verndar þú mig og passar ásamt öllum þeim sem uppi eru. Amma, afi, Eva frænka og Stebbi, Ásta amma og allir hin- ir. Ég bað þig að skila kveðju til þeirra áður en þú fórst, og núna bið ég þig að knúsa þau frá mér. Nú ertu komin á góðan og öruggan stað, ég veit það. Þú ert komin til þeirra sem þú elskaðir og saknaðir svo heitt, og það gleður mig í allri þessari sorg. Þinn tími var svo langt frá því að vera kominn. Þú áttir svo mikið eftir ólifað og það biðu okkar svo mörg ævintýri sem við áttum eftir að upplifa saman. En ég trúi því að einn daginn muni ég fá tækifæri til að upplifa þau með þér. Við sjáumst í næsta lífi elsku besta mamma mín. Fljúgðu hátt fallega sál. Ég elska þig alltaf að eilífu sama hvað. Þín Eva Björg. Elsku Ella systir. Enginn má sköpum renna, er allt ákveðið fyrir fram og getur enginn flúið örlög sín? Ekki gat okkur bræðurna órað fyrir því að þú, Ella okkar, yrðir fyrst okkar systkinanna til að fara yfir móðuna miklu til endurfunda við mömmu, pabba, ömmu Ástu og aðra farna ástvini. Við feng- um þó tækifæri að lifa og fylgj- ast með þér í meira en 50 ár. Minningarnar hrannast upp. Allir eigum við bræðurnir okk- ar uppáhalds en í forgrunni er fögnuður okkar yfir að hafa eignast systur, síbrosandi sól- argeisla sem smitaði auðveld- lega út frá sér. Kraftur og ákefð lítils orkubolta sem fór endalaust á handahlaupum um hvern kima á Kleppsveginum og víðar. Kom því ekki á óvart að þú færir í fimleika og í fyll- ingu tímans lærðir til íþrótta og í framhaldinu til kennara auk annarrar þroskandi og mann- bætandi iðju. Heilbrigt líferni, hreyfing og hollt mataræði var nokkuð sem þú lagðir mikið upp úr og snupraðir jafnan þína framsettu bræður fyrir hreyf- ingarleysi og óhollustu. Ein- hverjir brugðust við og fengu þig til að „taka sig í gegn“ og 10 kíló fuku á þremur vikum! Samband ykkar mömmu var alltaf náið og innilegt, nánast eins og þið væruð systur. Þið studduð hvor aðra í gegnum þunnt og þykkt og í gleði og sorg. Þú hlúðir vel að mömmu á hennar síðustu árum, tókst láti hennar af ótrúlegu æðruleysi, en sorgin og eftirsjáin var aug- ljóslega mikil. Báðar voruð þið mjög félagslyndar og ekki síður ættræknar. Þið sáuð til þess að stórfjölskyldan hittist reglulega og rjómakökuskottveislurnar í rigningunni í Heiðmörk gleym- ast seint. Þín eigin fjölskylda og velferð hennar var alltaf í forgrunni og yndislegt var að fylgjast með uppeldi þínu á demöntunum þínum Guðjóni og Evu. Nú syrgja þau sárt. Gott er þá að vita af þeim í góðum höndum og umhverfi. Hlusta verður á þau og gefa þeim tíma til að ræða þau mál sem brenna á þeim meðan þau vinna úr sorginni. Við fylgdumst allir með bar- áttu þinni við krabbameinið fyr- ir tveimur árum. Ákefð þín og þrautseigja var ótrúleg og allir glöddumst við því þegar þú virtist hafa haft betur. Krabba- mein er því miður lúmskur sjúkdómur og baráttan við meinið er ófyrirsjáanleg. Fjöl- skylda, vinir og vandamenn í sárum yfir ótímabæru fráfalli einstakrar manneskju. Ella mín, við munum seint gleyma smitandi hlátri þínum og fallega brosinu. Kæra systir – „þín mun ætíð vera saknað og aldrei gleymast“. Óskar, Steinar og Guðlaugur (Gulli). Geislandi glókollur er það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um hana Ellu mína. Hún var ekki bara frænka mín, hún var mér eins og systir. Litla systir okkar Margrétar, sem okkur fannst við þurfa að passa upp á. En þessi litla syst- ir var alls ekki svo lítil. Hún var stór manneskja með risastórt hjarta og opinn faðm, sem vermdi alla sem hana þekktu. Dillandi hláturinn smitaði gleði svo allt varð gott í hennar ná- vist. Að hún sé farin svona ung er óskiljanlegt og allt of sárt. Ég minnist stundanna þegar við vorum tvær saman með mömmum okkar eftir að þær urðu heldri borgarar. Þær að segja frá ævintýrum sínum í æsku og alls kyns uppákomum og vitleysu, við Ella lítandi hvor á aðra hlæjandi út í eitt. Dásamlegar minningar, sem ylja hjartanu. Ella talaði alltaf um hversu rík og þakklát hún væri fyrir fjölskyldu sína. Edda og Gaui voru kærleiksríkir foreldrar, sem eignuðust fjögur börn. Eldri bræður Ellu, þeir Gulli, Steinar og Óskar, gerðu hana sterka og ósigrandi. Þeir byrj- uðu snemma, því þegar Ella var að læra að taka sín fyrstu skref og var sífellt að detta, þá voru samantekin ráð hjá þeim að hlæja rosalega mikið svo hún færi frekar að hlæja en skæla. Þetta heppnaðist svona rosa- lega vel því hún rúllaði um skellihlæjandi svo mér varð stundum um og ó. En í dag er þetta hlý og ljúf minning um góða æsku, þar sem systkini reyna að ala hvert annað upp á sinn besta máta og eru jú flest- ir sem muna Ellu með sitt geislandi bros og hlátur. Ella átti svo okkur auka- systkinin, Margréti, Ingvar heitinn, mig og Ella. Mæður okkar voru alltaf með okkur saman í æsku, átta orkumiklir krakkar, sem fengu að bralla og bauka án þess að þær þyrftu að vita allt. Ella var yngst af okk- ur frændsystkinunum og mikið reiðarslag fyrir okkur sem eftir lifum að missa glaða glókollinn okkar. Mesta stolt Ellu í lífinu voru börnin hennar, Guðjón Ari og Eva Björg. Bæði dugleg í íþróttum og orðin rithöfundar á táningsaldri, hversu magnað er það. Ella talaði líka alltaf um þá miklu gæfu í sínu lífi að hitta Óla sinn og stofna til heimilis með honum og börnum hans Báru og Ragnari, sem hún leit á eins og sín eigin. Þetta heimili var hennar höll og íbúarnir voru hennar fjársjóður. Hún mun vaka yfir þeim þótt hún sé komin á annan stað. Elsku Óli og börn, ég bið góðan Guð og alla góða engla að sitja yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku hjartans Ella mín, þú lifir í hjörtum okkar og við munum hlæja saman síðar. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Ásta Edda Stefánsdóttir. Elsku besta Ella frænka mín! Ég næ ekki utan um það að þú sért farin frá okkur, ég bara skil það ekki og vil ekki trúa því. Mér fannst eins og þú ættir alltaf eftir að vera í lífi mínu eins og þú hefur verið frá byrj- un. Þú áttir að verða skemmti- lega gamla frænkan og þú áttir eftir að hitta nýju börnin hjá systrum mínum sem styttist óð- um í. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér í gegnum allt líf mitt. Bústaðaferðirnar, þegar þú passaðir okkur systur og þegar ég síðan passaði þín börn. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég kom með þér í vinnuna að passa Guðjón Ara og gat ómögulega munað hvað staðurinn hét og sagði mömmu að ég hefði verið með þér í Ár- bæjarþrælkun, ég man svo vel hvað þér fannst það fyndið og hvað þú hlóst mikið að því. Þessi mikli og smitandi hlátur þinn var frábær og minnti mann alltaf á ömmu og Evu, það heyrðist alltaf hæst í ykk- ur, sem var stórkostlegt. Allir KR-leikirnir sem við fórum saman á, þar var alltaf svo mikil gleði og mér fannst alltaf jafn fyndið að hlusta á þig öskra. Mikið vildi ég að ég hefði náð einum leik í viðbót með þér. Ég er svo þakklát fyrir síð- asta skiptið sem ég hitti þig áð- ur en ég fór aftur út til Svíþjóð- ar. Við áttum svo góða stund saman, þar sem við vorum al- gjörir jafningjar og gátum deilt okkar erfiðu reynslu en líka bara setið saman í ró og næði og talað um lífið. Mikið fannst mér notalegt að tala við þig og mér fannst svo fallegt hvernig þú talaðir um pabba minn, það fyllti mig stolti að þetta væri minn pabbi sem þú talaðir svona fallega um. En þannig varst þú bara, svo falleg sál sem sást allt það fallega í lífinu og það smitaði út frá sér. Það var alltaf svo mikill kærleikur og einlægni í kringum þig og maður fann svo greinilega að þú vildir vera partur af okkar lífi. Maður fann líka hversu mikinn og virkilegan áhuga þú hafðir á því að fylgjast með okkur í lífinu. Mér tókst að klára skólann þetta ár og ég veit með vissu að þú hefðir orðið svo stolt af mér, þér fannst nám svo mikilvægt og þar skein kennarinn í þér skært í gegn. Ég var ekki alltaf sammála þér þar en eftir að ég fann hvað ég vildi verða skildi ég hvað þú áttir við. Mikið vildi ég að þú værir að koma í útskriftarveisluna mína í sumar og ég fengi að faðma þig einu sinni enn, en í staðinn sit ég hér og skrifa kveðjuorðin mín til þín. Ég mun alltaf minnast þín sem sterku og duglegu frænku sem var líka svo hress og skemmtileg. Ég lofa að gera mitt besta til að vera til staðar fyrir elsku börnin þín, eins og ég veit að restin af fjölskyldunni mun gera. Knúsaðu elsku ömmu og Dimmalimm frá mér. Guð geymi þig elsku fallega frænka mín. Þín frænka, Berglind. Elsku Ella mín. Eins ofboðs- lega sársaukafullt og það er að skrifa minningagrein um þig, þá er það mér jafn mikill heiður á sama tíma. Því það eru orð sem tilheyra þér, sem mér finnst að eigi skilið að komast út í heiminn. Ég var um fermingu þegar þú komst inn í líf mitt og fjöl- skyldu minnar, í gegnum bróð- ur minn. Ég man þegar ég hitti þig í fyrsta sinn heima hjá ömmu Ragnheiði og afa Guð- steini í Álfheimum. Við komum sérstaklega suður til að hitta nýja kærustu Loga. Ég man að ég hugsaði þvílíka englaásýnd hún Ella hans Loga hefði. Það var óumræðilega mikið ljós og gleði í kringum þig. Þarna hafði ég eignast stóra systur fyrir lífstíð. Þú ert og verður mér alltaf sem systir og við áttum slíka sálartengingu. Þú ert og verður ávallt öllum hvatning sem þér kynntust. Hvatning til að lifa lífinu fal- lega. Lifa því með þakklæti í hjarta. Lifa í núinu. Þegar ég hugsa um hvað ég hef lært óumræðilega mikið af þér, þá kemur eitt sérstaklega upp í hugann. Það er að hugsa ekki um allt sem við ætlum okkur að gera, heldur þakka fyrir allt sem við nú þegar höfum upp- lifað. Þú veist hvað ég á við. Allt sem var þér mikilvægt fékkstu að upplifa og það áttu alltaf í hjarta þér. Ég er svo óumræðilega þakk- lát fyrir kveðjustundina. Fjöl- skyldur þínar sameinuðust í kærleika og samhug, til að deila kærleikanum sem við berum svo sterkt til þín. Þakka þér fyrir að láta mig vita að ég ætti að flytja fyrr heim frá Dan- mörku til að njóta síðasta árs- ins þíns með þér. Þakka þér fyrir að deila andlegri tengingu með mér og læra hvor af ann- arri. Þakka þér fyrir að gera allt fallegra í veröldinni og hjálpa öðrum að sjá fegurðina. Þakka þér fyrir að vera mér til staðar, líka þótt sambandið við bróður minn rynni sitt skeið á enda. Þakka þér fyrir bróður- börn mín sem ég mun sinna eins vel og mér er unnt þar til yfir lýkur. Haraldur og Geir Agnar finna fyrir návist þinni og þú átt frátekið sæti hér heima. Takk fyrir að gefa þér tíma til að koma til okkar til Danmerk- ur. Hláturinn þinn og bros voru eins sterk og sólin, lýstu allt upp. Daginn eftir að við kvödd- um þig spilaði ég fyrir þig lagið „Shine Bright Like a Dia- mond“. Ég minntist húmorsins okkar saman, þar sem við sáum fyrir okkur önd búna til úr Da- im. Mikið sem ég á eftir að sakna brandaranna á meðal okkar. Ég er svo þakklát fyrir að ég náði að segja þér það sem ég vildi fá að segja þér í þessu jarðlífi. Þú veist hvað það er í hjarta þínu, og það eigum við saman að eilífu. Þú áttir erfitt líf, hjartað mitt, en þú ert búin að vaða eld og brennistein, nú tekur við himnaríki og paradís. Ég er svo glöð að þú eyddir síðustu árum lífs þíns með Óla, Báru og Ragga, sem gerðu þig svo ham- ingjusama. Heilagur Ágústínus sagði: „Við ferðumst um allan heiminn til að dást að lækjunum og fjöll- um. En án nokkurrar undrunar göngum við fram hjá okkur sjálfum.“ Þeir sem nutu þess heiðurs að ganga með þér í lífinu fengu að njóta mestu fegurðar lífsins. Kærleikur þinn og ljós vara að eilífu. Þín að eilífu, Guðrún Geirsdóttir. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson) Elín Björg kom inn í líf okk- ar fyrir rúmum áratug. Ólafur kynnti okkur fyrir þessari björtu, broshýru og hláturmildu konu og hún rann inn í hópinn okkar, með börnin sín tvö. Það leyndi sér ekki að þeim Ólafi leið vel saman og þau nutu samvistanna. En svo greindist Elín og við tók baráttan. Hún ræddi ekki mikið um sjúkdóminn, og Covid auk þess yfir öllu og heimsóknir lengi bannaðar, eða takmarkaðar, þannig að samskiptin voru mest í síma. En þegar við töldum farið að birta og að baráttunni hefði lokið með fullum sigri kom skellurinn og baráttan varð skammvinn. Söknuður fjölskyldunnar er mikill en mestur er auðvitað harmur Ólafs og barnanna. Guð blessi minninguna um þessa ljúfu konu. Bára Björk og Stefán. Síðustu daga hef ég verið að rifja upp alls konar minningar frá þessum rúmlega tuttugu ár- um sem ég hef þekkt Elínu. Við vorum saman í „hittingsklúbbi“, kennarar úr Árbæjarþreki sem höfum haldið hópinn síðan við vorum allar að kenna þar á ár- unum 1999-2008. Ég man ekki nákvæmlega hvenær við hitt- umst fyrst, en fyrsta minningin sem ég á um hana er þegar hún strunsaði inn í spinningsal Ár- bæjarþreks á mínútunni þegar tíminn átti að byrja, kl. 6.15 að morgni, og byrjaði að stýra spinningtíma, að því er mér virtist hálfsofandi! Hún stýrði samt fínasta tíma og í lokin var hún vel vöknuð, brosandi og hress. Síðar sagði hún mér að morguntímar (sem við reyndar kölluðum „næturtíma“) hefðu verið langt frá hennar uppá- halds og það var rétt athugað hjá mér, hún var sjaldnast al- Elín Björg Guðjónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.