Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 21
veg vöknuð þegar hún settist á
hnakkinn. Hún var á þessum
tíma jafnvel enn minni morg-
unmanneskja en ég, sem tók við
að kenna föstudagsmorgnana
næstu sjö ár og þjáðist alltaf
jafn mikið á fimmtudagskvöldi
yfir ókristilegum fótaferðartíma
næsta morgun. Yfir þessu gát-
um við Elín hlegið mikið og
hláturinn hennar Elínar er lík-
lega það sem ég mun sakna
mest. Það er enginn í heiminum
með jafn smitandi hlátur og
hún Elín okkar. Það var dásam-
legt að vera í kringum hana,
hún var manneskja sem gaf af
sér, var opin og hafði áhuga á
svo mörgu. Þægileg nærvera og
traust vinkona.
Það er fátt hægt að segja
þegar manneskja er tekin burt
allt of snemma. Fréttirnar voru
eins og högg í magann og erfitt
að ná utan um þær. Mikið
óskaplega munum við sakna
hennar mikið. Þetta er óréttlátt
og óskiljanlegt og hugur minn
er hjá fjölskyldunni hennar.
Börnunum tveimur sem hún
var svo stolt af og Óla sem hún
talaði svo vel um og var svo
glöð að hafa hitt. Þeirra er
missirinn mestur og stærstur
og ég sendi þeim innilegar sam-
úðarkveðjur.
Vala Mörk.
Það var okkur bekkjarsystk-
inunum í útskriftarárgangi 1992
úr Íþróttakennaraskóla Íslands
mikil harmafregn að frétta af
andláti elsku Ellu okkar. Við
minnumst hennar með hlýhug
og söknuði.
Árið 1990 hófum við nám við
Íþróttakennaraskólann á Laug-
arvatni. Íþróttakrakkar sem
komu saman alls staðar að af
landinu, hress hópur með mikla
hreyfiþörf. Að vera í námi á
Laugarvatni krafðist þess að
við værum saman á heimavist í
tvö frábær ár. Við vörðum því
öllum sólarhringnum saman og
úr varð þéttur og traustur hóp-
ur og hlý vinátta. Það er því
missir fyrir okkar góða hóp að
missa elsku Ellu.
Ella var sérlega brosmild og
glaðleg stelpa með yndislegan
hlátur og dúnmjúka „innirödd“.
Í kringum hana var ávallt mikið
líf. Samskipti við Ellu voru inni-
leg, kærleiksrík og tilgerðar-
laus. Ella hafði margt fram að
færa og var djúpgreind með
mikla samkennd. Hún var alltaf
til staðar fyrir okkur öll í ár-
ganginum, hjálpleg, hlý og
hvetjandi.
Ella var mikil fimleikadís og
naut sín í þeirri grein og það
var eftirsótt að fá Ellu sem
dansfélaga í danstímum hjá
Mínervu heitinni. Að lenda á
móti Ellu var ávísun á góða ein-
kunn í dansi. Hún var góður
dansleiðtogi. Í dansinum
„steppin’ out“ þurftum við í
dansprófi að dansa án tónlistar
í átta takta og hitta svo einmitt
á réttan takt þegar lagið byrj-
aði aftur og þar var Ella heldur
betur með taktinn og hreyfing-
arnar á hreinu.
Við árgangurinn höfum ávallt
haldið hópinn og reynt að hitt-
ast öll saman reglulega. Við
eigum margar góðar minningar
bekkurinn; ferðirnar á Gjána á
Selfossi, ferðir í gufubaðið á
Laugarvatni, skíðaferðin til
Austurríkis, 20 ára afmælið þar
sem dansinn dunaði fram á nótt
með tilheyrandi ormum og
handstöðum og margt fleira
skemmtilegt. Stutt er síðan við
fórum öll saman í helgarferð til
Sigrúnar á Snæfellsnesið og
þar var heldur betur hlegið,
sungið, dansað og trallað. Ella
var með bestu „útiröddina“ af
hópnum og glaðværð hennar og
galsi naut sín vel á landsbyggð-
inni. Í júní eigum við bekkurinn
30 ára útskriftarafmæli og er-
um því búin að festa okkur
helgi saman á Laugarvatni til
að fagna. Ella hafði boðað komu
sína og var virk í umræðu um
dagskrá á síðunni okkar á Fa-
cebook en hún verður ekki þar
og það er óendanlega sorglegt
að hugsa til þess að hún sé ekki
lengur á meðal okkar.
Minning um yndislega bekkj-
arsystur mun lifa í hjörtum
okkar. Heimurinn er klárlega
ekki eins frábær án Ellu okkar.
Skál fyrir þér elsku besta Ella
gella okkar, hvíl í friði.
Fjölskyldu Ellu og vinum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur, sorgin er mik-
il og hugurinn er hjá ykkur.
Fyrir hönd bekkjarsystkina
og vina úr ÍKÍ, útskriftar-
árgangs 1992,
Guðrún Kaldal.
Við vinkonurnar lútum höfði,
harmi slegnar og skortir orð.
Stórt skarð höggvið í vinkon-
uhópinn. Ella hefur kvatt okkur
fyrirvaralaust. Ella sem snerti
strengi hjá svo mörgum sem
hafa fylgt henni gegnum árin.
Ella sem æskuvinkona, mennta-
skóla-Ella, ÍKÍ-Ella, kennara-
Ella, jóga-Ella og síðast en ekki
síst Ella sem vinur og móðir.
Ella elskaði börnin sín meira en
allt og voru þau stolt hennar og
yndi. Missir þeirra er mikill og
söknuðurinn sár. Þrautseiga
Ella okkar sem upplifði erfiða
tíma en reis alltaf upp aftur
með styrk sinn að vopni. And-
lega Ella sem sótti innri frið í
hugleiðslu og núvitund. Hljóða
Ella sem sagði okkur ekki
hvernig komið var í hennar al-
varlegu veikindum og við viss-
um ekki fyrr en það var orðið of
seint.
Við vinkonurnar kynntumst
Ellu á menntaskólaárunum og
höfum fylgst að síðan. Ákveðið
var að stofna saumó og köll-
uðum við okkur Lellurnar. Við
brölluðum ýmislegt saman og
við eigum dýrmætar minningar
um Ellu okkar sem gefa okkur
mikið og streyma í hugann nú á
sorgarstund. Leikhúsferðirnar,
sumarbústaðaferðirnar og utan-
landsferðir. Fyrir utan stund-
irnar heima hjá hver annarri í
spjalli og notalegri samveru.
Ella var stálminnug og mundi
marga viðburði gegnum tíðina
og nánast alla afmælisdaga.
Jafnvel þeirra sem tengdust
ekki henni að neinu leyti! Mikill
upplýsingabanki fyrir okkur
hinar gleymnu og ef eitthvað
var rifjað upp þá var Ella með
allt á hreinu.
Ella hafði gaman af að rifja
upp gamlar minningar og
minna okkur á gleðilega við-
burði eða ferðalög sem farin
voru gegnum tíðina. Í dag
þökkum fyrir það. Þökkum fyr-
ir lífið og að fá að verða sam-
ferða Ellu okkar. Þökkum fyrir
samverustundirnar og gleðina.
Þökkum fyrir ógleymanlega
hláturinn hennar sem hreif alla
með sér. Þökkum fyrir Ellu
okkar með ljósa hárið og bjarta
brosið, bleika varalitinn og
naglalakkið, í gallajakka. Í dag
erum við ekki Lellurnar heldur
Ellurnar og höldum minningu
hennar á lofti.
Með þessum orðum kveðjum
við elsku Ellu okkar:
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi V. Skúlason)
Megi góður guð styrkja Guð-
jón Ara, Evu Björgu, Óla og
börn og fjölskyldu Ellu í þess-
ari miklu sorg.
Anna Karen,
Erna, Ingibjörg og
Lilja Jóna.
Árið var 1976 þegar leiðir
fimm lítilla stúlkna lágu saman
í L-bekk í Laugarnesskóla. Með
þeim hófst falleg og kærleiksrík
vinátta sem hefur haldist allar
götur síðan. Þetta voru uppá-
tækjasamar ungar hnátur sem
ætluðu sér að ná heimsyfirráð-
um og í þeirra huga voru engar
hindranir. Viðstöðulausar dans-
og söngæfingar stóðu yfir, því
þær hugðust taka Laugardals-
höllina á leigu, ekkert minna
dugði, fylla hana af fólki og
bjóða upp á stórsýningu. Eitt
sinn tóku Ella og Villa sig sam-
an og komu sér í Stundina okk-
ar með söng og dans. Hinum
vinkonunum þótti þær helst til
góðar með sig, voru ekki sáttar
og auðvitað grænar af öfund.
Ingibjörg og Bigga æfðu á
sama tíma atriði af Mini Pops
plötunni með stóra drauma, en
vonbrigðin við að sjá Ellu og
Villu birtast á skjá allra lands-
manna tók þær alveg úr sam-
bandi. Þær runnu á rassinn
með áformin, enda toppaði fátt
Stundina okkar. Þessi vinátta
var dásamleg, oft á tíðum flókin
og samkeppnin gat verið hörð.
Þær voru kryddpíur samtím-
ans, að minnsta kosti í þeirra
hugum. Fimleikarnir voru stór
hluti af æskunni. Þar skaraði
íþróttakonan Ella fram úr, en
hún átti eftir að fara í Íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni
með sinn góða grunn úr fim-
leikunum. Á gelgjunni gerðu
sumar aðeins meiri uppreisn en
aðrar og sóttu unglingastaðinn
Matstofuna reglulega. Ella og
Birgitta ákváðu að kíkja eitt
sinn, en fannst það ekki spenn-
andi, stungu af og skelltu sér í
hringferð með strætó upp í
Breiðholt. Á menntaskólaárun-
um fóru við allar hver í sína átt-
ina en fljótt var þráðurinn tek-
inn upp að nýju. Við
„Stússurnar“ höfum verið dug-
legar að hittast og höfum þá
iðulega tekið af okkur myndir
sem eru svo dýrmætar í dag.
Við höfum einnig hóað í bekkj-
arsystkini okkar úr L-bekknum
í hittinga. Þetta eru ræturnar
og væntumþykjan eftir því. Það
var stór missir að Omma okkar
árið 2018 og svo sárt að horfa á
eftir elsku Ellu okkar núna, líka
í blóma lífsins. Þeirra skörð
verða aldrei fyllt. Ella stundaði
útivist og var dugleg að rækta
sál og líkama. Hún var alltaf
skilningsrík, gefandi og hlý,
henni var umhugað um fólkið
sitt, okkur vinkonurnar og alla
aðra í kringum sig. Það var allt-
af bjart og jákvætt í nærveru
Ellu. Hláturinn, glaðværðin,
hrókur fagnaðarins. Sérstak-
lega hláturinn, þessi dillandi,
smitandi hlátur sem kom öllum
í gott skap. Hann hljómar enn
svo sterkt innra með okkur og
mun gera áfram. Næsta sam-
vera var áætluð í júní en örlög-
in gripu fram fyrir hendur okk-
ar og tóku af okkur öll völd. Við
stöndum nú berskjaldaðar
frammi fyrir því að næsta sam-
verustund okkar vinkvennanna
verður sú að kveðja hana Ellu
okkar í hinsta sinn. Elsku Ella,
takk fyrir allt, við munum
sakna þín sárlega en trúum að
þú verðir áfram með okkur í
anda. Bleiki liturinn þinn mun
fylgja hópnum og mun pend-
úlinn góði vera við höndina eins
og svo oft og tengja þig við
okkur.
Elsku Óli, Guðjón Ari, Eva
Björg og aðrir aðstandendur,
við sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur á þessum erf-
iðu og óraunverulegu tímum.
Megi allar góðar vættir vaka
yfir ykkur í þessari miklu sorg.
Vilborg Ólafs-
dóttir, Ingibjörg
Reynisdóttir, Birg-
itta Guðrún Ás-
grímsdóttir, Rósa
Margeirsdóttir.
Elsku Ella.
Það er svo skrítið hvernig líf-
ið er. Eina stundina ertu hér og
hina næstu ertu farin. Þótt við
höfum ekki sést í fjölda ára þá
áttirðu sérstakan stað í hjarta
mínu. Minningar úr barnæsk-
unni um síkátu, glöðu, bros-
mildu, skemmtilegu, góðu, um-
hyggjusömu, kærleiksríku,
duglegu, hvetjandi Ellu. Þú
varst mikill sólargeisli og það
lýsti svo sannarlega af þér. Þú
varst mjög góð barnaskólavin-
kona og ég vil þakka þér fyrir
þann góða tíma sem við áttum
þegar við vorum litlar tátur.
Þegar ég heyrði um aðskiln-
að þinn frá þessari jörðu var
það mjög óvænt, erfitt og í raun
áfall. Þú nefnilega birtist mér í
draumi nokkrum dögum fyrir
andlát þitt, en ég skildi ekki
drauminn fyrr en sorgarfrétt-
irnar bárust mér.
Við vorum saman í herbergi,
þú lást í rúmi og ég lá við hlið-
ina á þér. Ég var strjúka þér
um upphandlegginn og höfuð
okkar snertust. Við vorum ein-
hvern veginn þarna saman, án
þess að tala, en væntumþykjan
á milli okkar flæddi. Það var
friður og það var ró. Inn í her-
bergið kom maður sem var að
sækja drykkjarföng. En ég veit
ég að þetta var hann Óli þinn.
Hann var að sinna öllu fólkinu
sem var frammi. Það var svo
margt fólk samankomið, elsku
Ella, sem hann sinnti af alúð og
umhyggjusemi. Þú og ég lágum
bara þarna og fylgdumst með
úr fjarlægð. Svo birtist annar
„maður„ mjög ljós yfirlitum ,
með stutt ljóst skínandi hár,
ljósa húð, í hvítum klæðum með
svo falleg blá augu. Allt varð
umkringt svo miklum hvítum,
ljósum ljóma en svo skyndilega
hvarfst þú á braut með honum.
Þessi draumur var mér mjög
hugleikinn dagana eftir að mig
dreymdi hann. Einungis nokkr-
um dögum seinna bárust mér
þessar erfiðu og þungbæru
sorgarfréttir að þú, elsku Ella,
hefðir yfirgefið þennan heim.
Ég trúi því Ella að ég hafi feng-
ið tækifæri í draumnum til að
heimsækja þig í sjúkrarúminu
og eiga þessa dýrmætu stund
saman. Ég trúi því að þarna
hafi ég fengið tækifæri til að
þakka þér fyrir allt. Umhyggju-
semi þína, skilning, hvatningu
og kærleikann sem við áttum í
barnæskunni og tengdi okkur
frá hjarta til hjarta, þrátt fyrir
fáar samverustundir á fullorð-
insárum þar sem við fórum
hvor sína leið eftir barnaskól-
ann. Ég veit að ég fékk að sjá
hvernig Óli þinn hugsaði um
þig og aðra með miklum kær-
leika og umhyggjusemi. Allt
fólkið sem var frammi í
draumnum, er til staðar fyrir
börnin þín og stjúpbörnin, þótt
enginn geti fetað í fótspor þín,
elsku Ella.
Ég trúi því elsku Ella að þú
hafir farið með friði inn í ljósið
sem þú trúðir á. Og ég kveð þig
elsku barnaskólaæskuvinkona
mín, með miklum trega, en
þakklæti fyrir það sem þú gafst
mér inn í líf mitt. Þangað til við
hittumst á ný.
Ég sendi mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til barnanna þinna,
Guðjóns Ara og Evu Bjargar,
einnig stjúpbarnanna þinna
Báru Bjargar og Ragnars,
ásamt Óla sambýlismanni þín-
um og öðrum ættingjum og vin-
um.
Ég kveð þig elsku Ella með
þínum eigin orðum.
Láttu hjartað ráða för og
hugann ekki trufla þig.
Með kærleikskveðjum
Signý Gyða Pét-
ursdóttir.
Hún Elín hans Óla okkar er
farin. Við kynntumst henni í
gegnum útivist og sameiginleg
verkefni sem engir skilja al-
mennilega nema við. Elín var
alltaf brosandi og hún var alltaf
gefandi og með henni kom
hlýja, hvert sem við fórum.
Síðast þegar við komum
saman sem hópur var sungið og
trallað og þar var gleðin við
völd. Þá var framtíð björt. Svo
bregður skýi fyrir sól og
skyndilega þarf að takast á við
alveg óhugsandi hluti.
Fyrir hönd okkar sem köll-
um okkur víkingamótafjöl-
skylduna þökkum við hlý kynni
og biðjum guð að ganga með og
gæta Óla, krakkanna og ykkar
allra sem syrgið svo sárt núna.
Einar Bárðarson.
Hún Elín Björg var alveg
einstök kona og einstakur
kennari. Við í Fossvogsskóla
vorum svo ljónheppin að fá að
kynnast henni og starfa með
henni. Ómetanlegar eru þær
stundir þegar við hlógum og
sprelluðum saman. Hún gerði
alla daga betri með hlýrri nær-
veru sinni, mannelsku, góðum
húmor, dillandi hlátri og ljóm-
andi björtu brosi.
Hún sinnti starfi sínu og
nemendum af stakri nærgætni
og fagmennsku sem var henni
svo eðlislæg. Hún var óspör á
hrós og hlýju, sem kom sér oft
vel fyrir samstarfsmenn hennar
en ekki hvað síst nemendur og
var skýr sönnun þess hverja
konu hún hafði að geyma. Hún
sinnti kennarastarfinu af stakri
alúð, alltaf boðin og búin að að-
stoða nemendur og okkur hin,
hvenær sem var. Hún bauð t.d.
bæði nemendum og starfsfólki
upp á jóganámskeið þegar var
farið að bera á álagi hjá báðum
hópum.
Elín Björg stóð líka vaktina
sem trúnaðarmaður kennara
með stakri prýði.
Elín Björg var litrík mann-
eskja og glæddi skólann lífi og
kæti. Öllum þótti vænt um hana
og því er missir okkar gríð-
arlega mikill. Á hverjum degi
hugsum við til Elínar og sökn-
um hennar. Það hefur ekki liðið
sá dagur frá andláti hennar þar
sem nafn hennar og mannkostir
hafa ekki borið á góma, bæði
hjá starfsfólki og nemendum
hennar.
Harmur allra sem þekktu El-
ínu Björgu er mikill og ótíma-
bært andlát hennar er gríðar-
legt reiðarslag fyrir okkur í
Fossvogsskóla. Við getum því
varla ímyndað okkur sorgina og
sársaukann sem börn hennar,
Óli og fósturdætur hennar hafa
þurft að upplifa. Við sendum
okkar hlýjustu samúðarkveðjur
til þeirra og allra annarra að-
standanda.
Fyrir hönd starfsfólks Foss-
vogsskóla,
Lára Jónsdóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
✝
Björn Björns-
son fæddist í
Brimnesi á Hofsósi
4. desember 1933.
Hann lést á Hrafn-
istu Nesvöllum 1.
maí 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Björn
Björnsson, f. 17.
janúar 1906, d.
1998, og Steinunn
Ágústsdóttir, f. 1. september
1909, d. 2001.
Systkini Björns voru: Alfreð,
látinn; Valdimar; Sólberg, lát-
inn; Guðbjörg Ágústa; Sigurður;
Fanney Björk; Kristín, látin.
Björn giftist Margréti Guð-
nýju Magnúsdóttur frá Ólafs-
firði 1. september 1959. Börn
þeirra eru: 1) Steinunn Ása, f.
1953, maki hennar er Gunnar
Magnússon, börn þeirra eru a)
Kristján, sambýliskona hans er
Sólbjörg Hlöðversdóttir, synir
þeirra eru Bjartur og Ari
Kaprasíus, b) Ingunn, sambýlis-
maður hennar er Erling Jóhann
Brynjólfsson, sonur þeirra er
Kári Björn, dætur hans eru
Brynhildur Inga og Hólmfríður
Lára, c) Margrét, börn hennar
eru Íris Dögg, Gunnar Steinn og
Alexandra Von. 2) Björn, f.
1957, maki hans er Þórdís Krist-
þeirra Maja Björt og Mía, c)
Snjólaug Ösp, unnusti hennar
Einar Sveinn Einarsson. 6) Stef-
anía Helga, f. 1968, maki hennar
er Arnbjörn Arnbjörnsson, synir
þeirra eru a) Adam Ingi, b)
Fannar Ingi, unnusta hans er
Alma Rún Jensdóttir.
Björn ólst upp í foreldra-
húsum á Hofsósi fram á ung-
lingsár. Hann kynntist Margréti
árið 1952. Þau hjónin fluttu til
Keflavíkur árið 1957. Þau
bjuggu á Faxabraut til 1968 en
þá fluttu þau á Þverholt og
bjuggu þar til 2004 en þá fluttu
þau á Lágseylu í Njarðvík.
Hann lauk námi í húsasmíði
frá Iðnskólanum á Sauðárkróki
árið 1957, lauk námi sínu hjá
Sameinuðum verktökum á
Keflavíkurflugvelli og starfaði
sem húsasmíðameistari allan
sinn starfsaldur, lengst af hjá
Dverghömrum og Íslenskum að-
alverktökum. Hann var mikill
áhugamaður um stangveiði og
stundaði það sport alla tíð. Hann
var mikill listamaður, bæði mál-
aði, teiknaði og skar út í tré af
mikilli snilld. Hann spilaði á
harmóniku, píanó og gítar og
hafði mikið dálæti á söng. Hann
var mikill áhugamaður um ætt-
fræði og allt sem sneri að þeim
efnum.
Útför Björns fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 30. maí
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
insdóttir, börn
þeirra eru a) Krist-
ín Elfa, sambýlis-
maður hennar er
Oddur Helgi
Björnsson, dóttir
þeirra er Una Dís,
b) Björn. 3) Sigríð-
ur, f. 1958, sam-
býlismaður hennar
er Þorsteinn Valur
Baldvinsson, dætur
þeirra eru a) Sædís Mjöll, b) Val-
dís Jóna, látin, Snædís Bára,
sambýlismaður hennar er Sig-
urður Páll Ásgeirsson, dóttir
þeirra er Matthildur Embla. 4)
Magnús Sigurður, f. 1960, maki
hans er Bryndís Skúladóttir,
dætur þeirra eru a) Margrét
Ósk, barnsfaðir hennar er Chri-
stopher Blake, synir þeirra eru
Alexander Magnús og Aron
Samúel, b) Lilja Guðný, sam-
býlismaður hennar er Pétur
Hrafn Jónasson, börn þeirra
Stella, Nína og Jónas. c) Ásdís
Birta. 5) Salbjörg, f. 1961, maki
hennar er Jón Snævar Jónsson,
dætur þeirra eru a) Vilborg,
maki hennar er Brynjar Freyr
Jónasson, dóttir þeirra er Jóna
Kristín, dóttir Vilborgar er Sal-
björg Tinna Halldórsdóttir, b)
Linda Björg, maki hennar er
Henrik Bjerring Öre, dætur
Kveðjustund
Nú komið er að kveðjustund
Kæri pabbi hrygg er lund
En minningin er mild
Því allt sem áttum við
Nú arfleiðir þú mig
Sú ljúf er minning mín
Það allt sem gafst þú mér
Ég ætíð geymi hér
í hjarta mínu hlýtt
Þú alltaf kenndir mér
Að innst í hjarta mér
Ég hamingjuna finn
Þó söknuður sé sár
Þá sefar öll mín tár
Minning mín um þig
Það góða er gafstu mér
Nú get ég einkað mér
Með virðingu til þín
Kæri pabbi megi guð þig
geyma og varðveita.
Þinn sonur,
Björn.
Björn Björnsson