Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 27
>73G,&:=/D
er United eins og til stóð. Rangnick
tók við sem knattspyrnustjóri United
á miðri leiktíð og ætlaði félagið að
ráða hann í ráðgjafahlutverk eftir
tímabilið. Félagið og Rangnick hafa
hins vegar komist að sameiginlegri
ákvörðun um að hann yfirgefi félagið.
_ Aron Bjarnason var á skotskónum
þegar lið hans Sirius mátti þola grát-
legt 3:4-tap gegn Valgeiri Lunddal
Friðrikssyni og félögum í Häcken í
sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
karla á laugardag. Aron, sem lék allan
leikinn fyrir Sirius, skoraði fyrsta
mark liðsins en Häcken tryggði sér
sigurinn á 6. mínútu uppbótartíma
venjulegs leiktíma. Valgeir kom inn á
sem varamaður hjá Häcken á 84. mín-
útu.
_ Svíinn Daniel
Ståhl, ríkjandi ól-
ympíu- og heims-
meistari í kringlu-
kasti, vann
örugglega þegar
hann keppti í
greininni á Sel-
foss Classic, al-
þjóðlegu frjáls-
íþróttamóti á Selfossi, á laugardag. Sló
hann í leiðinni 33 ára gamalt vallarmet
Vésteins Hafsteinssonar, þjálfara síns,
sem var 67,74 metrar. Ståhl kastaði
lengst 69,27 metra, sem er besta kast
hans til þessa á árinu og 37 sentímetr-
um lengra en kastið sem dugði honum
til sigurs á Ólympíuleikunum í Tókýó á
síðasta ári, þegar hann kastaði lengst
68,90 metra.
_ Gott gengi Willums Þórs Will-
umssonar landsliðsmanns í knatt-
spyrnu heldur áfram en hann skoraði
þriðja mark BATE Borisov í 3:0-sigri
liðsins á Dinamo Brest í efstu deild
Hvíta-Rússlands í knattspyrnu á laug-
ardag. Skoraði hann á 55. mínútu og
var svo tekinn af velli á 59. mínútu.
BATE er á toppi deildarinnar að níu
leikjum loknum.
_ Jónatan Ingi Jónsson skoraði í öðr-
um leik sínum í röð þegar lið hans
Sogndal þurfti að sætta sig við 1:2-tap
fyrir Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í
knattspyrnu karla í gær. Jónatan Ingi,
sem lék allan leikinn í liði Sogndal,
skoraði snemma leiks en Sandnes náði
svo að snúa taflinu við. Valdimar Þór
Ingimundarson lék sömuleiðis allan
leikinn í liði
Sogndal en Hörð-
ur Ingi Gunn-
arsson er frá
vegna meiðsla.
_ Sara Björk
Gunnarsdóttir og
stöllur hennar í
Lyon tryggðu sér
franska meistaratitilinn með því að
hafa betur gegn París Saint-Germain,
1:0, í toppslag 1. deildarinnar þar í
landi í gærkvöldi. Lyon er nú með átta
stiga forskot á PSG þegar aðeins ein
umferð er eftir af deildinni. Á dög-
unum vann liðið einnig Meistaradeild
Evrópu með sigri á Barcelona. Sara
Björk var ekki í leikmannahópi Lyon í
gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Evrópudeild karla
Undanúrslit:
Magdeburg – Nexe.............................. 34:29
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 2.
Úrslitaleikur:
Benfica – Magdeburg 40:39 (frl.)
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 13 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 6.
Frakkland
B-deild, undanúrslit, seinni leikur:
Nice – Séléstat ..................................... 28:32
- Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í
marki Nice.
_ Sélestat vann einvígið samanlagt 57:53.
Þýskaland
B-deild:
Emsdetten – Hamm............................. 30:31
- Anton Rúnarsson skoraði 3 mörk fyrir
Emsdetten en Örn Vésteinsson komst ekki
á blað.
Austurríki
Fyrsti úrslitaleikur:
Alpla Hard – Krems ................... 30:31 (frl.)
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
E(;R&:=/D
Spánn
8-liða úrslit, annar leikur:
Baskonia – Valencia............................ 82:89
- Martin Hermannsson skoraði 16 stig,
tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsend-
ingar á tæpum 23 mínútum fyrir Valencia.
_ Staðan er 1:1.
Ítalía
Undanúrslit, annar leikur:
Virtus Bologna – Dethrona Tortona 91:70
- Elvar Már Friðriksson var ekki í leik-
mannahópi Dethrona Tortona.
_ Staðan er 2:0 fyrir Virtus Bologna.
Ástralía
South Adelaide – Sturt Sabres .......... 81:73
- Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði sjö
stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoð-
sendingu á 10 mínútum fyrir South Ade-
laide.
KNATTSPYRNA
2. deild karla:
Njarðvík: Njarðvík – Reynir S............ 19.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
Kristján Jónsson
Kvennalið Fram hélt sigurgöngu sinni áfram á Ís-
landsmótinu í handknattleik í gær þegar liðið varð
Íslandsmeistari í 23. sinn eftir 23:22-sigur gegn Val
í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi tímabilsins í
Origo-höllinni á Hlíðarenda.
Úrslitaeinvígið var frábær skemmtun og á sama
tíma frábær auglýsing fyrir íslenskan kvenna-
handbolta en einvíginu lauk með 3:1-sigri Fram.
Þrír leikir af fjórum enduðu með eins marks sigri
en Framarar unnu þriðja leik einvígisins með
þriggja marka mun, 25:22, í Framhúsi í Safamýri.
Þegar öllu er á botninn hvolft var það fyrst og
fremst reynsla Framara sem skóp sigurinn í ár en
leikmenn liðsins virtust einfaldlega alltaf taka rétt-
ar ákvarðanir þegar mest á reyndi í leikjum einvíg-
isins.
Valskonur gerðu sig sekar um mikið einbeiting-
arleysi á afdrifaríkum augnablikum í leiknum í gær
og Framarar uppskáru tvö mörk vegna þessa.
Þrátt fyrir að Valsliðinu hafi tekist að jafna metin
eftir að hafa lent fimm mörkum undir tókst þeim
aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum.
Framlag Karenar Knútsdóttur verður ekki met-
ið til fjár í úrslitarimmunni í ár. Hún var réttilega
útnefnd besti leikmaður úrslitakeppninnar en í
fjórum leikjum skoraði hún 29 mörk eða 7,25 mörk
að meðaltali í leik.
Þá var markvörður Framara, Hafdís Renötu-
dóttir, svo sannarlega betri en engin í einvíginu en
hún var með tæplega 32% markvörslu og varði oft á
stórum augnablikum í einvíginu þar sem leikurinn
hefði getað dottið hvorum megin sem var.
Karen og Hafdís eru hins vegar langt frá því að
vera einu leiðtogarnir í liðinu því þær Steinunn
Björnsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Þórey Rósa
Stefánsdóttir eru allt leikmenn sem hafa gert þetta
áður og unnið fjölda bikara.
Það er ómetanlegt fyrir þjálfara eins og Stefán
Arnarson að vera með leikmenn á borð við þær í
sínu liði en svo má auðvitað ekki gleyma því að Stef-
án sjálfur hefur nú unnið nokkra titla líka á sínum
farsæla ferli.
Framarar eru besta og jafnframt sigursælasta
kvennalið landsins en Valskonur hafa orðið Íslands-
meistarar næstoftast allra eða 17 sinnum.
Vörðu báða bikarana
Karlalið Vals í handknattleik náði á laugardaginn
því merkilega afreki að verða Íslands- og bik-
armeistari tvö keppnistímabil í röð. Valur vann ÍBV
3:1 í úrslitarimmunni og fjórða leikinn í Vest-
mannaeyjum 31:30 eftir mikla skemmtun.
Ólympíuverðlaunahafinn Snorri Steinn Guð-
jónsson byrjaði þjálfaraferilinn í meistaraflokki
ekki með neinni flugeldasýningu þegar atvinnu-
mannsferlinum í handboltanum sleppti. Hann hef-
ur hins vegar sýnt rækilega hvað hann kann fyrir
sér síðustu tvö tímabil. Valsmenn eru með mjög
sterkan og breiðan leikmannahóp. Er það ekki bara
nóg? Verða menn þá ekki bara sjálfkrafa Íslands-
meistarar? Nei, það hefur nú ekki reynst svo einfalt
í boltaíþróttunum.
Hjá Val hefur Snorra og leikmönnunum tekist að
halda mönnum góðum þótt mínúturnar dreifist á
milli manna. Reyndari leikmenn eins og Magnús
Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Alexander
Örn Júlíusson eru gjarnan inná þegar mikið liggur
við en yngri menn eins og Benedikt Gunnar Ósk-
arsson, Arnór Snær Óskarsson og Tjörvi Týr Gísla-
son fá samt mikið að spila. Það er kúnst að skipta
hlutverkum skynsamlega á milli manna eftir því
hvar styrkleikar þeirra liggja, hverjir ná vel saman,
hvernig andstæðingurinn spilar og fleira. Menn
virðast vera tilbúnir til að leggjast saman á árarnar
í þeirri von að vinna bikara. Menn leggja til hliðar
vangaveltur um eigið markaskor og þess háttar,
sem á hvort sem er aldrei að vera drifkrafturinn.
Valsliðið hefur nú verið mjög gott í liðlega ár og
rúmlega það. Þeir hafa unnið keppnirnar á Íslandi
og voru í hörkuleikjum á móti Lemgo síðasta haust
í Evrópukeppni. Árangur sem þessi næst ekki ein-
ungis með því að fá til sín leikmenn. Það þarf meira
til. Mun meira. Auk þess hafa þeir á sama tíma not-
að unga og uppalda leikmenn eins og Arnór, Bene-
dikt, Tjörva, Einar Þorstein Ólafsson, Þorgils
Svölu Baldursson, Tuma Stein Rúnarsson og Sti-
ven Valencia sem valinn var besti leikmaður úr-
slitakeppninnar af HSÍ. Hvað sem öllum fast-
eignaumsvifum líður liggur fyrir að Valur býr
ennþá til handboltamenn eins og félagið hefur gert
í áratugi.
Fram og Valur
- Fram er Íslandsmeistari kvenna eftir nauman sigur í fjórða leik gegn Val
- Valur er Íslandsmeistari karla eftir nauman sigur í fjórða leik gegn ÍBV
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
23 Fyrirliðinn Hildur Þorgeirsdóttir, til vinstri, og Ragnheiður Júlíusdóttir, til hægri, hefja Íslands-
meistarabikarana á loft eftir sigur Fram á Hlíðarenda í gær.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Gleði Vignir Stefánsson og Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, hefja Íslandsmeistarabikarana á
loft eftir sigur liðsins á ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardag.
Ítalía
B-deild, umspil, seinni úrslitaleikur:
Pisa – Monza.................................... 3:4 (frl.)
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
og skoraði fyrir Pisa.
_ Monza vann einvígið samanlagt 6:4 og
tryggði sér sæti í A-deild.
England
Leikur um úrvalsdeildarsæti:
Huddersfield – Nottingham F ................ 0:1
Bandaríkin
Orlando Pride – Washington Spirit ...... 2:2
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 78
mínúturnar fyrir Orlando Pride.
New England – Philadelphia Union 1:1
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 63
mínúturnar fyrir New England.
Real Salt Lake – Houston Dynamo ....... 3:0
- Þorleifur Úlfarsson lék fyrstu 68 mín-
úturnar fyrir Houston Dynamo.
B-deild:
Oakland Roots – Sacramento Republic 1:1
- Óttar Magnús Karlsson lék allan leikinn
og skoraði fyrir Oakland Roots.
Danmörk
B-deild, úrslitakeppnin:
Horsens – Hvidovre................................. 1:1
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 64 mínút-
urnar fyrir Horsens sem vann B-deildina
og tryggði sér úrvalsdeildarsæti.
Lyngby – Fredericia ............................... 1:0
- Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 75
mínúturnar fyrir Lyngby og Frederik
Schram varði mark liðsins. Freyr Alexand-
ersson þjálfar liðið sem varð í öðru sæti og
vann sér inn úrvalsdeildarsæti.
B-deild, fallkeppnin:
Esbjerg – Jammerbugt ........................... 2:2
- Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn fyrir
Esbjerg sem féll í C-deild.
Svíþjóð
B-deild:
Öster – Jönköping ................................... 2:0
- Alex Þór Hauksson lék allan leikinn fyrir
Öster.
Örebro – Brommapojkarna ................... 0:2
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
fyrir Örebro.
Örgryte – Dalkurd .................................. 3:3
- Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Ör-
gryte.
Bromolla – Uppsala................................. 1:1
- Andrea Thorisson lék allan leikinn fyrir
Uppsala.
4.$--3795.$