Morgunblaðið - 30.05.2022, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Handavinna kl.
12.30-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hjólað á
æfingahjóli fyrir framan skjá um borg og bý kl. 14. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og
spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Hall-
dóru á RÚV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns-
húsi, kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi, kl. 12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi
kl. 13 gönguhópur frá Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjá-
landi, kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 24. maí verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til
gamans gert, s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er
boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Kyrrðarstund hefst kl. 12, kyrrlát stund með fyrirbænum og altaris-
göngu. Verið öll velkomin!
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla-jóga kl. 10.
Félagsvist kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Minninga-
hópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði Ýr kl. 12.20. Zumba með Carynu
kl. 13.10.Tækninámskeið Android kl. 13-16. Brids kl. 13. Styttri ganga
kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi degin-
um áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum, Grafarvogskirkju og
inni í Egilshöll kl. 10; tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu
við sitt hæfi. Félagsvist í Borgum kl. 12.30. Prjónað til góðs kl. 13.
Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Opin handavinnustofa kl. 9-12. Leir-
mótun í smiðju kl. 9-13. Bókabíllinn Höfðingi verður á svæðinu frá kl.
13.10-13.30. Opin handavinnustofa kl. 13-16. Botsía í setustofu kl.
13.15-14 og síðdegiskaffi frá kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í
síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9 á Skólabraut. Billjard í Selinu kl.10.
Vatnsleikfimi kl. 18.30. Ath. Nú hafa öll námskeið lokið sínu vetrar-
starfi og vegna uppsetningar á handverkssýningu sem opnar nk.
fimmtudag verður engin starfsemi í salnum á Skólabraut þessa viku.
Sýningin verður opin fimmtudag kl. 15-17, föstudag og laugardag
milli kl. 13 og 17. Vöfflukaffi og sölubásar. Alliir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Plöstun
Sólarfilmur
Bílar
Einn með öllu.
SUBARU Forester Lux E-boxer
Harman/Kardon. Árgerð 2020, ekinn
28 Þ.KM, bensín/rafmagn.Webasto
miðstöð. Gler topplúga. Sjálfskiptur.
Verð 6.650.000. Rnr.135679.
Er á staðnum.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Húsviðhald
Húsa-
viðgerðir
www.husco.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Færir þér fréttirnar
mbl.is
✝
Guðný Jóna
Pálsdóttir
fæddist á Ísafirði
4. ágúst 1951 og
bjó á Þvergötu 4 á
Ísafirði sem barn.
Hún lést 18. maí
2022 á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi.
Foreldrar Guð-
nýjar voru þau
Hólmfríður Enika
Magnúsdóttir, f. 6. mars 1915,
d. 19. janúar 1997, og Páll
Benjamín Sigurðsson, f. 15.
maí 1917, d. 15. febrúar 2013.
Þau eignuðust fjórar dætur:
Karitas Maggý, f. 21. janúar
1941, Kristínu Björk, f. 30.
maí 1943, Júlíönu Sigríði, f. 1.
júlí 1947, og Guðnýju Jónu, f.
4. ágúst 1951.
Guðný giftist Sigurði Bessa-
syni 28. júlí 1973. Börn Guð-
nýjar og Sigurðar eru Snorri,
f. 5. apríl 1972, og Páll Hólm,
uninni Víði. Þau Sigurður
hófu sinn búskap á Nýlendu-
götu 24b. Þaðan lá leið þeirra
á Hjarðarhagann, og á þeim
árum hóf Guðný störf sem
dagmóðir og vann við það í
fimm ár samhliða námi. Með
stuttu stoppi á Reynimel var
flutt inn á Ásenda 9 árið
2003.
Guðný hóf störf á Landa-
koti, deild 2A, 1982 og vann
þar til ársins 1996. Hún starf-
aði síðar hjá Þjónustuíbúðum
aldraðra á Dalbraut 27 frá 1.
apríl 1996 og vann þar til
2018 (þar af sem deildarstjóri
frá 2005 til 2018) þegar hún
hætti á vinnumarkaði.
Árið 1993 réðust Guðný og
Sigurður í byggingu á sum-
arbústað í landi Þverár í
Vindhælishreppi ásamt ætt-
mennum Sigurðar.
Lífshlaup Guðnýjar var lit-
að hennar miklu sköpun,
hvort sem um ræðir hand-
verk, skógrækt eða kærleiks-
ríkar gleðistundir í faðmi fjöl-
skyldu og vina.
Guðný verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag, 30.
maí 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
f. 26. maí 1977.
Snorri er giftur
Kristbjörgu Jóns-
dóttur. Þeirra
börn: Breki, Áróra
og Gabríel Hrafn.
Páll er giftur
Eddu Lúvísu Blön-
dal. Þeirra börn
eru: Klara Líf og
Nikulás Tómas.
Barn Páls með
fyrri sambýlis-
konu, Margréti Gunnars-
dóttur, er Jóna Guðný.
Guðný Jóna gekk í gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar og
stundaði nám í Tónlistarskóla
Ísafjarðar í sex vetur. Hún fór
í húsmæðraskólann á Laugum
veturinn 1969 til 1970 og sótti
tveggja ára kvöldnám í sjúkra-
liðanámi (við tjörnina) með
fullri vinnu. Hún útskrifaðist
sem sjúkraliði 1982.
Fyrstu ár sín í Reykjavík
vann Guðný í húsgagnaversl-
Guðný kom í fjölskyldu okk-
ar fyrir rúmum 50 árum, hljóð-
lát og pen. Á núll-einni má
segja hún hafi laumað sér utan
um okkur öll. Jafn þægileg og
glaðleg kona er vandfundin.
Guðný var vinmörg og ræktaði
vinasambönd. Á stundum
minnti heimili hennar og Sigga
á gistiheimili þegar ófært var
til heimahaga hennar. Guðný
var listræn og afar áræðin. Víl-
aði ekki fyrir sér að mála
myndir. Gera mósaíkverk.
Saumaskapur ekki vandamál.
Málaði og bjó til fígúrur úr
steinum. Með afburða græna
fingur. En einmitt sá áhugi
naut sín vel við fjölskyldubú-
stað okkar fyrir norðan, Þver-
árbrekku. Við smíðar á húsinu
var hún líka enginn eftirbátur.
Hamar, sög, streð, Guðný var
alltaf tilbúin. Á landi okkar,
sem á þeim tíma var við lélegt
vegasamband og er hátt yfir
sjávarmáli, þar eru sumrin
stutt og misgóð. Eftir gróður-
setningu í nær 30 ár og 20.000
plöntum síðar er kominn all-
mikill skógur, að okkar mati.
Skógur sem enginn nema
Guðný hafði hugarflug til að
gæti sprottið. „Sjáið þið bara
hvernig snjórinn hefur farið
með furuna, en hún er bara
flottari svona.“ Guðný sá alltaf
björtu hliðarnar. Uppátækja-
söm. Rall við túnfótinn á bú-
staðnum, krappar beygjur og
mikill hraði. „Látum þennan
keyra út af,“ galaði hún og reif
sig úr að ofan. Á góðum stund-
um átti Guðný til að hlæja svo
óskaplega og þá heyrðist:
„Hættið, hættið, eða ég pissa í
mig!“ Ísfirsku barnagælurnar
sem hún söng fyrir okkur, þær
hljómuðu framandi í reykvísk
eyru. Guðný átti til að taka
vökunótt á sumrin í Þverár-
brekku. Til að heyra náttúruna
sofna og vakna á ný. Beið okkar
hinna þá uppdekkað borð og
morgunkaffið klárt þegar við
fórum á fætur. Berlín. Í mörg
ár höfum við ferðast fern hjón á
aðventunni til Berlínar. Jóla-
þorp, leikhús, góður matur,
mikill hlátur. Óvelkominn. Fyr-
ir hálfu öðru ári hafði laumað
sér gestur inn hjá Guðnýju.
Gestur sem bókstaflega yfirtók
hana. Þá var vitað hvert
stefndi, samt högg við andlátið.
Minnir okkur á að lífið er núna.
Þessi óvelkomni gestur mætti
við upphaf gullnu áranna. Sann-
arlega ótímabært. Þessarar
konu er sárt saknað, en við
höldum í vonina að „we’ll meet
again, don’t know where …“
Vésteinn (Steini)
og Margrét
(Maggý).
Ég sótti um vinnu á 2A á
Landakoti eftir að hafa verið
þar sjúkraliðanemi áður. Mætti
til vinnu fyrsta vinnudaginn en
þegar ég var að ganga upp stig-
ann á milli hæða 1A og 2A tók
ég eftir því að einhver var fyrir
aftan mig. Mér verður litið til
baka og sé þig, Guðný, koma
upp á eftir mér. Ég kastaði á
þig kveðju og kom með ein-
hverja athugasemd um að þú
værir að elta mig. Þú svaraðir
að bragði, tókst undir bullið í
mér og þar með hófst áratuga
vinátta okkar og auðvitað Sigga
líka.
Það er svo margs að minnast
því margar voru samverustund-
irnar, margt var brasað og mik-
ið hlegið. Ég var tíður gestur á
heimili ykkar Sigga og strák-
arnir voru mér sem bræður.
Eðlilega urðu samverustundirn-
ar færri þegar ég flutti til Ak-
ureyrar og stofnaði fjölskyldu
en vinátta okkar hélst óbreytt.
Þegar ég sit hér og minnist
þín sé ég hvernig þú strýkur yf-
ir naglaböndin á fingrunum á
meðan við ræðum málin og þú
setur upp þennan einstaka svip
þar sem þú pírðir aðeins augun
og svo þinn einstaki hlátur með
stríðnisblæ. Þú varst svo mörg-
um kostum gædd, komst eins
fram við alla, greiðvikin og
hjálpsöm. Ég minnist þess þeg-
ar við Stína vorum að flytja á
Nesveginn þá komuð þið Siggi
og hjálpuðuð okkur eins og
ekkert væri sjálfsagðara án
þess að vera beðin um það.
Man ennþá eftir því hvað ég
varð undrandi og hrærð að fá
þessa óvæntu aðstoð.
Listakona varstu fram í fing-
urgóma og hugmyndaflugið var
eiginlega óþrjótandi. Þú mikl-
aðir það ekki fyrir þér að
bólstra heilu sófasettin en einn-
ig bjóstu til alls konar furðu-
verur og ég á eina slíka en
einnig varðveiti ég eins og gull
hattinn sem þú hannaðir og
gerðir fyrir mig fyrir eina
þjóðhátíðina. Þú nýttir það sem
þú fékkst í hendurnar og úr
urðu ótrúlegustu hlutir. Það er
ekki hægt að minnast þín og
tala ekki um mat. Þú varst
listakokkur og það var lær-
dómsríkt að fylgjast með þér
þegar þú lékst listir þínar í eld-
húsinu. Ég verð að nefna hrúta-
berjasultuna sem þú gerðir eft-
ir berjatínsluferð haustið 1990
þegar við dvöldum í sumarbú-
staðnum í Skorradal. Ég vissi
ekki að sulta gæti verið svona
góð.
Eftir að ég skildi urðu sam-
verustundir okkar aftur fleiri,
ég kom oftar í Ásendann en
einnig til ykkar Sigga í bú-
staðnum á Þverá, yndislegar
stundir.
Svo hringdir þú og sagðir
mér frá veikindum þínum, hel-
vítis krabbinn. Við höfðum unn-
ið með þennan fjanda allt of
lengi og vissum hvað hann gæti
haft í för með sér.
Nú kveð ég þig elsku Guðný
með söknuði en ekki síður
þakklæti fyrir okkar vináttu og
allar dýrmætu stundirnar.
Þakklát fyrir að hafa getið
komið og haldið upp á 70 ára
afmælið þitt með þér síðastliðið
haust. Þakklát fyrir mjög svo
dýrmætan tíma núna í febrúar
þegar ég kom óboðin til þín í
heimsókn, yndisleg stund.
Hjartans þakkir elsku
Guðný, „I love you“.
Elsku Siggi, Snorri, Palli,
Kristbjörg, Edda og fjölskyld-
ur, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ykkar
Anna Breiðfjörð.
Guðný Jóna
Pálsdóttir
✝
Ingibjörg Guð-
jónsdóttir
fæddist í Reykjavik
1. nóvember 1947.
Hún lést 12. maí
2022.
Ingibjörg var elst
barna hjónanna
Guðjóns Einars-
sonar, f. 26. apríl
1924, d. 10. maí
2004, og Þórdísar
Guðmundsdóttur, f.
6. mars 1923, d. 11. febrúar 2005.
Systkini Ingibjargar eru Einar, f.
1949, Yngvi Grétar, f. 1951, d.
1993, og Þorbjörg, f. 1961.
Maki Ingibjargar var Guðjón
Róbert Ágústsson en hann lést
árið 2017. Ingibjörg og Róbert
giftu sig 24. júní 1967. Börn
þeirra eru Þórdís Linda Guðjóns-
dóttir, maki Björn
Gunnarsson, og Ein-
ar Michael Guð-
jónsson, maki Hall-
dóra Sigurð-
ardóttir.
Barnabörnin eru
sex og lang-
ömmubörnin eru
fjögur.
Ingibjörg var
lærður lyfjatæknir
og starfaði á yngri
árum í Laugavegsapóteki og
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur sem
deildarstjóri, en það varð síðar
að Tryggingastofnun ríkisins.
Þar starfaði hún mestalla sína
starfsævi.
Útförin fer fram frá Krists-
kirkju Landakoti í dag, 30. maí
2022, kl. 13.
Ingibjörg systir mín féll frá
hinn 12. maí 2022 eftir stutt
veikindi. Hún var stóra systir
mín, 14 árum eldri en ég, ör-
verpið. Eftir að móðir okkar dó
árið 2005 varð hún stoð mín og
tengsl við fyrri kynslóð og ekki
stóð á svörum ef mig vantaði
upplýsingar um yngri ár mín
eða forfeður. Hún var stálminn-
ug og við grínuðumst stundum
með það hvor væri eldri, því ég
er frekar gleymin.
Systir mín var mjög gestrisin
og ég var alltaf velkomin til
hennar. Hún átti líka alltaf til
með kaffinu því hún var snill-
ingur í eldhúsinu. Ég á margar
uppskriftirnar frá henni en hún
var þekkt innan fjölskyldunnar
fyrir brauðterturnar, eftirréttina
og tala nú ekki um salötin, sér-
staklega kartöflusalatið. Það eru
ekki margir mánuðir síðan að ég
fékk kennslu hjá henni í að búa
til hassí en það var réttur sem
mamma eldaði alltaf. Margar
minningar eru frá Borgarfirði
þar sem hún og Robbi byggðu
sér sæluhús. Sá staður átti sér-
stakan stað í hjarta hennar líkt
og í mínu hjarta. Eftir að hún
flutti til Reykjavíkur urðum við
nánari og áttum fleiri samveru-
stundir. Hún keyrði aldrei þrátt
fyrir að vera með bílpróf og átt-
um við marga bíltúrana saman.
Ótrúlegt en satt þá rataði hún
betur um Reykjavík en ég. Það
verður tómlegt að fara upp í
kirkjugarð að setja niður blóm
hjá mömmu og pabba án henn-
ar.
Systir mín bjó yfir mikilli
þrautseigju og styrk sem hún
sýndi fram á síðasta dag. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað notið
samvista með systur minni en
sakna hennar mikið.
Blessuð sé minning þín og
Guð fylgi þér elsku systir.
Þorbjörg.
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
Áskær eiginmaðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÚSTAV ÓSKARSSON
húsgagnasmiður, Litlagerði 12,
Hvolsvelli,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 24. maí síðastliðinn.
Sigþrúður Sigurjónsdóttir
Óskar Davíð Gústavsson Lára Hálfdanardóttir
Ríkharður Gústavsson Anna Sigríður Aðalbjörnsdóttir
Harpa Gústavsdóttir Örvar Þór Guðmundsson
Helgi Magnússon Ragnhildur Rósa
Guðmundsdóttir
Kristín Magnúsdóttir Jón Bjarnason
Þór Magnússon Dagbjört Lind Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn